Morgunblaðið - 17.03.2002, Side 8

Morgunblaðið - 17.03.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirlestrar um Guðríði Símonardóttur Verðskuldar virðulegri sess UM ÞESSAR mund-ir stendur yfirfjögurra þátta námskeið Steinunnar Jó- hannesdóttur rithöfundar um ævi og störf Guðríðar Símonardóttur og samlíf hennar og Hallgríms Pét- urssonar, á vegum Leik- mannaskóla kirkjunnar. Námskeiðið er byggt á bók Steinunnar, Reisubók Guðríðar Símonardóttur, en Steinunn hefur stundað víðtækar rannsóknir bæði á Tyrkjaráninu og ævi og störfum Guðríðar. Nám- skeiðið hefur verið vel sótt og fleiri eru á dagskrá í náinni framtíð. Steinunn svaraði nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins. – Geturðu ekki byrjað þetta spjall á því að rekja aðeins sögusviðið og helstu atburði? „Í framhaldi af útkomu Reisu- bókar Guðríðar Símonardóttur hef ég haldið fjölda fyrirlestra þar sem ég hef gert grein fyrir rannsóknum mínum á Tyrkjarán- inu 1627 og afleiðingum þess með höfuðáherslu á söguhetjuna Guð- ríði Símonardóttur. Ég hef greint frá ferðalögum mínum á sögu- slóðir sem liggja víða bæði innan- lands og utan. Ég hef heimsótt bæði Marokkó og Alsír í leit að heimildum og kannað sögusviðið. Ein Íslendinga hef ég rakið heim- ferð þeirra 36 Íslendinga sem leystir voru úr ánauð í Alsír sum- arið 1636. Leið leysingjanna lá um Palma á Mallorka til Mar- seille, Narbonne og Carcassonne, Toulouse og Bordeaux í Suður- Frakklandi. Þaðan til Suður-Eng- lands, Texel og Amsterdam í Hol- landi, Glückstadt í Norður- Þýskalandi og loks til Kaup- mannahafnar. Þar kynntist Guðríður Hallgrími Péturssyni, ungum skólapilti í Vorfrúarskóla, sem settur var til þess að rifja upp með leysingjunum fræðin. Með þeim tókust heitar ástir sem kostuðu unga manninn skóla- vistina og hann hélt heim til Ís- lands með heitkonu sinni sem þá var þunguð. Þau tóku land í Keflavík vorið 1637 og settust að á Suðurnesjum. Eftir sjö ára fá- tæktarbasl var Hallgrímur vígður til prests í Hvalsnesi og að öðrum sjö árum liðnum hlaut hann Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar orti hann Passíusálmana sem haldið hafa skáldfrægð hans á lofti fram á þennan dag.“ Á hvað leggur þú helst áherslu þegar þú fjallar um Guðríði Sím- onardóttur á þennan hátt? „Á þriðjudaginn kemur lýkur fjögurra kvölda námskeiði á veg- um Leikmannaskóla þjóðkirkj- unnar þar sem ég hef fjallað um þessi sérstæðu hjón. Á fyrri hluta námskeiðsins hefur aðaláherslan verið á Guðríði og hennar óvenju- lega og ævintýralega líf áður en hún varð kona Hallgríms. Seinni hlutinn hefur verið helgaður sam- lífi þeirra, fyrst á Suð- urnesjum og síðar í Saurbæ og m.a. kann- að með hvaða hætti Guðríður og börn þeirra birtast í skáld- skap Hallgríms. Fyrirlestur þriðjudagsins er helgaður Pass- íusálmunum og andlátssálmum Hallgríms, þar sem hann kveður konu sína og fjölskyldu hlýjum orðum. Þar er m.a. þetta erindi: Ástkæra þá ég eftir skil/afhenda sjálfum guði vil/andvarpið sér hann sárt og heitt/segja þarf hon- um ekki neitt. – Hvernig hefurðu náð saman öllu þessu efni og hvað hefur helst staðið upp úr í fari Guðríðar? „Beinar heimildir um Guðríði Símonardóttur eru ekki margar, þó fleiri en menn hafa áður hald- ið. Séu þær skoðaðar niður í kjöl- inn bendir flest til þess að hún hafi verið aðlaðandi, vel gefin og vel menntuð miðað við það sem konum stóð til boða á 17. öld. Það sem stendur upp úr í fari hennar er hvað hún virðist úrræðagóð og gædd mikilli seiglu. Og hún varð allra kerlinga elst. Þrátt fyrir mikinn aldursmun þeirra hjóna, hún var 16 árum eldri en Hall- grímur, lifði hún mann sinn í átta ár og dó í hárri elli í Saurbæ 18. desember 1682.“ – Guðríður hefur ekki verið sérlega hátt skrifuð hér innan- lands, kannski í skugga bónda síns. Hefur þetta breyst hin síðari ár? „Hún var lengi vel ekki hátt skrifuð hjá þjóðinni og gekk undir uppnefninu Tyrkja-Gudda. Það er von mín að með Reisubók Guð- ríðar Símonardóttur fái Guðríður að njóta sannmælis og tekist hafi að lyfta þessari lífsreyndu og víð- förlu og merku konu upp í virðu- legri sess. Bókinni hefur verið af- ar vel tekið og lesendur hafa verið iðnir við að láta álit sitt í ljós. Það er mikill og vaxandi áhugi fyrir Guðríði Símonardóttur.“ – Og það eru fleiri fyrirlestrar og námskeið á döfinni eða hvað? „Næstu fyrirlestrar mínir um Guðríði Símonardóttur verða haldnir fyrir Inner Wheel-konur á Hótel Loftleiðum nk miðviku- dag klukkan 20. Þar næst á hátíð- arfundi KFUM og K í félags- heimili þeirra við Holtaveg í Dymbilviku þriðjudaginn 26. mars klukkan 20. Steinunn Jóhannesdóttir  Steinunn Jóhannesdóttir fæddist á Akranesi 24. maí 1948. Stúdent frá MA 1967. Út- skrifuð frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1970. Nám í leiklist og leikhúsfræðum í Sví- þjóð 1970–72, leikkona við Þjóðleikhúsið 1973–86. Leikrit hennar Dans á rósum og Ferðalok voru sýnd í leikhús- inu 1981 og 1993. Dvaldi í Sví- þjóð 1986–1990 og hefur stund- að ritstörf að mestu eftir heimkomuna, skrifaði m.a. sögu Halldóru Briem og nú Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur á vegum Máls og menn- ingar. Þá hefur hún verið fé- lagi í Reykjavíkur akademíunni síðan árið 1999. Fleira mætti nefna. Maki er Einar Karl Har- aldsson ritstjóri og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. ...og hún varð allra kerlinga elst UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýju áliti að landlæknir hafi ekki haft heimild í lögum til að fjalla um leyf- isumsókn manns til að stunda nála- stungumeðferð hér á landi. Viðkom- andi hafði þá lokið námi í Bandaríkjunum og haft atvinnu af því þar að stunda þessa meðferð. Það er niðurstaða umboðsmanns að í gildandi lögum séu ekki fullnægjandi valdheimildir fyrir landlækni til að setja reglur um að einungis „viður- kenndar heilbrigðisstéttir“ hafi heimild til að stunda nálastungumeð- ferð og að „öllum þeim“ sem hyggist stunda slíka meðferð beri að sækja um leyfi til landlæknis. Málavextir eru þeir helstir að maðurinn lauk prófi í „austrænum læknavísindum“ frá skóla í Nýju- Mexíkó í Bandaríkjunum árið 1993 og stundaði nálastungumeðferð í rík- inu um nokkurra ára skeið. Í febrúar árið 1998 sendi hann inn umsókn til landlæknis um leyfi til lækninga með nálastungumeðferð á Íslandi. Í svar- bréfi benti landlæknir honum á að sækja um slíkt leyfi til heilbrigðis- ráðuneytsins, sem og hann gerði í desember sama ár. Ráðuneytið framsendi umsóknina hins vegar til afgreiðslu hjá landlækni með bréfi í sama mánuði. Heilt ár leið þar til maðurinn fékk svör frá landlæknis- embættinu en hann hafði þá kvartað yfir málsmeðferðinni til umboðs- manns Alþingis. Kom þá í ljós að gleymst hafði að senda gögn um mál- ið frá ráðuneytinu til landlæknis. Í áliti sínu nú telur umboðsmaður ekki ástæðu til frekari umfjöllunar um þann drátt sem varð á málsmeðferð- inni, en stjórnvöld höfðu þá beðið manninn afsökunar á mistökunum. Landlæknir synjaði manninum um leyfi til að stunda nálastungumeð- ferð og leitaði hann þá að nýju til um- boðsmanns. Í álitinu bendir umboðsmaður á að heilbrigðisráðuneytið fari m.a. með mál er varði embætti landlæknis. Hlutverk landlæknis samkvæmt lög- um sé fyrst og fremst að vera sér- stakur ráðunautur ráðherra og ann- ast faglegt eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum og heil- brigðisþjónustu. Umboðsmaður tel- ur að í lögum um heilbrigðisþjónustu og réttindi sjúklinga sé ekki að finna heimild fyrir landlækni til að setja reglur um hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að veita nálastungumeð- ferð. Leggur umboðsmaður áherslu á að almenn fyrirmæli laga um markmið heilbrigðisþjónustu eða faglegt eftirlit landlæknis geti talist fullnægjandi heimild til skerðingar á réttindavernd samkvæmt stjórnar- skránni. Þeim tilmælum er því beint til ráðuneytisins að það taki sjálf- stæða afstöðu til erindis mannsins, berist það að nýju. Umboðsmaður um synjun leyfis fyrir nálastungumeðferð Landlækni óheimilt að fjalla um umsóknina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.