Morgunblaðið - 17.03.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 17.03.2002, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEWLETT-Packard stofnaði útibú hér á landi 1984, en formleg opnun HP á Íslandi var 8. maí 1985. Árið 1995 seldi Hewlett-Packard hlut sinn í fyrirtækinu og nafni þess var breytt í Opin kerfi. Gylfi Árnason, framkvæmdastjóri Opinna kerfa, starfaði hjá HP á Íslandi og síðan erlendis og þekkir því vel til fyr- irtækisins og andans innan þess. Gylfi byrjaði hjá HP á Íslandi 1986 og flutti sig síðan um set til Þýskalands 1989 þar sem hann var í sjö ár í Evrópumarkaðsmiðstöðinni við Stuttgart og síðan fór hann til HP í Austurríki þar sem hann var markaðsstjóri fyrir Sviss, Aust- urríki, Grikkland, Tyrkland, Aust- ur-Evrópu, Mið-Austurlönd og Afr- íku. 1998 flutti hann síðan heim til Íslands að nýju og fór að vinna hjá Opnum kerfum. Gylfi segir að allir sem unnið hafa hjá Hewlett-Packard hafi fundið að þar væri annar andi en hjá öðrum fyrirtækjum. „Það sem menn taka kannski helst eftir er að innan fyrirtækisins tíðkast svokall- að opið umhverfi, þ.e. það eru eng- ar einkaskrifstofur og venja yf- irmannanna að ganga um og spjalla við starfsmenn en ekki að starfs- menn þurfi að óska eftir viðtali. Upplýsingastreymi verður líka óformlegt þar sem það eru engin múrar milli manna.“ Gylfi segir að vissulega hafi þetta fyrirkomulag í för með sér kosti og galla. Fyrir HP hingað til hafi kost- irnir reynst fleiri en gallarnir, en hann segir að það eigi ekki endi- lega við um önnur fyrirtæki. „Þessu fylgir að ákvarðanir eru teknar sameiginlega frekar en að boð komi að ofan um hvað eigi að gera,“ seg- ir Gylfi og bætir við að þetta hafi breyst að einhverju leyti hjá nýjum forstjóra og stjórnarformanni Hewlett-Packard, Carly Fiorina, enda hafi hún komið inn í fyr- irtækið með ákveðnar hugmyndir sem hún vann fylgi innan stjórnar áður en þær bárust til starfsmanna. Gylfi segist telja að gamla HP- leiðin, sem svo er kölluð, hafi fylgt mælitækjahluta fyrirtækisins sem skilinn var frá og seldur sem fyr- irtækið Agilent fyrir nokkrum ár- um. „Kaupin á Compaq eiga eftir að breyta HP en fyrirtækið hefur líka verið að breytast á undanförnum árum og á eflaust eftir að breytast enn meira ef það ætlar sér að taka þátt í þeim slag sem tölvubransinn er. Það hefur líka verið haft eftir Carly að HP verði að breytast, verði að vera undir það búið að taka þátt í uppsveiflunni þegar hún kemur. Fyrir vikið hlýtur eitthvað að gefa eftir og því er hinn gamli HP andi á undanhaldi þótt hann sé fráleitt horfinn.“ Gylfi segir að samruninn eigi engu eftir að breyta fyrir við- skiptavini Hewlett-Packard á Ís- landi nema til hins betra því allt bendi til þess að hann muni auka umsvif Opinna kerfa á Íslandi sem umboðsaðila HP, sem muni gera fyrirtækinu kleift að byggja upp meiri þekkingu og betra starfslið. Fyrir þá sem telji sig vera við- skiptavini Compaq, flestir í gegn- um Tæknival, geti þetta líka orðið til góðs, ekki síst ef komi til einhver samvinna eða samruni milli Comp- aq-hluta Tæknivals og Opinna kerfa. Hvort af einhvers konar samvinnu verði verði tíminn aftur á móti að leiða í ljós, enda sú ákvörð- un í höndum stjórnenda eða jafnvel hluthafa beggja félaganna. Gylfi er hluthafi í Hewlett- Packard og tekur því þátt í kosn- ingunni. Hann segist greiða at- kvæði með sameiningunni og það sé sín skoðun að kaupin verði sam- þykkt. „Ég held það yrði ekki gott fyrir HP ef þetta gengi ekki eftir og enn verra fyrir Compaq.“ Greiðir atkvæði með sameiningunni Gylfi Árnason, framkvæmdastjóri Opinna kerfa. STÆRSTA fréttin á tölvu-og viðskiptasviðinu vest-anhafs var þegar tölvuris-inn Hewlett-Packard lýstiþví yfir að hann hygðist kaupa annan risa, Compaq, og með því stækka upp í að verða næst- stærsta tölvufyrirtæki heims; að- eins IBM yrði stærra. Deilur meðal áhrifamikilla hluthafa og stjórnar fyrirtækisins færðu fréttina síðan af viðskiptasíðum fjölmiðla vestan- hafs inn á slúðurdálka, enda hafa eins hatrömm átök um völd í fyr- irtæki ekki sést lengi. Fréttin um fyrirhuguð kaup/ samruna kom mörgum í opna skjöldu og verð hlutabréfa í fyr- irtækjunum báðum féll harkalega fyrst á eftir. Árásin á New York og Washington varð til að ýta samrun- anum úr fréttunum um hríð en eftir því sem hluthafaatkvæðagreiðsla um kaupin nálgast, hún fer fram á þriðjudag, hefur slagurinn harðnað á milli þeirra sem vilja að kaupin eigi sér stað og þeirra sem telja þau hina mestu ósvinnu. Dregur ekki úr hörkunni í deilunni að áber- andi í hópi andstæðinga eru afkom- endur þeirra Bills Hewletts and Daves Packards, en sá fyrrnefndi hefur einskis svifist til að koma í veg fyrir samrunann og kallað á harkaleg viðbrögð stjórnar Hewl- ett-Packard, sem meðal annars hef- ur gert lítið úr viðskiptaviti Bills Packards. Með elstu fyrirtækjum í tölvuheiminum Tölvufyrirtæki vestanhafs hafa flest átt í erfiðleikum á síðustu misserum eftir að hægja tók á efna- hagslífinu. Mörg hafa þau því grip- ið til þess að styrkja starfsemi sína með því að kaupa önnur fyrirtæki og ýmist keypt fyrirtæki sem styrkt hafa þá starfsemi sem fyr- irtækið er með fyrir eða í gjörólík- um rekstri til að skapa færi á sókn inn á ný svið. Hewlett-Packard er með elstu fyrirtækjum í tölvuheim- inum og hefur lengi verið meðal þeirra stærstu, en HP var stofnað 1938. Stóran hluta af velgengni fyr- irtækisins á undanförnum árum má skrifa á það hversu góðum árangri það hefur náð á prentarasviðinu, enda hafa HP-prentarar og -prent- tækni nánast verið allsráðandi á einkatölvumarkaði í áraraðir. Segir sitt að nærfellt helmingur af hagn- aði fyrirtækisins á síðasta ári var af prentvörum. Hewlett-Packard hef- ur aftur á móti ekki gengið eins vel á tölvumarkaðnum sjálfum og for- seti og stjórnarformaður fyrirtæk- isins, Carleton (Carly) Fiorina, sem tók við fyrir þremur árum, hefur látið þau orð falla í viðtölum að Hewlett-Packard hafi stækkað of mikið of hratt og menn því tapað áttum á mörgum sviðum. Fyrir vik- ið hafi menn skort djörfung og snerpu sem nú eigi að að bæta úr. Opinber skýring aðdraganda kaupanna er að í júní síðastliðinum hafi Hewlett-Packard boðið Com- paq aðgang að HP-UX UNIX- stýrikerfi sínu og í framhaldinu hafi fyrirtækin farið að ræða sam- runa sem komst á flug mánuði síðar og voru til lykta leidd á sex vikum. Samruninn kemur til með að kosta HP 25 milljarða dala í hlutafé, en þegar samruninn var tilkynntur áætluðu menn að eftir samein- inguna yrði markaðsverðmæti Hewlett-Packard 85 milljarðar dala, enda var það 45 milljarðar dala og Compaq 25 milljarðar dala þegar kaupin voru kynnt. Svo hratt lækkaði hlutafé í fyrirtækjunum aftur á móti í kjölfar fréttarinnar að í stað þess að vera 70 milljarðar dala, er það nú 45 milljarðar. Ýmis ljón í veginum Mörg dæmi eru um það að sam- runi eða kaup af þessari stærðar- gráðu hafi gengið illa eða ekki, enda ekki heiglum hent að sameina svo stór fyrirtæki. Skemmst er að minnast þess hve Digital stóð í Compaq á sínum tíma, en margir vilja rekja erfiðleika í rekstri Compaq í dag til þess að samruni fyrirtækjanna hafi ekki verið nógu vel undirbúinn og í raun aldrei tek- ist almennilega. Í ljósi sögunnar hefur gríðarleg vinna verið lögð í það af hálfu HP að tryggja að kaupin gangi snurðu- laust og ekki síst að vel gangi að samþætta rekstur fyrirtækjanna og í gögnum frá HP kemur fram að 500.000 vinnustundum hafi verið varið einmitt í þetta efni. Eitt af helstu vandamálunum sem glíma þarf við er hve fyrirtæk- in eru ólík stjórnunarlega; hve starfsandinn innan þeirra er ólíkur. Þannig segja menn að innan HP fundi verkfræðingar til að leysa vandamál, en hjá Compaq koma lausnirnar sem tilskipanir að ofan. Einnig nefna menn að hjá HP leggi menn sig eftir að leysa vandamál viðskiptavinar, uppfylla þarfir hans en ekki bara að selja honum tölvur sem vilji brenna við hjá Compaq- sölumönnum. Svo eru þeir sem segja að starfsmenn HP séu þurrir á manninn og kurteisir, hálfleiðin- legir, á meðan meira líf og fjör sé í Compaq-liðum og á móti að verðið sem Compaq gefi upp sé aldrei rétt, það hækki alltaf áður en upp sé staðið en tilboð frá HP standist ævinlega upp á krónu. Víst ræðst þetta meðal annars af því að fyrirtækin keppa á ólíkum markaði; Compaq er að berjast á markaði þar sem söluhagnaður er sáralítill af hverri einingu og miklu skipti að vera hæfilega frakkur og fljótur að bregaðst við, en HP hafi hingað til helst beitt sér á fyrir- tækjamarkaði þar sem menn kunn að meta íhaldssemi og áreiðanleika. Compaq náði fótfestu á Pésa- markaði með því að vera fyrst með nýjungar, vera sífellt með nýjustu og hraðvirkustu tækni og þegar við bættist að Compaq-tölvur voru al- mennt taldar bestu vélar sem völ var á jók fyrirtækið markaðshlut- deild sína jafnt og þétt. Í janúar 1995 náði Compaq þeim sess að vera stærsti einkatölvu- framleiðandi í heimi og það eru ekki nema rúm tvö ár síðan mark- aðsvirði þess var 80 milljarðar dala. Þá þegar var reyndar farið að halla undan fæti, ekki síst eftir að Com- paq keypti Digital-tölvufyrirtækið fyrir 9,6 milljarða dala sem var þá mesti tölvufyrirtækjasamruni sög- unnar og úr varð annað stærsta tölvufyrirtæki heims. Samruninn gekk aftur á móti afskaplega illa, ekki síst vegna þess að svo ólík fyr- irtæki voru að sameinast, fyrirtæki með ólíkan starfsanda og ólíka upp- byggingu, Compaq fór klaufalega að í fjöldauppsögnum, vissi ekki hvernig fyrirtækið átti að fara með ýmislegan búnað sem var ein helsta undirstaða starfsemi Digital og svo má telja; nokkuð sem menn hafa verið duglegir við að benda á nú þegar HP er að gleypa Compaq. Á móti kom að Compaq treysti stöðu sína til lengri tíma því ráð- gjafarþjónusta Digital stóð vel und- ir sér og gerði Compaq kleift að hasla sér völl á því sviði og einnig komst fyrirtækið yfir tækni í gagnavistun sem hefur skilað góð- um arði undanfarið. Helmingur tekna Compaq er vegna sölu á borðtölvum, miðlurum og fartölv- um en hjá HP er þetta hlutfall um þriðjungur. Hvað verður um framleiðsluna? Mikið af framleiðslu fyrirtækj- anna tveggja rekst á, enda hafa þau verið í samkeppni hingað til, og þannig framleiðir Compaq borð- og ferðatölvur og hefur náð góðum ár- Reuters Carly Fiorina, forstjóri og stjórnarformaður Hewlett-Packard, og Michael Cap- ellas, stjórnarformaður Compaq, handsala samkomulagið um kaup HP á Compaq. Carleton (Carly) S. Fiorina, hinn umdeildi stjórnandi Hewlett- Packard, sem verður annað stærsta tæknifyrirtæki heims ef af samrunanum við Compaq verður. Risavaxinn samruni Vestanhafs er risin hörð deila milli manna um mesta fyrirtækjasamruna í sögu tölvuheimsins. Árni Matthíasson segir frá fyrirhuguðum samruna tölvurisanna Hewlett-Packard og Compaq, en hluthafar HP greiða atkvæði um hann á þriðjudag og Compaq á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.