Morgunblaðið - 24.02.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.02.2002, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ASHRAF Mehmood ereinn best menntaðileigubílstjóri Danmerk-ur. Hann hefur lagt hartað sér undanfarin fimm- tán ár við að læra dönsku, sitja kvöld- skóla til að undirbúa sig fyrir stúd- entspróf og ljúka loks prófi í tölvunarfræði, en fær samt hvergi starf við hæfi. Hann neyðist því til að keyra leigubíl, afgreiða annað slagið í söluturni og senda í hverri viku út ótal umsóknir um störf sem tölvunar- fræðingur, forritari eða vefstjóri. Hann hefur ekki tölu á því hversu margar umsóknir hann hefur sent út undanfarið ár, en telur þær skipta hundruðum. Aðeins ein þeirra leiddi til þess að hann var boðaður í at- vinnuviðtal, og hann fékk ekki starf- ið. „Mér finnst stundum eins og ég eigi aldrei eftir að fá vinnu,“ segir Mehmood alvarlegur á svip. „En mikilvægast er að láta ekki hugfall- ast. Það er skortur á tölvunarfræð- ingum, og fyrr eða síðar kemur röðin að mér.“ Móðir hans og systir sitja sitt hvorum megin við hann, hlusta og kinka kolli. Fjölskyldan talar lýta- lausa dönsku, en heimilið í Frede- riksberg er pakistanskt. Konurnar eru íklæddar sari og stofuborðið svignar af sterkkrydduðum samós- um, elskendurnir á sjónvarpsskján- um syngja dúett á urdu. Mehmood er einn þúsunda danskra innflytjenda, sem annað hvort eru atvinnulausir eða fá ekki störf við hæfi, þrátt fyrir að hafa orð- ið sér úti um hagnýta menntun í Dan- mörku. Margir þeirra hafa þráast við árum saman, bætt við sig námskeið- um og haldið áfram að sækja um störf, en eiga samt sem áður aðeins kost á hefðbundnum störfum inn- flytjenda á grænmetismörkuðum, skyndibitastöðum, í söluturnum og undir stýri í leigubílum. „Fólk af erlendum uppruna á erf- iðara með að fá vinnu í Danmörku en aðrir,“ segir Torben Møller-Hansen, formaður samtakanna Nydansker, sem hafa það að markmiði að hvetja atvinnurekendur til að ráða innflytj- endur í vinnu. „Staðreyndin er sú, að erlent og framandlegt nafn á starfs- umsókn verður yfirleitt til þess að at- vinnurekandanum dettur ekki einu sinni í hug að kalla umsækjandann í viðtal.“ Fordómafullir og tortryggnir í garð útlendinga Takmarkaðir atvinnumöguleikar útlendinga hafa reynst afdrifaríkir og orðið til þess að breikka bilið milli menningarheimanna í Danmörku. Félagsleg einangrun, fátækt og glæpir eru hlutfallslega algengir meðal innflytjenda, og margir Danir eru fordómafullir og tortryggnir í garð fólks af erlendum uppruna, seg- ir Erik Bonnerup, formaður hug- myndabanka danska innanríkisráðu- neytisins um málefni innflytjenda. „Það er innflytjendunum enn mikil- vægara en öðrum að fá vinnu svo þeir geti lært málið, kynnst Dönum og myndað þau tengsl sem eru nauðsyn- leg til að maður geti orðið hluti af samfélaginu,“ segir Bonnerup. Hugmyndabankinn var settur á laggirnar fyrir tveimur árum, að frumkvæði þáverandi innanríkisráð- herra, Karenar Jespersen, og er skipaður fimm manns úr viðskiptalíf- inu og félagsmálageiranum. Bonne- rup segir að tilefnið hafi verið hin mikla opinbera umræða um málefni og vanda innflytjenda í Danmörku, sem hafi ýmist verið byggð á afar takmörkuðum eða röngum upplýs- ingum. „Vandamál tengd útlending- um hafa verið á hvers manns vörum undanfarin ár,“ segir Bonnerup. „Fólk þrástagast á glæpatíðni, höf- uðblæjum og öðru slíku, en enginn hefur haft hugmynd um hvað raun- verulega á sér stað meðal danskra innflytjenda. Slík fáfræði er hættu- leg, og gerir öflunum yst á hægri væng stjórnmálanna kleift að sann- færa almenning um að síðasti Daninn deyi út eftir hundrað ár, eða ein- hverja álíka vitleysu.“ Niðurstöður hugmyndabankans eru á sömu leið og álit margra ann- arra, og benda til þess að aðlögun menningarheimanna í Danmörku hafi mistekist að miklu leyti. Mo- hamed Gelle, formaður IND-sam, dönsku innflytjendasamtakanna, segir að íbúar Danmerkur séu fastir í erfiðum vítahring. „Öll opinber um- ræða um innflytjendur og flóttamenn undanfarin 10–15 ár hefur verið á neikvæðum nótum,“ segir Gelle. „Í hvert skipti sem fólk af erlendum uppruna verður uppvíst að ofbeldi er því slegið upp á forsíðum blaðanna, og stjórnmálamenn rjúka upp til handa og fóta til að úthrópa útlend- ingavandann. Þessi „útlendinga- vandi“ á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til skelfilegs atvinnuleysis meðal innflytjenda, en í stað þess að hjálpa þessum hópi að finna sér vinnu og aðlagast, skellir þjóðfélagið allri skuldinni á innflytjendurna sjálfa. Þessi viðhorf hafa skapað fjandsam- legt andrúmsloft í Danmörku, þar sem „þeir“ eru á móti „okkur“. Marg- ir Danir óttast og tortryggja útlend- inga, hinn almenni vinnumarkaður stendur þeim lokaður og þeir ein- angrast utan dansks samfélags. Þrá- staðan er þannig fullkomnuð,“ segir Gelle með áhersluþunga. Ýta útlendingum út á vinnumarkaðinn Hin nýja ríkisstjórn frjálshyggju- flokksins Venstre og Íhaldsflokksins kynnti umfangsmiklar breytingar á reglum um málefni útlendinga í síð- asta mánuði og var fyrir vikið gagn- rýnd harkalega fyrir öfgakennda hægristefnu, útlendingahatur og mannréttindabrot. Ein helsta breyt- ingin á reglunum var sú að skera fé- lagslegar bætur til innflytjenda niður um allt að helmingi fyrstu sjö árin sem þeir dvelja í landinu. Bertel Haarder, innflytjendamálaráðherra, segir að með lægri bótum sé ætlunin að ýta útlendingum af krafti út á vinnumarkaðinn og leysa þá undan þeim félagslegu vandamálum sem séu óhjákvæmilegir fylgifiskar at- vinnuleysis og efnahagslegs ósjálf- stæðis. Hann segir að aðeins þannig geti stjórnvöld axlað ábyrgðina á misheppnaðri aðlögun útlendinga að dönsku samfélagi. „Sökin liggur algerlega hjá Dön- um,“ segir Haarder. „Velferðarkerfi okkar er afar illa í stakk búið til að taka á móti innflytjendum. Flestir sem flytja hingað eru fullir starfs- orku, hafa góð viðskiptasambönd meðal landa sinna og hafa sýnt það frumkvæði að koma sér hingað til Danmerkur. Margir koma frá menn- ingarheimum þar sem lögð er mikil áhersla á sjálfstæði og vinnusemi, þá dreymir um að verða sjálfs sín herrar og eru reiðubúnir til að vinna hörðum höndum, jafnvel kvöld og helgar, til að það geti orðið að veruleika. Inn- flytjendurnir búa yfir heilbrigðum viðhorfum til vinnunnar þegar þeir koma hingað og við eyðileggjum þau á skömmum tíma með aðstoð danska velferðarkerfisins, fyllum vasa þeirra með peningum fyrir að gera ekki neitt og sendum þá aðgerðarlausa út á göturnar.“ Haarder hefur þó hlotið harðorða gagnrýni fyrir að ætla að svelta inn- flytjendurna út á vinnumarkað, sem ekkert vilji með þá hafa. Samtökin Nydansker, sem vinna að því að greiða útlendingum leið inn á danska vinnustaði, telja breytingarnar van- hugsaðar, því ríkisstjórnin hafi engar hugmyndir fram að færa um hvernig hægt sé að hvetja atvinnurekendur til að ráða til sín starfsfólk af erlend- um uppruna. „Danir eru sjálfhverf þjóð og ákaf- lega upptekin af sérstöðu sinni,“ seg- ir Torben Møller-Hansen, formaður samtakanna. „Okkur hafa alltaf fund- ist Svíar, Færeyingar og Íslendingar Þrástaða fordómanna Flestir eru sammála um að aðlögun innflytjenda að dönsku samfélagi hafi mistekist, og eina lausnin sé fólgin í aukinni þátttöku þeirra í atvinnulífinu. Í þriðju og síðustu grein sinni um innflytjendur í Danmörku fjallar Sigríður Hagalín Björnsdóttir um vítahring fordóma, atvinnuleysis og félagslegra vandamála í dönskum innflytjendasamfélögum. Atvinnuleysi og félagsleg einangrun liggur eins og mara á innflytjendum í Danmörku Morgunblaðið/Sigríður H. Björnsdóttir „Mér finnst stundum eins og ég eigi aldrei eftir að fá vinnu,“ segir Ashraf Mehmood. Systir hans talar lýtalausa dönsku og fjöl- skyldan öll, en heimilið er pakistanskt. Reuters Þúsundir danskra innflytjenda eru annað hvort atvinnulausar eða fá ekki störf við hæfi, þrátt fyrir að hafa orðið sér úti um hagnýta menntun í Danmörku. Margir hafa þráast við árum saman, bætt við sig námskeiðum og haldið áfram að sækja um störf, en eiga samt sem áður aðeins kost á hefðbundnum störfum innflytjenda á grænmetismörkuðum, skyndibitastöðum, í söluturnum og undir stýri í leigubílum. Erik Bonnerup Mohamed Gelle Bertel Haarder Torben Møller- Hansen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.