Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 46
MÚSÍKTILRAUNIR 46 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opið hús í dag milli kl. 14 og 17 Opið hús í dag milli kl. 14 og 17 Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050 www.hofdi.is Einarsnes 33, Skerjafirði Í dag býðst þér og þinni fjölskyldu að skoða þetta fallega 117 fm einbýli sem er á einni hæð. Óbyggt svæði er við húsið. Húsið skiptist. m.a. í 3 herbergi, tvær stofur, eldhús og bað. Byggingarréttur er við húsið. Húsið stendur á 746 fm lóð. Verð 16,9 millj. Rjúpufell 33, 2.h. Guðný býður ykkur að skoða þessa fallegu 109 fm 4ra herbergja íbúð sem er á 2. hæð í þessu fallega og nýklædda fjölbýli. Yfirbyggðar svalir eru á íbúðinni. Glæsileg innrétting er í eldhúsi. Sér þvottahús er í íbúðinni. Verð 11,5 millj. Á annarri hæð glæsileg 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum alls 104,3 fm. Vandaðar inn- réttingar og gott parket á gólfum. Glæsilegt útsýni og gott ytra umhverfi. Verð 12,9 millj. Traust í viðskiptum Allar nánari upplýsingar í síma 893 3985 og 551 7282. Klukkuberg - Hafnarfirði ÞRIÐJA undanúrslitakvöld Mús- íktilrauna var haldið í Tónabæ sl. föstudagskvöld og bættust þá tvær hljómsveitir við þær fimm sem komnar eru í úrslit næstkomandi föstudag. Heldur hefur dregið úr fjölbreytni síðustu ár og þannig voru bara tvö atriði þar sem ekki var leik- ið rokk þetta kvöld; tónlistartilraun- um síðustu ára virðist lokið í bili og flestir fastir í rokkinu. Ekki má þó skilja þetta sem svo að rokkið hafi verið eintóna; innan þess eru ótal vistarverur og sveitir kvöldsins voru býsna fjölbreyttar. Citizen Joe Citizen Joe byrjaði leikinn að þessu sinni og það með látum. Sveit- in leikur einfaldaðan harðkjarna og gerði það ágætlega. Sérstaklega var annað lag sveitarinnar gott og gít- arleikari og trymbilll fá plús fyrir frammistöðu sína. Þriðja lagið ein- kenndi góð trommukeyrsla. Mute Mute-félagar voru ekki sannfær- andi, sérstaklega bjátaði á í söngn- um og textar voru arfaslakir. Stöku laglínur voru þó þokkalegar. Þriðja lag þeirra félaga kom þó á óvart, lag með hægfara stígandi og tilfinninga- ríkum sérstæðum söng. Þegar við bættust mishljóma gítareinleikur, einskonar and-gítarsóló, og óvæntar kaflaskiptingar varð úr ágætis lag. Pan Pan flutti tónlist sína af mikilli fagmennsku. Allur hljóðfæraleikur var til fyrirmyndar og sveitarmenn sem einn maður þegar best lét. Söngur og gítarleikur leiðtoga sveit- arinnar var góður, sérstaklega í öðru laginu, en ekki gekk það þriðja upp, sýndist ekki nógu vel mótað. Ákveð- inn galli að þegar svo vel er staðið að verki sætti menn sig við annað eins niðursuðuástarbull á ensku og text- arnir voru. Tópaz Tvímenningarnir sem skipa Tópaz voru greinilega óstyrkir í upphafi en rættist úr er á leið. Þeir voru komnir vel í gang í öðru lagi sínu, en und- irspil í því var vel heppnað. Þriðja lagið var sniðug samsetning og þá loks náðu þeir almennilega saman í skemmtilegri pælingu. Counter Strike Einn maður skipar Counter Strike og hugðist flytja drum & bass. Margt var vel gert og góðir sprettir í fyrsta laginu en þegar tók að líða á það fór tölvan, eða réttara sagt stýri- kerfið, að grípa inn í sem ágerðist svo að seinni hluti annars lags hans og allt þriðja lagið var meira og minna ónýtt; öll stígandi hvarf út í veður og vind og taktskipti misstu marks. Skrifast á William Gates III. Waste Tríóið Waste var það síðasta fyrir hlé og stóð sig með miklum ágætum. Þeir félagar eru allir efnilegir í meira lagi, sérstaklega gítarleikari sveitarinnar og prýðilegur söngvari, og lögin voru flest vel samin. Sér- staklega var annað lag þeirra félaga gott gítarpopp með fagmannlegri röddun. Einangrun Efti hlé var meira rokk á boðstól- um, að þessu sinni frá Einangrun. Sú sveit byrjaði aftur á móti ekki vel, fyrsta lag hennar var þunglamalegt og ekki vel samið. Annað lagið var hins vegar betra og skipti miklu að það var ágætlega sungið. Svört verða sólskin Það virtist ágæt hugmynd á papp- írnum að bræða saman tölvutónlist og grimma gítarhljóma, en gekk ekki upp hjá þeim félögum í Svört verða sólskin. Áður hafa menn gert vel á þessu sviði en þá sett saman mjög harkalegan tölvutakt, nánast verksmiðjuhávaða, og samkeyrt bjöguðum loðnum gíturum. Taktur- inn sem Svört verða sólskin studdust við var aftur á móti of dauflegur, og meinlaus, til að dæmið gengi upp, en einhverju hefur skipt að tækjavand- ræði hrjáðu þá félaga eitthvað. Reaper Hafi menn verið farnir að dotta kom Reaper eins og hressandi vatns- gusa eða kannski sýrubað. Keyrslan var geysileg og söngvari sveitarinn- ar stóð sig frábærlega. Gítarleikar- inn sýndi að ekki þarf að vera með fingurna á fullu til að gera vel og trymbillinn fór á kostum. Frábær- lega skemmtileg sveit. Spoiled Lokaorð þessa músíktilrauna- kvölds átti hljómsveitin Spoiled sem lék popppönk með tilbrigðum. Trommukeyrsla var góð og gítarar hljómuðu vel. Söngur var aftur á móti of eintóna og spillti fyrir frekar en að lyfta, til að mynda í þriðja lagi þeirra félaga, sem hefði eflaust hljómað betur ósungið. Pan var nokkuð öruggur sigurveg- ari úr sal, en dómnefnd kaus síðan Waste áfram. Síðasta undanúrslita- kvöld Músíktilrauna verður næst- komandi fimmtudag og úrslit á föstudag. Hressandi sýrubað TÓNLIST Músíktilraunir Þriðja undanúrslitakvöld Músíktilrauna, hljómsveitakeppni Tónabæjar. Þátt tóku Mute, Pan, Counter Strike, Einangrun, Waste, Svört verða sólskin, Spoiled, Reaper, Citizen Joe og Tópaz. Haldið í Tónabæ föstudaginn 15. mars. Áheyr- endur um 300. TÓNABÆR Topaz Reaper Einangrun Spoiled Citizen Joe Counter Strike Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Svört verða sólskin Mute Árni Matthíasson Þumalína Pósthússtræti/Skólavörðustíg Allt fyrir mömmu og litla krílið Póstsendum – sími 551 2136 Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.