Morgunblaðið - 24.02.2002, Side 57

Morgunblaðið - 24.02.2002, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 57 Sunnudagur 24. feb. 1. flokkur karla kl. 11.00: Úrslit kl. 13.30. 1. flokkur kvenna kl. 12.00: Úrslit kl. 13.30. Opinn flokkur karla kl. 13.00: Úrslit kl. 15.30. Opinn flokkur kvenna kl. 13.30: Úrslit kl. 15.30. Wales meistarinn í borðtennis, Ryan Jenkins, leikur á mótinu. Lýsingar hf. í borðtennis í TBR íþróttahúsinu 24. febrúar 2002 Dagskrá: Lýsing hf. Íslandsmeistarar Víkings Íslandsmeistarinn Guðmundur E. Stephensen ÍVESTURPORTI er enn allt árúi og stúi, þótt ekki sé nemavika í frumsýningu á nýju ís-lensku leikriti Agnars Jóns Lykill um hálsinn sem frumsýnt verður um næstu helgi. Þórunn Erna hleypur því á brott með mér, bara svona um stundar sakir til að geta sagt mér það helsta af sér ... ja, hver hún hreinlega er. Komin heim með sólarhrings fyrirvara „Ég kom heim frá London í lok janúar á síðasta ári til að taka þátt í uppfærslunni á Syngjandi í rigning- unni. Ég lærði í Webber Douglas sem er gamall leiklistarskóli í Lond- on og mjög virtur. Ég var þar í þrjú ár og ætlaði að vera áfram í London en ákvað með sólarhrings fyrirvara að koma heim. Ég kláraði skólann á fimmtudegi, hafði boðist hlutverk Oliviu í Þréttándakvöldi í Skotlandi en var svo allt í einu komin heim á sunnudegi,“ segir Þórunn og brosir að hvatvísinni í sjálfri sér. Eftir stúdentspróf nam Þórunn frönsku og sögu í eitt ár við Sorb- onne-háskólann í París og við heim- komuna reyndi hún við Leiklistar- skóla Íslands, en fékk höfnun. „Ég ákvað að láta það ekki stoppa mig og gat komist inn í fjóra skóla úti. Ég er mjög glöð með þetta núna, þótt ég hafi heyrt margt gott um leiklistarskólann hér, en það var yndislegt úti, mikill agi, erfitt nám og sumir kennararnir við skólann eru hreinlega snillingar.“ Þórunn segist ekki hafa lokað á það enn að fara aftur út til London að spreyta sig. „Ég var aldrei búin að ákveða að koma alveg heim, fyrr en í haust þegar Rauðhetta og Vestur- portið komu upp.“ Hefur sjaldan liðið svona vel á sviði Þórunn byrjaði sem sagt feril sinn á íslenskum fjölum í litlu hlutverki í verkinu Syngjandi í rigningunni í Þjóðleikhúsinu. En í eitt sinn fékk hún að spreyta sig á aðalhlutverkinu. „Það var alltaf talað um að ég lærði hlutverkið hennar Selmu og væri varamanneskja ef eitthvað kæmi upp á. Svo lenti hún í því að missa röddina svo kallið kom og ég þurfti að skella mér á svið með nokkurra klukkutíma fyrirvara,“ segir hún og hlær að minningunni. „Það var frá- bærlega gaman, ég get ekki sagt annað, þrátt fyrir mikið stress. Ég renndi yfir handritið, við fórum yfir dansana, fundum hárgreiðslu og at- huguðum hvort ég passaði í fötin hennar. Síðan prófaði ég að syngja með hljómsveitinni í fyrsta sinn. En mér fannst ofsalega gaman og hefur sjaldan liðið svona vel á sviði. Rúnar Freyr, Stefán Karl og Selma hjálp- uðu öll svo mikið til á staðnum, ásamt öðrum í sýningunni. T.d að segja mér í hvaða búning ég ætti að fara í næst. Það var ekkert rennsli á sýningunni og stundum vissi ég varla hvar ég átti að vera! Þangað, þangað öskruðu þau og ýttu mér áfram!“ segir hún og lýsir æsingnum með til- þrifum. „Það var aðallega steppið sem var erfitt að ná á svona stuttum tíma, en það tókst því það er allt hægt í leikhúsinu.“ En Rauðhetta sjálf í Hafnarfjarð- arleikhúsinu er fyrsta aðalhlutverkið sem Þórunn Erna fær á Íslandi, fyrir utan „prinsessukvöldið“, eins og hún kallar það. – Hefur Rauðhetta alltaf verið draumahlutverkið þitt? „Eiginlega hafði aldrei hvarflað að mér að ég myndi leika Rauðhettu,“ segir Þórunn og skellihlær. „En mér finnst mjög skemmtilegt að leika barn, ég hef oft hugsað um það, en hélt að ég fengi ekki tækifæri til þess.“ – Er Rauðhetta krefjandi hlut- verk? „Já, af því að ég þarf að setja mig inn í það að vera barn aftur, hugsa eins og barn og temja mér hreyfing- arnar. Annars er ég svo barnaleg, að það er ekkert erfitt fyrir mig. Ha, ha! Svo er Rauðhetta bæði fjölhæf og listræn og það er alltaf mjög krefj- andi að vera sú persóna sem er að upplifa allt í leikritinu.“ – Er ekki að erfitt að leika fyrir krakkana sem lifa sig inn í sýningu með framíköllum? „Jú, maður veit aldrei við hverju má búast. Rauðhetta stendur fyrir framan húsið hennar ömmu og allir krakkarnir búnir að vara hana við að úlfurinn sé búinn að drepa ömmu, en samt fer hún inn. Maður þarf að vinna með börnunum eins og þau sé persónur í leikritinu. Þau verða líka fúl, ef maður lokar bara á þau. Það er auka samspil, þannig að maður þarf að vera með hlustunina alveg 100%. Það er líka skemmtilegur hluti sýn- ingarinnar fyrir fullorðna fólkið að heyra hvað krakkarnir segja. Þau eru alveg stórkostleg.“ Það sem hjartað er að segja manni Nú er önnur frumsýning hjá Þór- unni Ernu um næstu helgi. Hún leik- ur Dóru í leikriti sem heitir Lykill um hálsinn, sem Agnar Jón Egilsson leikstýrir í Vesturportinu. „Þetta er fyrsta íslenska verkið sem sett er upp þarna. Systkinin Ari og Systa, sem Björn Hlynur Har- aldsson og Lára Sveinsdóttir leika, eiga vinkonu sem heitir Dóra og þau eru mikið að skemmta sér. Þau eru í leit að sjálfum sér og ástinni. Allir eru ástfangnir af einhverjum og ást- in leiðir suma til glötunar og aðra til hamingju. Maður þarf að hlusta á hvað hjartað er að segja manni,“ seg- ir Þórunn um söguþráð leikritsins. Fjórði leikari verksins er Erlendur Eiríkssson. „Þetta er alveg frábært hlutverk. Dóra er svolítið barnsleg, úr sveit og gerir sér ekki alltaf grein fyrir hversu hávær hún er, en er mjög sæt og góð við alla. Hún þolir áfengi ekki mjög vel, en er tilfinningarík og skemmtileg. Ég myndi segja að hún væri bæði dramatískur og kómískur karakter því hún er svo einlæg – vona ég alla vega,“ segir leikkonan og kímir. „Þetta er eitt skemmtileg- asta hlutverk sem ég hef komist í. Í rauninni fyrsta sérlega íslenska hlut- verkið sem ég leik. Það besta við leikritið er að allir hafa verið á þessum tímapunkti í líf- inu þegar þeir eru að leita að ástinni og sjálfum sér.“ – Er búið að vera gaman að koma heim í íslensku leikhúsflóruna? „Já, mér finnst ég líka svo heppin með hvað er ég búin að fá mikið að gera. Það getur verið erfitt fyrir okkur sem komum að utan að kynna okkur, því enginn hefur séð okkur á sviði. Í gegnum tíðina finnst mér leikhús á Íslandi hafa verið svo skemmtilegt og margar sýningar sem ég hef séð mun áhugaverðari og skemmtilegri en úti. Þess vegna er mjög gaman að taka þátt í íslensku leikhúsi þótt ég hafi upphaflega ætlað að vera lengur úti.“ – Þú ert að takast við mjög skemmtileg verkefni. „Bæði þessi verk eru skemmtileg og líka fyrir alla. Fólk þarf ekki að vera sérlega áhugasamt um leikhús til að hafa gaman að þeim. Á leikhús bara að skemmta leikurunum sjálf- um, eða á það að skemmta áhorfend- um? Við erum búin að sýna Syngj- andi í rigningunni fyrir fullu húsi um 70 sinnum. Fólki finnst mjög gaman. Auðvitað er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt listrænt séð og ýta leik- listinni áfram, en það má ekki vera á kostnað þess að fólki finnist gaman. Ef fólk getur fundið til eða hlegið með persónunum er tilganginum náð. Mér finnst ekki alltaf málið að vera að gera eitthvað öðruvísi. Ég þoli ekki að fara í leikhús og upplifa ekki neitt. Þá finnst mér ég vera svo svikin. Og vonandi getum við á Ís- landi haldið áfram að búa til gott leikhús.“ Nýtt blóð með rauða hettu á fjölunum Vil fá að upplifa Leikkonan Þórunn Erna Clausen syngur í rigningunni, leitar að ástinni og leikur á úlfa í íslensku leikhúslífi þessa dagana. Hildi Loftsdóttur fannst hún for- vitnileg – og líka svo falleg. Ljósmynd/Hafnarfjarðarleikhúsið Þórunni Ernu finnst bæði gaman og krefjandi að fá að leika barn. Morgunblaðið/Ásdís „Á leikhús að skemmta leikurunum sjálfum eða áhorfendum?“ spyr Þór- unn Erna sem er á fullu í íslensku leikhúslífi. hilo@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.