Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 17. MARS 2002 TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn Pýramídarnir í Egypta- landi voru eins konar skotpallur faraóanna til heimkynna guðanna og lendingarstaður end- urkomunnar. Pýramíd- anrnir eru óafmáanlegur minnisvarði um viðhorf til dauðans. Gunnar Hersveinn gekk ofan í pýramída Menkauresar í Gíza og dvaldi þar um stund undir þremur ás- um; Níl, sól og jörð. Menkaures þráði eilífan æskuljóma. Pýramíd- arnir voru rannsókna- hús, m.a. um að stöðva tímann og ná sambandi við guðina./12 Tilraun um dauðann ferðalög Bændagisting bílar Vel búinn Clio börn Besti vinur Brands bíó Draugakastalinn Sælkerar á sunnudegi Vínhéruð Austurríkis Ánægðir á meðan fólk nennir að hlusta. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 17. mars 2002 B Samheldni á stóran þátt í velgengninni 10 14 Risavaxinn samruni Á hjara veraldar 16 múslíma. Einn múslími að minnsta kosti var þá stunginn til bana. Í gær féllu tveir þegar örygg- ELDRI kona situr við gluggann á heimili sínu í borginni Ahmedabad á Indlandi í gær þar sem útgöngu- bann hafði verið sett í kjölfar blóð- ugra óeirða í borginni á föstudaginn þegar hópar hindúa kveiktu í stræt- isvagni og kofum í fátækrahverfum issveitir hersins hófu skothríð á múg manns sem lét ófriðlega í Guj- arat-ríki. Fyrir tæpum mánuði féllu þar 700 manns í átökum hindúa og múslíma, er brutust út í kjölfar árás- ar múslíma á járnbrautarlest sem flutti hindúa frá bænum Ayodhya, þar sem öfgasinnaðir hindúar rústuðu mosku múslíma fyrir tíu ár- um. AP Útgöngubann STRANGAR öryggisráðstafan- ir sem bandarísk flugmálayfir- völd eru sögð krefjast við flug- ferðir ef rithöfundurinn Salman Rushd- ie er meðal far- þega hafa leitt til þess að kan- adíska flug- félagið Air Canada neitar að hleypa Rushdie um borð í vélar félagsins. Fulltrúi Air Canada staðfesti að Rushdie fengi ekki að fljúga með félaginu vegna þess að það gæti tafið brottför um allt að þrjár klukku- stundir að gera þær öryggisráð- stafanir sem krafist væri. Íranski trúarbyltingarleið- toginn Ayatollah Khomeini gaf árið 1989 út tilskipun þess efnis að Rushdie skyldi líflátinn hvar sem til hans næðist vegna bókar hans, Söngva Satans, sem marg- ir múslímar töldu vera guðlast. Þótt írönsk stjórnvöld hafi seinna sagt að tilskipunin sé ekki lengur gild hafa harðlínu- sinnaðir hópar ítrekað kröfur um að Rushdie skuli myrtur. Að sögn fulltrúa Air Canada, Laura Cooke, kveða reglugerðir bandaríska loftferðaeftirlitsins (FAA) á um, að sérstakar ör- yggisráðstafanir skuli gerðar ef Rushdie sé meðal farþega í flug- vél sem komi til Bandaríkjanna. Air Canada líti svo á, að sömu ráðstafanir verði að gera vegna flugferða innan Kanada. En í stað þess kjósi félagið fremur að meina Rushdie að ferðast með vélum þess. Talsmaður FAA, Laura Brown, staðfesti að þessar sér- stöku reglur um öryggisráðstaf- anir væru fyrir hendi en vildi ekki ræða þær nánar. ?Við höf- um öryggisreglur sem kveða á um sérstakar ráðstafanir vegna tiltekinna, vel þekktra einstak- linga,? sagði Brown, en vildi hvorki játa því né neita að þess- ar reglur giltu um Rushdie. Í tölvuskeyti sem Air Canada sendi til ferðaskrifstofa og starfsfólks á flugvöllum fyrr í mánuðinum sagði að neita bæri Rushdie um aðgang að flugvél- um félagsins: ?Ef rithöfundur- inn Salman Rushdie skyldi reyna að bóka far eða koma á flugvöllinn má ekki ? endurtek, ekki ? veita honum far.? Neita að flytja Rushdie Ottawa. AP. Rushdie BANDARÍSKIR herstjórnendur telja sig hafa þurrkað út helstu hern- aðarstjóra al-Qaeda-samtakanna í stórfelldri árás í austurhluta Afgan- istans, að því er háttsettur banda- rískur hernaðarfulltrúi greindi frá í gær. Um eitt þúsund hermenn bandamanna eru enn að leita í hellum sem talibanahermenn og al- Qaeda-liðar yfirgáfu í grennd við Shahi Kot-dalinn, sagði fulltrúinn, Bryan Hilferty. Í hernaðaraðgerðinni, sem nefnd var Anaconda, hefðu sumir helstu foringjar og þjálfarar í samtökum Osama bin Ladens verið felldir. ?Við tókumst á við þá með alls konar vopnum af nýjustu gerð, og ég held hreinlega að það hafi gert út af við þá,? sagði Hilferty. Hann kvaðst ekki telja að margir talibanar eða al- Qaeda-menn hefðu sloppið, þótt slíkt væri mögulegt. En áreiðanlegt væri að ekki hefðu stórir hópar komist undan. Mörg hundruð al-Qaeda-liðar og talibanar felldir Herstjórar bandamanna hafa lýst árásinni á þetta síðasta þekkta vígi fylgismanna bin Ladens sem ?kennslubókardæmi? um vel heppn- aðar aðgerðir og telja að mörg hundruð al-Qaeda-liðar og talibanar hafi verið felldir. Héraðsstjórinn í Paktía-héraði í Austur-Afganistan sagði í gær að innan við eitt hundrað vopnaðir talibanar og al-Qaeda- menn væru eftir í héraðinu. Ekki væri lengur barist þar. Hilferty greindi ennfremur frá því, að bandamenn hefðu fundið her- gögn, fatnað og skjöl sem talibanar og al-Qaeda-menn hefðu skilið eftir. Sum skjölin væru ?viðkvæm?. Þau væru á arabísku og frönsku. ?Þetta eru dagbækur, handbækur og bréf,? sagði Hilferty. Telja sig hafa fellt alla helstu leiðtoga al-Qaeda Bargram-herstöðinni í Afganistan. AFP. Aðgerðin Anaconda sögð vera ?kennslubókardæmi? TVEIR fórust og þrír slösuðust þeg- ar fólksflutningabifreið varð fyrir snjóflóði sem bar hana út í sjó skammt frá Bergen í Noregi í gær- morgun. Slysið varð í Eiðfirði í Hörðalandi. Fimm skíðamenn voru í bílnum á leið frá Bergen til skíða- staðarins Geilo. Tveir hinna slösuðu, karl og kona, voru alvarlega meiddir og voru flutt- ir með þyrlu á sjúkrahús í Bergen, að því er greint var frá í netútgáfu Aft- enposten. Sá þriðji fékk læknishjálp á slysstaðnum. Slysið varð rétt fyrir klukkan tíu í gærmorgun að staðartíma, eða rétt fyrir níu að íslenskum tíma. Aften- posten hefur eftir bílstjórum, að al- gengt sé að snjóflóð falli á þennan veg, en sjaldan á þeim stað þar sem slysið varð. Til þess að ganga úr skugga um að ekki hefðu fleiri lent í flóðinu var farið með leitarhunda um svæðið síðdegis í gær. Tveir fórust í snjóflóði í Noregi Bergen. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.