Morgunblaðið - 24.02.2002, Qupperneq 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 41
brimsjóir gætu brotnað á. Við kynnt-
umst fyrst að ráði þegar við sátum í
sama bekk í landsprófi og síðar í
menntaskóla. Við vorum báðir hluti af
strákaklíkunni í kringum Vilmund
Gylfason og fylgdum honum síðar á
lífsleiðinni í lífi og pólitík. Að loknu
landsprófi héldum við Örn, Vilmund-
ur og Hrafn Gunnlaugsson upp á
landsprófið með því að sigla til Fær-
eyja í ógleymanlegri ferð. Við vorum
allir ungir og lífið, ómælis lífið allt
framundan. Nú eru bæði Vilmundur
og Önni eins og Örn var alltaf kall-
aður horfnir. Svona líður þetta hratt
og er okkur áminning um að lifa
hvern dag í botn eins og hann birtist
okkur. Ég minnist horfinna daga með
söknuði og þakklæti og orna mér við
minninguna um þann góða dreng sem
nú er fallinn.
Aðstandendum Arnar votta ég
mína dýpstu hluttekningu.
Ingólfur Margeirsson.
Öll verðum við að lúta hinu hinsta
kalli hvort sem það ber sviplega að eð-
ur ei.
Á kveðjustundu vil ég þakka Erni
Þorlákssyni fyrir vináttu og trygg-
lyndi. Það eru ófá skiptin sem hann
heimsótti mig á vinnustofuna í leit að
málverki til tækifærisgjafar. Handa
ástvini, félaga eða samstarfsmanni.
Þessar heimsóknir yljuðu mér svo
sannarlega um hjartarætur. Bið ég
almættið að styrkja Ingibjörgu, börn-
in hans og fjölskyldu í sorginni.
Hvíl í friði.
Helga Magnúsdóttir.
Þegar vinir manns og jafnaldrar
deyja er maður harkalega minntur á
endanleika lífsins og mikilvægi þess
að nýta vel þann tíma sem manni er
gefinn. Ég hitti vin minn Örn Þorláks-
son allt of sjaldan, mig óraði ekki fyrir
því þegar við hittumst um sl. jól, að
það væri í síðasta skipti. Kannske á
maður að lifa þannig að hver dagur
geti verið sá síðasti. Þá hefðum við
Örn ekki bara skipst á, að vísu mjög
hlýlegum, en stuttum yfirborðslegum
kveðjum og upplýsingum, þetta
kvöld, er við hittumst fyrir tilviljun í
desember sl.
Við höfðum þekkst nánast allt okk-
ar líf. Vorum saman í barnaskóla,
fylgdumst með hvort öðru í mennta-
skóla og vorum samtímis í háskóla-
námi í Þýskalandi. En við kynntumst
ekki í alvöru fyrr en í Alþýðuflokkn-
um uppúr 1991 og þegar Örn hóf nám
hjá Endurmenntunarstofnun Há-
skóla Íslands nokkru síðar. Á þessum
árum var að ljúka erfiðum kafla í lífi
og starfi Arnar, en mannkostir hans,
einkum kraftur og jákvæð skapgerð,
buðu honum að halda ótrauður áfram,
sækja sér menntun og hefja störf á
nýjum og krefjandi vettvangi. Í nám-
inu hjá Endurmenntunarstofnun var
hann vinamargur eins og alltaf; hlýr,
hrókur alls fagnaðar og hafði jafnan í
kringum sig hóp samnemenda (eink-
um kvenna, ef ég man rétt), sem
fylgdust að og studdu hvert annað,
því ekki var auðvelt að setjast á skóla-
bekk eftir áratuga hlé.
Hann sem hafði áður verið sjálf-
stæður atvinnurekandi, varð nú að
gerast starfsmaður fyrrum keppi-
nauta. Það var ekki alltaf auðvelt, en
hann ávann sér fljótlega traust og
fékk æ stærri verkefni. Verkefni sem
kröfðust frumkvæðis, þekkingar á er-
lendum aðstæðum í atvinnugreininni
og rekstri. Framundan hjá honum
voru á þessu ári spennandi verkefni á
vegum Hampiðjunnar í Þýskalandi
og Frakklandi. Í Alþýðuflokknum til-
heyrði Örn þeim hópi, sem hafði kom-
ið þangað úr Bandalagi jafnaðar-
manna og stofnaði Félag frjálslyndra
jafnaðarmanna, sem var aðildarfélag
Alþýðuflokksins. Ég gekk í það félag
og þar sátum við Örn saman í stjórn
og stóðum fyrir margs konar fé-
lagsstarfi, m.a. fjölsóttum fundum í
allmörg ár. Fundum um allt það sem
við höfðum áhuga á í stjórnmálum;
fjáraustur í löngu úrelta landbúnað-
arstefnu; stærstu eignaupptöku Ís-
landssögunnar, gjafakvótakerfið;
kjördæmi og misskiptingu atkvæða-
vægis í Alþingiskosningum; fátækt á
Íslandi; siðferði í stjórnmálum;
einokunartilhneigingar í atvinnulífi;
ávinninga EES-samningsins og hugs-
anlega aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu, svo nokkuð sé nefnt. Það var
gaman að vinna með Erni, hann var
gjaldkeri félagsins og sá til þess með
útsjónarsemi og hyggindum, að við
áttum alltaf fyrir salarleigu og frí-
merkjum, þegar við sendum út um 4–
500 bréf fyrir hvern fund. Það fannst
okkur vel af sér vikið, við ætluðum
hvorki að safna sjóðum né skuldum. Í
þessu sjálfboðastarfi okkar var alltaf
hægt að treysta á áhuga, dugnað og
áreiðanleika Arnar, en allir sem hafa
komið nálægt félagsstarfi vita, að
slíkt er ekki sjálfgefið. Hann var ein-
lægur áhugamaður um framgang
frjálslyndrar, umbótasinnaðrar jafn-
aðarstefnu og þegar við hittumst í
desember sl. var það einmitt á fundi
ungs fólks, sem nú reynir að halda á
lofti sjónarmiðum frjálslyndrar jafn-
aðarstefnu, og kallar sig Kremlverja.
Síðustu ár voru Erni gjöful. Hann
var ástfanginn og farsæll í sínu einka-
lífi og öll teikn gáfu fyrirheit um, að
mörg hamingjurík ár væru framund-
an. Af þeim verður ekki og Örn er öll-
um sem hann þekktu harmdauði. Ég
get því miður ekki fylgt þessum vini
mínum til grafar og þakkað honum
þannig vináttu og margs konar hjálp-
semi, en sendi Ingibjörgu, dætrum
Arnar og móður, mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Boston, 22. febrúar,
Margrét S. Björnsdóttir.
„Jón minn, það er nú bara þannig
að hvert ár eftir fimmtugt er hreinn
bónus,“ sagði Örn við mig einn daginn
eftir að hann hafði fylgt skólabróður
sínum síðasta spölinn fyrr þennan
sama dag. Mér varð litið á Örn, fimm-
tíu og þriggja ára gamlan samstarfs-
mann minn, stóran og sterkan, og
muldraði síðan eitthvað þess efnis að
hann ætti örugglega mörg bónusár
framundan. Þá líða fáeinar vikur og
án nokkurs fyrirvara er Örn kvaddur
burt af jarðvistinni. Smávægilegur
hjartakvilli, að menn héldu, hafði náð
að leggja þennan öfluga mann að velli.
Frá 1993 sinnti Örn lykilstarfi í
söludeild Hampiðjunnar sem sölu-
stjóri kaðla. Örn var léttur í lund, lífs-
glaður, skrafhreifinn, greindur og
hlýr. Honum reyndist auðvelt að öðl-
ast trúnað samstarfsmanna sinna og
tryggð viðskiptavina. Glaðlegt við-
mót, vítt faðmlag, hlýtt handtak, góð-
yrði og smitandi hlátur. Hver stóðst
slíkt? Það var engin furða að Örn átti
fleiri félaga, kunningja og vini en
nokkur annar maður sem ég veit um.
Örn var sannur heimsborgari og
átti vini og kunningja út um allan
heim. Tungumál voru honum auðveld
viðfangs. Þýska, öll Norðurlandamál-
in og enska töluð hratt og fumlaust.
Þannig leið viðmælandanum best – ef
talað var á hans tungu. Örn taldi slíkt
ekki eftir sér og samferðamennirnir
urðu vinir hans. Áhugi á heimsmálum
og pólitík var Erni eðlislægur. Jafn-
aðarstefnan var honum hjartfólgin en
eftir að foringinn, Jón Baldvin, settist
á friðarstól og Alþýðuflokkurinn varð
að Samfylkingu – dró úr pólitískum
áhuga Arnar. Um leið jókst áhuginn á
heimspeki og æðri umhugsunarefn-
um lífs og tilveru.
Í lífshlaupi sínu reyndi Örn ýmis-
legt og ekki allt auðvelt. Á vegi hans
urðu brattari brekkur en flestir rata
á. Nokkru áður en hann hóf störf hjá
Hampiðjunni tók Örn þéttingsfast í
sína eigin tauma. Þegar hann hafði
ákveðið að rétta af kúrsinn – þá var
það gert í eitt skipti fyrir öll. Hálfkák
var ekki hans stíll. Um áratug síðar
var Örn keikari en flestir. Hann naut
virðingar og trúnaðar á vinnustað,
heimili þeirra Ingu í Grænuhlíðinni
sem óvinnandi kastali og dóttirin
Helga orðin glæsileg ung kona. Allt
sem Örn hafði stefnt að síðan hann
herti taumhaldið – var í hendi. Öllum
markmiðum náð.
Það var rétt hjá Erni að hvert ár
hér eftir yrði bónus.
Við samstarfsmenn Arnar í Hamp-
iðjunni þökkum honum góð kynni og
ljúfar minningar.
Sambýliskonu, móður, dætrum og
öðrum ættingjum eru sendar samúð-
arkveðjur. Megi Guð gefa ykkur
styrk í söknuði ykkar og sorg.
Jón Guðmann Pétursson.
Dauðinn kemur eins og þjófur að
nóttu og slær óvænt.
Þau válegu tíðindi bárust mér að
vinur minn Örn Þorláksson væri lát-
inn langt um aldur fram. Sár er missir
þeirra eru þekktu þann góða mann er
Örn hafði að geyma. Kynni mín og
Arnar hófust fyrir meira en tuttugu
árum er Örn starfaði við fyrirtæki sitt
og föður síns, sæmdarmannsins Þor-
láks Skaftasonar.
Minnist ég okkar fyrstu kynna,
hvað Örn var liðlegur og hjálplegur
við hvers konar aðstoð sem við við-
skiptavinir hans þurftum á að halda.
Stutt var á milli vinnustaða okkar á
Grandagarðinum, sem leiddi til sam-
gangs okkar á milli. Ófáar voru þær
tollskýrslur frá því fyrirtæki er ég
stýrði, sem lentu á hans borði til úr-
lausnar, er minn tími var takmark-
aður vegna anna. Ekki var verið að
færa til bókar alla þá aukavinnu, sem
hann innti af hendi. Liðlegheitin og
hjálpsemin voru hans vöggugjöf er
aðrir nutu góðs af.
Breyting sú í sjávarútvegi er átti
sér stað með tilkomu kvótakerfisins
og leiddi til fækkunar fiskiskipa af
minni og millistærð reyndist mörgum
þjónustufyrirtækjum þung í skauti.
Mörg þeirra lifðu ekki af þær breyt-
ingar sem urðu á áttunda og níunda
áratugnum. Meðal þeirra fyrirtækja
er lúta máttu í lægra haldi vegna
nýrra ytri aðstæðna og tapaðra við-
skiptakrafna var fyrirtæki þeirra
feðga, Þ. Skaftason hf.
Örn fór illa út úr þessum breyting-
um og lentu á hans herðum tölu-
verðar kröfur sem háðu hans per-
sónulega lífi í mörg ár. Á þessum tíma
erfiðleika breyttust okkar kynni frá
kunningsskap yfir í persónulega vin-
áttu, er ég mun ætíð geyma í hjarta
mínu.
Eftir að Örn hafði gengið í gegnum
lokun fyrirtækis þeirra feðga var
hann atvinnulaus nokkra hríð. Bar
fundum okkar þá saman á götu borg-
arinnar fyrir tilviljun. Þar sem við
höfðum ekki hist nokkuð lengi
ákváðum við að fá okkur hádegisverð
á veitingahúsi. Á þeim fundi sagði
hann mér fá sínum högum og var
áhyggjufullur yfir hvað framtíðin
bæri í skauti sér, sér til handa, eins og
málum hans væri komið. Hvatti ég
hann til að reyna að standa af sér byl-
inn og bauð honum að koma á skrif-
stofu mína daginn eftir til að kynna
sér hvað ég væri að fást við. Þessi til-
högun okkar varð til þess að við Örn
störfuðum saman um nokkurra mán-
aða skeið og með okkur þróaðist djúp
vinátta er náði út yfir starf og skyld-
ur.
Örn var mikill morgunhani og
ávallt mættur fyrstur allra á vinnu-
stað. Hlýtt og gott skapferli hans,
innsæi og starfsgleði fylltu samverka-
menn orku.
Hvatning hans og fylgni urðu til
þess að á þeim tíma er við störfuðum
saman náðist góður árangur í að
markaðssetja lax- og loðnuafurðir í
Hong Kong og Kína. Held ég að við
höfum verið í frumherjastarfi við að
vinna upp nýjan kaupendamarkað
fyrir fiskafurðir frá Íslandi á þeim
slóðum. Eftir á að hyggja kemur upp í
hugann sú spurning hvernig tveir
!!"
#" $ %"! !!"
&'( !!" " "#
)' ! ( * +! ,!%" !!"
- . # !!"
! !
"
!""
" #$
%
!""
&$ !'%"!"" $
(%"!""
%& !
# # %% #
! " ## # !# $%##!&" !
$%'! #
!&" !
(!
!&" ! #&! ! )# #
" ##
! #
!!"
"#$ %$ &
"#$ %$
"#$ !#''
(
"#$ %$
"$$( " ) $ !#''
*(
"#$ %$ #+ $$ )
!#''
#(
"#$ !#'' ,- " #+ $$ %$
% ) ' $!$!"
! "
!!
" !!
!# $
% !! % #&
'& !# ( !
%&
)#
% !! "!#*+ # &
$ * *
%& $#%
! , *
%&-
! " # $%&&
! "" #$ %!"
!&'"(