Morgunblaðið - 24.02.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 24.02.2002, Síða 20
F RJÁLSLEG meðferð opinberra fjármuna hef- ur mikið verið rædd upp á síðkastið. Grasserar spilling í íslenska stjórn- kerfinu eða er það einungis tilviljun að mörg hneykslismál koma upp á stuttum tíma? Hvað er spilling? Spilling hefur verið skilgreind svo að hún felist í þeirri háttsemi af hálfu þeirra sem gegna opinberum störfum að misnota aðstöðu sína eða vald til þess að færa sjálfum sér eða nákomnum hagnað eða að- stöðu sem þeir myndu ekki eiga til- kall til ef gætt væri réttra leik- reglna. Spilling getur auðvitað verið mismunandi alvarleg. Sem dæmi um lítilsháttar spillingu má nefna þegar ríkisstarfsmaður fer með smáhluti úr vinnunni heim til sín (klósettpappír, ljósaperur, rit- föng) eða prentar út skjöl í eigin þágu án þess að borga fyrir papp- írinn. Stórfelld spilling væri það hins vegar ef opinber embættis- maður þægi mútur gegn því að fela opinbera framkvæmd tilteknu fyr- irtæki sem annars hefði ekki hlotið hnossið. Spilling er siðferðilegt hugtak fremur en lagalegt. Þannig er alls ekki víst að öll spilling varði við lög. Og í hegningarlögum er einungis tekið á alvarlegustu tegund spill- ingar eins og mútuþægni. Undan- farin ár hafa verið gerðir margir al- þjóðasáttmálar um aðgerðir gegn spillingu. Flest ef ekki öll ríki eiga við spillingu að etja og oft og tíðum tengist hún skipulagðri glæpastarf- semi sem nær yfir landamæri. Spilling grefur undan grundvall- argildum lýðræðissamfélagsins. Ef hún kemst upp eyðileggur hún tiltrú manna til stjórnvalda og stjórnmálamanna sem gerir þeim einnig erfiðara fyrir að starfa. Spillt þjóðfélag er í raun andstaða réttarríkisins. Í réttarríkinu fer stjórnsýslan í einu og öllu að lögum sem endurspegla almannahags- muni á meðan annarleg sjónarmið ráða ferðinni í spilltu þjóðfélagi. Það má halda því fram að það sé í mannlegu eðli að ganga eins langt og menn geta, ekki þurfi að leita lengra að skýringum á spillingu. Oft og tíðum er það ugglaust rétt að spilling stafi einfaldlega af óhóf- semi og græðgi mannanna. Ýmsir þættir geta þó stuðlað að því að spilling þrífist. Má nefna sam- þjöppun valds, auðs og áhrifa, ólýð- ræðislega stjórnarhætti, skrifræði, óhóflega flóknar reglur, einokun, illa skipulagða og illa borgaða op- inbera stjórnsýslu og veikt dóms- kerfi. Upplýst þjóðfélag þar sem sið- ferðisstig er hátt er líklegra til að vera laust við spillingu. Skýrar reglur þurfa að gilda um meðferð opinberra fjármuna og tryggja þarf sem mest gagnsæi við meðferð þeirra til þess að fyrirbyggja og koma upp um spillingu. Ísland í alþjóðlegum samanburði Ef marka má erlendan saman- burð þá er íslenskt þjóðfélag með þeim óspilltari. Þannig er Ísland í 4.–5. sæti yfir óspilltustu lönd heims á lista Transparency Int- ernational fyrir árið 2001 (www.transparency.org) á eftir Finnlandi, Danmörku og Nýja-Sjá- landi. Listinn verður þannig til að valdir viðmælendur frá hverju landi eru spurðir um hvernig þeir upplifi tiltekna þætti sem varða spillingu. Ísland er aðili að svokölluðu GRECO-samstarfi en það er hópur ríkja innan vébanda Evrópuráðsins sem berst gegn spillingu. Nefnd á vegum GRECO heimsótti Ísland í fyrsta skipti í byrjun maí 2001 og átti viðræður við dómsmálaráðu- neytið, ríkissaksóknaraembættið, viðskiptaráðuneytið, ríkislögreglu- stjóraembættið, Ríkisendurskoðun, þingmenn, umboðsmann Alþingis, Samkeppnisstofnun, Fram- kvæmdasýslu ríkisins, Vinnuveit- endasambandið, Fjármálaeftirlitið og Verslunarráð auk nokkurra blaðamanna. Þessi listi endurspegl- ar með vissum hætti þær stofnanir sem eru hvað mikilvægastar til þess að halda spillingu í skefjum. Skýrsla nefndarinnar sem dag- sett er 14. september 2001 (eintak má finna á heimasíðu GRECO - http://www.greco.coe.int – en nið- urlag er einnig til í íslenskri þýð- ingu á heimasíðu dómsmálaráðu- neytisins) hefur að geyma stutta greiningu á íslensku þjóðfélagi. „Smæð íslensku þjóðarinnar getur annars vegar orðið að liði við að hamla gegn launung og halda sam- félaginu opnu, en hins vegar getur hún valdið því að hagsmuna- árekstrar komi upp og gert spill- ingarvanda verri viðureignar en ella væri.“ Auðvitað er ekki margt nýtt í skýrslunni en hún er þó fyrsta skrefið í alþjóðlegu sam- starfi sem örugglega á eftir að bera einhvern árangur. Þar kemur fram það mat nefnd- armanna að Ísland sé í hópi þeirra Evrópulanda þar sem spilling er hvað minnst. Er þeim tilmælum samt beint til íslenskra stjórnvalda að i) leggja drög að virkri stefnu gegn spillingu, ii) sjá rannsóknar- deild efnahags- og umhverfisbrota hjá embætti ríkislögreglustjóra fyrir nauðsynlegri þjálfun þannig að hún geti orðið sérhæfðara tæki til löggæslu á sviði spillingarmála, iii) leiða í lög ákvæði sem tryggja að upplýsingar sem opinberir starfsmenn fá í starfi sínu um spill- ingarmál eða grun um slíkt verði tilkynntar þeim stjórnvöldum sem rannsókn annast. Ennfremur gerir nefndin aðrar athugasemdir um ástandið á Ís- landi sem ekki eru taldar eins brýnar en eru þó allrar athygli verðar. Nefndin lýsir þannig áhyggjum af því að hér á landi sé ekki fyrir að fara reglum um fjár- mál stjórnmálaflokka. Hversu raunsætt er þetta mat? Þótt vissulega geti Íslendingar verið stoltir af svo sterkri stöðu í alþjóðlegum samanburði sem raun ber vitni þá er engin ástæða til að sofa á verðinum. Það eru mikils- verð lífsgæði að búa í þjóðfélagi sem er tiltölulega laust við spillingu og ábyrgð hvílir á stjórnvöldum að standa vörð um þau gæði. Spillingarumræða er ekki ný af nálinni á Íslandi samanber bók pró- fessors Gunnars Helga Kristins- sonar, Embættismenn og stjórn- málamenn, sem kom út árið 1994. Margt af því sem hefur verið fundið íslenskum stjórnmálum og stjórn- málamönnum til foráttu jaðrar auð- vitað við spillingu: fyrirgreiðslu- pólitík, laxveiðiferðir ráðamanna, klíkuskapur við stöðuveitingar o.s.frv. Þingmenn hafa einnig margir hverjir haft meiri áhuga á að vasast í stjórnsýslu heldur en lagasetningu með tilheyrandi af- leiðingum eins og allir þekkja. Samt er auðvitað ólíku saman að jafna við það sem gerist hjá sumum ríkjum sunnar og austar í álfunni þar sem stjórnkerfið er gjörspillt og mútugreiðslur daglegt brauð. Þótt fá dæmi séu þekkt um alvar- lega spillingu hér á landi, er hugs- anlegt að skýringin sé sú að hún hafi einfaldlega ekki komið enn upp á yfirborðið. Skortur á reglum um fjármál stjórnmálaflokka er til dæmis mikið umhugsunarefni. Hvernig getur almenningur gengið að því vísu að einstaklingar og einkafyrirtæki geti ekki keypt sér áhrif og fyrirgreiðslu? Á meðan engar reglur skikka flokkana til að opna reikningshald sitt verður að treysta siðferðisþreki stjórnmála- mannanna. Flest önnur lönd sem við berum okkur saman við hafa séð sig knúin til að setja slíkar reglur sem tryggja ákvæðið gagnsæi. Það er líka annars konar þróun í þjóðfélaginu sem getur skapað for- sendur fyrir spillingu. GRECO- nefndin nefnir einmitt að spilling- arhætta kunni að felast í auknum efnahagslegum umsvifum og fjár- magnsstreymi í þjóðfélaginu auk náinna tengsla milli stjórnvalda og atvinnulífs. Það segir sig sjálft að því meiri peningar sem eru í um- ferð þeim mun meiri líkur eru á að þeir séu notaðir til að kaupa sér áhrif. Mikið ríkidæmi fárra einstak- linga kann líka að skapa ný viðmið þar sem efnahagsleg velgengni verður eini mælikvarðinn á per- sónulegan árangur. Þeir sem ekki nýta sér aðstöðu sína til að maka krókinn virka þá eins og nytsamir sakleysingjar. Þeir sem til þekkja benda á að oft séu það menn sem koma inn í stjórnkerfið á pólitísk- um forsendum sem telji sig ekki þurfa að lúta almennum leik- reglum. Þeir njóti einhvers konar friðhelgi í skjóli pólitískra tengsla. Einkavæðing ríkisfyrirtækja er Að maka krókinn Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Brynjar Gauti Morgunblaðið/Brynjar Gauti Samkvæmt nýlegri úttekt er Ísland í þeim hópi ríkja þar sem hvað minnsta spillingu er að finna. Ýmis mál, sem upp hafa komið undanfarna daga, hafa hins vegar vakið menn til umhugsunar um að ekki sé allt sem sýnist. Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson 20 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.