Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
vinnslan skemmtilega einföld og gróf
í stíl við vinnuaðferðir listamannsins.
Sigríður Salvarsdóttir sem er aðeins
litlu yngri en aldursforseti sýning-
arinnar, Guðmunda Andrésdóttir,
sem á eitt verk á neðri hæð, á hér
fyrrnefnd verk úr mannshárum en
úr hárunum vefur hún ýmsar krúsi-
dúllur sem vekja með manni hroll-
kennda tilfinningu. Verkin eru nú-
tímaleg enda bjóst ég alveg eins við
því að Sigríður væri nýskriðin úr
listaskóla!
Í þessum sal er annars sterk
áhersla á útsaums- og textílverk sem
tengist greinilega áhuga Evu á
handavinnu sem hún kemur inn á í
ágætu viðtali við Aðalstein Ingólfs-
son í sýningarskrá. Hér á meðal er
óvenjulegt útsaumað verk eftir
Helga Þorgils Friðjónsson, barna-
legur útsaumur Kristins G. Harðar-
sonar og saumuð málverk Valgarðs
Gunnarssonar, sem ég hef alltaf haft
gaman af.
Í síðasta hluta sýningarinnar eru
svo glæný verk Önnu Líndal sem
sæta hvað mestum tíðindum á sýn-
ingunni. Þarna má sjá tilbrigði við
vel þekktan fyrri vinnustíl Önnu þar
sem marglitur tvinni er aðalefnivið-
urinn, vafinn um bolla og hnífapör og
aðra heimilishluti. Verkin eru stökk-
breyting frá eldri stíl, expression-
ískari og laus við þá yfirvegun, stillu
og nákvæmni sem einkennir eldri
verkin.
Skammt frá stendur keikur geir-
fugl Ólafar Nordal og þar næst hjá
blikka nýleg verk Ilmar Stefánsdótt-
ur og eldri gagnvirk hljóðverk Finn-
boga Péturssonar. Þá eru þarna
verk eftir Rögnu Sigurðardóttur,
sjóðheit af sýningu hennar í Lista-
safni ASÍ ef mér skjátlast ekki.
Þá á ég aðeins eftir að minnast á
textílverk Guðrúnar Marinósdóttur
sem tóna vel við Hárfléttur Sigríðar
Salvarsdóttur innan um grjótið hans
Páls.
Eins og áður sagði er sýningin
fersk og gefur ágæta hugmynd um
hvað íslenskir listamenn eru að fást
við í dag, þó að auðvitað sé hér ekki
um neina skipulega úttekt að ræða.
Vert er að vekja sérstaka athygli á
viðtali við Evu Maríu í sýningarskrá
en þar kemur fram heilbrigð og nú-
tímaleg sýn leikmanns á íslenska
myndlist og hlutverk hennar í sam-
tímanum.
ÞETTA vil ég sjá, sýning sem Eva
María Jónsdóttir sjónvarpskona hef-
ur valið verk á, er ein yfirgripsmesta
hópsýning á samtímalist sem haldin
hefur verið hér á landi síðustu miss-
erin. Ekki aðeins er hér mættur til
leiks breiður hópur starfandi mynd-
listarmanna af yngri kynslóð heldur
má á sýningunni sjá mörg ný verk
sem aldrei hafa komið fyrir sjónir al-
mennings áður. Það má því segja að
boðið sé upp á óvenju spennandi sýn-
ingu í Gerðubergi þetta tímabilið.
Það sem bindur sýninguna saman
er smekkur Evu Maríu og verkavalið
sem ætti að endurspegla hennar
innri mann að einhverju leyti. Sýn-
ing sem þessi segir einnig ýmislegt
um þekkingu sýningarstjórans á því
sem er að gerast á myndlistarvett-
vangi en miðað við samsetninguna
virðist Eva fylgjast vel með og betur
en margur. Að öðru leyti er þema
sýningarinnar ekkert eitt sérstakt
en sýningin er þó kaflaskipt.
Sé gengið inn í salinn að neðan-
verðu mætir manni fyrst verk eig-
inmanns sýningarstjórans, Óskars
Jónassonar kvikmyndagerðar-
manns, en hann var nemandi í ný-
listadeild MHÍ á sínum tíma. Verkið
er ósköp meinlaust og sniðugt og
hangir í öndvegi við hliðina á nafni
Evu Maríu.
Neðri salurinn býður af sér góðan
og stilltan þokka. Þarna er nútíma-
leg sýn á íslenskt landslag ríkjandi
með smá útúrdúrum sem eru fínleg
„Post Human“ verk Úlfs Grönvold
unnin úr naglalakki, skeggi og hár-
um. Úlfur hefur í gegnum tíðina unn-
ið með kven- og karlímyndina og eru
verkin gott dæmi um hvernig hann
nálgast viðfangsefni sín. Verkin
tengja neðri hæðina óbeint við þann
hluta sýningarinnar sem er á efri
hæð, en þar eru m.a. merkileg verk
ofin úr mannshárum.
Af fleiri verkum á neðri hæð má
nefna verk Daníels Magnússonar,
Þágufallssýki, en leturgerðin og
blöndun hennar við bakgrunninn
minnir um margt á verk listamanns-
ins Ed Ruscha. Þá má sjá þarna at-
hygliverð verk eins og Landnám
Óskar Vilhjálmsdóttur, þar sem
Grafarholtið er numið, og glænýtt
verk eftir Georg Guðna en málverk
hans verða þokukenndari og óræðari
með hverju árinu sem líður. Til að
fullkomna hið stillta andrúmsloft
öræfanna í salnum eru þarna nokkur
verk eftir Húbert Nóa en eins og
einn sýningargesturinn orðaði það
þá eru þau „afar falleg“.
Á leiðinni upp stigann í átt að
næsta hluta sýningarinnar mætir li-
tasinfónía Halldórs Ásgeirssonar
okkur í verkinu Brennivín og lýsi alla
daga.
Allt annar blær er yfir sýningunni
í salnum á efri hæð, sérstaklega
fremst í honum. Af verkunum þar
ber fyrst að telja þjóðsögulegt stein-
högg Páls frá Húsafelli sem birtist
þarna í ýmsum myndum. Sérstaka
athygli vekur verk hans Hafmey en
þar hefur hann skellt rauðgrýtis-
höggmynd ofaní vatnsbað og er úr-
Þetta vil ég sjá
Nokkur verk sem Eva María Jónsdóttir valdi á sýninguna Þetta vil ég sjá.
MYNDLIST
Gerðuberg
Opið alla virka daga frá kl. 11–19
og frá kl. 13–16 um helgar. Til 23. mars.
ÝMSIR MIÐLAR
ÝMSIR LISTAMENN
Þóroddur Bjarnason
DAÐI Guðbjörnsson sýnir um þess-
ar mundir málverk í baksal Gallerís
Foldar undir yfirskriftinni „Bátar,
beib og bíbar“. Verkin á sýningunni
eru tuttugu talsins og koma þar fyr-
ir endurtekin mótíf, s.s. fiskar, fugl-
ar, himinn og haf. Þegar Daði er
spurður hvers vegna hann geri haf-
ið hér að viðfangsefni segist hann í
raun nýkominn á þurrt land eftir að
hafa verið mjög upptekinn af hafinu
um skeið.
„Þetta er bara eitthvað sem bank-
aði upp hjá mér og ég varð að mála.
Sum viðfangsefnin eru minningar
frá því að ég var barn, en önnur fela
í sér einhvers konar vísun í listasög-
una og eru það mótíf sem ég hef
unnið með áður. En ég ólst upp við
hafið og leyfi mér kannski að líta á
þessa hluti dálítið öðrum augum en
þegar ég var barn. Þá tengdust skip
og fiskur ákveðnum praktískum
veruleika, en núna mála ég þetta
allt í svolítið ævintýralegum litum.“
– En hvernig er þetta nýstárlega
nafn tilkomið?
„Ég lýsi þarna hugðarefnunum á
sýningunni, bátum, konum (beib) og
fuglum (bíbar). Kannski vildi ég ná
fram ákveðnum andvitsmunalegum
áhrifum með þessari nafngift. Ég
hef alltaf lagt fyrst og fremst
áherslu á að mála, að vera málari
og ekkert annað og lít á málverkið
sem aðferð til að tjá hugsanir og til-
finningar. Hins vegar eru ákveðnir
hlutir engu að síður að flækjast dá-
lítið fyrir manni, eins og spurningar
um viðfangsefni, samtímann og
ástand listheimsins. Ég held að það
væri miklu betra að vera bara laus
við „listheiminn“ og þær spurn-
ingar sem honum fylgja. Ég tókst
dálítið á við þessa togstreitu í sýn-
ingu sem ég hélt árið 1993, en hér
er ég í raun að ganga meira í þá átt
að forðast vitsmunalegan fyrirvara.
Undanfarin ár hefur verið ákveðin
umræða í gangi um að færa þurfi
listina nær fólki og gera því kleift
að skilja hana nokkurn veginn milli-
liðalaust. Þetta er nokkuð sem ég
hef alla tíð verið mjög upptekinn
af,“ segir Daði.
– En hvað með skírskotunina í
myndlistarhefðina. Er hún ekkert
að flækjast fyrir þér?
„Jú, þessi endurteknu mótíf
tengjast vissulega sambandi mínu
við myndlistarhefðina, eins og liggj-
andi módelið og klassíska súlan.
Auðvitað situr hefðin í manni, og
getur maður sem málari aldrei losn-
að við þann farangur. Ég er hins
vegar farinn að hafa minni áhyggj-
ur af þessum pakka og meiri
áhyggjur af því að vera of meðvit-
aður um einhverjar skilgreiningar.
Nú hef ég mestar áhyggjur af því að
mála hreinlega ekki nógu vel,“ seg-
ir Daði og hlær.
„Ég er því fyrst og fremst að
reyna að búa til list sem er nógu
sterk til að hún nái til fólks án þess
að það þurfi að tala um hana eða út-
skýra hana, en hún verður líka að
geta lifað af kjaftæðið“ segir Daði
að lokum, en sýning hans í Galleríi
Fold stendur til 24. mars næstkom-
andi.
Morgunblaðið/Sverrir
Daði Guðbjörnsson hefur sett upp „andvitsmunalega“ sýningu.
„Ég er
málari og
ekkert
annað“
FRANSKI leikstjórinn Jean-
Francois Richet hefur getið sér gott
orð fyrir verk sín á kvikmyndasvið-
inu, þ.e. frumraunina „Etat des
lieux“ (1995) sem tilnefnd var til
fjölda verðlauna og „Crack 6T“ sem
tilnefnd var til verðlauna sem frönsk
kvikmynd á Cannes-hátíðinni árið
1997. Þriðja mynd Richet, Um ástina
(De l’amour) sýnir að hér er sterkur
leikstjóri á ferð, sem hefur margt
nýtt og ferskt fram að færa í franska
kvikmyndagerð.
Kvikmyndin, sem Richet skrifar
sjálfur handritið að, segir frá ungu
kærustupari, Mariu og Karim, og
vinum þeirra. Í raun er um sígilda
ástarsögu að ræða, en hún er færð í
samhengi við áleitnar spurningar í
frönsku nútímasamfélagi. Karim er
Frakki af arabískum uppruna, en
Maria „alfrönsk“. Þannig koma inn í
söguna spurningar um fordóma og
mismunandi samfélagsaðstæður og í
gegnum atburðanna rás magnast
smám saman upp dramatískt ferli
sem verður til þess að reyna af mikl-
um þunga á ástarsamband aðalper-
sónanna. Þetta er því áhrifarík saga,
bæði á persónulega og félagslega
sviðinu. Sögupersónur eru sterkar
og forðast höfundur allar klisjur í
viðbrögðum þeirra við þeim valkost-
um sem þær standa frammi fyrir.
Sterkur hópur ungra leikara kemur
fram í myndinni, og er óhætt að
hvetja fólk til að ná í skottið á
frönsku kvikmyndahátíðinni sem
lýkur á mánudag og sjá þessa mynd.
Saga um ástinaKVIKMYNDIRRegnboginn, frönsk kvikmyndahátíð
Leikstjórn og handrit: Jean-Francois
Richet. Virginie Ledoyen, Yazid Ait,
Mar Sodupe, Stomy Bugsy,
Jean-Francois Stevenin, Bruno Putzulu
og Karim Attia. Sýningartími: 105 mín.
Frakkland, 2000.
UM ÁSTINA (DE L’AMOUR) Heiða Jóhannsdóttir
LEIKFÉLAG Akureyrar sýnir
ærslaleikinn Blessað barnalán í Ís-
lensku óperunni um páskana, en það
eru um það bil 7 ár síðan Leikfélagið
var síðast með sýningar í Reykjavík.
Blessað barnalán er ærslafullur
gamanleikur – eða farsi, og var verk-
ið samið sérstaklega fyrir Leikfélag
Reykjavíkur og sett upp af LR í Iðnó
fyrir rúmum tuttugu árum.
Ekkjan Þorgerður býr ásamt
elstu dóttur sinni Ingu í húsi fjöl-
skyldunnar í litlu ónefndu þorpi á
Austfjörðum. Þær mæðgur Inga og
Þorgerður fá þá hugmynd að smala
öllum börnunum saman og halda
einskonar ættarmót í húsi þeirra fyr-
ir austan.
Leikstjóri er Þráinn Karlsson.
Leikarar eru Saga Jónsdóttir, Skúli
Gautason, Hildigunnur Þráinsdóttir,
Laufey Brá Jónsdóttir, María Páls-
dóttir, Þorsteinn Bachmann, Sunna
Borg, Hjördís Pálmadóttir, Sigurður
Hallmarsson, Aðalsteinn Bergdal og
Aino Freyja Järvelä.
Sýningar verða miðvikudaginn 27.
mars, fimmtudaginn 28. mars, laug-
ardaginn 30. mars og annan í pásk-
um. Sýningarnar hefjast kl. 20.
Morgunblaðið/Gunnar Sverrisson
Saga Jónsdóttir og Sunna Borg í hlutverkum sínum í Blessuðu barnaláni.
Leikfélag Akur-
eyrar sýnir í Ís-
lensku óperunni