Morgunblaðið - 24.02.2002, Síða 36

Morgunblaðið - 24.02.2002, Síða 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n * Innifali›: Flug, flugvallaskattar, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting og íslensk fararstjórn. kr. *72.583 á mann í 2 vikur á Poseidon m.v. 2 fullor›na og 2 börn, 2ja til 11 ára í rau›a fer›. Ver›dæmi: Poseidon - heitasta fer›an‡jungin Bóka›u fer›ina o g fá›u nánari uppl‡sing ar á netinu! Andrúmslofti› á Krít er einstakt - fla› vita fleir 10 flúsund Íslendingar sem lagt hafa lei› sína til Krítar sl. 2 ár. Hótelin eru vel búin, maturinn flykir mjög gó›ur og starfsfólki› vingjarnlegt og fljónustulipurt. Sandstrendur og skemmtilegar sko›unarfer›ir gera eyjuna auk fless a› ómótstæ›ilegum áfangasta›. N‡tt og fallegt íbú›ahótel sem var opna› vori› 2001 og er stutt frá mjúkri sandströnd. Rúmgó›ar og fallega innrétta›ar íbú›ir, allar loftkældar og me› stórum svölum. Gó› a›sta›a og stutt í verslanir og veitingasta›i. Krít Opi› í dag í Hlí›arsmára 15, Kópavogi, kl. 13:00 - 16:00 Betri fer›ir - betra frí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 68 57 02 /2 00 2 NÝLEGA var auglýst til kynningar tillaga að nýju aðalskipulagi Reykja- víkur fyrir árin 2001–2024. Tillagan er til sýnis víðs vegar í borginni og hafa borgarbúa frest til 6. mars til að gera athugasemdir við tillöguna. Í þessari nýju aðalskipulagstillögu eru í mörgum atriðum farnar nýjar leiðir og þar birtast nýjar áherslur og skýr framtíðarsýn. Forsendur skipulagsins Lögsagnarumdæmi Reykjavíkur er um 275 km² á svæði sem nær ann- ars vegar frá Seltjarnarnesi og suð- austur til Bláfjalla og hins vegar yfir Kjalarnes til norðurs. Stór hluti landsins er þó ekki talinn byggilegur m.a. vegna náttúrulegra takmark- ana. Þéttbýli Reykjavíkur afmarkast af Græna treflinum til austurs, strandlengju borgarinnar til vesturs og sveitarfélagamörkum til norðurs og suðurs og er um 63 km² að stærð. Af því er byggt land um 34 km² eða um 54%. Á síðustu 25 árum hefur íbúum Reykjavíkur fjölgað að jafnaði um 1.100 á ári, eða 1,1% að meðaltali. Á síðustu þremur árum hefur íbúafjölg- un verið í kringum 1.500 íbúar á ári í Reykjavík. Mikil íbúafjölgun á und- anförnum árum skýrist fyrst og fremst af auknum aðflutningi fólks, ekki síst frá útlöndum, en dregið hef- ur hins vegar úr fæðingartíðni á und- anförnum áratugum. Dánartíðni hef- ur aftur á móti haldið áfram að lækka. Þetta tvennt gerir það að verkum að aldurssamsetning íbú- anna hefur verið að breytast sem lýsir sér í því að eldra fólki fjölgar hlutfallslega mest með- an yngra fólki fjölgar minnst. Gert ráð fyrir að fæð- ingartíðni haldi áfram að lækka á allra næstu árum. Þá er miðað við að á næstu árum verði áfram mikill aðflutning- ur fólks af landsbyggð- inni til höfuðborgar- svæðisins en dragi síðan smám saman úr honum. Gengið er útfrá því að til langs tíma litið verði jöfnuður í fólks- flutningum til og frá útlöndum. Á grundvelli þessa er gert ráð fyrir að íbúar Reykjavíkur verði um 134 þús- und árið 2024 og hafi þá fjölgað um 25% frá árinu 1998. Íbúaspá gerir ráð fyrir verulegum breytingum á ald- urssamsetningu sem aftur hefur áhrif á fjölskyldustærðir og meðal- fjölda íbúa á íbúð. Samkvæmt íbúaspánni mun fólki á aldrinum 5 ára til 24 ára aðeins fjölga um 16% meðan fólki yfir sextugt fjölgar um 105%. Framtíðarsýn og stefnumörkun Framtíðarsýnin sem sett er fram í skipulagstillögunni byggist á því hvernig við sjáum bestu mögulegu fram- tíð borgarinnar. Tillag- an byggist á þeirri sýn að Reykjavík sé öflug og gróskumikil höfuð- borg landsmanna allra og forystuafl á sviði þekkingar og alþjóða- væðingar og þar er sú stefna mörkuð að borg- in styrki hlutverk sitt sem höfuðborg og sem alþjóðleg vistvæn borg á íslenskum grunni þar sem hlúð er að nýjum og hefðbundnum at- vinnuvegum og um- hverfi borgarbúa með sjálfbæra þróun, hagkvæma upp- byggingu og gæði byggðar að leið- arljósi. Með aðalskipulagi er settur rammi um vöxt og þróun byggðar í Reykja- vík. Aðalskipulag á að veita borginni möguleika á að rækja hlutverk sitt sem höfuðborg landsins og að geta búið sig undir og staðist vaxandi al- þjóðlega samkeppni milli borga og borgarsvæða um fjármagn, fyrirtæki og vinnuafl. Það þarf því að búa í hag- inn fyrir nýjar atvinnugreinar um leið og hefðbundnum greinum er skapað vaxtarrými. Fyrst og fremst er borgin þó borg íbúanna sem þar búa og eiga þar sitt lífsviðurværi. Í aðalskipulagi þarf því að huga að gæðum byggðar með sjálfbæra þró- un að leiðarljósi. Stefnumið aðalskipulagstillögunn- ar eru sett fram undir þremur stoð- um: 1. Höfuðborg 2. Alþjóðleg borg 3. Vistvæn borg Þessar stoðir fara saman við mark- mið aðalskipulagsins og þær eru tengdar markmiðum um byggðaþró- un, landnotkun og samgöngur. Höfuðborg Stefnan um Reykjavík sem höfuð- borg miðar að því að borgin verði efld sem miðstöð stjórnsýslu, viðskipta- og atvinnulífs og menningar. Hvert land á sér sína höfuðborg sem er samnefnari fyrir alla landsmenn. Sterk og lífvænleg höfuðborg í heimi örra breytinga er Íslandi nauðsynleg bæði sem ímynd inn og út á við og sem stuðningur við landsmenn alla. Höfuðborgin er sterkasta vopn Ís- lands í alþjóðlegri samkeppni sem á að nýta þannig að það komi landinu öllu til góða. Hlutverk Reykjavíkur er að vera höfuðborg. Alþjóðleg borg Stefnan um Reykjavík sem alþjóð- lega borg beinist að því að Reykjavík verði efld sem útvörður Íslands í vax- andi alþjóðlegri samkeppni borga um fyrirtæki, vinnuafl og ferðamenn. Sem eina borg landsins gegnir Reykjavík lykilhutverki fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu. Í aðalskipulagi er markmiðinu náð með því að styðja við nýjar atvinnugreinar jafnt sem hefðbundnar, efla miðborgina, þétta byggðina og endurskipuleggja eldri iðnaðarsvæði á Nesinu sem skrif- stofur og íbúðir, efla almenningssam- göngur og byggja upp ný atvinnu- og íbúðarsvæði í Vatnsmýri. Þetta eru lykilatriði í þróun Reykjavíkur sem alþjóðlegrar borgar. Auk þessa þarf borgarumhverfið að vera samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, þar sem jöfn- um höndum er lögð áhersla á menn- ingarlega sérstöðu og náttúrukosti borgarinnar. Aukin gæði byggðar- innar er frumforsenda þess að Reykjavík standi sig í samkeppni um að laða til sín fyrirtæki, vinnuafl, ferðamenn og alþjóðlega viðburði og geti með því talist alþjóðleg borg. Engin borg getur þó talist alþjóðleg án þess að hún hafi sín sérstöku ein- kenni sem skapar henni sérstöðu meðal annarra borga. Einkenni Reykjavíkur eru meðal annars lega hennar við hafið og nálægð við nátt- úru og möguleika á fjölbreyttri úti- vist. Því er í aðalskipulagi eftir því sem hægt er lögð áhersla á að styrkja þessi einkenni Reykjavíkur. Vistvæn borg Stefnan um Reykjavík sem vist- væna borg byggist á því að skipulag byggðar og umhverfis stuðli að sjálf- bærri þróun þar sem bætt lífsgæði borgarbúa og fjölbreytt mannlíf er í fyrirrúmi í sátt við land og lífríki. Að- alskipulag Reykjavíkur byggist á hugmyndafræði um sjálfbæra þróun. Í þessu felst að byggðin og umhverfið FRAMTÍÐARSÝN Í SKIPULAGSMÁLUM Árni Þór Sigurðsson Framtíðarsýnin sem sett er fram í skipulags- tillögunni byggist á því, segir Árni Þór Sigurðs- son, hvernig við sjáum bestu mögulegu framtíð borgarinnar. Íslandsmót kvenna og yngri spilarar í sveitakeppni 2002 Íslandsmót kvenna í sveitakeppni fer fram helgina 2.-3.mars. Allir spila við alla, en lengd leikja fer eftir fjölda sveita. Þátttökugjald er kr. 10.000 á sveit. Íslandsmót yngri spilara í sveita- keppni verður spilað sömu helgi. All- ir spilarar fæddir 1977 eða seinna eru velkomnir. Þátttaka er ókeypis. Bæði mótin byrja kl. 11.00 á laug- ardag og er spilað í Síðumúla 37, 3.hæð. Keppnisstjóri er Sveinn Rún- ar Eiríksson. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða www.bridge.is og er einnig aðstoðað við myndun sveita. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Sjálfsbjargar Nýlokið er aðalsveitakeppni deild- arinnar, 12 sveitir tóku þátt í keppn- inni. Í efstu sætum urðu eftirtaldar sveitir. 1. sæti sveit Karls Karssonar ásamt Sigurði R. Steingrímssyni, Ólafi Ingvarssyni og Zar- ion Hamedi 212 2. sæti sveit Þórarins Beck ásamt Jóni Úlf- ljótssyni, Ásmundi Guðmundssyni, Sigríði- Einarsdóttur, Heiðari Þórðarsyni og Birni Halldórssyni 205 3. sæti sveit Kristjáns Albertssonar ásamt Halldóri Aðalsteinssyni, Sævari Haukssyni og Birgi F. Lúðvígssyni 205 Bridsfélag Fjarðarbyggðar Staðan eftir 6 umferðir í sveita- keppninni sem staðið hefir yfir að undanförnu. 1. Sveit Þuríðar Ingólfsd. 118 2. Sveit Árna Guðmundss. 109 3. Sveit Síldarvinnslunar 105 4. Sveit Sigurðar Hólm Freyss. 89 5. Sveit Aðalsteins Jónss. 88 fr. 6. Sveit Jónasar Jónss. 86 fr. 7. Sveit Atlavíkur 55 8. Sveit Arnfríðar Þorsteinsd. 0 3. febrúar var haldið upp á 80 ára afmæli Aðalsteins Jónssonar með tvímenningsmóti í Valhöll á Eski- firði. Sautján pör mættu til mótsins og gaf Hraðfrystihús Eskifjarðar verðlaunin, spiluð voru 68 spil. 1. Birgir Jónss. – Bjarni Sveinss. 127 2. Ríkharður Jónass. – Ævar Ármannss. 75 3. Guttormur – Pálmi Kristmannssynir 58 Gullsmárabrids Mánudag 21. feb. spiluðu 22 pör tvímenning í Gullsmára 13 Kópa- vogi. Hæsta skor: N-S . Haukur Hannes., Bjarni Guðmunds. 325 Sigurður Einars., Garðar Alfonsson 264 Karl Gunnars., Kristinn Guðmunds. 241 A-V. Kjartan Elías., Guðni Ólafs. 270 Sigurður Björns., Auðunn Bergsveins. 256 Kristjana Halldórs. Eggert Kristins. 247 Meðalskor 220 Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ Baráttan var hörð um efstu sætin 21. febrúar, en spiluð voru 14 spil: 1. Þórir Jóhannsson-Ómar Jónsson 49 2. Margrét Þóris.-Hrafnhildur Baldvins. 47 2. Jóhannes Jónsson-Eiríkur Eiðsson 47 4. Georg Skúlason-Ragnar Valdimarsson 44 Spilað er öll mánudagskvöld kl. 20 í Síðumúla 37, 3. hæð. Umsjónar- maður, sem einnig aðstoðar við að finna spilafélaga, er Hjálmtýr Bald- ursson. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.