Morgunblaðið - 28.02.2002, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 31
YFIRVÖLD í Bandaríkj-unum og í Evrópu telja sighafa unnið áfangasigur íbaráttu sinni fyrir því að
leysa upp net vopnasmygls sem full-
yrt er að sé eitt hið stærsta sem
starfandi er um þessar mundir. Leið-
togi vopnasmyglaranna er sagður
vera fyrrverandi foringi í sovéska
hernum en hann mun hafa selt talib-
önum og al-Qaeda hryðjuverka-
samtökunum í Afganistan vopn, sem
og Abu Sayyaf-hreyfingunni á Fil-
ippseyjum og ýmsum uppreisn-
arhópum í ríkjum Afríku.
Skv. frétt The Washington Post
hefur bandaríska leyniþjónustan
undanfarin þrjú ár reynt að grafa
undan starfsemi Victors Bout, sem
var áður yfirmaður í sovéska hern-
um, en hann rekur vopnasmyglveldi
sitt frá Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum. Starfsemi Bout er sögð
einstök í sinni röð fyrir þá sök að
enginn annar gæti hugsanlega flutt
birgðir af fullkomnustu vopnum til
nánast hvaða staðar sem er í heim-
inum.
„Það er til fullt af fólki sem getur
flutt vopn til Afríku eða Afganistan
en það má telja á fingrum annarrar
handar þá menn sem geta afhent
meiriháttar vopnakerfi með litlum
fyrirvara,“ sagði Lee S. Wolosky,
fyrrverandi fulltrúi hjá Öryggisráði
Bandaríkjanna. „Victor Bout er efst-
ur á þeim lista manna.“
Bout á yfir 60 flugvélar, þ.m.t.
risastórar rússneskar flutninga-
vélar, og hæfileikar hans til að fela
slóð sína og hins raunverulega farms
vélanna þykja engu öðru líkir.
Bout mun hafa sérhæft sig í því að
komast framhjá þeim vopna-
sölubönnum sem í gildi eru víða í
veröldinni. Er haft eftir fulltrúum
Sameinuðu þjóðanna og bandarískra
og breskra yfirvalda að hann kaupi
jafnan þau vopn, sem hann síðan sel-
ur áfram, í ýmsum fyrrum komm-
únistaríkjum, einkum Búlgaríu og
Rúmeníu.
Ber þó að geta þess að stjórnvöld í
Rúmeníu hafa hafnað þessum stað-
hæfingum og segjast raunar hafa
neitað að eiga viðskipti við Bout í
fyrra er hann falaðist eftir slíku.
Samstarfsmaður handtekinn
Bout er 35 ára gamall, ef marka
má skýrslu öryggisráðs SÞ frá því í
apríl 2001. Hann fæddist í Dushanbe
í Tadjíkistan, sem áður tilheyrði Sov-
étríkjunum, og útskrifaðist frá mála-
deild Moskvuskóla sovéska hersins.
Talar hann sex tungumál reiprenn-
andi, ef marka má skýrsluna. Hann
er jafnframt sagður hafa verið for-
ingi í sovéska flughernum og hann
mun hafa í fórum sínum sex vega-
bréf, sem gera honum kleift að fara
frjáls ferða sinna. Bout er gjarnan
kallaður „einfarinn“ enda ræður
hann að mestu einn ríkjum yfir
vopnasmyglsveldinu.
En þó að Bout sé einfari gerðist
það fyrr í þessum mánuði að belg-
íska lögreglan handtók mann sem
sagður er einn allra helsti samstarfs-
maður hans. Hefur hann reynst sam-
vinnuþýður og mun hafa veitt upp-
lýsingar um það hvernig
vopnasmyglsnetið virkar.
Samstarfsmaðurinn, Sanjivan
Ruprah, hafði raunar átt í leyni-
legum samskiptum við bandarísku
leyniþjónustuna undanfarin misseri,
og sá hann henni fyrir upplýsingum,
að því er bandarískir stjórnarer-
indrekar og lögmaður Ruprahs full-
yrða. Var bandarískum yfirvöldum
ekki kunnugt um að Belgar hygðust
handtaka hann. Engir samningar
munu þó hafa verið gerðir við Rupr-
ah um niðurfellingu saka og Banda-
ríkjamenn segjast gjarnan vilja fá
hlutdeild í þeim upplýsingum sem
hann hefur veitt Belgunum frá því
hann var handtekinn.
Er hann þar sagður hafa rætt um
vopnasölu til al-Qaeda og talibana en
í viðræðum sínum við Bandaríkja-
menn hafði hann ávallt neitað því að
um slík viðskipti hefði verið að ræða.
Leiddar eru líkur að því að það hafi
hann gert sökum þess að hann
skynjaði að í kjölfar atburðanna 11.
september sl. yrðu þau viðskipti litin
sérstaklega alvarlegum augum
vestra.
The Washington Post segist
reyndar hafa komist yfir fjögurra
ára gamla belgíska leyniskýrslu þar
sem því er haldið fram að Bout hafi
hagnast um 50 milljónir dollara
vegna vopnasmygls til talibana. Aðr-
ir heimildarmenn efast þó um að
Bout hafi grætt þetta mikið á við-
skiptum sínum við talibana og al-
Qaeda hreyfinguna þar sem hann
hafi á sama tíma séð stjórnarand-
stæðingum í Afganistan fyrir vopn-
um, en nokkrir þeirra munu hafa
verið persónulegir vinir hans.
Dældi vopnum til Afríku
Ruprah, sem er Kenýamaður, er
sagður hafa verið milligöngumaður
Bouts í viðskiptum hans við ýmis
Afríkuríki. Bæði Ruprah og Bout
voru í fyrra settir á lista SÞ yfir ein-
staklinga sem ekki mættu ferðast
milli landa en þá þótti hafa verið sýnt
fram á óvefengjanleg tengsl þeirra
við RUF-uppreisnarhreyfinguna í
Sierra Leone og við Charles Taylor,
forseta Líberíu.
Þykir fullvíst að Bout sá uppreisn-
armönnum UNITA í Angóla og rík-
isstjórn Taylors fyrir miklum fjölda-
vopna, sem og ýmsum þeim hópum
sem þátt hafa tekið í borgarastríðinu
í Kongó. Hafa SÞ þó samþykkt bann
um sölu vopna til allra þessara aðila.
Í viðskiptum Bouts við Afríkuríkin
mun Ruprah hafa verið honum afar
mikilvægur því hann hafði tengsl við
einstaklinga sem stóðu í ólöglegum
viðskiptum með demanta. Bjó hann
svo um hnútana að Bout fékk greitt í
demöntum fyrir þau vopn sem hann
seldi til Sierra Leone, Kongó og
Angóla.
Hvað vopnasölu til Taylor, forseta
Líberíu, varðar skipulagði Ruprah,
skv. skýrslu SÞ, þrjár flugferðir til
Líberíu í júlí og ágúst 2000 og fékk
Taylor þar afhentar tvær fullkomnar
átakaþyrlur, flugskeyti sem skjóta
má af jörðu niðri, brynvarða bíla,
hríðskotabyssur og næstum milljón
umganga af skotfærum. Allur þessi
varningur mun hafa átt uppruna
sinn í Búlgaríu.
Þá mun Bout hafa selt Abu Sa-
yyaf-skæruliðasamtökunum á Fil-
ippseyjum vopn, sem og Moammar
Gaddafi, forseta Líbýu.
Horfinn með allt sitt hafurtask
Bandarísk stjórnvöld báðu yf-
irvöld í Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum árið 2000 að stöðva starf-
semi Bouts, að sögn heimildarmanna
The Washington Post. Sögðust þar-
lend yfirvöld engar sannanir hafa í
höndunum um að Bout hefði gerst
sekur um glæpsamlegt athæfi. Engu
að síður munu þau hafa lagt ýmsa
steina í götu Bouts og er fullyrt að
það hafi hjálpað mjög til við að fletta
ofan af starfsemi hans. Samstarfs-
menn Bouts í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum segja hann reyndar
á bak og burt og hafði hann með sér
allt sitt hafurtask. Kváðust þeir enga
hugmynd um hvert hann hefði farið.
Eftir er því að hafa hendur í hári
Bouts en stjórnarerindrekar telja að
tekist hafi að þrengja mjög að mögu-
leikum hans til frekari vopnasölu.
Á hælum mesta
vopnasala samtímans
Fyrrverandi foringi í
sovéska hernum er
sagður selja hryðju-
verkamönnum víða um
heim vopn. Þriggja ára
viðleitni til að grafa und-
an starfsemi hans virðist
nú vera að bera árangur.
Reuters
Liðsmenn Norðurbandalagsins munu hafa keypt vopn af Bout, einnig talibanar og al-Qaeda-hreyfingin.
’ Bout er gjarnan kallaður
„einfarinn“ ‘
samning
ð þessu
réttindi
u sam-
i að auk
gginga-
nú eftir
álfstætt
Síðar-
því vera
Að mati
smanna
brot á
krárinn-
ögum.
astofum
tarfandi
eða um
gjast nú
í gjaldi
Trygg-
iðað við
nna ára,
á tíma-
Á sama
hækkað
naður á
33%. Í
í gær
% gjald-
væru
öfur um
u aukist
da á að
stofu sé
r króna,
að húsnæðiskostnaði undanskild-
um. Alls koma árlega um 25 þús-
und manns til meðferðar hjá
þeim.
„Verið að mismuna
fólki“
Adda Sigurjónsdóttir, formað-
ur Félags sjálfstætt starfandi
sjúkraþjálfara, segir að deilan við
Tryggingastofnun snúist í raun
ekki um launakjör sjúkraþjálfara
heldur rekstrargrundvöll þeirra
stofa sem þeir halda úti. Farið sé
fram á að rekstrarumhverfi
þeirra sé í samræmi við sam-
keppnislög og önnur lög sem
gildi í landinu.
Aðspurð um helstu rök fyrir
því að sjúkraþjálfun verði greidd
niður í meira mæli en gera á frá
1. mars bendir Adda á að til
þessa hafi almenningur fengið
sjúkraþjálfun niðurgreidda um
helming og öryrkjar, ellilífeyris-
þegar og langveik börn um 75%.
Þetta haldi áfram ef viðkomandi
einstaklingar fari til sjúkraþjálf-
ara inni á heilbrigðisstofnunum.
„Ef fólk fer til sjálfstætt starf-
andi sjúkraþjálfara gilda allt í
einu önnur lög um þá sjúklinga.
Okkur finnst ekki rétt að heil-
brigðisráðuneytið og Trygginga-
stofnun beiti fyrir sig sjúklingum
í kjarabaráttu og brjóti þarmeð
jafnræðislög á því fólki,“ segir
Adda og tekur þvínæst dæmi um
mann sem lendir í vinnuslysi. Til
þessa hafi hann átt rétt á 100%
endurgreiðslu í sjúkraþjálfun
vegna tryggingar vinnuveitand-
ans. Eftir 1. mars muni sami
maður væntanlega ekki fá endur-
greiðslu fari hann til sjálfstætt
starfandi sjúkraþjálfara.
Adda segir að vissulega sé það
pólitískt mál hversu mikið ríkið
greiði niður sjúkraþjálfun eða
aðra heilbrigðisþjónustu. Aðalat-
riðið í huga sjúkraþjálfara sé að
stjórnvöld fari að lögum og gæti
jafnræðis. Með breytingunum
sem taka eigi gildi 1. mars sé
verið að mismuna fólki.
Ekki endurgreitt nema
samningur sé fyrir hendi
Hjá Tryggingastofnun fengust
þau svör að stofnunin ætlaði sér
að miða endurgreiðslur við gild-
andi lög og þar sem sjúkraþjálf-
arar sögðu upp samningum hefði
Tryggingaráð þurft að setja nýj-
ar reglur. Undir þetta tók for-
maður ráðsins, Bolli Héðinsson,
sem sagði að Tryggingastofnun
væri ekki heimilt að endurgreiða
sjúklingum sjúkrakostnað nema
samningur væri í gildi. Með regl-
unum hefði Tryggingaráð verið
að koma til móts við þá sem helst
þyrftu á sjúkraþjálfun að halda
og hefðu minnst svigrúm til að
greiða fullt verð, líkt og öryrkja
og langveik börn. Helstu rök
gegn því að greiða sjúkraþjálf-
unina meira niður eftir 1. mars
væru því fyrst og fremst þau að
samningar hefðu ekki tekist við
sjúkraþjálfara. Vonaðist Bolli til
þess að deiluaðilar settust niður
til að semja. Ekki náðist í for-
mann samninganefndar heil-
brigðisráðuneytisins, Garðar
Garðarsson lögmann, sem hefur
verið í viðræðum við sjúkraþjálf-
ara fyrir hönd ríkisins.
Spurður um viðbrögð við þeim
sjónarmiðum sjúkraþjálfara að
nýjar reglur Tryggingastofnunar
samræmdust ekki samkeppnis-
lögum og jafnræðisreglu stjórn-
arskrárinnar sagðist Bolli ekki
geta tjáð sig um það.
Tryggingaráði hefði ekki borist
erindi eða greinargerð í þessa
veru. Ef fram kæmu gild rök hjá
sjúkraþjálfurum yrði reglum ekki
haldið úti sem ekki stæðust lög.
júkraþjálfunar taka gildi 1. mars
r segja tekjur
nað um 26%
Morgunblaðið/Ásdís
greiðslur vegna sjúkraþjálfunar taka gildi
. mars. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar
ði mismunað eftir því hvort þeir fari í með-
sjúkrastofnunum. Myndin er tekin við end-
á Grensásdeild Landspítalans.
þekking
ir vinna
markað-
sé afar
að fær í
a sé allt
“ sagði
r hvern-
ngi.
skoðun-
arfélag-
bótarlíf-
dregið
arfélag-
mi. „Ég
gera sér
grein fyrir því að sveitarfélögin
greiða ekki viðbótarframlag séu
ekki eins áhugasamir um þetta
sparnaðarform og hinir sem eiga
kost á framlagi frá vinnuveitanda.
En ég hef bent fólki, sem hringt
hefur til okkar, á að þó að það fái
ekki þessi 1 eða 2% sem samið hef-
ur verið um á almenna markaðin-
um og ríkið hefur samið um sé það
engu að síður skynsamleg ákvörð-
un að vera í séreignarsparnaði.“
Sjöfn Ingólfsdóttir sagðist einnig
kannast við að sumir starfsmenn
sveitarfélaganna hefðu staðið í
þeirri trú að sveitarfélögin greiddu
iðgjöld í viðbótarlífeyrissparnað.
Hún sagðist hafa verið óánægð með
afstöðu sveitarfélaganna í þessu
máli. Reykjavíkurborg hefði verið
ófáanleg til að fallast á að greiða
þetta iðgjald sem ríkið og vinnu-
veitendur á almennum vinnumark-
aði hefðu samið um að greiða. Að
vísu hefði Reykjavíkurborg fallist á
að setja inn í bókun við samninginn
að viðræður yrðu teknar upp um
lífeyrismál ef breytingar yrðu
gerðar í lífeyrismálum annarra fé-
laga. Málið hefði verið rætt við
Samband íslenskra sveitarfélaga
en ekkert hefði komið út úr þeim
viðræðum.
„Við lítum á þetta sem leið til að
auka almennan sparnað í landinu.
Fyrir nokkrum árum var stofnaður
Lífeyrissjóður starfsmanna sveit-
arfélaga, en það var gert að tilhlut-
an sveitarfélaganna og þeirra sem
hjá þeim starfa. Sjóðurinn starfar í
mörgum deildum, m.a. í séreignar-
sparnaðardeild, og okkur finnst dá-
lítið furðulegt að menn skuli ekki
vilja efla þann sjóð með því að gera
þetta mögulegt. Frá sjónarhóli
BSRB er þessu máli alls ekki lokið.
Við munum sækja á um þennan
rétt,“ sagði Sjöfn.
afi samið um viðbótarlífeyrissparnað
ar telja
félögin
gjaldið