Morgunblaðið - 24.02.2002, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 24.02.2002, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00-17.00 SKAGASEL 9 Glæsilegt 289 fm einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Á jarðhæð er bílskúr, geymsla, þvottahús og lítil aukaíbúð með sérinngangi og einnig innangengt úr forstofu. Á efri hæð eru fjögur parketlögð herbergi, skápaveggur í hjóna- herbergi og auk þess fataherbergi þar innaf með lögnum fyrir baðherb. Eld- hús með stórum borðkrók og vandaðri innréttingu. Flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Útgangur á rúmgóða verönd úr skála. Fallegar stofur, borðstofa og setustofa með arni. Gott útsýni úr stofu. Nýtt parket er á stiga, stofum og eldhúsi, en parket á herbergjum er ca 2ja ára. Garður með falleg- um gróðri. Verð 27,5 millj. Húsráðendur taka vel á móti gestum í dag frá kl. 14-17 Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17 GLÆSIBÆR 18 - EINBÝLI Í dag sýnum við þetta fallega einnar hæðar einbýlishús sem er næst innst í rólegri, lokaðri götu í hinu sívinsæla Árbæjarhverfi. Húsið, sem er 135 fm, er mikið endurnýjað og skiptist í m.a. forstofu, hol, eldhús, 4 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og stofu með út- gengi í suðurgarð með góðum sólpalli. Bílskúrinn við húsið er 28 fm. Stutt er í alla þjónustu, s.s. skóla, leikskóla, verslanir, heilsugæslu, banka, pósthús, sundlaug og innan við 50 metrar eru í göngustíginn í Elliðaárdal. Verð 20,9 millj. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG FRÁ KL. 14 - 17 OPIÐ Á LUNDI Í DAG FRÁ KL. 12-14 ÞINGHÓLSBRAUT 21 - KÓP. Rúmgóð og vel skipulögð 3-4ra herb. íbúð á jarðhæð í fjölbýli með sérinngangi á tveim hæðum í vesturbæ Kóp. Tvö góð svefnherb. á hæð og hátt til lofts (ca 2,7 m), opið snyrtilegt eldhús, fallegt baðher- bergi með stórum flísalögðum sturtuklefa. Mjög rúmgott þvottaherb. á neðri hæð ásamt sjónvarpsholi og útgangur út í garð. Möguleiki væri að nota það til útleigu og þá með sérinngangi þar sem gengið væri inn að aftan. Verð 11,6 m. Tekið verður vel á móti ykkur milli kl. 14 og 17 í dag. LAUGAVEGUR 40 - OPIÐ HÚS Í DAG Glæsileg 2-3ja herbergja 91,5 fm íbúð á 2. hæð. Stór stofa þar sem auðvelt er að útbúa herb. Hátt er til lofts í allri íbúðinni og setja rósettur og skrautlistar sjarmerandi svip á hana. Parket á gólfum nema á baðherb., sem er nýlega standsett og flísalagt. Nýtt gler í stofu og nýjar lagnir. Berghildur og Haukur taka vel á móti ykkur milli kl. 14 og 17. Tilboð óskast. H A G A S M Á R A 1 - S M Á R A L I N D fjárvana en samtaka einstaklingar gátu náð þeim árangri er við náðum sameiginlega á fjarlægum, óþekktum markaði, þó svo að viðskiptavild okk- ar fjaraði út eftir nokkur misseri vegna þess að eftirfylgni vantaði og óvægin samkeppni og erfiðleikar við útvegun á hráefni háðu starfi okkar. Ein af mörgum góðum minningum er upp koma þegar litið er um farinn veg er ferð sem við fórum saman á sjávarútvegssýningu í Brussel. Eftir vinnuskyldu ákváðum við að eyða helginni saman í París. Mikið var gaman að eyða þeirri helgi með góðum vini. Við á okkar hátt náðum svo vel saman. Fórum á góð veitinga- hús og gengum um götur miðborg- arinnar í mildu vorveðri, sátum á bekkjum og torgum, töluðum mikið saman og nutum hvíldarinnar og vorsins þessa tvo daga. Þó svo að Örn hafi ráðist til starfa sem sölustjóri hjá Hampiðjunni hf. naut ég ávallt aðstoðar hans og hvatn- ingar meðan á mínum fyrirtækja- rekstri stóð. Hann fylgdist vel með og ég gat treyst á hann þegar ég þurfti á að halda. Í ferð okkar til Kína, Hong Kong og Taívan síðla árs 1996 styrkt- ust vináttuböndin enn frekar. Á sjáv- arútvegssýningu er við tókum þátt í í Qingdao í Kína kom berlega í ljós hversu góður samningamaður Örn var og átti létt með að vinna við- skiptavini á sitt band. Naut ég þess í ríkum mæli hve mikilli þekkingu hann hafði viðað að sér varðandi slíkt sýningarhald. Í lok sýningar héldum við til Hong Kong, Taipei og Kaohs- iung þar sem við fléttuðum saman viðskiptum og fríi á framandi slóðum. Fljótlega varð ég þess áskynja hversu mikill mannþekkjari Örn var og hvað hann var næmur að finna ef persónulegar aðstæður voru ekki sem skyldi. Hvatning hans og hluttekning voru ávallt fyrir hendi ef á þurfti að halda. Umhyggja hans og ræktar- semi komu mér stöðugt á óvart. Á okkar síðasta fundi fyrir þremur vik- um töluðum við um og ákváðum að hann yrði guðfaðir ófædds barns míns, sem sambýliskona mín ber nú undir belti. Dætur mínar, Drífa og Svava, sakna góðs vinar og senda honum sína hinstu kveðju. Örn var vissulega traustur vinur vina sinna og gott var að eiga hann að þegar eitthvað bjátaði á. Ég mun sakna okkar reglubundnu samtala um tilveruna og persónuleg málefni er upp komu hverju sinni. Í stjórn- málum vorum við samstiga, áttum mörg sameiginleg áhugamál sem jafnaðarmenn. Báðir vorum við ein- dregnir stuðningsmenn sameiningar jafnaðarmanna og Örn var mikill Evrópusinni. Ég vil með þessum orðum senda fjölskyldu Arnar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku vinur minn Önni, þig kveð ég nú með djúpan söknuð í hjarta. Sárhlý minning um góðan félaga og tryggan vin mun sitja eftir er þú hef- ur nú gengið þín hinstu spor hérna megin. Hvíl þú í friði. Þinn vinur, Alfreð Guðmundsson. Það var mikið áfall að heyra að vin- ur okkar, Örn Þorláksson, væri fall- inn frá, langt fyrir aldur fram, 17. febrúar sl. Það var eins og hendi veif- að og þessi stóri, sterki og lífsglaði maður var horfinn af sjónarsviðinu. Maðurinn með ljáinn, sem engu eirir, var mættur á vettvang til að taka hann til sín. Það var einkennilegt að heyra hann segja fyrir nokkrum vik- um, að eftir fimmtugt gætu menn á okkar aldri gert ráð fyrir hverju sem væri, hvað varðaði heilsuna, sem öllu máli skipti í lífinu. Það var eins og hann hreinlega fyndi á sér að síðasta stundin væri að nálgast. Það var afskaplega gjöfult og skemmtilegt að vinna með Erni und- anfarin tíu ár við sölu og markaðs- setningu á veiðarfærum fyrir Hamp- iðjuna. „The Big Eagle“, eins og hann kallaði sjálfan sig stundum í gamni, var ákaflega vel látinn og vinsæll meðal viðskiptavina hér heima og er- lendis. Feimni og óframfærni var nokkuð sem ekki stóð í veginum fyrir Erni og hann beitti óspart ríkri kímnigáfu á sjálfan sig og aðra, til að krydda lífið og tilveruna með sam- ferðamönnum sínum. Þessi hrífandi persónuleiki Arnar, ásamt óbilandi bjartsýni, auðvelduðu honum að sjálf- sögðu að ná árangri í starfi. Þar var Örn bestur, og í essinu sínu, þar sem ryðja þurfti brautir á nýjum mörk- uðum, finna tækifæri til sóknar og að- gerða og mynda ný viðskiptasambönd á viðkomandi stöðum. Eitt var það í fari Arnar, sem hann nánast bar utan á sér. Hann var mikill tilfinningamað- ur og mátti ekkert aumt sjá og leið illa ef hann gat ekkert gert til að bæta stöðuna. Hann lét ávallt í ljósi mikla samúð, ef hann vissi um erfiðleika eða veikindi hjá viðkomandi, og var ávallt boðinn og búinn að veita aðstoð ef á þurfti að halda. Andleg mál voru Erni ofalega í huga og held ég að hann hafi haft að leiðarljósi hina gullnu reglu um það, „að það sem þú vilt að aðrir gjöri þér, það skalt þú og þeim gjöra“. Elsku Ingibjörg. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til þín, á þessari sorgarstundu. Kærar þakkir fyrir all- ar ógleymanlegu samverustundirnar með ykkur á undanförnum árum. Guðmundur Gunnarsson, Guðrún Arndal. Við kynntumst Erni fyrir fimm ár- um þegar þau Ingibjörg fluttu í Grænuhlíðina. Það kom strax í ljós að við áttum öll skap saman, enda þekkj- um við fáa sem eru jafn félagslega sinnaðir og Örn var og hvað hann naut þess að blanda geði í góðra vina hópi. Alltaf kom hann auga á broslegu hliðar tilverunnar enda var hann sá sem við og aðrir sóttumst eftir að vera með. Betri nágranna en Örn og Ingi- björgu var ekki hægt að hugsa sér hvort sem var í gleði eða sorg. Minni- stæðar eru stundirnar sem rætt var um allt milli himins og jarðar hvort sem var á heimili annars okkar, á stigapallinum eða úti á stétt, Örn hafði alltaf tíma fyrir spjall og hugs- aði um að okkur liði sem best, hann átti það til að kaupa handa okkur þeg- ar hann fór út í bakarí og setja á hurð- arhúninn. Þegar við komum frá út- löndum sá hann til þess að við kæmum ekki að tómum ísskápnum. Við hjónin viljum þakka Erni fyrir að vera frábær vinur og nágranni og vottum Ingibjörgu, Dóru, Helgu og öðrum aðstandendum samúð okkar. Bjarni Þorbergsson, Tinna Kr. Gunnarsdóttir. Fyrir fjórum árum hóf ég störf hjá Hampiðjunni og kynntist þá Erni. Hann tók á móti mér sem væri ég hans eigin sonur og reyndist mér síð- an kær vinur og félagi, alltaf tilbúinn að aðstoða og klappa manni á bakið ef eitthvað bjátaði á. Það var aldrei leiðinlegt hjá Erni, jafnvel þótt umræðan væri um eitt- hvað sem betur mætti fara. Oft geta samskipti milli fólks orðið stirð og leiðinleg á köflum, en því kynntist ég aldrei hjá Erni sem var alltaf jákvæð- ur og jafn í skapi. Ég mun sakna þess að geta leitað til þessa öryggis. Hann veitir kraft hinum þreytta og nógan styrk hinum þróttlausa. Ungir menn þreyt- ast og lýjast, og æskumenn hníga, en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreyt- ast ekki. (Jesaja, 40:29-31). Þinn vinur, Guðmundur (Mummi). Vinur minn Örn er fallinn frá langt um aldur fram. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Erni fyrir rúmum aldarfjórðungi. Fyrstu kynni mín af honum voru í gegnum sameig- inlegan vin okkar, Helga Gunnarsson, og handknattleiksdeild Þróttar. Örn var einn þeirra sem sátu í stjórn deildarinnar á blómaskeiði hennar í kringum 1980. Hann, ásamt Óla heitnum í Olís, Magnúsi Óskarssyni heitnum og fleiri góðum mönnum, settu sér þau háleitu markmið að gera Þrótt að stórveldi í handknattleik. Þetta markmið náðist ótrúlega skjótt þótt fáir aðrir hafi haft trú á þeim. Örn vann mikið og fórnfúst starf fyrir Þrótt og sat í Handknattleiksráði Reykjavíkur í fjölda ára fyrir félagið. Fyrir þetta erum við Þróttarar þakk- látir. Á þessum árum þróaðist kunnings- skapur í nána vináttu sem hélst og styrktist allt fram á síðasta dag. Ég minnist nær daglegra heimsókna minna til þeirra feðga á Grandagarð. Þar var oft glatt á hjalla og gaman að fylgjast með og hitta ólíkan hóp við- skiptavina þeirra úr sjávarútvegin- um. Þarna lærði ég að líta á alla menn sem jafningja enda litu þeir með sömu virðingu á alla sína viðskipta- vini. Vinskapur okkar var misnáinn í gegnum árin en segja má að síðustu ár hafi hann styrkst og þroskast. Oft er lífinu líkt við fjöll. Það eru miserf- iðar uppgönguleiðir, allt eftir því hvar maður kemur að þeim. Það geta verið brattir hamrar eða aflíðandi hlíðar. Menn velja sér mismunandi leiðir á mismunandi tímum. Stundum storka menn sjálfum sér eða fjallinu. Örn kleif fleiri en eitt fjall og sigraðist á þeim öllum. Þegar Örn og Inga komu og heimsóttu mig í sumarbústaðinn í Brekkuskógi í sumar, hress og ham- ingjusöm eftir að hafa ekið suður Kjöl vissi ég að hann var búinn að finna réttu uppgönguleiðina. Eftir erfiða baráttu vegna alvarlegs slyss sem hann varð fyrir á Bretlandi fyrir fáum árum virtist hann vera búinn að sigra. Við áttum yndislega daga í bústaðn- um og ræddum um að ferðast saman um landið næsta sumar. Hann var heillaður af íslenskri náttúru. Ég minnist líka afmælisdagsins hans um sl. Jónsmessu og jólahlaðborðsins í desember þar sem hann sat stoltur með konunum sínum, Ingu, Dóru fósturdóttur sinni og Helgu dóttur sinni. Helga fór þá á kostum og gaf móður sinni lítið eftir í leik og fram- sögu. Þar var hreykinn og stoltur fað- ir. Örn var mikil félagsvera og hrókur alls fagnaðar. Hann var traustur, heiðarlegur og vinur vina sinna. Það var gott að leita ráða og aðstoðar hjá vini mínum Erni og þakka ég þeim kæra vini fyrir allt sem hann gaf mér í lífinu. Hans er sárt saknað og ferða- lögunum frestað um stundarsakir. Við munum ferðast saman síðar á öðr- um vettvangi. Ingu, Ingunni, Helgu, Dóru og öll- um öðrum aðstendendum votta ég samúð mína. Einar Sveinsson. Kær vinur og skólabróðir er látinn. Undarleg tilfinning að Örn skuli vera farinn úr þessu lífi. Hann var einn af þessum ómissandi félögum úr skóla sem lét mann fá það á tilfinninguna að tíminn stæði í stað. Hann var alltaf einstaklega hlýr og hress þegar leiðir lágu saman og hafði lag á að rækta vinskap okkar í gegnum árin. Við kynntumst ekki fyrr en á unglingsár- unum og þá í gegnum félagslífið í Hagaskóla. Þar lagði hann mikið af mörkum og þegar ég horfi á mynd úr skólaleikriti, sem við bæði lékum í, sé ég mér til undrunar að hann hafði lítið breyst. Árið 1985 hrinti ég í framkvæmd gamalli hugmynd minni um endur- fundi skólasystkina úr Hagaskóla. Örn var með þeim fyrstu sem leitað var til um aðstoð. Það vita svo þeir sem þátt hafa tekið í þessum sam- komum á 5 ára fresti að Örn var einn þeirra sem átti stóran þátt í að gera þessa skemmtun svo ánægjulega sem hún er. Í undirbúningnum kom í ljós hvað hann hafði fylgst vel með fé- lögum sínum, vissi hvað þeir höfðu starfað og hvar þá var að finna. Enn einu sinni erum við minnt á að njóta dagsins í dag og gefa okkur tíma til að rækta fjölskyldu og vin- skap. Ég veit að ég tala fyrir skóla- félaga mína þegar ég segi, hann Örn skilur eftir stórt skarð, hann var stór og fallega hugsandi maður. Kæra Ingibjörg Þóra og aðrir að- standendur, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorg og söknuð. Blessuð sé minning Arnar Þorláks- sonar. María Maríusdóttir. ÖRN ÞORLÁKSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.