Morgunblaðið - 24.02.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 24.02.2002, Síða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKI menntaskólakórinn The New Canaan High Scool Madr- igal Ensamble frá Connecticut ríki er staddur hér á landi og heldur tón- leika í Langholtskirkju í dag kl. 17.00. Í kórnum eru 27 ungmenni, valin úr stórum hópi nemenda, en stjórnandi kórsins er Arthur Sjö- gren. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, madrigalar frá endurreisnartíman- um, nútímalegar mótettur, atriði úr óperum, negrasálmar og amerísk þjóðlög, allt rúmast þetta á tónleik- um kórsins. Á 17 ára ferli hefur kór- inn farið í sjö tónleikaferðir, meðal annars til Norðurlandanna, Frakk- lands, Englands, Hong Kong, Bang- kok og Singapore. Gagnrýnendur hafa hlaðið kórinn lofi og sagt hann sýna allt það besta sem ungt fólk hefur fram að færa í víðum skilningi. Arthur Sjögren er stofnandi kórs- ins og hann stofnaði einnig atvinnu- kórinn Pro Arte Singers í Stamford í Connecticut, en það er eini atvinnu- kórinn þar um slóðir. Arthur Sjögren er tíður gesta- stjórnandi á tónlistarhátíðum, meðal annars á Europa Cantat þar sem hann stjórnaði 4.000 söngvurum á Stravinskíj hátíð fyrir belgíska út- varpið. Hann er sérstaklega þekktur fyrir þekkingu sína á verkum frá Skandinavíu, enda af sænskum ætt- um. Að loknu tónlistarnámi í Banda- ríkjunum hélt hann til Vínarborgar, en stundaði einnig nám hjá þekkt- asta kórstjóra Svía, Eric Ericsson. Kórinn hefur undanfarna viku haldið tónleika í mennta- og tónlistarskól- um á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg The New Canaan High Scool Madrigal Ensamble frá Connecticut. Madrigalakór frá Connecticut í Langholtskirkju NÝJA svið Borgarleikhússins, sem vígt var í fyrrahaust, var s.l. miðvikudagskvöld ramminn um fyrstu tónleika í nýrri röð CAPUT- hópsins og selló-píanó dúós Sig- urðar Halldórssonar og Daníels Þorsteinssonar, „15:15“, sem vísar til dagstímasetningar allra sjö eft- irkomandi laugardagstónleika rað- arinnar. Undan útsýnisleysi var ekki hægt að kvarta frá bröttum áhorfendapalli. Um hljómburðinn var aftur á móti hægt að efast, enda hvert hljóðfæri „mækað“ eins og sagt er (mundi nokkur skilja, hvað þá nota, „hljóðnumið“?) og lofaði slíkt varla góðu um nátt- úrulegan enduróm salarins. Þó kann að hafa spilað inn í ákveðin tillitssemi við veikustu hljóðfærin, sembal og spænskan gítar. Þeir bræður Jónas og Haukur Tómassynir hafa sjaldan teflt sam- an tónverkum á einni og sömu dag- skrá hér á höfuðborgarsvæðinu, en bættu úr því bæði þetta kvöld og hið næsta, á sinfóníutónleikum í Háskólabíói á vegum Myrkra mús- íkdaga. Að þessu sinni var skipzt bróðurlega á sviðsljósi með einu löngu og einu stuttu verki frá hvor- um. Jónas reið á vaðið með Sjö brot- um úr sálumessu (án orða) fyrir flautu, óbó, klarínett, horn, víólu og harmónikku. Í tónleikaskrá kom fram af hnyttinni hreinskilni, að verkið, upphaflega frá 1977, væri loks nú komið á lokapunkt eftir tvær undangengnar árangurslaus- ar atlögur. Þrátt fyrir nokkuð ólík- an svip hinna sjö mislöngu þátta bar verkið svipmót íhugullar kyrrðar með tíðri notkun langra þagnrofinna hljóma sem segja mætti að hæfu fermötuna í æðra veldi. En stundum líka með öllu vakrari beitingu þrástagandi ör- fruma – langlíflegast í V., sem minnti ósjálfrátt á velhífaða veiði- menn á „parforce“ refaskyttiríi að hætti enskra hefðarmanna. Gagn- stígir tónskalar einkenndu byrjun og enda, nikkan og víólan áttu saman kumpánlegan vals í III., og sálarornandi nikkusóló blániður- lagsins undirstrikaði heildarkeim- inn af spírítískri, frekar en kaþ- ólskri, sálumessu við stemmnings- ríkan dans andaglasa. Pétur Jónasson lék af þokka- fullri yfirvegun stutt en íbyggið verk fyrir klassískan gítar, Sónötu XIV („sónata“ mun safnheiti höf- undar á hvers konar ósungnum tónverkum, andstætt „kantötu“), er birtist sem rapsódískar hug- renningar innan um samtengjandi rísandi 8 tóna (5+3) skala. Sem lið- ur í samhverfu lengdarformi tón- leikanna (langt-stutt-stutt-langt) kom þvínæst jafnstutt verk eftir Hauk fyrir klarínett Guðna Franz- sonar, Spring Chicken. Kvökuðust þar á stór og lítill alifugl í líflegum tjáskiptum lága chalumeau-sviðsins og pískrandi clarínóregistursins efra í skemmtilega geðskiptri út- færslu spilarans. Síðast á skrá var liðlega hálftíma löng nonetta Hauks Tómassonar fyrir heldur fáséða en því litríkari kammeráhöfn flautu, óbós, klarín- etts, horns, gítars/rafgítars, harm- ónikku, sembals, víólu og kontra- bassa. Nafngiftin „Kópía“ átti trúlega síður við stælingu en við frummerkingu orðsins (gnægð, allsnægtir), enda mátti til sanns vegar færa að farið væri um víðan blæbrigðavöll í fimm þáttum verks- ins, Örbrigði, Innsetning, Hlekkir, Déjà vu [„endursýn“] og Stúfar. Raunar svo víðan að æra myndi óstöðugan að tíunda í smáatriðum. Nægja verður að sinni að slá föstu, að undirrituðum þótti margt til- komumikið í kaleidóskópískri tón- sýn höfundar, þar sem fjölbreytnin í áferð og hljóðfæravali lyfti hjakkkenndri kyrrstöðunni, sem manni finnst stundum hafa sligað einstaka eldri verk höfundar, á verulegt flug. Meðal fjölmargra stílgrasa mátti, auk gamalkunnra misútvíkkaðra mínímalískra að- ferða, sem byltust líkt og í spenni- treyju í III., kenna áhrif frá frjáls- um djassi, framsæknum tangó Piazzolla, punktastíl seinni Vínar- skólans og ugglaust sitthvað fleira. Í eitilsnörpum meðförum CAPUT- snillinganna níu mátti að þessu sinni varla heyra dauðan punkt, enda lék gjöfult músíkalskt lita- skyn tónskáldsins á als oddi í hvers konar óvæntum hljóðfærasamsetn- ingum og gat m.a.s. brugðið á glens þegar minnst varði. Hér virtist höfundur hafa ramb- að á vænlega framhaldsleið – a.m.k. ef venjulegir hlustendur eiga að skipta máli sem lokahlekk- ur í keðju nýrrar tónsköpunar. TÓNLIST Borgarleikhúsið Jónas Tómasson: Sjö brot úr sálumessu; Sónata XIV. Haukur Tómasson: Spring Chicken; Kópía. CAPUT (Kolbeinn Bjarnason, flauta; Eydís Franzdóttir, óbó; Guðni Franzson, klarínett; Emil Friðfinns- son, horn; Pétur Jónasson, gítar/ rafgítar; Tatu Kantomaa, harmónikka; Guðrún Óskarsdóttir, semball; Guð- mundur Kristmundsson, víóla; Hávarður Tryggvason, kontrabassi). Stjórnandi: Guðni Franzson. Miðvikudaginn 20. febr- úar kl. 20:02. KAMMERTÓNLEIKAR Andaglös og allsnægtir Ríkarður Ö. Pálsson SUNNUDAGS-MATINÉE tónleikar með Richard Simm píanóleikara verða haldnir kl. 16 í dag í tónlist- arhúsinu Ými. Á efnisskránni eru m.a. sónötur eftir Scarlatti, „Meph- isto-valsinn“ eftir Lizst og einleiks- verk fyrir píanó eftir Ravel og Grieg, auk þjóðlagaútsetninga eftir Richard Simm sjálfan. Efnisskrána hefur Simm sett saman með það í huga að búa til dagskrá þar sem gestir gætu átt notalega tónlistarstund á sunnu- dagseftirmiðdegi. „Efnisskráin er mjög fjölbreytt en er þó ekkert verkanna frá því á klassíska tíma- bilinu,“ segir hann. „Ég flyt fjórar sónötur eftir Scarlatti sem eru í barokkstíl. Þær voru upphaflega samdar fyrir sembal en það þykir mjög skemmtilegt að spila þær fyr- ir píanó. Sónöturnar eftir Scarlatti eru flestar í hraðari kantinum, en ein af þessum fjórum sem ég flyt á tónleikunum er frekar hæg. Nú síð- an flyt ég rómantíska tónlist eftir Lizt og Grieg, en einnig impressj- óníska tónlist eftir Ravel og Deb- ussy. Þá mun ég flytja tvö írsk lög sem ég hef útsett sjálfur, annað verkið er þekkt danslag, sem venju- lega er leikið á fiðlu, og hitt er mjög fallegt þjóðlag.“ Richard Simm hefur vakið at- hygli fyrir tónsmíðar sínar og út- setningar. Hefur hann meðal ann- ars unnið útsetningar við íslensk þjóðlög og írsk sem gefnar hafa verið út í Bandaríkjunum. Um efnisskrá Sunnudags- matinée-tónleikanna segist Rich- ard Simm ekki síst hafa tekið mið af því sem hann myndi vilja heyra. „Klassísku verkin eftir tónskáld á borð við Beethoven og Mozart eru oft flutt, enda stórkostleg verk. Það er þó ekki það sem mér finnst mest spennandi að spila. Mér finnst mikilvægt að flytja tónlist sem maður fær mikið út úr að spila, er gefandi en um leið krefjandi,“ segir hann. Richard Simm fæddist á Eng- landi og hlaut tónlistarmenntun sína bæði í London og í München. Hann var í níu ár kennari við Há- skólann í Wales og kenndi auk þess í þrjú ár við University of Illinois í Chicago. Hann hefur búið og starf- að á Íslandi frá árinu 1989 og er eftirsóttur einleikari, meðleikari og kennari. Richard Simm hefur hlotið fjölda verðlauna, m.a. Vivian Hamilton-verðlaunin fyrir túlkun sína á verkum Chopin. Hann hefur haldið tónleika í Wigmore Hall í London, en einnig í Bandaríkjunum og Þýskalandi, og að sjálfsögðu hér á landi, meðal annars sem einleik- ari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Gefandi en um leið krefjandi verk Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Richard Simm píanóleikari heldur einleikstónleika í Ými í dag. Sunnudags-matinée með Richard Simm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.