Morgunblaðið - 28.02.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 28.02.2002, Síða 1
49. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 28. FEBRÚAR 2002 Óstaðfestar fréttir herma að nokk- ur hundruð hernaðarráðgjafar og sér- sveitaliðar kunni að verða sendir til landsins. Ósk um þessa aðstoð mun hins vegar hafa verið borin upp af Edúard Shevardnadze, forseta lands- ins og fyrrverandi utanríkisráðherra Sovétríkjanna, er hann var á ferð í Bandaríkjunum í október í fyrra. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar er ekki síst mikilvæg í ljósi þess að Rúss- ar hafa löngum haldið því fram að þeir eigi í stríði við hryðjuverkamenn í ná- grannalýðveldinu Tsjetsjníu en þar berjast skæruliðar fyrir aðskilnaði frá Rússlandi og stofnun sjálfstæðs ríkis. Nú hafa Bandaríkjamenn tekið undir þessa skilgreiningu með því að lýsa yfir því að liðsmenn al-Qaeda-hryðju- verkasamtaka Osama bin Ladens hafi gengið til liðs við aðskilnaðarsinna í Tsjetsníu. „Við búum yfir óvefengj- anlegum upplýsingum um að tengsl séu á milli aðskilnaðarsinna í Tsjetsj- níu og al-Qaeda. Þetta þýðir að þessi liðsafli telst vera hugsanlegt skot- mark í hnattræna stríðinu gegn hryðjuverkavánni,“ segir háttsettur bandarískur embættismaður. Viðbrögð Rússa við þessum tíðind- um eru sögð blendin. Annars vegar hafi komið fram áhyggjur sökum þess að Bandaríkjamenn muni með þessu móti tryggja sér fótfestu á Kákasus- svæðinu, sem löngum hefur verið rússneskt áhrifa- og yfirráðasvæði. Á hinn bóginn fagni Rússar því að stjórn George W. Bush forseta hafi með þessu móti fallist á þær fullyrð- ingar Rússa að þeir eigi í baráttu við hryðjuverkamenn í Tsjetsjníu. Haft var eftir Ígor Ívanov, utanrík- isráðherra Rússlands, í gær að af- skipti Bandaríkjamanna gætu orðið til þess að skapa enn meiri spennu á þessu svæði. Ashlan Maskhadov, leið- togi Tsjetsjena, kvaðst hins vegar fagna því að Bandaríkjamenn ætluðu að fara gegn hryðjuverkamönnum á þessum slóðum væri þá þar að finna. „Hefji Rússar aðgerðir í Pankisi munu þúsundir óbreyttra borgara falla. NATO-sveitir eru hins vegar þekktar fyrir manngæsku,“ sagði hann. Rússar hafa háð blóðugt stríð við uppreisnarmenn í Tsjetsníu frá árinu 1994. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa fordæmt framgöngu Rússa þar og vænt þá um fjöldamorð og grimmdarverk. Vitað er að sveitir að- skilnaðarsinna hopa iðulega yfir landamærin og inn í Georgíu og hafa stjórnvöld þar sætt miklum þrýstingi af hálfu Rússa um að flæma þá úr landi. Auk Georgíu annast um 160 banda- rískir sérsveitaliðar þjálfun hersveita á Filippseyjum, sem ætlað er að ganga á milli bols og höfuðs á hryðju- verkaflokkum Abu Sayyaf-hreyfing- arinnar þar. Bandarískir ráðgjafar og hergögn send til Georgíu Bandaríkjastjórn færir enn út hnatt- ræna stríðið gegn hryðjuverkaógninni BANDARÍKJAMENN hafa látið ríkisstjórn Kákasus-lýðveldisins Georgíu í té þyrlur og minnst fimm ráðgjafar eru komnir til landsins til að hafa umsjón með þjálfun nokkurra deilda stjórnarhersins. Er þetta liður í því hnattræna stríði gegn hryðjuverkaógninni, sem Bandaríkjamenn hafa lýst yfir. Háttsettir bandarískir embættis- menn segja að stjórnvöld í Georgíu og ráðamenn í Bandaríkjunum séu sammála um að liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna og aðrir íslamskir öfgamenn hafi leitað skjóls í norðurhluta Georgíu, nánar tiltekið í Pankisi-fjalllendinu nærri landamærunum að Tsjetsjníu. Hafa Georgíumenn nú þegar fengið til afnota tíu árás- arþyrlur af gerðinni UH-1H en þær munu vera óvopnaðar. Washington. The Washington Post. Sleptovsk í Rússlandi. AFP. UPP ÚR sauð í átökunum milli and- stæðra fylkinga á Madagaskar í gær er stuðningsmenn forsetaframbjóð- andans Marcs Ravalomanana réðust inn í eitt ráðuneytanna í höfuðborg- inni, Antananarivo, og börðu á þeim, sem þar voru fyrir. Ravalom- anana heldur því fram, að hann hafi með réttu fengið hreinan meirihluta í fyrri umferð forsetakosninganna í desember en Didier Ratsiraka, nú- verandi forseti, hafi svipt hann sigr- inum með brögðum. Ravalomanana lýsti sjálfan sig forseta í síðustu viku og lýstu stjórnvöld þá yfir neyðarástandi í landinu. Hér liggur einn stuðningsmanna forsetans al- blóðugur í götunni eftir að áhang- endur Ravalomanana höfðu gengið í skrokk á honum. Átök og ofbeldi á Madagaskar AP Í FYRSTA sinn, að því er talið er, hefur fæðst barn sem var beinlínis skapað á þann hátt, að það yrði laust við erfðagalla sem veldur Alz- heimer-sjúkdómi snemma á æv- inni. Móðir barnsins, 33 ára hjúkr- unarkona í Texas, hafði greinst með sjaldgæfa genabreytingu er veldur því að einkenni Alzheimer- sjúkdómsins koma fram á fimm- tugs- eða sextugsaldri og sjúkdóm- urinn leiðir til dauða um tíu árum síðar. Systir konunnar, faðir henn- ar, afi og langamma fengu sjúk- dóminn snemma á ævinni. Spurningar hafa vaknað um sið- ferðilegt réttmæti þessarar tækni, er kölluð er erfðagreining fyrir ígræðslu. Hvaða sjúkdóma ber að telja nógu alvarlega til að þeir rétt- læti svona aðgerð? Og er það sið- ferðilega rétt af foreldri að eignast barn ef foreldrið veit að innan nokkurra ára verður það að öllum líkindum orðið of veikt til að geta annast barnið? Barnið fæddist fyrir einu og hálfu ári, fullkomlega heilbrigt og án arfberans sem veldur Alzheim- er-sjúkdómnum. Vísindamenn við Reproductive Genetics-stofnunina í Chicago tóku úr konunni 15 egg og völdu til frjóvgunar einungis þau egg sem ekki báru í sér erfða- gallann. Ógölluðu eggin voru síðan frjóvguð með sæði eiginmanns konunnar og urðu þá til fjórir fóst- urvísar. Þeim var komið fyrir í konunni og eitt barn kom í heim- inn. Móðirin er nú barnshafandi á ný og gengur að þessu sinni með tvíbura. Þeir voru einnig skapaðir með þessari sömu tækni. Greint er frá málinu í nýjasta hefti Journal of the American Medical Association, sem kemur út í dag. Í ritstjórnargrein í sama hefti segja dr. Dena Towner og sálfræð- ingurinn Roberta Springer Loewy, við Háskólann í Kaliforníu í Davis, að allar líkur séu á að umrædd kona muni ekki geta séð um og jafnvel ekki borið kennsl á börn sín innan fárra ára, líkt og í tilfelli systur hennar. Auk þess muni barn sem fæðist undir þessum kringum- stæðum verða þrúgað af sífellt versnandi veikindum móðurinnar, sem að lokum muni deyja fyrir ald- ur fram. Læknar og sálfræðingar veittu konunni og eiginmanni hennar ráðgjöf, og segja að konan sé vel menntuð og ábyrg. Alls hefur erfðagreining fyrir ígræðslu verið framkvæmd í um þrjú þúsund tilvikum í heiminum, þar af helmingur í stofnuninni í Chicago, sagði Kuliev ennfremur. Væntanlegir foreldrar sem haldnir eru krabbameinsvaldandi erfða- göllum hafa undirgengist frjóvgun með þessum hætti. Forðað frá erfðagalla Newsday. Ný tækni vek- ur siðferðis- spurningar ÖRYGGISBRESTUR á Logan-al- þjóðaflugvellinum í Boston í Banda- ríkjunum hefur leitt til þess að fimm- tán starfsmenn hreingerningar- fyrirtækis hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa notað fölsuð persónuskilríki til þess að komast inn á öryggissvæði á vellinum. Hinir handteknu komu fyrir dóm- ara í gær og voru allir úrskurðaðir í varðhald þar til mál þeirra verður tekið fyrir í næstu viku. Talsmaður alríkissaksóknara í Bandaríkjunum sagði í gær að væntanlega yrðu fimm til viðbótar handteknir fljót- lega. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að þeir tengist hryðjuverk- unum 11. september en tvær flugvél- anna sem rænt var þann dag fóru á loft frá Logan-flugvelli. Í kjölfar hryðjuverkanna kom fram mikil gagnrýni á yfirmenn öryggisgæslu á Logan, og var sumum þeirra sagt upp störfum. Handtökur í Boston Boston. AFP. AÐ áliti seðlabanka Bandaríkjanna verður hagvöxtur í landinu á þessu ári á bilinu 2,5 til 3,0%. Í spánni eða skýrslu seðla- bankastjórnar- innar segir, að hagvöxtur muni aukast hægt og bítandi á árinu en hins vegar megi gera ráð fyrir, að atvinnuleysi haldi áfram að vaxa enn um sinn. Það var 5,6% í janúar en bú- ist er við, að það fari mest í 6 til 6,25%. Því er spáð, að verðbólgan verði 1,5% á yfirstandandi ári en hún var 1,25% á því síðasta. Samkvæmt bráðabirgðatölum var hagvöxtur í Bandaríkjunum á síðasta ári 0,2%. Alan Greespan seðlabankastjóri sagði í gær á fundi með fulltrúadeild- arþingmönnum, að efnahagslífið væri að jafna sig á afleiðingum hryðju- verkanna 11. september auk þess sem fyrirtækjunum hefði gengið mjög vel að losa sig við birgðir. Frá þeim væri því að vænta aukinna pant- ana og þar með aukinnar framleiðslu. Í Þýskalandi hefur aftur á móti verið staðfest, að þar var um form- legt samdráttarskeið að ræða á síð- ara misseri síðasta árs. Þá er átt við, að landsframleiðslan hafi dregist saman tvo ársfjórðunga í röð. Eftir áramótin hefur hins vegar gætt auk- innar bjartsýni á þróun efnahagslífs- ins. Spá allt að 3% hagvexti Washington. AFP. Bandaríkin Greenspan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.