Morgunblaðið - 28.02.2002, Side 8

Morgunblaðið - 28.02.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ísland án eiturlyfja Grunnur að öfl- ugu samstarfi LOKARÁÐSTEFNAverkefnisins Íslandán eiturlyfja verð- ur haldin á morgun, föstu- daginn 1. mars í Hvammi á Grand hótel og hefst klukkan 9 að morgni. Um er að ræða samstarfsverk- efni ríkisstjórnarinnar, Reykjavíkurborgar, Sam- bands íslenskra sveitarfé- laga og samtakanna Evr- ópuborgir gegn fíkni- efnum (ECAD). Þrjú ráðu- neyti eiga fulltrúa í verkefnisstjórninni, dóms- mála-, félagsmála- og heil- brigðisráðuneyti. Ingi- björg Broddadóttir á sæti í verkefnisstjórninni og Morgunblaðið lagði nokkr- ar spurningar fyrir hana. Samstarfsverkefninu er nú að ljúka, hverjar voru megin- áherslurnar? „Verkefnisstjórnin setti sér strax sumarið 1997 framkvæmda- áætlun til fimm ára. Áherslan var á það að stemma stigu við neyslu barna og ungmenna á ólöglegum fíkniefnum, en fljótt varð ljóst að baráttan gegn áfengisneyslu ung- menna yrði ekki aðskilin frá bar- áttunni gegn neyslu ólöglegra efna. Við vildum sameina krafta þjóð- arinnar í baráttunni gegn ólögleg- um fíkniefnum, efla forvarnir og fræðslu, virkja frjáls félagasam- tök, eiga gott og öflugt samstarf við foreldrasamtök og síðast en ekki síst að hvetja til eflingar og aukinnar samhæfingar á störfum toll- og löggæslunnar. Þegar horft er til baka sýnist mér í hnotskurn að þyngsta áherslan hafi verið á að virkja for- eldra um að fylgjast með börnum sínum, eyða tíma með þeim og vita hvað þau hafa fyrir stafni. Athygli þeirra var vakin á að börn eiga ekkert erindi ein á útihátíðir, t.d. um verslunarmannahelgi, og að fjölskyldan sé saman á tímamót- um, svo sem áramótum. ÍÁE hef- ur dreift segulmottunni um úti- vistartíma barna sem hangir víða á ísskápum. Veggspjöld hafa verið útbúin og kort með skeleggum skilaboðum og vígorðum. Sveitar- félögin og aðrir sem áhuga hafa geta nýtt sér texta og myndir sem hægt er að nálgast á heimasíðu Ís- lands án eiturlyfja, http:islanda- neiturlyfja.is.“ Hvað hefur áunnist? „Fyrst og fremst hefur ávinn- ingurinn komið í ljós með virkari þátttöku og auknu samstarfi þeirra sem leggja baráttunni gegn fíkniefnaneyslu lið. Náum áttum- hópurinn er ágætt dæmi um sam- starf fjölmargra sem láta sig þessi mál skipta, þar á meðal eru: Rauðakrosshúsið, Geðrækt, Götu- smiðjan, Landlæknir, Vímulaus æska, Barnaverndarstofa, Lög- reglan í Reykjavík, Heimili og skóli og Ríkislögreglustjóri. Ísland án eiturlyfja hefur hvatt til og átt frumkvæði að því að kannanir séu gerðar á fíkniefnaneyslu í efstu bekkjum grunnskólans og í framhaldsskólum. Á fyrstu árunum eftir að áætlunin fór af stað birtust niðurstöður um að dregið hefði úr áfengisneyslu meðal ung- linga og neyslan stóð í stað á ára- bilinu 2000–2001. Einnig dró úr hassneyslu á sama tíma. Það get- ur verið varasamt að meta árang- ur af forvarnarstarfi einvörðungu út frá neyslukönnunum, þó eru þær áreiðanlegasta aðferðin. Við eigum við að etja harðsnúið lið innflytjenda og framleiðenda fíkniefna og magnið í umferð virð- ist aukast sífellt. Samhliða tekst löggæslunni að leggja hald á meira magn og vonandi styrkjast krakkarnir í því að segja nei.“ Hvernig verður verkefnið gert upp? „Starfsmenn Íslands án eitur- lyfja hafa haldið vel utan um starf- ið og nákvæmar skýrslur verið gefnar út árlega. Heildarmat á verkefninu er hins vegar í hönd- um annarra og hefur Áfengis- og vímuvarnarráð tekið að sér það mat. Ráðið hefur fengið Gallup til verksins og verða niðurstöður kynntar á málþinginu á morgun.“ Hvert verður svo framhaldið? „Áfengis- og vímuvarnarráð mun nú taka við. Ljóst er að þegar er lagður grunnur að öflugu sam- starfi hjá fræðslu- og kynningar- hópnum Náum áttum. Menn þurfa hins vegar að halda vöku sinni og samstarfið þrífst ekki nema að því sé hlúð.“ Hvað er helst um ráðstefnuna að segja? „Við lítum fimm ár til baka til upphafs Íslands án eiturlyfja og horfum síðan fram á veginn. Á ráðstefnunni gefst fólki tækifæri til að fræðast um helstu verkefnin og IMG-Gallup kynnir matið á starfinu. Þróun fíkniefnaneyslu unglinga á liðnum árum verður kynnt og sagt frá þátttöku for- eldra í forvarnarstarfi. Greint verður frá framtíðarverkefnum í forvörnum, fjallað um fíkniefna- lögregluna, um meðferðarúrræði, og leiðir til að ná til barna og ung- linga í forvarnarstarfi. Síðast en ekki síst verða niður- stöður starfshópa kynntar, en frá þeim greina fulltrúar lög- gæslu, sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka, Heimilis og skóla, unglinga og tollgæslunnar.“ Hvernig var samstarfið við er- lendu borgirnar? „Þetta samstarf hefur verið býsna gagnlegt, a.m.k. frá okkar sjónarhóli. Hingað til lands hafa komið góðir gestir bæði frá Ítalíu og Bandaríkjunum og Íslendingar hafa farið utan og kynnst vinnu- brögðum annarra.“ Ingibjörg Broddadóttir  Ingibjörg Broddadóttir er fædd í Reykjavík 1950. Lauk sál- fræðinámi við HÍ og síðan MA prófi í félagsráðgjöf í Bandaríkj- unum 1982. Stundaði síðar fram- haldsnám í stjórnsýslu þar. Hef- ur verið deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu frá 1992 og stundakennari við HÍ frá 1985. Maður Ingibjargar er Sigurður Jakobsson jarðefnafræðingur og eiga þau tvö uppkomin börn, Brodda og Hildi Þóru. ...vildum sam- eina krafta þjóðarinnar HRAFNKELL V. Gíslason hefur verið skipaður forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar frá og með 1. apríl 2002 til 5 ára, í stað Gústavs Arnar sem þá lætur af störfum. Hrafnkell hefur lokið B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í tölvun- arfræði frá University of Pitts- burgh og hefur auk þess víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum. Hann hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtæk- isins Innis ehf. frá árinu 2001 en starfaði áður um 10 ára skeið hjá Skýrr hf., síðast sem fram- kvæmdastjóri þjónustusviðs. Þá gegndi hann starfi framkvæmda- stjóra hugbúnaðardeildar Net- verks í rúm 2 ár. Hrafnkell er kvæntur og á fjögur börn. Nýr forstjóri Póst- og fjarskiptastofn- unar skipaður RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI vék í gær úr starfi lögreglumanni hjá embættinu vegna rannsóknar sem stendur yfir hjá lögreglunni í Reykjavík, þar sem lögreglumað- urinn er grunaður um umferðar- lagabrot með því að hafa ekið um á einkabifreið sinni án þess að leggja inn númeraplötur bifreiðarinnar þótt þær hefðu verið skráðar í geymslu hjá bifreiðaskrá. Með vísan til 2. töluliðar 3. mgr. 27. gr. starfsmannalaga var lög- reglumanninum vísað úr starfi tímabundið á meðan mál hans sæt- ir rannsókn. Auk yfirstandandi rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík hefur mál hans verið lagt fyrir nefnd skv. 27. starfs- mannalaga, sem mun meta hvort hann hafi gerst sekur um ein- hverja þá hegðun sem leiði til var- anlegs starfsmissis. Reynist svo ekki vera tekur hann við starfi sínu aftur. Lögreglumaðurinn var stöðvaður við venjulegt eftirlit lög- reglunnar í Reykjavík fyrir skömmu og kom þá í ljós að núm- eraplötur bifreiðarinnar voru skráðar í geymslu en með þeim ráðstöfunum bifreiðaeigenda eru ekki innheimt trygginga- eða bif- reiðagjöld. Lögreglu- manni vísað úr starfi tímabundið FORSÆTISRÁÐHERRA hefur samkvæmt tilnefningu menntamála- ráðherra skipað Andra Snæ Magna- son rithöfund í stjórn Þjóðmenning- arhúss. Ásamt honum eiga sæti í stjórn hússins Salome Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, sem jafnframt er formaður, og Jóhannes Nordal, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Íslands, tilnefndur af fjármálaráðherra. Settur forstöðu- maður er Sveinn Einarsson. Skipaður í stjórn Þjóð- menningarhúss ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.