Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MERKILEGT má teljasthve sterkur sam-hljómur er í tónlistnýlenduþjóða og fyrr-
um skattlanda þeirra og virðist
einu skipta þótt samskiptaslitin
hafi farið allt annað en vinsamlega
fram. Þetta sést til að mynda vel
þegar litið er til Portúgals og
landanna sem þeir brutu undir sig
á sínum tíma, Brasilíu, Angóla og
Grænhöfðaeyja, en í tónlist þess-
ara nýlendna allra er margt svo
líkt að verður vart skýrt nema
með menningartengslum í gegnum
gömlu herraþjóðina.
Flestir þekkja söngdrottninguna
Cesariu Evoru sem er frá Græn-
höfðaeyjum, en sá eyjaklasi undan
strönd Afríku var nýlenda frá
fimmtándu öld til 1975. Portúgalar
áttu fleiri nýlendur í Afríku, þar á
meðal Angóla, sem einnig fékk
frelsi 1975. Tónlistarlíf í Angóla er
ekki síður líflegt en á Græn-
höfðaeyjum og skemmtilegt hve
tónlist þaðan svipar til þess sem
gerist á eyjaklasanum þótt langt
sé á milli landanna. Þar ræður
mikli tregatónninn sem einkennir
tónlistina og þannig svipar morna-
söngvum Cesariu Evora til fado
Amaliu Rodrigues og semba
Bonga, sem hér verður greint frá.
Tónlistarmenn frá Angóla eru
margir þekktir meðal þeirra sem
dálæti hafa á þjóðlegri tónlist en
skálmöldin sem þar hefur ríkt hef-
ur vitanlega haft áhrif á menning-
arstarf í landinu líkt og mannlífið
allt. Hugsanlega þekkja einhverjir
Waldemar Bastos sem gaf út af-
bragðsskífu á vegum Davids Byrn-
es (Luaka Bob/Warner) fyrir
nokkrum árum en annar listamað-
ur frá Angóla sem vert er að veita
eftirtekt er Jose Adelino Barcelo
de Carvahlo sem tók sér nafnið
Bonga Kuenda. Í vikunni berst
hingað til lands sérlega vel heppn-
uð safnskífa þar sem stiklað er á
því helsta sem Bonga hefur sent
frá sér á undanförnum áratugum,
en Bonga, sem átt hefur æv-
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Söngvin
frelsishetja
Angólski tónlistarmaðurinn Bonga sendi á dög-
unum frá sér safnskífu sem spannar nærfellt tutt-
ugu ára feril. Á skífunni má heyra hvar hann
bræðir saman áhrif frá ólíkum löndum og minnir
oftar en ekki á Cesariu Evora.
Áttavilt
(Lost and Delirious)
Drama
Kanada 2001. Góðar stundir VHS. Öllum
leyfð (99 mín.) Leikstjórn Léa Pool. Aðal-
hlutverk Piper Perabo, Jessica Paré og
Mischa Barton.
Á GULLALDARTÍMUM ung-
lingamynda á borð við American
Pie-myndirnar eru myndir á borð
við Lost and Del-
irious nauðsynlegt
mótvægi. Svona á
viðlíka hátt og
Fucking Åmal. Það
er einmitt margt
sameiginlegt með
þeirri sænsku ung-
lingamynd og
þessari fyrstu mynd kanadísku
kvikmyndagerðarkonunnar Léu
Pool, sem vakið hefur talsverða at-
hygli á kvikmyndahátíðum víða um
heim undanfarin misseri. Og skilj-
anlega því hér er á ferð vönduð og
tilfinninganæm mynd sem tekur á
viðkvæmu og alltof sjaldgæfu við-
fangsefni á afar heiðarlegan máta.
Þótt sagan segi frá ungri hæglátri
stúlku sem fer í nýjan heimavist-
arskóla og kemst að því að herberg-
isfélagar hennar eigi í lesbísku sam-
bandi þá gengur myndin ekki beint
út á hvernig er að vera samkyn-
hneigður á þessum aldri heldur hef-
ur hún mun víðtækari skírskotanir.
Myndin segir trúverðugan hátt frá
hinu stórum ýkta og margflókna til-
finningalífi ungs fólks á tvítugsaldri.
Um það leyti er maður er að finna
fyrst fyrir og reyna að átta sig á til-
finningum á borð við losta, girnd, af-
brýði og ást.
Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Þegar
ástin grípur
unglingana
Ó.H.T Rás2 HK DV
Ekkert er hættulegra
en einhver sem hefur
engu að tapa!
Ekkert er h ttulegra
en einhver se hefur
engu að tapa!
Frá leikstjóra
The Fugitive
SCHWARZENGGER
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára Vit nr. 353
Sýnd kl. 5.35, 8 og 10.30.
B.i. 12. Vit nr. 341.
Sýnd kl. 8 og 10.30.
Vit 348. B.i. 16. Sýnd kl. 4. íslenskt tal. Vit 325
8 Tilnefningar til Óskarsverðlauna
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr335. B.i.12.
Sýnd í Lúxus VIP kl. 2, 5.30, 8 og 10.40.
Mán kl. 5.30, 8 og 10.40. B.i. 16.
m.a. fyrir
besta mynd,
besta aðalhlut-
verk,
besta aukahlut-
verk,
besta leikstjórn,
og besta handrit.
Hlaut að auki
4 Golden Globe
verðlaun og
2 Bafta verðlaun.
kvikmyndir.is
SG DV
kvikmyndir.com
m.a. fyrir bestu mynd, besta aðalhlutverk,
Úr sólinni
í slabbið!
Sýnd sunnudag kl. 2. Vit 328
2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna
Gleymdu því
sem þú heldur
að þú vitir.
Will Smith sem besti leikari í aðalhlutverki.
Jon Voight sem besti leikari í aukahlutverki.
Magnaðasta kvikmynd Will Smith á ferlinum.
Stórbrotin kvikmynd um
stórbrotinn mann
8
1/2
Kvikmyndir.is
Tilnefningar til Óskarsverðlauna
DV
4
Sýnd kl. 3.45. E. tal. Vit 294
Sýnd kl. 2, 3 og 4. Mán kl. 4. Ísl. tal. Vit 338
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 1.45, 3.50 og 5.55. Mán kl. 3.50 og 5.55. Vit 349.
HJ Mbl
ÓHT Rás 2
Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin
Tilnefningar til Óskarsverðlauna
m.a. fyrir
besta mynd,
besta aðalhlutverk,
besta aukahlutverk,
bestu leikstjórn,
og besta handrit.
Hlaut að auki
4 Golden Globe
verðlaun og
2 Bafta verðlaun.
8
Sýnd kl. 7 og 9.30. B.i. 12.
ÞÞ Strik.is ÓHT Rás 2
HL MblSG DV
4 Tilnefningar til Óskarsverðlauna
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 9.15. Mán kl. 9.30. B.i. 14.
kvikmyndir.is
SG DV
½kvikmyndir.com HJ Mbl
ÓHT Rás 2
Ó.H.T Rás2
Strik.is
SG. DV
tilnefningar til
Óskarsverðlauna5
Tilnefningar til frönsku
Cesar - verðlaunanna13
Sýnd kl. 7. Mán kl. 5.
Sýnd kl.1, 3 og 5. Íslenskt tal.
DV
Sýnd kl. 1, 3 og 5.
Sýnd kl. 3, 6 og 9. Mán kl. 6 og 9. B.i.12 ára.
2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna
Gleymdu því
sem þú heldur
að þú vitir.
Will Smith sem besti leikari í aðalhlutverki.
Jon Voight sem besti leikari í aukahlutverki.
Magnaðasta kvikmynd Will Smith á ferlinum.
Stórbrotin kvikmynd um
stórbrotinn mann
FRUMSÝNING
Sýnd kl.3. Mán kl. 5.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Mán kl 6 og 8.
Edduverðlaun6
Sýnd sunnud. kl. 4.
Sýnd kl. 10.30. Mán kl. 10.30.
Sýnd kl. 8.15 og 10.30. Mán kl 7.15. B. i. 16.
Forvarnaverkefnið KAKTUS, í samvinnu við Rás 2,
gengst fyrir laga- og textasamkeppni meðal
landsmanna. Fjögur lög úr keppninni verða gefin út
á geisladiski, sem kemur út 1. júní 2002, en þá verða
haldnir minningartónleikar í Laugardalshöll,
sem tileinkaðir eru þeim sem farist hafa af völdum
eiturlyfja, hraðaksturs eða sjálfsvíga.
Þátttökureglur:
1. Öllum er heimil þátttaka.
2. Öll tónlist er gjaldgeng.
3. Verkið má flytja á öllum tungumálum.
4. Lagi skal skilað á geisladiski til rásar 2, merktu:
TÁR Í TÓMIÐ, lagakeppni, Rás 2,
Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00
mánudaginn 8. apríl.
5. Textum skal skilað á blaði og fylgja hljóðriti.
6. Verkum skal skilað undir dulnefni,
en nöfn höfunda og flytjenda, ásamt nánari
upplýsingum, skal fylgja með í lokuðu umslagi.
7. Öllum innsendum verkum verður
skilað að lokinni keppni.
8. Dómnefnd, skipuð fimm mönnum, velur
fjögur verk úr innsendum lögum og textum.
9. Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafna
öllum innsendum verkum.
10.Flytjendur vinningslaga komi fram
á stórtónleikum í Laugardalshöll 1. júní.
TÁR Í TÓMIÐ
- nú er nóg komið!
Laga- og textasamkeppni
Kaktus forkaktus@islandia.is 553 - 7943
Nánari upplýsingar á ruv.is