Morgunblaðið - 28.02.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 28.02.2002, Síða 28
MENNTUN 28 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINN mikilvægasti þátt-urinn í því að byggjaupp rannsóknarháskólaer að stórauka og styrkja meistara- og doktorsnám við Háskólann og gera ungu vís- indafólki kleift að helga sig rann- sóknarnámi á sem flestum fræða- sviðum,“ sagði Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, við braut- skráningu kandídata 2. febrúar 2002. „Fjölgun nemenda í slíku námi hefur verið ótrúleg á allra síðustu árum. Nú eru skráður um 750 nemendur í framhaldsnámið (þar af eru um 70 í doktorsnámi), en fyrir aðeins þremur árum voru þeir um 280 (þar af um 20 í dokt- orsnámi). Á árinu 1998 voru braut- skráðir 40 kandídatar með meist- aragráðu, en á síðasta ári voru þeir orðnir um 100. Ef svo fer fram sem horfir verður áætlun Háskólans um að 1.000 nemendur verði skráðir í framhaldsnám við skólann árið 2005 orðin að veruleika fyrr en var- ir – og þótti víst sumum sú áætlun glannaleg þegar hún var sett fram fyrir tæpum tveimur árum.“ Kennarar og nemendur Í dag, 28. febrúar, kl. 16–19 er kynning á framhaldsnámi við Há- skóla Íslands og fer hún fram í há- tíðarsal Aðalbyggingar við Suður- götu. Þar verða allir möguleikar til framhaldsnáms kynntir sem í boði verða veturinn 2002–2003; meist- aranám, doktorsnám og ýmiskonar viðbótarnám til starfsréttinda. Á kynningunni hinn 28. munu allar deildir Háskólans, að laga- deild undanskilinni, veita yfirsýn yfir þá fjölmörgu möguleika á framhaldsnámi sem þær bjóða upp á. Bæði kennarar og framhalds- námsnemendur verða á staðnum og segja frá náminu. Auk þess munu ýmsir aðrir kynna þjónustu sína, t.d. mun Al- þjóðaskrifstofa háskólastigsins greina frá leiðum til að taka hluta framhaldsnámsins erlendis og þeim styrkjum sem í boði eru; Rannís mun kynna Rannsóknanámssjóð og Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir grein fyrir þeim reglum er gilda um námslán til framhalds- náms. Kynningin er bæði hugsuð fyrir nemendur skólans sem eru að ljúka grunnnámi og ekki síst fyrir þá sem hafa lokið háskólanámi á undanförnum árum en hafa ekki haft möguleika á að fara í fram- haldsnám. Allar nánari upplýsingar um framhaldsnámið er að finna á heimasíðum deildanna. en þær má finna á www.hi.is. Einnig má sjá auglýsingu um framhaldsnám HÍ í laugardagsblaði Morgunblaðsins. Háskólamenn líta svo á að upp- bygging framhaldsnáms sé helsti vaxtarbroddurinn í starfi Háskóla Íslands, en á næsta háskólaári verða í boði um 110 námsleiðir í framhaldsnámi. Háskóli Íslands er rannsóknarháskóli og á meistara- og doktorsnám þar að gera ungu fólki kleift að helga sig rannsókn- arnámi á sem flestum fræðasvið- um. Dæmi um framhaldsnám Hægt verður að fræðast um þessar 110 námsleiðir á kynning- unni í dag og verða hér aðeins nefnd dæmi:  Hjúkrunarfræðideild: Nám til meistaraprófs í hjúkrunarfræði er 60 eininga rannsóknarnám. Krafst er B.S. prófs í hjúkrunarfræði og a.m.k. tveggja ára starfsreynslu í hjúkrun. Gert er ráð fyrir að nem- andi ljúki hluta námsins (5-15 ein- ingum) við erlendan háskóla eða rannsóknarstofnun. Tvær náms- leiðir eru í boði á meistarastigi, Freyja og Eir. Freyja: Áhersla á þjálfun í fræði- legum vinnubrögðum og rannsókn- um. Lokaverkefni er að jafnaði 30 einingar (hámarki 45 einingar). Eir: Áhersla á fræðilega og klíníska sérhæfingu í hjúkrun. Nemendur skulu ljúka a.m.k. 18 einingum á sérsviði en vægi lokaverkefnis er að jafnaði15 einingar.  Ljósmóðurfræði: Inntökuskilyrði er próf í hjúkrunarfræði, viður- kennt í því landi þar sem námið var stundað, ásamt íslensku hjúkrunar- leyfi frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Hjúkrunarfræð- ingar sem ekki hafa lokið B.S. prófi þurfa að ljúka 16 eininga fornámi. Gert er ráð fyrir að taka 10 nem- endur inn í námið og að 3 nem- endur geti stundað fjarnám að hluta frá Ísafirði.  Meistaranám í sjávarútvegs- fræðum: Námið er rannsóknatengt framhaldsnám sem skipulagt er af Sjávarútvegsstofnun H.Í. í sam- vinnu við háskóladeildir. Um er að ræða 60 eininga (tveggja ára) þver- faglegt nám, sem skiptist í þrjá hluta; kjarna, sérsvið, og 15 eða 30 eininga rannsóknarverkefni. Nem- endur velja að vinna rannsóknar- verkefni sitt við ákveðna deild og útskrifast frá henni með meistara- gráðu í sjávarútvegsfræðum.  Hagnýt fjölmiðlun (blaða- mennska). Um er að ræða eins árs nám (33 einingar). Miðað er við að nemendur hafi lokið B.A., B.S., B.Ed., eða öðru háskólaprófi, eða hafi fimm ára starfsreynslu á fjöl- miðli. Framhaldsnám/Á fjórum árum hefur nemendum í framhaldsnámi við Háskóla Íslands fjölgað úr 280 í 750. Gunnar Hersveinn segir hér frá kynningu á framhaldsnámi við HÍ, tekur dæmi úr verkfræðideild og spyr útskrifaðan nemanda í umhverfisfræðum um námið. Þrefalt fleiri í framhalds- nám HÍ Morgunblaðið/Kristinn Háskóli Íslands getur stóreflst sem rannsóknarháskóli. 168 kandídatar brautskráðir nú í byrjun febrúar 2002. Möguleikum fjölgar árlega.  Kynning er í dag á framhaldsnámi við Háskóla Íslands.  110 námsleiðir í framhaldsnámi verða í boði næsta háskólaár. Verkfræðideild er búinað brautskrá 60meistaranema og 2doktora frá árinu 1991,“ segir Sigurður Brynj- ólfsson, deildarforseti verk- fræðideildar HÍ. „Í fyrra voru þeir 11.“ „Ég á von á að við braut- skráum 18 á þessu ári. Einnig má geta þess að núna eru 4 nemendur að hefja doktorsnám við deildina.“ Sigurður segir það stefnu verkfræðideildar að efla fram- haldsnámið á komandi ár- um og vonast hann til að a.m.k. helm- ingur þeirra nemenda sem ljúka grunnnámi við deildina haldi áfram í MS-nám við Háskóla Ís- lands, u.þ.b. 50 manns á ári. „Það er erfitt að halda úti fjölbreyttu meistaranámi fyrir fáa nemendur, en það fylgir því ekki mikill aukakostnaður að bæta við einum nemanda á fagsviði þar sem þegar er meistaranám,“ segir hann. Einnig er unnið að því í deildinni að auka alþjóðleg samskipti og fjölga þeim er- lendu nemendum sem koma í meistaranám, eða til þess að taka hluta af meistaranámi sínu við „erlenda skóla“ hér á landi. Með auknum fjölda nemenda er hægt að auka fjölbreytni náms- ins, að mati Sigurðar. Helstu einkennin á meist- aranáminu við verkfræðideild eru náin samvinna atvinnulífs- ins og Háskóla Íslands. „Flest rannsóknarverkefni í fram- haldsnámi eru unnin í samvinnu við framsækin íslensk fyrirtæki og hafa þau stutt dyggilega við bakið á deildinni og nemendum hennar með rannsókn- arstyrkjum,“ segir Sigurður. Hér fyrir neðan eru nöfn þeirra sem hafa brautskráðst í framhaldsnámi við verk- fræðideild árin 2001 og 2002, ásamt titlum verkefnanna: Helgi Björn Ormarsson, Sjálf- virk hitastýring biðofna ÍSAL. Karl Óskar Viðarsson, Útgerð – bestun ársáætlunar og for- sendur hennar. Eiríkur Ragnar Eiríksson, Bestun gjaldmiðlaáhættu eigna- og skuldasafna með af- leiðusamningum. Helgi Jónsson, Tenging gervi- fótar við bein. Elementgrein- ing. Hjördís Sigurðardóttir, Þekk- ingarleit í heilbrigðisgögnum með tengslagreiningu. Muthafar S. S. Emeish, Simula- tion of Heating Systems in Jor- danian Buildings. Gunnar Jakob Briem, Dreifing reikniþunga á heimtaug. Matthías Sveinbjörnsson, Skammtímaáhrif eldgosa á Ís- landi á flugumferð og flug- umferðarstjórn á Norður- Atlantshafi. Þórarinn Árnason, Hönnun elti- stýringar fyrir sjálfvirkt neð- ansjávarfar. Þórður Sigfússon, Ólínuleg greining á járnbentum stein- steyptum skerveggjum í lág- reistum byggingum. Sonja Richter, Umhverfi lagna í húsum – útreikningar á varmatapi. Guðbergur Jónsson, Gjaldtaka hjá kerfisleigum. Ágúst Þorgeirsson, Mat á um- hverfisáhrifum – aðferðafræði. Hjörleifur Pálsson, Dyr þekk- ingar að hjúkrunar- og dval- arheimilum. Helgi Páll Helgason, Leit að tölvuveirum með tauganets- reiknum. Verkfræðideild Sigurður Brynjólfsson FYRSTA starfsár Umhverf-isstofnunar Háskóla Ís-lands var árið 1999, enstærsta verkefni hennar hefur verið að skipuleggja og hafa umsjón með meistaranámi í umhverf- isfræðum. Fyrsti nemendahópurinn hóf nám haustið 1999 og var Óli Hall- dórsson í þeim hópi. Hann útskrifast núna í febrúar 2002 með MA-gráðu í umhverfisfræðum. Námið metið „Ég skráði mig í meistaranám í umhverfisfræði því það virtist henta vel mínu áhugasviði og þeim áform- um sem ég hafði uppi á þeim tíma,“ segir Óli. „Námið er þverfaglegt framhaldsnám sem byggist á sam- vinnu fjölmargra deilda og skora skólans.“ Heildræn hugsun gildir í umhverf- isfræðum og því er þverfagleg nálgun eða aðferðafræði nauðsynleg til að glíma við viðfangsefnin. „Ef litið er á umhverfismálin sem heild verður ekki hjá því komist að ganga þvert á hinar hefðbundnu fræðigreinar til að öðlast yfirsýn,“ segir Óli. „Sérstaða meistaranámsins í umhverfisfræðum felst því í raun í þessari þverfaglegu yfirsýn yfir svið umhverfismála sem um leið verður að helsta styrk þess þar sem ég tel að nokkur vöntun hafi verið á þeirri nálgun á atvinnumark- aðinum.“ Til að ná þessari yfirsýn er nám- skeiðagrunnur í náminu stærri en al- mennt er í meistaranámi, þ.e. alls 45 einingar, og lokaverkefnið á móti minna eða 15 einingar. Lokaverk- efnin í þessu námi hafa hins vegar sömu sér- stöðu og námið í heild, þ.e. þessa þverfaglegu nálgun á viðfangsefnið en þó eru þau unnin þannig að hver og einn nemandi sníður efni þess að nokkru leyti að sínum bakgrunni. „Sjálfur hef ég BA- grunn í heimspeki og nálgaðist því efni loka- verkefnis míns að nokkru leyti á heim- spekilegan hátt, nánar tiltekið náttúrusið- fræðilegan, án þess þó að vera bundinn við það svið,“ segir hann. „Eftir að hafa farið í gegnum umhverfisfræðinámið finnst mér líka mjög mikilvæg sú áhersla sem lögð var á það í náminu að taka hluta þess við erlendan há- skóla. Þetta er raunar stefna sem er ríkjandi í mörgum fleiri námsleiðum til framhaldsnáms við Háskólann enda orðið afar aðgengilegt að taka hluta háskólanáms við erlenda samstarfsskóla. Í mínu tilviki varð þetta til þess að ég fór til Eng- lands og sótti nám við Middlesex University í London eitt misseri sem féll vel að námi mínu hér heima og fékk það metið inn í prófgráðu mína við Háskóla Íslands.“ Umhverfið metið Lokaverkefni Óla í meistaranámi í um- hverfisfræðum nefnist: „Ákvarðanataka um vernd og nýtingu náttúr- unnar í íslenskri stjórn- sýslu“. Þótt viðfangsefnið teljist til umhverfisfræða mætti staðsetja hluta þess innan heimspeki og þá náttúruheimspeki eða nátt- úrusiðfræði. Nálgunin er þverfagleg í samræmi við eðli viðfangsefnisins og umhverfisfræðanna. Umfjöllunarefnið er ákvarð- anataka í umhverfismálum. Fjallað er um ákvarðanatöku í umhverfismálum á Íslandi eða nánar tiltekið ákvarð- anatöku um stjórnun, nýtingu og verndun íslenskrar náttúru innan ís- lenskrar stjórnsýslu. Rakin eru úrræði sem eru til stað- ar innan íslenskrar stjórnsýslu til ákvarðanatöku um umhverfismál og fjallað um helstu aðila sen koma að ákvarðanatökunni. Kastljósinu er svo beint að því hvaða aðilar, eða hvers konar aðilar, ættu að koma að ákvarðanatöku í um- hverfismálum. Við leit að svari við þeirri spurningu er rýnt í eðli stjórn- sýslulegrar ákvarðanatöku og for- sendur þeirra aðila sem koma að ákvarðanatöku í umhverfismálum innan stjórnsýslunnar. Mat á umhverfisáhrifum er tekið sérstaklega fyrir sem nokkurs konar prófsteinn á virkni og eðli stjórn- sýslulegrar ákvarðanatöku í um- hverfismálum og niðurstöður töl- fræðilegrar úttektar á matinu nýttar til að leita svara við rannsókn- arspurningunum. Vinnan metin Óli Halldórsson er 26 ára, fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann er stúd- ent af náttúrufræðibraut frá Fram- haldsskólanum á Húsavík. Hann lauk BA-námi í heimspeki vorið 1999 og skrifaði lokaverkefni á sviði nátt- úrusiðfræði). Óli hóf vinnu í hluta- starfi á umhverfissviði Skipulags- stofnunar í byrjun árs 2001 og er nú í fullu starfi við mat á umhverfisáhrif- um á umhverfissviði Skipulagsstofn- unar. Meistaranemi í umhverfisfræðum Náttúran og stjórnsýslan Óli Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.