Morgunblaðið - 24.02.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 24.02.2002, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 39 var alltaf kölluð. Margs er að minnast frá liðnum árum, ótal ánægjulegar samverustundir sem verða mér ógleymanlegar. Fyrir þær vil ég þakka. Minningin um góða konu lifir. Hvíl í Guðs friði. Ágústa. Elsku hjartans Tolla mín. Mikið á ég eftir að sakna þín. Sakna þess að geta ekki lengur heyrt þína hlýju og notalegu rödd sem umvafði mig væntunþykju þegar við töluðumst við í gegnum símann. Sakna þess að geta ekki lengur hitt þig, sagt þér frá gleði minni og sorg- um, gantast með þér, hlustað á þig, glaðst með þér, verið með þér og hjá þér. Sakna þess að geta ekki lengur séð þig, fallegu, velgefnu konuna sem ég var svo lánsöm að kynnast fyrir rúm- um 30 árum og eignast elsku hennar, trygglyndi og virðingu alla tíð. Ég var líka svo lánsöm að þú skyld- ir vera amma dætranna minna tveggja og dótturdóttur minnar, þú varst eins og ljósberi í lífi þeirra þriggja. Tendraðir í hjarta þeirra gæsku þína, væntumþykju, visku, mann- elsku og virðingu. Fyrir það fæ ég aldrei nógsamlega þakkað þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Blessuð sé minning þín. Þín Valgerður. Þær eru ekki allar skráðar á bók hetjusögurnar úr hversdagslífinu. Hér verður minnst á eina slíka í ör- stuttu máli. Torfhildur systir mín Magnúsdóttir eða hún Tolla eins og við nefndum hana ætíð ólst upp í fjöl- mennum systkinahópi á Reyðarfirði á þriðja og fjórða áratug síðustu ald- ar. Á þessum tímum háði þjóðin harða baráttu við berklana, og létu margir í minni pokann fyrir þeim. Að- eins 3 ára gömul smitaðist hún af berklum í baki, og við þá fötlun varð hún að búa allt sitt líf. En Torfhildur bognaði ekki, það átti hún eftir að sýna. Í apríl 1926 var hún lögð inn á sjúkrahúsið á Eskifirði og rúmu ári síðar eða 16. júní 1927 er hún komin á Akureyrarspítala til 4 ára dvalar. Heim kemur hún 1931 full af lífsorku, þótt ótrúlegt megi virðast, byrjar að fullu í skólanum strax árið eftir og þá koma frábærir námshæfileikar henn- ar í ljós. Hún er fluglæs og um vorið 1932 þá 9 ára gömul og yngst í bekknum er hún í hópi þeirra, sem hæstar hlutu einkunnir þetta vor. Þannig var Tolla, kappsöm, greind og dugleg. Fljótlega fór hún að taka þátt í heim- ilisstörfunum og þar var hún engin eftirbátur annarra, þrátt fyrir fötlun sína. Hún var ótrúlega handsterk og það kom fyrir, að maður fékk að finna fyrir því! Eitt sinn var hún að strjúka yfir eldhúsgólfið. Ég hafði verið í spennandi leik úti og vantaði ein- hvern hlut úr eldhúsinu, óð yfir blautt gólfið og hugðist sækja hann. En hér fannst systur minni nóg boðið. Hún las mér lexíuna, greip með vinstri hendi fast utan um handlegginn á mér og stóð með blauta tuskuna í þeirri hægri tilbúin til að nota hana, ef á þyrfti að halda! Ég reyndi þetta ekki aftur. Þetta er einhver besta kennslustund í mannasiðum, sem ég hef notið. Tíminn leið og lífsbaráttan var hörð, þótt út yfir tæki, er við misstum móður okkar í maí 1939 í blóma lífs- ins. Fjölskyldan leystist upp og hver varð að bjarga sér sem best hann gat. Tolla var um tíma hjá skólastjóra- hjónunum í Odda, Sæmundi og Ingi- björgu, og leið þar vel. Veturinn 1941–1942 dvelur hún í Reykjavík, en svo verða tímamót í lífi hennar í maí 1942. Þá er hún ráðin við símstöðina á Eskifirði og 7 árum síðar tekur hún við embætti stöðvarstjóra Pósts og síma á staðnum og gegnir því til 1984, en varð þá frá að hverfa vegna veik- inda. Á Eskifirði kynntist hún manni sínum, Hallgrími Hallgrímssyni út- gerðarmanni og skipstjóra. Þau gengu í hjónaband 1949. Löngu seinna trúði Tolla okkur Önnu fyrir því, að hún hafi hugsað sig tvisvar um áður en hún tók þá ákvörðun og hafði það fyrst og fremst í huga, hvernig henni gengi að ganga með og eignast börn. Hún var raunsæ. En mitt í þessum hugleiðingum dreymir hana móður okkar og eftir það var hún ekki í vafa. Í draumnum leiðir móðirin dóttur sína inn í Hallgríms- hús og þarf þá ekki lengur vitnanna við. Hér var teningnum kastað. Börn- in urðu fjögur, öll hið mann- vænlegasta fólk. Hallgrímur réðst fljótlega til starfa á símstöðinni og sá um bókhald bæði pósts og síma. Torf- hildur starfaði við símann í 42 ár og þar af stöðvarstjóri í 35 ár. Það má öllum vera ljóst, að hér er á ferðinni ein af hetjum hversdagslífsins. Hún skilaði ótrúlegu dagsverki sem móðir, húsmóðir og stöðvarstjóri ekki hvað síst með tilliti til þess, að sjaldan gekk hún heil til skógar. Við bættist svo mikill gestagangur og þar sem í öðru voru þau hjón samhent og voru einstaklega gestrisin. Eftir að þau létu af störfum fluttu þau í hús sitt við Hátún, en Hallgrímur lést 1984. Þar var svo heimili Tollu næstu árin og var heilsan vægast sagt afar misjöfn. Þá var gott að eiga góða vini og ná- granna og þeir voru vissulega marg- ir. Ég nefni hér aðeins þau hjónin Stefaníu Árnadóttur og Stein Jóns- son, sem reyndust henni afar vel og aðstoðuðu hana oft, þegar á þurfti að halda. Tvennt var það, sem Tolla undi sér gjarnan við á þessum árum: Tón- list og íþróttir. Sjálf spilaði hún á gít- ar á sínum yngri árum og hún hafði unun af að hlusta á létta tónlist. Hún fylgdist af áhuga með íþróttunum í sjónvarpinu ekki hvað síst ensku knattspyrnunni og mér er ekki grun- laust um, að hún hafi þekkt flesta kappana í úrvalsdeildinni með nafni, a.m.k. nefndi hún þá oft rétt eins og um vini væri að ræða. Fyrir um það bil fjórum árum flutti Tolla norður í Eyjafjörð og dvaldi á Kristsnesi, en þar starfar dóttir hennar, Rósa Þóra, sem hjúkrunarfræðingur. Síðastliðin tvö ár átti hún heima á Torfufelli II hjá syni sínum, Hallgrími og sam- býliskonu hans, Irinu Troskova. Ann- aðist hún Tollu þessi tvö síðustu árin í lífi hennar með þeim hætti, að seint mun gleymast. Þar réði kærleikurinn ríkjum. Við Anna söknum nú vinar í stað og þökkum margar glaðar og góðar stundir með Tollu og fjölskyldu hennar. Einstæðum lífsferli er nú lokið. Eiginlega finnst mér hún vera sigurvegari í löngu stríði. Kvörtunar- söm var hún ekki og hverjum degi mætti hún með fádæma æðruleysi. Það segir meira en mörg orð. Við Anna sendum börnum hennar og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Magnússon. Það var bjart yfir henni Tollu föð- ursystur minni og það verður ævin- lega bjart yfir minningu hennar í huga mínum. Hún var einstök mann- eskja, stór og sterk sál í litlum og veikbyggðum líkama. Ég dáðist alltaf að henni og því meir sem árin liðu og skilningur minn óx. Þrátt fyrir fötlun eftir berkla í bernsku eignaðist hún 4 börn á fáum árum með honum Halla sínum og sinnti annasömu starfi sím- stöðvarstjóra á Eskifirði. Hún Tolla „á stöðinni“ var engum lík. Hugurinn skýr og lundin létt, um- hyggjusemin einstök og skopskynið svo hárfínt og græskulaust. Það var alla tíð sérstaklega gefandi að ræða um heima og geima við hana. Mörg sumur bernsku minnar dvaldi ég hjá Tollu í nokkra daga og það var alltaf tilhlökkunarefni þótt þröngt væri á þingi og manni kannski bara skákað upp í rúm til elstu heimasætunnar. Fermingarsumarið mitt fékk ég að búa hjá þeim og salta síld á plani. Þess var vandlega gætt að ungfrúin lenti ekki í neinum solli. Ég hef oft hugsað um það síðan hversu afstætt gildismatið er frá einum tíma til ann- ars. Þegar þetta var þótti ekkert að því að unglingur ynni 20 tíma á sólar- hring dögum saman, en flestar bíó- myndirnar voru bannaðar börnum yngri en 16 ára. Ég er þakklát fyrir sumarið mitt á síldarplaninu, þar var skemmtileg stemning og ævintýra- blær á lognkyrrum þokunóttum og sumarhýran drýgri en verið hefði í unglingavinnunni syðra. Við Hermann vottum afkomendum Tollu og Halla og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð við fráfall hennar. Sigríður Guðmundsdóttir. unni sinni til Færeyja og víðar, þannig að pabba var sjómennskan í blóð borin. Einu minningarnar sem ég á um Ólöfu ömmu eru úr Kastalanum, þar sem hún er umkringd köttum. Þar hefur pabbi örugglega lært að um- gangast dýrin, því að hann var alltaf mikill dýravinur. Góðar eru minn- ingarnar þegar hann fór með okkur á sjómannadaginn í siglingu á gamla Bjarti, nýkominn úr Norðursjónum. Man ég vel eftir Macintosh sælgæt- inu sem nóg var af um borð. Kokk- urinn á Bjarti, hann Gói, gaf okkur bræðrunum alltaf eitthvað, eins og hann gerði þegar hann kom í heim- sókn til okkar. Og svo seinna þegar hann átti bátana, fór hann oftast með okkur á þeim. Það rifjast líka vel upp þegar Gvendur Ölvers og Jón Þórðarson á Akri komu í heim- sókn, því að allar sögurnar sem voru sagðar þá eru ógleymanlegar og festust þær margar í minni mitt. Einnig man ég vel eftir því þegar Kiddi í Dagsbrún kom í heimsókn til okkar í gegn um árin. Frá þeim tíma sem pabbi gerði Hergilsey NK 38 út verður mér hugsað til línunnar sem ég átti og beitti sjálfur. Hún gekk undir nafn- inu stubburinn, því að hún var hálf lína sem kom inn í einum róðri. Ég man líka vel eftir því þegar hún tap- aðist í aftakaveðri í nóvember 1974, hvað ég var sár yfir því, en pabbi var ekki lengi að redda því. Hann skar eina línu í sundur og sagði að nú væri ég kominn með tvo stubba. Þetta lýsti honum vel, hann vildi alltaf leysa öll mál á einfaldan hátt. Pabbi var á sjó frá fermingaraldri með nokkrum hléum, nánast allt sitt líf. Þegar við bræðurnir fórum að stunda sjóinn, þá var hann ekkert allt of ánægður með það. Kannski vegna þess að hann lenti í miklu sjó- slysi þegar hann var ungur. Hann var á togaranum Agli rauða þegar hann strandaði undir Grænuhlíð í janúar árið 1955. Og minnugur þeirra hörmunga er þar gerðust ekki viljað að við bræður lentum í eins raunum og hann sjálfur. Aldrei talaði hann um þetta slys við okkur, eða þau áhrif sem það hafði á hann en ég veit að áhrifin voru mikil og hann bar þau ör alla tíð síðan. Pabbi var um tíma ásamt afa og Alexander bróður sínum í póstferð- um á Breiðafirði, og í Flatey kynnt- ist hann móður minni, Ingunni Þórðardóttur, dóttur síðasta bónd- ans í Hergilsey. Eftir að þau fluttu austur á Norðfjörð, þá bjuggu þau á efstu hæðinni í Bár, þar sem við systkinin fæddumst. Þau giftu sig á aðfangadag árið 1960. Þau héldu upp á 40 ára brúðkaupsafmæli sitt jólin 2000, síðustu jólin sem pabbi lifði. Pabbi var mjög dulur maður og bar ekki tilfinningar sínar á torg, nema kannski þegar bróðir hans, Alexander, fórst með Sjöstjörnunni KE 8 í febrúar 1973. Það var mikill missir fyrir hann að missa bróður sinn í hafið, því að hann sagði mér það seinna, að það hefði verið það erfiðasta sem hann hefði gengið í gegn um. Leitin að Sjöstjörnunni stóð lengi yfir, eða í tíu daga. Öll þessi bið, og vonin um að áhöfnin fyndist minnkaði með hverjum deg- inum sem leið og fór mjög illa með hann andlega, en hann var alltaf sterkur og lét aldrei bugast. Ég man vel eftir þessum tíma því að Vivían, kona Alexanders, var hjá okkur með synina Erik og Geir nán- ast allan tímann. Þá sá maður hvað ástvinamissir gat farið hræðilega illa með fólk. Pabbi tók miklu ástfóstri við fyrsta barnabarn sitt, Ingvar, son Dúnu systur, en hann var mikið hjá mömmu og pabba eftir að hann fæddist. Hann var skírður á ferm- ingardaginn minn, 30. apríl 1978. Síðasti báturinn sem pabbi átti var skírður í höfuðið á honum. Eftir að börnin mín fæddust, leituðu þau mikið til mömmu og pabba þegar ég var á togurunum og var mikið að heiman. Hann leit oft inn í kaffi til Öllu og stelpnanna þegar ég var á sjónum og ekki síður þegar ég var heima. Var þá mikið spjallað. Hann fylgdist vel með því hvernig aflaðist og gekk á sjónum. Mikið þótti mér vænt um að hann tók stjúpdóttur minni, henni Lilju Björk, strax eins og sínu eigin barni. Hann lét vel að krökkunum, gerði allt fyrir þau sem hann gat, sagði þeim sögur eins og hann gerði fyrir okkur þegar við vorum lítil. Fyrir það verð ég æv- inlega þakklátur. Eftir að Heiðrún Líf, dóttir Lilju og Reynis tengda- sonar míns, fæddist, gladdist ég mjög yfir þeim fáu stundum sem þau áttu saman. Hann var mjög stoltur yfir því að vera langafi. Það sá ég þegar hann heimsótti okkur í síðasta sinn haustið 2000. Hann veiktist alvarlega vorið 1993 og lá á Borgarspítalanum í nokkrar vikur. En eftir þau veikindi gat hann ekki stundað sjóinn lengur vegna heilsuleysis. Hann náði sér aldrei fullkomlega, og fljótlega eftir það seldi hann bátinn Ingvar. Síð- ustu árin vann hann á Vélaverk- stæði S.V.N við vélvirkjun, en hann lærði þá iðn á árum áður. Árið 1998 lét hann alfarið af störfum. Eftir að við Alla fluttum suður til Reykjavíkur urðu samskipti okkar ekki eins mikil og áður, eins og gef- ur að skilja, við hvor á sínu horni landsins. Hann hringdi oft eða þau bæði til að fá fréttir. Honum var mikið í mun að afabörnunum og langafabarni liði vel á nýjum stað. Og eftir að Ingunn og Katla byrjuðu í skólanum, var hann alltaf að spyrja hvernig þeim gengi og hvort þeim liði ekki vel hér fyrir sunnan. Ing- unn og Katla hafa alltaf farið austur á hverju sumri til afa síns og ömmu og verið þar í eina til tvær vikur. Það kunni hann vel að meta, að hafa barnabörnin hjá sér. Ég þakka þér fyrir allt, elsku pabbi minn. Minning þín er ljós í lífi mínu og verður alla tíð. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku, í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Og ég, sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? ( Steinn Steinarr.) Elsku pabbi, þín verður sárt saknað af okkur öllum og skarðið sem þú skilur eftir getur enginn fyllt. Ég bið góðan guð að varðveita þig þar sem þú ert núna um alla fram- tíð. Þórhallur Gjöveraa. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.