Morgunblaðið - 17.03.2002, Page 26

Morgunblaðið - 17.03.2002, Page 26
26 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁEINU uppáhalds-kaffihúsinu mínuhér í Berkeley hefureinn fastagestanna vakið sérstaka athygli mína. Þetta er lágvaxinn maður um fertugt sem er bókstaflega alltaf þar, alltaf einn og situr við vegg nálægt innstungu, niðursokkinn í fartölvuna sína. Fólk með fartölvur er reyndar ekki óalgeng sjón á kaffihúsum hér, hvað þá fólk með bækur, en ég hef komist að því að í svona hrikalegum háskólabæ eins og Berkeley, þar sem einn þriðji íbúanna er háskólanemar og hinir eru hér til að þjónusta þá á einn hátt eða annan, þá eru kaffi- hús meira eins og lærdóms- og vinnustöðvar en skemmti- og félagsmiðstöðvar. Þetta fór nokkuð í taug- arnar á mér fyrst og mér fannst frekar leiðinlegt að ganga inn á kaffihús þar sem ríkir grafarþögn og finnast ég þurfa að hvísla og passa mig á því að fara ekki að hlæja. Er öðru vön heima á Íslandi þar sem maður tengir kaffi- húsaferðir ósjálfrátt við hlát- ur. En hvað um það. Er farin að venjast þessu og tek gjarn- an sjálf með mér bók á kaffi- hús og finnst það bara fínt. Finnst samt alltaf jafn hress- andi að heyra almennilegan hlátur á næsta borði og sjá brosandi fólk, en ekki bara þetta venjulega þjáða fólk sem keppist um að láta hina akademísku angist sjást sem mest utan á sér. En svo vikið sé aftur að kaffihúsamanninum sem er alltaf einn með fartölvunni sinni, þá var ég með ýmsar tilgátur um hvað hann væri að gera. Ég vil ítreka það að hann er alltaf þar, allan dag- inn, alla daga. Það fyrsta sem mér datt í hug var að hann væri rithöfundur eða ein- hverskonar „frílans“ skrifari, þætti skemmtilegra að vinna utan heimilis síns, en hefði ekki efni á skrifstofu. Svo datt mér líka í hug að hann væri fræðimaður, vildi vinna innan um annað fólk, en hefði of- næmi fyrir bókasöfnum. Hann gæti líka verið skrif- stofumaður sem er með öll gögn sem hann þarf inni í tölvunni og fílar frjálslegra umhverfi en skrifstofubásinn sinn. Um daginn sat ég svo nær honum en venjulega og stóðst ekki mátið að líta aðeins yfir öxlina á honum. Ég var ekk- ert að njósna eða reyna að lesa á skjáinn, bara rétt að- eins að kíkja. Þá komst ég að því að ég hafði haft kolrangt fyrir mér, en ástæða þaulsetu hans og einbeitingar var allt önnur og ólíklegri en ég hafði haldið. Hann var á spjallrás, að spjalla við fólk tölvuleiðis, og hafandi fylgt forvitn- islegum athugunum mínum á honum eftir, get ég staðfest að hann er alltaf á spjall- rásum. Þetta er það sem hann gerir allan daginn, alla daga, á kaffihúsinu. Spjallar við fólk sem er ekki þar, en spjallar ekki við neinn sem er þar, (nema ef til vill náungann sem situr hinum megin í salnum og er líka niðursokkinn í far- tölvuna sína...). Þegar ég var lítil heyrði ég einhvern einhverntímann segja digurbarkalega; „Firr- ing nútímamannsins er...“. Ég man hvað mér fannst fyndið að tala svona. Hvað var eig- inlega firring? Og hver var þessi nútímamaður? Ég held að hér hafi ég fengið eins gott svar við þessari spurningu og hægt er. Upphaflega hug- myndin með kaffihúsi er lík- lega sú að það sé samkomu- staður. Hús opið öllum, svo að hver og einn þurfi ekki að drekka kaffið sitt í sínu horni. Staður fyrir fólk sem tekur sér hlé frá amstri dagsins, fær sér kaffi, deilir stundinni með öðrum og talar um eitt- hvað annað en sjálft amstrið. En samskiptareglur borg- arsamfélagsins leyfa ekki til- efnislaust spjall við ókunn- uga. Ef einhver gengur upp að manni á kaffihúsi og byrjar að spjalla er hann oftast af- greiddur sem skrýtinn. Fartölvu-fastagesturinn kýs augljóslega að vera innan um fólk, þess vegna situr hann allan daginn á kaffihúsi. En ef hann legði það í vana sinn að ganga á milli borða og gefa sig á tal við aðra gesti, þætti hann furðufugl og myndi sennilega líða illa yfir þeim höfnunarviðbrögðum sem hann oftar en ekki fengi, (ekki síst vegna þess að kaffi- húsin hér eru eins og áður sagði komin óvenju langt frá því að vera samkomustaðir). Á spjallrásunum er hann hins vegar á meðal fólks sem er í sömu stöðu og hann, fólks sem er þangað komið gagn- gert til að spjalla. Allir taka vel í að hefja samræður, svo er náttúrlega spurning hvert þær leiða eins og gengur, en það er engin hætta á höfnun á þeim forsendum að það sé skrýtið að hann gefi sig á tal við fólk. Spjallrásirnar eru þannig á vissan hátt orðnar eins og kaffihúsin ættu kannski að vera. Staður þangað sem fólk fer til að vera með öðru fólki og tala við annað fólk. Þannig eru þær eins konar eftirlík- ingar af kaffihúsi, nema hvað að eftirlíkingin er á vissan hátt orðin „betri“ en fyr- irmyndin, að minnsta kosti hvað samkomu- og sam- skiptahliðina varðar. Því mætti í raun segja að fasta- gesturinn sé ,,á kaffihúsi“ á kaffihúsi, en eitthvað finnst mér firrt við það að hann fái ekki tækifæri til að vera á kaffihúsi án þess að vera „á kaffihúsi“. Birna Anna á sunnudegi Á kaffihúsi á kaffihúsi Morgunblaðið/Ásdís Þ AÐ er ekki langt síðan íslensk þjóð fór að líta á það sem sjálf- sagðan hversdagshlut að sækja menningarviðburði. Í byrjun síðustu aldar var fátt um fína drætti í íslensku listalífi og myndlistarsýningar, leiksýn- ingar og tónleikar jafnan stórmerkir við- burðir. Um miðja öldina, eftir stríð, hófst mik- ið gróskutímabil, þar sem var eins og íslenska þjóðin væri að keppast við að vinna upp það forskot sem aðrar evrópskar þjóðir höfðu náð með aldalöngum og rótgrónum hefðum í list- um og menningu. Undir lok tuttugustu aldar má segja að umfang menningarinnar í dag- legu lífi fólks, einkum á höfuðborgarsvæðinu hafi náð því sem gerist á sambærilegum svæð- um erlendis og jafnvel heyrðust þær raddir að viðburðir í listum og menningu í Reykjavík stæðust hvaða stórborg sem er snúning hvað varðar framboð á hvers konar listviðburðum. Varla er þó hægt að reikna með að gæði og fjölbreytileiki þess sem hér hefur verið gert standist samanburð við það sem háborgir menningarinnar hafa upp á að bjóða í þeim efnum. Enn var keppst við, og á menning- arborgarári, árið 2000 má segja að ákveðnu hámarki hafi verið náð, þar sem fjöldi skipu- lagðra listviðburða var meiri hér en áður hafði þekkst. Það var að sjálfsögðu við því búist að eftir þá miklu menningarveislu drægi aftur úr framboði listviðburða, – að árið væri toppur og svo myndi aftur halla undan fæti. Líklegt er hins vegar að ekki hafi dregið jafn mikið úr uppákomum í listum og menningu og búist var við. Almenn tilfinning þeirra sem fylgjast með á þeim vettvangi er sú að þó dregið hafi úr, þá séu menningarviðburðir í Reykjavík í dag mun fleiri en þeir voru fyrir menningarborg- arár. Þannig virðist menningarborgarárið hafa virkað mjög jákvætt og hvetjandi á list- iðkun og listsköpun og stuðlað beint og óbeint að fjölgun listviðburða almennt. Margoft hef- ur verið rætt um góða aðsókn á tónleika og í leikhús, og gera má ráð fyrir að þeim hóp sem sækir listviðburði hafi vaxið fiskur um hrygg jafnt og þétt. Menningarnætur Reykjavík- urborgar í ágúst ár hvert hafa líklega einnig haft áhrif á það að áhugi almennings á list- viðburðum hefur vaxið. En í dag er svo komið að framboð á list- viðburðum jaðrar við að vera meira en svokall- aður markaður ræður við. Sérstaklega á þetta við um tónleikahald. Á undanförnum mán- uðum hefur það orðið æ algengara að tvennir og allt upp í fimm tónleikar séu haldnir á sama tíma í höfuðborginni. Það gerist þá jafnframt að í framboði eru tvennir eða fleiri tónleikar á sama tíma af svipuðu tagi og með svipaða efn- isskrá, sem ætla má að höfði til sama hóps list- unnenda. Þar með hefur skapast sú staða sem hlýtur að teljast ný í íslensku samfélagi að tónlistarmenn eru farnir að keppa um áheyr- endur. Þetta á ekki bara við í tónlistinni. Um þessa helgi eru haldin tvö ritþing á höfuðborg- arsvæðinu; þekktir og vinsælir rihöfundar þingefni í hvoru tveggja tilfelli og vísast að sami hópur fólks hefði haft áhuga á báðum þingum. Staðan er sem sagt orðin sú, að fólk þarf að velja milli tveggja eða fleiri viðburða af sama toga, og listamenn að keppa um hylli almennings. Þetta ástand er nýtt og markar tímamót og hlýtur að vekja upp ýmsar spurn- ingar um hvernig staðið er að skipulagi slíkra mála. Mikil framför hefur orðið í íslenskumenningarlífi með tilkomu menn-ingarmiðstöðva, tónlistarhúsa,hljómsveita, hópa og klúbba sem skipuleggja listviðburði á faglegum grunni. Áður fyrr var það framkvæmdagleði einstakra listamanna sem mestu réð um það hvernig tónleikahaldi var háttað. Skipulagðar tón- leikaraðir hafa breytt miklu um fagmennsku á þessu sviði, þar sem hæfir einstaklingar eru fengnir til að taka að sér skipulagningu og list- ræna stjórn. Enn er þó talsvert um það að ein- staklingar skipuleggi sitt tónleikahald sjálfir, og sjálfsagt mun svo verða lengi enn. Senni- lega á Sinfóníuhljómsveit Íslands lengsta hefð hvað fastskipulagt tónleikahald varðar, og fáir eru þeir enn sem komið er sem leggja í það að halda tónleika á fimmtudagskvöldum þegar Sinfóníuhljómsveitin heldur sína tónleika. Kammermúsíkklúbburinn á líka langa hefð með tónleika á sunnudagskvöldum. En með nýtilkomnum tónlistarhúsum, tónlist- arhátíðum og skemmri tónleikaröðum hefur flóran orðið svo gróskumikil að erfitt er fyrir þá sem skipuleggja sína tónleika upp á eigin spýtur að finna sér tíma til tónleikahalds án þess að rekast á þá sem stærri og fyrirferð- armeiri eru á þeim vettvangi. Jafnvel er svo komið að þeir sem standa fyrir föstu tónleika- haldi eiga fullt í fangi með að sigla hver framhjá öðrum í vali á tónleikatímum. Er þetta til góðs eða ills? Það er vissulega gott að lista- og menning- arlíf skuli hafa náð því stigi að almenningur eigi ýmissa kosta völ þegar njóta skal lista. Sú staða er raunveruleg, að ef fólk langar á tón- leika á sunnudagssíðdegi, þá getur það valið milli söngvara, valið milli kóra og valið milli kammerhópa, allt eftir áhuga og lyst hvers og eins. En tæpast er hægt að búast við að að- sókn á listviðburði verði jafn góð og mikil þeg- ar þeim fjölgar jafn mikið og raunin er. Það segir sig sjálft að í litlu samfélagi mun reyna á áheyrendur. Þeim virðist ekki fjölga jafn hratt; – framboðið er að verða meira en eft- irspurnin. Tónleikagestir eiga völina, og þeir munu velja. Á endanum má því búast við að það séu tónlistarmennirnir sem sitji uppi með kvölina; dræmari aðsókn, færri krónur í kass- ann og minni athygli. Það tekur langan tíma að byggja upptraustan og tryggan áheyrendahóp.Það hefur Kammermúsíkklúbburinnreynt. Þar hefur ekki alltaf blásið byr- lega, en á síðustu árum hefur þó ræst mjög vel úr og aðsókn á tónleika klúbbsins í dag er jafnan mjög góð. En klúbburinn hefur líka starfað samfleytt í 45 ár. Þessi merkisberi kammertónlistarinnar í Reykjavík hefur á þeim tíma áunnið sér virðingu og sess sem einn af föstu póstunum í menningarlífinu. Ef framboð á tónleikum verður meira en eft- irspurn, má gera ráð fyrir því að hegð- unarmynstur tónleikagesta fari að breytast. Erfiðara verður fyrir skipuleggjendur tón- leika að halda í sitt fólk þegar það hefur úr mörgu að velja og gera má ráð fyrir því að þess vegna verði róðurinn þyngri fyrir marga þeirra. Þá þurfa þeir að velta því vandlega fyr- ir sér hvernig þeir geta skapað sér sérstöðu og hvernig þeir geta forðast að róa á sömu mið og hinir. Einn möguleiki er sá að þeir sem að tón-leikahaldi standa taki sig saman umgrundvallarþætti skipulagsins vilji þeirekki missa spón úr aski sínum. Og það vill varla nokkur þeirra. Tímasetningar tón- leika eru með íhaldssamasta móti, – allir vilja vera á kjörtíma á kvöldin í miðri viku og síð- degis um helgar þegar talið er að almenningur vilji helst njóta lista. Hádegistónleikar hafa verið þörf tilbreyting, en hvers vegna hefur engum dottið í hug að efna til hádegistónleika eða jafnvel morguntónleika til dæmis á sunnu- dögum? Og hvers vegna eru tónleikar aldrei haldnir kl. 13.00 og 14.00 um helgar? Og hvað væri indælla undir laugardagsnóttina en Brahms, Barber eða Berio? Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi til að jafna þann háþrýsting sem virðist vera að skapast með offramboði á tónleikum. Það reynir enn meir en áður á sköpunar- og skipu- lagshæfileika þeirra sem að tónleikahaldi standa og þar verða engin grið gefin hvað fag- mennsku á því sviði varðar. Íslenskir listunn- endur hafa fyrir löngu náð þeim þroska að gera kröfur. Þetta ástand er gott, en hættan á því að listalífið taki kollsteypu framyfir sig í gróskunni er fyrir hendi. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig úr þessum málum spinnst á næstu misserum og árum og hvort hægt verður að leysa úr þeim snurðum sem vilja hlaupa á þráðinn áður en hann slitnar. Framboð og eftirspurn Nýtt tónlistarhús mun vafalítið efla tónleikahald í Reykjavík.AF LISTUM Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.