Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Sverrir Slippfélagið 100 ára. Hluti starfsfólksins, Hilmir Hilmisson framkvæmdastjóri í forgrunni. HILMIR sagði að Slipp-félagið í Reykjavík hf.væri í dag málningar-verksmiðja. Það hefði gerst þannig að rekstur dráttar- brautanna í vesturhöfninni í Reykjavík var seldur 1988 til Stál- smiðjunnar. Slippfélagið hélt eftir málningarverksmiðjunni og hefur til dagsins í dag lagt alla áherslu á framleiðslu og sölu á málningu og skyldum efnum. Einnig hefði félag- ið rekið smásöluverslanir. Hver verður þróunin næstu misseri og árin? „Félagið lagði fyrst aðaláherslu á framleiðslu og sölu á skipamáln- ingu og er í samstarfi við einn helsta skipa- og iðnaðarmálningar- framleiðanda í heiminum, Hempel, sem er alþjóðlegt fyrirtæki með að- alstöðvar í Kaupmannahöfn. Slipp- félagið er langstærsti framleiðandi á Íslandi á skipa- og iðnaðarmáln- ingu og með ráðandi markaðsstöðu. Einnig er fyrirtækið hátt skrifað í húsamálningu og tengdum efnum, t.d. sparsli o.þ.h. og er í samstarfi við einn helsta málningarframleið- anda á Norðurlöndum í þeim efn- um, Alcro-Beckers í Svíþjóð. Félag- ið hyggur á enn frekari framþróun og hefur nú þegar haslað sér völl í myndlistargeiranum, þ.e. býður upp á mjög breiða línu á myndlist- arvörum, liti, striga, ramma, trönur og nánast allt sem listamaðurinn þarf. Einnig er verið að leggja meiri áherslu á verslunarrekstur, bæði eigin og í samstarfi við aðra.“ Hvað verður gert til hátíðarbrigða? „Afmælisdaginn sjálfan, föstu- daginn 15. mars, var boðið til veislu á Grand Hótel. Það var 600 manna veisla þar sem helstu frammá- mönnum þjóðarinnar var boðið og borgarstjórinn flutti hátíðarræðu.“ Hver er staða fyrirtækisins og hverjar eru framtíðarhorfurnar? „Staðan er góð og félagið og starfsfólkið horfir björtum augum á framtíðina.“ Hver er markaðsstaða Slippfélagsins? „Félagið er sterkt á íslenskum málningarmarkaði og var til skamms tíma stærsta verksmiðjan í landinu. Miklar hræringar eru á þessum markaði og nýlega samein- uðust tvær verksmiðjur í eina og eftir það eru starfandi þrjár verk- smiðjur á markaðinum. Samkeppn- in er mikil, ekki eingöngu við ís- lenskar verksmiðjur heldur einnig og ekki síður við erlendan innflutn- ing. Slippfélagið framleiðir nánast allt sem félagið selur og starfa tæp- lega 40 manns hjá félaginu. Félagið leggur í ríkari mæli áherslu á um- hverfisvæna málningu og hefur gefið út umhverfisstefnu.“ Framleiðum allt sem við seljum Hilmir Hilmisson, fram- kvæmdastjóri Slippfélags- ins, hefur marga fjöruna sopið á þeim bæ. Hann var ráðinn aðstoðarmaður Þór- arins Sveinssonar fram- kvæmdastjóra 1985. Vegna fráfalls Þórarins skömmu síðar tókst Hilmir strax á við það erfiða verkefni að koma skipasmíðaþætti fyr- irtækisins út úr erfiðu rekstrarumhverfi. Guð- mundur Guðjónsson ræddi við Hilmi á dögunum. 22 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÝMSIR stjórnendur leiddufyrirtækið í gegn um marg-víslega umbrotatíma síð-ustu aldar og var ýmist dauðinn lapinn úr skel, eða það var uppgangur og góðæri. Árið 1930 höfðu verið mikil vandræði, en þeir Benedikt Gröndal og Hjalti Jónsson (Eldeyjar-Hjalti) koma þá inn sem nýir hluthafar, með aukið hlutafé og úr varð sameining við Vélsmiðjuna Hamar sem efldi bæði fyrirtækin. Ár- ið 1932 var mikilvægt ár í sögu fyr- irtækisins, en þá tók við stjórnvelin- um ungur verkfræðingur að nafni Sigurður Jónsson. Hann sá til þess að tvær dráttarbrautir upp á 600 og 800 tonn voru byggðar og þar með var hægt að sinna öllum skráðum inn- lendum fiskiskipum. Sigurður sat í 37 ár og lét af störf- um 1968. Einn kafli í sögu fyrirtækisins er þáttur verslunarinnar. Strax á fyrstu árunum var rekin smásöluverslun með vörur tengdar skipaviðgerðum. Þegar árið 1906 var kominn alvöru rekstur og jókst með tímanum. Árið 1951 urðu síðan tímamót sem mótuðu Slippfélagið til framtíðar. Gerður var samstarfssamningur milli Hempels Main Paint í Danmörku og Slippfélagsins í Reykjavík um fram- leiðslu Hempels-skipamálningar. Fyrirtækið hafði frá fornu fari verið til húsa við Mýrargötuna, en gat ekki haldið þar til eftir að hefjast átti handa við málningarframleiðslu. Lóð við Dugguvog varð fyrir valinu og fyr- irtækið kom sér þar upp nýjum bæki- stöðvum. Bygging málningarverksmiðjunn- ar hófst 1968 og var henni lokið í þremur áföngum. Fóru menn rólega í sakirnar, en allt fór á besta veg og hefur reksturinn lengst af verið góð- ur. Framleiðsla hófst 1970 og á síð- asta áratug síðustu aldar komst fram- leiðslan í eina milljón lítra og var verksmiðjan þá sú stærsta í landinu. Upphaflega var eingöngu fram- leidd botnmálning en fljótlega bættist skipalakk og þakmálning við. Nú er á ferðinni alhliða málningarverksmiðja sem er í fararbroddi með notkun vist- vænna efna. Árið 1986 var tekin upp samvinna við málningarframleiðandann Alcro, síðar Alcro-Beckers, í Svíþjóð til þró- unar á vatnsþynnanlegri akrílmáln- ingu. Samstarfið við Svía og Dani hef- ur verið mjög gott að sögn Slippfélagsmanna, enda báðar þjóð- irnar í fremstu röð umhverfissinna í heiminum. Slippfélagið í Reykjavík varð fyrst á Íslandi til að framleiða t.d. eiturefnalausa botnmálningu fyr- ir skip og vatnsþynnanlega þakmáln- ingu og mætti nefna fleira. Grundvallarbreyting Hinn 1. janúar 1989 urðu grund- vallarbreytingar á rekstri félagsins þegar það seldi Stálsmiðjunni hf. í Reykjavík eignir sínar við vestur- höfnina. Þar á meðal allt sem til varð í upphafi, brautir og byggingar. Slipp- félagið hefur þó aldrei slitið tengslin við uppruna sinn og á erfiðleikatímum í skipasmíðaiðnaðinum tók fyrirtækið þátt í endurreisn Stálsmiðjunnar og er nú stærsti hluthafinn í Stáltaki, sem varð til við samruna Stálsmiðj- unnar og Slippstöðvarinnar á Akur- eyri. Eftir þessar breytingar felur starfsemi Slippfélagsins í Reykjavík í sér nær eingöngu framleiðslu á máln- ingu og ýmsu því tengdu. Frá upphafi tengdist málningarframleiðslan ein- göngu útgerðarfyrirtækjum en með breyttum tímum eru tengslin ekki síður við málara og almenna neytend- ur, þó útgerðin skipi ennþá stóran sess meðal viðskiptavina. Slippfélagið er með umboðsmenn um land allt og heldur reglulega námskeið fyrir mál- arameistara auk þess að sækja kaup- stefnur og námskeið víða um Evrópu til að vera ávallt í fararbroddi hvað fagmennsku varðar, að því er þeir Slippfélagsmenn segja. Reykjavík á síðustu öld, nóg að gera í Slippnum. Saga vel- gengni og erfiðleika Slippfélag Reykjavíkur er 100 ára um þessar mundir. Þar á bæ segja menn að saga sjávarútvegs í landinu sé jafn gömul landnám- inu. „Slipp-starfsemi“ var þó í byrjun engin og lengi vel harla frumstæð og það var ekki fyrr en 15. mars 1902 sem Slippfélagið við Faxaflóa var stofnað fyrir atbeina Tryggva Gunnarssonar. 1903 var nafni fyrirtækisins síðan breytt í það sem það er í dag. Fyr- irtækið á sér því langa sögu þó að í dag snúist starfsemin um allt annað en hún gerði á upphafsárunum. Slippfélag Reykjavíkur. Slippurinn á 75 ára afmæli fyrirtækisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.