Morgunblaðið - 17.03.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.03.2002, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 33 íbúa nágrannasveitarfélaganna með þjónustu síns sveitarfélags. Þannig eru aðeins 48% Reykvík- inga ánægð með þjónustu sveitarfélagsins al- mennt, miðað 64% íbúa nágrannasveitarfélag- anna. Gunnar Helgi sýnir fram á að þetta stafar ekki af t.d. ólíkri íbúasamsetningu og getur þess að þetta gerist þrátt fyrir að þjónusta borgarinn- ar sé að mörgu leyti bæði meiri og faglegri en í öðrum sveitarfélögum. „Þótt ekki sé hægt að útiloka aðrar skýringar virðist líklegt að íbúafjöldi Reykjavíkur sé ein- faldlega meiri en hentar íslenzkum sveitarfélög- um miðað við núverandi verkefni,“ segir í bókinni. Ef sveitarfélögin fengju stærri verkefni (t.d. á heilbrigðissviðinu) gæti þetta breytzt (hlutfalls- lega að minnsta kosti). Ekkert bendir hins vegar til þess að Reykjavík njóti stærðarhagkvæmni við núverandi aðstæður umfram önnur sveitarfélög með yfir tíu þúsund íbúa. Hins vegar geldur Reykjavík ýmissa ókosta stærðarinnar. Stjórn- sýslan er flóknari en í öðrum sveitarfélögum, stofnanirnar fleiri, boðleiðirnar lengri og sam- bandið við íbúana ekki eins náið. Íbúarnir þekkja ekki vel inn á borgarkerfið, finnst þeir ekki geta haft áhrif og eru mun síður ánægðir með sveitar- félagið en íbúar í nærliggjandi sveitarfélögum. Og í vissum mæli léttir Reykjavík þjónustuvanda af öðrum sveitarfélögum.“ Gunnar Helgi tekur fram að ekki sé hægt að rekja minni ánægju Reykvíkinga til pólitískra þátta, þ.e. að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins séu til dæmis svona miklu óánægðari með þjón- ustuna en kjósendur Reykjavíkurlistans. Stuðn- ingsmenn beggja lista gefi þjónustunni fremur slaka einkunn. Fleiri sveit- arfélög – stór- borgarstjórn? Gunnar Helgi Krist- insson nefnir að ef til vill megi auka nálægð við íbúa Reykjavíkur með betra aðgengi að þjónustu, notenda- vænni „framhlið“ og jafnvel meiri hverfaskipt- ingu starfseminnar. Hann dregur hins vegar líka þá augljósu ályktun af niðurstöðum sínum hvað Reykjavík varðar, að skoða mætti að skipta Reykjavík upp í fjögur til fimm minni sveitar- félög. Slíkt myndi að vísu krefjast einhvers konar samstarfseininga eða millistjórnsýslustigs um sameiginleg mál á svæðinu, t.d. umhverfismál, samgöngur og veitur en prófessorinn telur slíka skipan myndu hafa augljósa kosti umfram t.d. nú- verandi tilhögun skipulagsmála á höfuðborgar- svæðinu. „Skipting Reykjavíkur í nokkur sveit- arfélög myndi færa sveitarstjórnina nær þeim umtalsverða hluta landsmanna sem búsettir eru í Reykjavík. Vandamál sveitarstjórnarstigsins í Reykjavík er ekki síður mikilvægt úrlausnarefni en vandi minnstu sveitarfélaganna ef tekið er mið af því hve ánægja íbúa Reykjavíkur er lítil. Þegar haft er í huga að ámóta hluti landsmanna býr í Reykjavík einni og í öllum þeim 119 sveitarfélög- um á Íslandi sem hafa innan við tíu þúsund íbúa er það í raun mun stærra mál,“ segir Gunnar Helgi. Þetta eru merkilegar niðurstöður og tillögur og full ástæða til að taka þær til umræðu í kosninga- baráttunni fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Morgunblaðið hefur til þessa verið á þeirri skoðun að sameina ætti sveitarfélög, ekki bara úti um land heldur einnig á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir nokkrum árum lagði blaðið til að Seltjarn- arnes, Kópavogur, Kjalarnes og Mosfellsbær sameinuðust Reykjavík en Garðabær og Bessa- staðahreppur sameinuðust Hafnarfirði. Blaðið hefur talið bæði efnisleg rök og tilfinningaleg fyr- ir þessari skiptingu. Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaðahreppur eiga saman sterk söguleg tengsl og Kópavogur er jafnmikill hluti af Reykja- vík og t.d. Breiðholtið eða Grafarvogurinn í skipu- lagslegu tilliti. Rök Morgunblaðsins hafa aukin- heldur verið þau að upp undir tugur sveitarstjórnarapparata á þessu svæði, sem er meira og minna runnið saman í eina borg, væri einfaldlega alltof dýr. Þá yrðu skipulagsmál alls svæðisins auðveldari viðfangs með færri sveitar- félögum. Það kann hins vegar jafnframt að vera ástæða til að velta fyrir sér svipuðum hugmyndum og Gunnar Helgi nefnir; að auka a.m.k. sjálfræði hverfa í Reykjavík í ýmsum málum eða gera þau jafnvel að sjálfstæðum sveitarfélögum, en taka jafnframt upp eins konar stórborgarstjórn sem yfirtæki sum af núverandi verkefnum sveitarfé- laganna. Það er þó hreint ekki víst að það yrði auðvelt í framkvæmd að skipta Reykjavík upp í smærri sveitarfélög og alls ekki öruggt að íbúar borgarinnar samþykktu það. Þótt Reykvíkingar þarfnist meiri nálægðar við stjórn sveitarfé- lagsins, eru þeir sér jafnframt meðvitandi um sér- stöðu sína sem höfuðborgarbúa og það er ekki víst að þeir vildu veikja Reykjavík með því að skipta henni upp. Þá er „hverfisvitund“ fólks áreiðanlega misjafnlega þróuð í Reykjavík. Þó eru vísbendingar um að í stórum úthverfum á borð við Grafarvog, Árbæ og Breiðholt ríki nokk- urs konar bæjarstemmning. Í viðtali Morgunblaðsins við Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borgarstjóra 10. febrúar sl. kom fram að hún hefur velt fyrir sér hugmyndum í þessa veru: „Ég sé vissulega verulega kosti í sam- starfi sveitarfélaganna [á höfuðborgarsvæðinu], því mér finnst mikið fara í súginn í landnotkun og skipulagi á þessu svæði vegna þessara tilbúnu hreppamarka. Hins vegar geri ég mér grein fyrir að eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu yrði alltof stórt í samanburði við önnur sveitarfélög landsins. Á tímabili var ég höll undir þá hugsun að sameina ætti öll sveitarfélögin hérna, en ég hef al- veg gefið hana frá mér. Ég hef hins vegar varpað fram þeirri hugmynd að hérna yrðu nokkuð mörg sveitarfélög og hvert um sig með 20–30 þúsund íbúa. Þau gætu séð um alla nærþjónustu, t.d. leik- skóla, grunnskóla, félagsþjónustu, heilsugæslu, þjónustu við aldraða, gatnahreinsun og umhirðu grænna svæða. Þannig gætum við tryggt kosti nálægðarinnar milli íbúa og stjórnvalds. Til að nýta hagkvæmni og styrk stærðarinnar væri svo hægt að koma á skuldbindandi samstarfi á milli þessara sveitarfélaga í einni höfuðborgarstjórn. Þar væri tekið á málum eins og heildarskipulagi, landnotkun, umferðarkerfi, hafnarstarfsemi, veit- um og lögnum. Ég játa fúslega að ég hef ekki mót- að þessa hugmynd neitt endanlega en ég er þeirr- ar skoðunar að við eigum að halda umræðu um þetta opinni, án hrepparígs og fordóma.“ Ljóst er að sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa líka gefið gaum þeim vandamálum, sem hljótast af skorti á nálægð stjórnkerfisins við borgarana í Reykjavík. Í viðtali Morgunblaðsins við Björn Bjarnason, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, 3. febrúar sl. kom fram að hann teldi ýmsa kosti vænlega, ef til einhverrar sameiningar sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu kæmi, en ákvarðanir um það yrðu að ráðast af vilja íbúanna og því um- boði, sem þeir veita. „Hvert sveitarfélag hefur sinn svip og það er hollt, að þau keppi sín á milli, þótt í ýmsum málum eins og skipulagsmálum sé litið á allt svæðið, en ekki afmörkuð hverfi eða sveitarfélög. Ég held að íbúar á þessu svæði kæri sig ekki um að boðleiðir verði of langar. Stjórn- völd sveitarfélaganna verða að vera nærri íbúun- um,“ sagði Björn. Svipaðar áherzlur komu fram hjá honum er hann kynnti meginatriði stefnu D-listans í menntamálum fyrr í vikunni. Björn lagði aðal- áherzlu á að færa grunnskólann nær fólkinu og stytta boðleiðir. Reykjavíkurborg hefði ekki nýtt þau tækifæri sem fólust í flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna. Björn sagði greinilegt að smærri sveitarfélög drægju til sín ungt fólk vegna þess að það teldi sig standa nær skólanum en fengist í Reykjavík með því miðstýrða kerfi, sem þar ríkti. Meðal tillagna sjálfstæðismanna til úr- bóta er að skipta borginni upp í skólahverfi. Beint lýðræði gegn ókostum stærðarinnar? Gera verður ráð fyrir að forysta beggja meginfylkinga í borg- arstjórnarkosningun- um móti frekar hug- myndir sínar í þessum efnum á næstunni og verður fróðlegt að sjá hvaða afstöðu framboðin taka. Líklegt má telja að í komandi kosningabaráttu verði jafnframt talsvert rætt um það hvernig megi gera lýðræðið virkara og beinna, t.d. með reglulegum skoðanakönnunum og almennum at- kvæðagreiðslum um málefni sveitarfélaga. Jafn- framt hafa verið gerðar nýlegar tilraunir með að halda íbúaþing í einstökum sveitarfélögum og hverfum innan stærri sveitarfélaga og að nýta kosti upplýsingatækninnar til að greiða fyrir upp- lýsingastreymi milli sveitarstjórna og íbúa. Morgunblaðið hefur mjög talað fyrir því að beint lýðræði verði tekið upp í auknum mæli og að jafnt landstjórnin og sveitarfélög sýni frumkvæði að því að leita beint eftir sjónarmiðum kjósend- anna. Slíkir stjórnunarhættir ættu líka að geta stuðlað að því að draga úr ókostum stærðarinnar og skorti á nálægð milli stjórnvalda og borgar- anna. Breytingar í þá veru eru raunar nærtækari og fyrirhafnarminni en stór breyting á skipan sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og sennilegt að kjósendur kalli mjög eftir afstöðu framboð- anna til slíkra hugmynda. Morgunblaðið/Sverrir Horft yfir höfuðborgina. „Hins vegar hljóta niðurstöður Gunn- ars Helga Krist- inssonar varðandi stöðu Reykjavíkur, langstærsta sveitar- félagsins, að vekja athygli. Hann telur að Reykjavík sé í rauninni orðin of stór og þegar svo sé komið hætti sveitar- félag að ná þeim tilgangi sem sveit- arfélögum er ætlaður, að færa starfsemi hins opinbera nær íbúunum.“ Laugardagur 16. marz
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.