Morgunblaðið - 17.03.2002, Side 52

Morgunblaðið - 17.03.2002, Side 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Hver var tilgangurinn? ÉG veit ekki hvers vegna verið var að leyfa dæmdum morðingja að tjá sig fyrir hönd annarra fanga á Litla- Hrauni í þættinum Ísland í bítið. Hver var tilgangur þess? Eru þessir fangar að biðja þjóðina að vorkenna sér. Ég get ekki skilið þetta öðruvísi en að þeir hefðu það allir svo slæmt. En því er verr og miður, ég held að þeir hafi það mjög gott miðað við aðstæður – á okk- ar kostnað. Gera þeir sér ekki grein fyrir því af hverju þeir eru þarna inni? Það á ekki að vera nein sæla að sitja í fangelsi. Morðingi sem tekur líf ann- arra, á hann sér einhvern tilverurétt? Spyr sá sem ekki veit. Nei, það er ekki til neins að vera að vor- kenna glæpamönnum. Þeir eiga að vera inni sem lengst. Mín skoðun er að morðingjar Íslandi fái allt of væga dóma. Skattgreiðandi. Frábær þjónusta ÉG ætlaði að gera bollur fyrir fermingarveislu úr dufti sem ég hef séð selt í verslunum fyrir bolludag- inn en komst þá að því að það er eingöngu selt fyrir bolludaginn. Fór að kanna þetta því ég fékk hvergi duftið. Hringdi ég norður í fyrirtækið sem framleiðir þetta, F61, og fékk þá að vita að vegna plássleysis í búðunum er duftið ein- göngu haft í hillum versl- ana fyrir bolludaginn. Þeir þarna fyrir norðan voru svo liðlegir að þeir sendu mér vöruna og var hún komin inn á borð til mín innan tveggja sólarhringa. Vil ég senda þeim þakk- læti mitt fyrir frábæra þjónusta. Thelma Másdóttir. Frábær þáttur MIG langar til þess að þakka Huldu Jensdóttur og Guðmundi Erni fyrir frá- bæran þátt um fóstureyð- ingar á sjónvarpsstöðinni Omega fyrir stuttu. Þetta eru löngu töluð orð í tíma og það sem snart mig mest voru lýsingar læknisins á hvernig framkvæmdar eru fóstureyðingar – búkurinn fyrst – höfuðið síðan. Eru þetta ekki lifandi verur? Hve margir eru hér á landi sem þrá börn og að geta eignast þau en geta ekki – en eru tilbúnir til að ættleiða börn og gefa þeim sína ást og hlýju? Á öllum sviðum er málið greinilega sárt en ég vil þakka Huldu og Omega fyrir að þora þegar aðrir þegja því að líf er líf og það verður aldrei bætt eftir að það er tekið. Matthildur. Skýringa óskað ÉG þakka Kristjáni Árna- syni, flugmanni og flug- vélaverkfræðingi, fyrir at- hugasemdir hans við aðalskipulag höfuðborgar- svæðisins sem birtist í Morgunblaðinu 2. mars sl. Þar bendir hann á ýmis mikilvæg atriði í sambandi við flugvallarmálin. Greinin er auðskilin en mig langar samt að biðja höfundinn að skýra nánar eftirfarandi klausu sem hann ritar í 15. tölulið: „Um staðsetningu flug- valla má læra af reynslu Breta, Dana og Þjóðverja og af mistökum Svía og Norðmanna.“ Einn áhugasamur. Tapað/fundið GSM-sími týnist NOKIA 3310 GSM-sími, eldri gerð, týndist föstu- daginn 8. mars á Spotlight. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 823 6622. Slæða týndist SLÆÐA með sebra- mynstri og kögri týndist á leiðinni frá Stórhöfða niður í sundhöll Ryekjavíkur sl. mánudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 567 9600. Gulli. Nokia týndist NOKIA GSM-sími, svartur á lit, týndist. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 564 4112. Dýrahald Grá kanína týndist KANÍNA, grá, týndist frá Skipasundi 66 sl. þriðju- dag. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 568 0227. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... NOKKURS konar helgistund hefsthjá Víkverja daglega kl. 14.03 um þessar mundir. Þá hefst útvarps- sagan á Rás 1 í ríkisútvarpinu þar sem Halldór Kiljan Laxness les Brekku- kotsannál, upptöku frá 1963. Nóbels- skáldið hóf lesturinn á þriðjudaginn var og verður á öldum ljósvakans á hverjum virkum degi fram á vorið. Víkverji getur ekki annað en mælt með upplestri meistarans; bæði er bókin frábær og lesturinn undursam- legur, þar sem skáldið lifir sig vel inn í verkefnið: „Þá segi ég: Af hverju seg- ir klukkan alltaf ei-líbbð ei-líbbð ei- líbbð.“ Víkverji á kassettu sem hann hlust- ar oft á, með hluta upplesturs Kiljans af Brekkukotsannál frá því um miðj- an áttunda áratuginn. Kærir bræður ha hestar og fransmenn hjólreiðamenn og lóðahundar lestamenn og kettir! Þegar konferensráðið kemur, – það er nefnilega það! Þrjátíu vertíðir á sjó. sá sem rær hjá Gúðmúnsen þarf herskip. Já, Nóbelsskáldið fer sannarlega á kostum í þeim lestri. Víkverji hlakkar til að heyra meira. x x x HEIMASÍÐA um annan eftir-minnilegan rithöfund, Þórberg Þórðarson, var opnuð á Netinu í vik- unni, á fæðingardegi rithöfundarins, en hann fæddist 12. mars 1888. Vef- urinn er tileinkaður ævi og störfum Þórbergs. Á forsíðu vefjarins segir: „Opnun vefjarins markar upphaf samstarfs Galdurs ehf., Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og áhugahóps um stofnun Þórbergsseturs. Markmiðið er að safna saman fjöl- breyttu efni um Þórberg Þórðarson og gera aðgengilegt á vefnum. Vef- urinn er ætlaður öllu áhugafólki um Þórberg; fræðimönnum, nemendum allra skólastiga og unnendum ís- lenskrar tungu. Thorbergur.is verður alhliða upp- lýsinga- og fræðsluvefur um Þórberg Þórðarson og hér verður að finna upplýsingar um ævi og störf Þór- bergs, ritgerðir og greinar um verk hans. Ábendingar um efni eru vel þegnar og má senda á thorbergur@t- horbergur.is og einnig er hægt að skrá sig á póstlistann og fá fregnir um nýtt efni á vefnum.“ Víkverji fagnar þessu framtaki. x x x VÍKVERJI flaug með FlugfélagiÍslands í vikunni og las um borð tímaritið Ský sem vakti athygli hans. Þar er m.a. fjallað um hagi innflytj- enda hér á landi, aðlögun þeirra að ís- lensku samfélagi og ekki síður aðlög- un samfélagsins að þeim. M.a. er spurt athyglisverðra spurninga: Hve- nær fáum við gulan þingmann? ...svarta löggu? ...eða brúnan dómara? Víkverji hefur oft glaðst yfir því að stéttaskipting skuli ekki vera á Ís- landi, þó að teikn séu að vísu á lofti, því miður, um að það sé að breytast, og þess vegna var gaman að lesa eft- irfarandi setningu, í umfjöllun Skýja, eftir stúlku frá Filippseyjum sem skúrar á Landspítalanum: „Hér er engin stéttaskipting. Hér standa læknar í sömu röð og skúringafólkið í matsalnum.“ Íslendingum kann að þykja þetta sjálfsagt en svo er ekki alls staðar. En þetta er fallegt, finnst Víkverja. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 tóbak, 8 ótuktarleg, 9 bjargbúar, 10 væg, 11 streymi, 13 meiðir,15 háðsglósur, 18 stöður, 21 ráðsnjöll, 22 fallegu, 23 fiskar, 24 hurðarhúns. LÓÐRÉTT: 2 fuglinn, 3 pinni, 4 óhapps, 5 arfleifð, 6 snjór, 7 ósoðinn, 12 eyktamark,14 borðandi, 15 stofuhúsgagn, 16 reika, 17 sök, 18 uglu, 19 sterk, 20 gömul. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hæpin, 4 kæpan, 7 rellu, 8 týndi, 9 tía, 11 tína, 13 unna, 14 skálm,15 hási, 17 lund, 20 ask, 22 lyfin, 23 logið, 24 rausa, 25 rúmur. Lóðrétt: 1 hyrnt, 2 pílan, 3 naut, 4 kuta, 5 pínan, 6 neita, 10 íláts, 12 asi, 13 uml,15 hylur, 16 syfju, 18 ungum, 19 dáður, 20 anga, 21 klár. K r o s s g á t a ÉG er ein af þeim sem eru mjög slæm af vefja- gigt ásamt vöðvabólgu í öxlum og hálsi og hef í mörg ár þjáðst vegna þessa. Af rælni keypti ég mér í apótekinu brúsa með verkjaúða sem kall- ast „Stopain“ og hef ég úðað þessu efni þar sem verkirnir hafa verið slæmir. Hefur þetta sleg- ið mjög vel á verkina hjá mér og vil ég hvetja þá sem þjást af verkjum að prófa þetta efni, það gæti hjálpað fleirum en mér. Erla Gunnarsdóttir. Gott við verkjumSkipin Reykjavíkurhöfn: Bremer, Uranus, Sel- foss og Dornum koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 vinnustofa og leikfimi, kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 spilavist. Aðstoð við skattafram- tal verður veitt fimmtu- d. 21. mars, skráning í afgreiðslu s. 562 2571. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handavinnu- stofan, kl. 10.15 leik- fimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Allar upplýs- ingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10–17 fóta- aðgerð, kl. 10 samveru- stund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Eldri borgarar, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið í Hlaðhömr- um er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Kór- æfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlað- hömrum, fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Leik- húsferð á leikritið „Með fulla vasa af grjóti“ fimmtud. 21. mars. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, framhald. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. 21. mars fé- lagsvist á Garðaholti kl. 19.30 á vegum Kven- félags Garðabæjar. Mán. 11. mars kl. 9 leir, kl. 9.45 boccia, kl. 11.15 og 12.15 leikfimi, kl. 13.05 róleg stóla- leikfimi, kl. 13 gler/ bræðsla, kl. 15.30 tölvu- námskeið. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un félagsvist kl. 13.30, púttæfingar í Bæjarút- gerð kl. 10–11.30, þriðjud: brids, nýir spilarar velkomnir, saumur undir leiðsögn og frjáls handavinna, kl. 13.30 spænsku- kennsla kl. 16.30. Aðal- fundur félagsins verður haldinn fimmtud. 21. mars kl. 14, venjuleg aðalfundarstörf og kaffiveitingar. Dans- leikur föstudaginn 22. mars kl. 20.30 Caprí- tríóið leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Sunnud: Fé- lagsvist kl. 13.30. Dans- leikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud: Brids kl. 13. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Leikfélagið Snúð- ur og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ söng- og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“, drama- tískan gamanleik. Sýn- ingar: Miðviku- og fös- tud. kl. 14 og sunnud. kl. 16. Miðapantanir í s. 588 2111, 568 8092 og 551 2203. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Á morg- un kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 14 félags- vist. Ath. sunnudagana 17., 24., og 31 mars er lokað. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 13–16 mynd- listarsýning Braga Þórs Guðjónssonar opin, listamaðurinn á staðn- um, veitingar í veit- ingabúð. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. almenn handavinna, frá hádegi spilasalur opinn. Aðstoð við skattframtal verður veitt miðvikudaginn 20. mars, skráning hafin. Fimmtud. 21. mars verður félagsvist í sam- starfi við Hólabrekku- skóla. Veitingar í veit- ingabúð. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun kl. 9 handa- vinna, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl.11 hæg leikfimi, kl. 13 lomber og skák, kl. 17.15 kórinn. kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 róleg stólaleikfimi, kl. 13 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Prjónatækninám- skeið. Á morgun kl. 19.30–21.30 byrjar prjónanámskeið, leið- beinandi Lilja Eiríks- dóttir. Allir velkomnir. Þjónusta félagsþjónust- unnar er öllum opin. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Félags- starfið er opið öllum aldurshópum, allir vel- komnir. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13 kór- æfing. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spilað. Laus pláss eru í fatasaum, körfugerð og bútasaumsnámskeið. Kvöldskemmtun verður fimmtud. 21. mars kl. 18. Matur, söngur, gleði, gaman. Allir vel- komnir, skráning í s. 561 0300. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Kristniboðsfélag karla Fundur í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58-60, mánudagskvöldið 18. mars. kl. 20. Bene- dikt Arnkelsson hefur biblíulestur. Alir karl- menn velkomnir. Stokkseyringafélagið í Reykjavík, árshátíðin verður laugard. 23. mars í Fóstbræðra- heimilinu, Langholts- vegi 111 og hefst með borðhaldi kl. 20, húsið opnað kl. 19. Uppl. og skráning í s. 553 7495, Sigríður, 553 7775, Lilja eða 567 9573, Einar. Kvenfélagið Seltjörn, fundur verður í safn- aðarstofu Seltjarnar- neskirkju þriðjud. 19. mars kl. 20.30. Margrét Sigurðardóttir, for- stöðumaður Selsins, kynnir starfsemina þar. Linda Gunnarsdóttir tala um hvernig er að vera kona í karlmanns- starfi. Kvenfélagið Keðjan. Fundur mánudaginn 18. mars kl. 20.30 í Húnabúð 11. Spilað verður bingó. Breiðfirðingafélagið, Faxafeni 14. Félagsvist kl. 14. fjórði dagur í fjögurra daga keppni. Kvenfélag Kópavogs. Aðalfundur verður fimmtud. 21. mars. kl. 20.30 í Hamraborg 10. Venjuleg aðalfundar- störf, önnur mál. Í dag er sunnudagur 17. mars, 75. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Fel þú Drottni verk þín, þá mun áform- um þínum framgengt verða. (Orðskv. 16, 3.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.