Morgunblaðið - 28.02.2002, Page 35

Morgunblaðið - 28.02.2002, Page 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 35 Um nokkurt skeið hefur verið unnið að því að kanna möguleika á að gera Ísland að fyrsta vetnissam- félagi heims. Þetta hefur verið gert í samstarfi ýmissa íslenskra aðila og öflugra alþjóðlegra fyrirtækja. Verkefnið gengur undir nafninu Ectos og er það Íslensk NýOrka ehf. sem stýrir því. Á næstunni munu birtast greinar á vegum Íslenskrar NýOrku um þessa nýju tækni og ýmsar hliðar hennar sem snerta ís- lenskar aðstæður. Tilgangurinn er að auka skilning almennings á verk- efnum sem í vændum eru. Fyrstu greinina í þessum flokki ritar Jón Björn Skúlason, forstjóri Íslenskrar NýOrku. Á NÆSTU misserum er ætlunin að gera grein fyrir ýmsum þáttum vetnisvæðingar á Íslandi. Sú grein sem hér birtist fjallar um orkumagn- ið sem þarf til að skipta út öllu jarð- efnaeldsneyti sem notað er í íslensk- um samgöngum – að undanskildu flugi. Á undanförnum mánuðum hefur mikil umræða farið fram í samfélag- inu um nýtingu á þeim endurnýjan- legu orkulindum sem Ísland býr yfir. Einkum hefur umræðan átt rætur að rekja til fyrirhugaðra virkjunarfram- kvæmda á Austurlandi í tengslum við stóriðju á Reyðarfirði. Umræðan hefur meðal annars snúist um hvort virkja eigi yfirleitt eða hvort ekki væri betra að nýta þessar orkulindir til umhverfisvænni verkefna en stór- iðju. Einnig hafa heyrst efasemdir um að næg orka verði eftir ef fyr- irhugað vetnissamfélag nær fram að ganga. Íslenska samgöngukerfið brennir um 200 þúsund tonnum af bensíni og gasolíu árlega og skipaflotinn ríflega 230 þúsund tonnum af olíu. Ef vetni væri notað í stað þessara hefðbundnu orkugjafa þyrfti um 80 þúsund tonn af vetni á ári. Samkvæmt útreikning- um Árna Ragnarssonar hjá Orku- stofnun þarf 4,3 TWh/ári til að fram- leiða þetta magn vetnis (sjá töflu 1). Hér er rétt að nefna að samkvæmt tölum frá Orkustofnun hefur verið áætlað að á Íslandi sé efnahagslega og umhverfislega hagkvæmt1 að virkja vatnsafl og jarðhita til að framleiða um 50 TWh/ári og er því raforkuþörfin til vetnisframleiðsl- unnar tæp 10% af virkjanlegri raf- orku. Nú þegar er búið að virkja um 17% af þessum 50 TWh/ári til að anna núverandi orkuþörf landsins (var um 7 TWh árið 2000). Áætluð orkunotk- un fyrirhugaðs álvers á Austurlandi er 4-5 TWh/ári sem nemur því um 7- 10% af hagkvæmt virkjanlegri orku. Ef önnur áform um stóriðju, stækkun Norðuráls og ÍSAL, verða að veruleika má áætla að þau verkefni þurfi svipað magn orku og stóriðja á Austfjörð- um. Samtals þyrftu þessi áform því um 10 TWh/ári eða um 20% af virkjanlegri orku. Nýt- ingarhlutfall væri þá orðið um 37% af hag- kvæmt virkjanlegri orku. Gangi eftir hug- myndir um að vetni taki við af hefðbundn- um orkugjöfum á næstu 50 árum þyrfti að nota um 5 TWh/ári þessu til viðbótar. Þá væri enn aðeins búið að virkja innan við 50% af hagkvæmt virkjanlegri orku í landinu. Það er því ljóst að orkuöflun fyrir stóriðju á næstu árum mun ekki hafa umtals- verð áhrif á orkuöflun fyrir vetnis- samfélagið. Það er þó rétt að benda á að báðir áfangar fyrirhugaðrar Kára- hnjúkavirkjunar jafngilda um 4,8 TWh/ári af raforku (svipað magn orku og þarf í allt vetnissamfélagið). Líkan af hugsanlegri notkun Ólíklegt verður að teljast að fram- leiðsla vetnis fyrir framtíðar vetnis- samfélag verði í stórum, miðlægum framleiðslueiningum. Fyrst og fremst vegna þess að gert er ráð fyrir „on-site“ framleiðslutækni, þ.e. vetn- isstöðvum sem framleiða vetni nærri notkunarstað með rafgreiningu. Akstur með eldsneyti mun því að miklu leyti heyra sögunni til. Í öðru lagi vegna þess að vetnisframleiðsla mun aukast jafnt og þétt yfir talsvert langt tímabil, þ.e. hraðinn mun að miklu stjórnast eftir því hversu hratt vetnistæknin verður aðgengileg al- menningi og fyrirtækjum. Mynd 1 sýnir hugsanlega þróun eða spá Ís- lenskrar NýOrku á notkun vetnis á næstu áratugum. Í spánni er gert ráð fyrir því að til- raunaakstur bifreiða og almennings- vagna sem ganga fyrir vetni muni aukast veru- lega á árabilinu 2004– 2008. Margir bifreiða- framleiðendur hafa til- kynnt að þeir muni framleiða vetnisbíla fyrir hinn almenna neytenda upp úr 2004 og markaðssetja á þeim stöðum þar sem dreifi- kerfi eða innviðir fyrir vetnisdreifingu hafa verið reistir. Vonir standa til að tilrauna- verkefni með skip geti hafist á árabilinu 2005– 2008 og að skipsvélar knúnar vetni verði markaðsvara í kringum 2025. Sama gildir þar og með vetnisfarartækin að fyrst munu skip koma á markað þar sem innviðir hafa verið reistir. Þau tilraunaverk- efni sem Íslensk NýOrka er að vinna að þessa dagana er einmitt til þess fallin að byggja upp innviði fyrir vetnisdreifingu. Það er því ljóst að takist vel til hér á Íslandi gætu sam- göngur á landi og fiskiskipaflotinn að mestu notað vetni árið 2050. Lokaorð Þá möguleika, sem nú þegar hafa myndast í tengslum við tilraunir á notkun á nýju eldsneyti, ætti að nýta til hins ýtrasta. Hægt er að nota vetni í stað jarðefnaeldsneytis við nánast allar kringumstæður. Það er því mik- ilvægt að skilningur samfélagsins í heild sé sem mestur á þessu nýja eldsneyti og að almenningur verði upplýstur um bæði kosti og galla þess. Einnig er það mikilvægt að mörkuð verði skýr stefna um orku- mál í víðu samhengi, bæði til sam- gangna og annarra þátta. Ljóst er að stjórnvöld munu skipa veigamikinn sess í hversu hratt vetnistæknin verður að veruleika hérlendis – með bæði beinum og óbeinum hætti. Ís- lendingar hafa áður tekið þátt í upp- byggingu á nýjum tæknigreinum, t.d. líftæknigeirann. Upphaflega var stofnaður Líftæknigarður við Iðn- tæknistofnun. Sú þekking sem þar varð til hefur nýst vel og er Íslensk erfðagreining (DeCode) besta dæmið um hvernig hægt er að byggja upp hátæknistörf út frá þekkingariðnaði. 1 Túlkun orðsins „hagkvæmt“ er talsvert umdeild í þessu samhengi. Sums staðar hafa verið færð rök fyrir því að þar sé tekið tillit til umhverfismála sem og annarra mála, en ekki eru allir á eitt sáttir um þá skýringu. Þetta er þó opinbert viðmið og því er farið eftir því hér. Vetni – eldsneyti framtíðar Jón Björn Skúlason Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku ehf. Hrein orka Takist vel til hér á Íslandi, segir Jón Björn Skúlason, gætu sam- göngur á landi og fiski- skipaflotinn að mestu notað vetni árið 2050. Aðeins 3 dagar eftir .... Kanebo kynning í dag og á morgun FARÐINN SEM FULLKOMNAR HINA SÖNNU FEGURÐ! Bankastræti 8, sími 551 3140 Bensín/ olía Vetni Raforka til vetnisframl. (TWh) Bílar 202 31 1,6 TWh Skip 232 50 2,7 TWh Samtals 434 81 4,3 TWh Tafla 1. Notkun olíu og bensíns árs- ins 2000, umreiknuð yfir í magn vetnis og þá raforku sem þyrfti til vetnisframleiðslunnar. Hér er gert ráð fyrir að efnarafalar verði notaðir bæði í bíla og skip í stað hefðbund- inna véla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.