Morgunblaðið - 24.02.2002, Qupperneq 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Aðalfundur
Hampiðjunnar hf.
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður
haldinn í fundarsal félagsins, Bíldshöfða 9,
Reykjavík, föstudaginn 8. mars 2002 og
hefst kl. 16:00.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa
eigin hluti samkvæmt 55.gr.hlutafélagalaga.
3. Önnur mál sem löglega eru upp borin.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á
aðalfundi skulu hafa borist í hendur stjórnar
með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum
fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur
félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda,
munu liggja frammi á skrifstofu félagsins,
Bíldshöfða 9, Reykjavík, hluthöfum til sýnis,
sjö dögum fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á
fundarstað.
Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en
hyggjast gefa umboð verða að gera það
skriflega
Stjórn Hampiðjunnar hf.
ÁRÁSIN á New York og Wash-
ington 11. september á síðasta ári
verður skráð á spjöld sögunnar sem
fyrsti heimssögulegi atburður 21.
aldarinnar. Hún leiddi skýrt í ljós að
hætturnar sem steðja að ríkjum
Vesturlanda eru allt aðrar en fyrir
lok kalda stríðsins. Hernaðarógn af
völdum skipulegra árása yfir landa-
mæri fer dvínandi. Óvinurinn býr nú
í hjarta ríkisins, svo vísað sé til
kröftugra ummæla breska sagn-
fræðingsins og vinstrimannsins
Erik Hobsbawm. Þjóðir heims, þar
á meðal Íslendingar, verða að taka
mið af þessari breyttu heimsmynd
hvað varðar viðbúnað til að tryggja
öryggi þegna sinna.
Samstarf innan bandalaga
Ég tel að hryðjuverkin 11. sept-
ember sé ekki hægt að afgreiða sem
einangraðan atburð. Í fyrsta lagi
sýndu þau að heiftarleg, þaulskipu-
lögð árás hermdarverkamanna á
valin skotmörk getur lamað jafnvel
herveldi á borð við Bandaríkin um
hríð. Í öðru lagi leiddu þau í ljós, að
með því að beita umfangsmiklum
hryðjuverkum er hægt að kalla fram
veruleg, neikvæð efna-
hagsleg áhrif á Vestur-
löndum, jafnvel skapa
ástand sem stappar
nærri skammvinnri
efnahagskreppu. Stór-
tæk hryðjuverk eru því
líkleg til að verða eft-
irsóknarvert tæki í
baráttu alþjóðlegra
hryðjuverkasamtaka.
Það ýtir undir þann
möguleika að hryðju-
verkasamtök, jafnvel
ríki sem lúta ólýðræð-
islegum stjórnum hálf-
gildings glæpamanna,
kunni í framtíðinni að
beita stórfelldum
hryðjuverkum til að ná markmiðum
sínum.
Þegar ógnin takmarkast ekki við
skilgreind landamæri er óhjá-
kvæmilegt að varnirnar gegn henni
geri það ekki heldur. Öflug hermd-
arverkasamtök eins og Al-Queida
eru skipulögð á alþjóðlega vísu og
niðurlögum þeirra verður ekki ráðið
nema varnirnar gegn þeim séu líka
alþjóðlegar. Hluti af breyttri heims-
mynd er því að hvorki smáþjóðir né
stórþjóðir geta staðið einar gegn
ógn hryðjuverkanna. Í þeirri bar-
áttu skiptir samvinna og samstarf
alþjóðasamfélagsins öllu.
Ísland þarf að laga sig að þessum
breyttu aðstæðum með því til dæmis
að auka þátttöku landsins í alþjóð-
legu öryggisstarfi. Virk þátttaka í
alþjóðlegum friðargæslusveitum og
löggæslusveitum Atlantshafsbanda-
lagsins eru dæmi um það. Andspæn-
is hinum nýju ógnum er ljóst að
varnir og öryggi Evrópu verða tæp-
ast hlutaðar sundur eftir landamær-
um eða hagsmunum ríkja heldur
verða stöðugt samofnari. Íslending-
ar hljóta því að gera kröfu um að
EES-ríkin fái aðgang að samstarfi
Evrópusambandsríkjanna á sviði ör-
yggis- og varnarmála og jafnframt
stefna að ábyrgri og fullri þátttöku í
því, þegar – og ef – landið verður
fullgildur aðili að Evrópusamband-
inu.
Mat á nýjum ógnum
Íslendingar búa ekki lengur við
vá, sem felst í skipulagðri árás her-
afla yfir landamæri. Sama gildir um
flestar aðrar þjóðir, einkum á Vest-
urlöndum. Varnarsamstarf ríkja
verður að taka mið af þessu. Ég tel
því að áhersla á hefðbundnar land-
varnir muni minnka en aukinn þungi
verði lagður á að verja borgarana
gegn nýjum og margslungnari ógn-
um. Á því er rík þörf, eins og sást 11.
september, þegar kom skýrt í ljós að
stærsta herveldi heims var óviðbúið
atlögu sem kom að innan.
Fyrsta skrefið til að svara nýjum
þörfum á sviði öryggis- og varnar-
mála felst í að skilgreina hinar nýju
hættur, og hvernig megi með mark-
vissum og raunhæfum
aðgerðum treysta
varnir gegn þeim. Er-
lendis stafar ríkjum
vaxandi hætta af upp-
gangi öfgastefna, til
dæmis innan Banda-
ríkjanna, þjóðerniserj-
um eins og við höfum
séð í Evrópu og Afríku,
og átökum um náttúru-
auðlindir. Alþjóðleg
glæpastarfsemi færir
ört út kvíarnar og hef-
ur í reynd lagt undir
sig nokkur örsmá ey-
ríki. Útbreiðsla ger-
eyðingarvopna er líka
áhyggjuefni. Fyrir til-
stilli Netsins getur nú hver sem er
aflað þekkingar sem dugar til að búa
til frumstæð afbrigði af kjarnorku-
sprengjum. Upplausnin sem ríkir í
hlutum hinna hrundu Sovétríkja
gerir hryðjuverkasamtökum, og ein-
stökum ríkjum, mögulegt að verða
sér úti um hráefnið í þær.
Við Íslendingar erum að sönnu
landfræðilega einangruð og friðsöm
þjóð. Í dag er það engin trygging
fyrir að landið verði ekki skotspónn
alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka.
Þannig gátu menn leyft sér að hugsa
fyrir 11. september. En ekki lengur.
Fyrir þann skelfilega dag óraði eng-
an fyrir að hægt væri að hertaka
fjórar farþegaþotur í innanlands-
flugi í öflugasta herveldi veraldar og
breyta þeim í fljúgandi eldsprengjur
sem drápu og limlestu þúsundir frið-
samra borgara. Nú vitum við að það
er hægt. Íslendingar þurfa því að
vera við öllu búnir, líkt og aðrar
þjóðir.
Hluti af breyttri heimsmynd
speglast einnig í að smáþjóðir, eins
og Íslendingar, láta í vaxandi mæli
að sér kveða á alþjóðavettvangi. Til
marks um það stefna Íslendingar að
því að taka sæti í Öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna. Augu heimsins
beinast því hingað norður meira en
áður, og mögulega eykur það líkur á
að íslenska ríkið verði að skotspæni.
Hví skyldi það ekki geta gerst að al-
þjóðleg samtök hermdarverka-
manna freistuðu þess að nota her-
lausa smáþjóð til að koma málstað
sínum og kröfum á framfæri? Ís-
lendingar þurfa að vera viðbúnir,
enda sýnir reynslan að viðbúnaður
er besta forvörnin gegn hættum sem
steðja að öryggi okkar.
Aðlögun Íslands
Af þessum sökum er mikilvægt að
unnið verði með skipulegum hætti
að því að treysta innviði samfélags-
ins, svo við séum viðbúin hættum af
þessum toga. Við þurfum hins vegar
að gæta þess í hvívetna að viðbún-
aður okkar verði hóflegur að því
marki að hann grafi í engu undan al-
mennum lýðréttindum og persónu-
frelsi.
ÖRYGGIS- OG
VARNARMÁL ÍSLANDS
Össur
Skarphéðinsson
Frábærir
fótskemlar
Verð kr. 34.000
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mánudag-föstudag 11-18,
laugardag 11-15