Morgunblaðið - 21.03.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 21.03.2002, Qupperneq 28
HÖRÐUR Ágústsson opnar sýningu á verkum sínum í i8 galleríi, Klapp- arstíg 33, í dag kl. 17. Verkin voru öll unnin á árunum 1955 til 1975. Í efra rými gallerísins verða stór límbandsverk sem Hörður er hvað þekktastur fyrir og á neðri hæðinni verða teikningar og þrykk. Flest verkin á sýningunni eru til sölu. Hörður Ágústsson, sem er áttræð- ur á árinu, er kunnur fyrir myndlist sína sem og grafíska hönnun og áhuga á byggingarlist. Árið 1998 gaf Húsafriðunarnefnd ríkisins út bókina Íslensk byggingararfleifð I, ágrip af húsagerðarsögu 1750 til 1940 eftir Hörð, en hann hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir hana þetta sama ár. Aðalsteinn Ingólfsson segir m.a. í sýningarskrá: „Stundum er haft á orði að nútíðin breyti fortíðinni. Hér á landi, og raunar einnig á meginlandi Evrópu, hafa myndlistarmenn sam- tímans í auknum mæli hneigst til gagngerrar einföldunar myndræna eiginda og/eða til skipulagðar hug- myndavinnu. Ástæðulaust er að hafa mörg orð um sögulegar forsendur þessarar tilhneigingar, arfleifð þeirra Mondrians eða Malevich, þar sem hún er fyrst og fremst afsprengi nú- tímalegra aðstæðna. Öðrum þræði er þessi nauma og einskæra myndlist tilraun til að verj- ast þeim spjótum sem í dag standa á listamönnum og öðrum skapandi ein- staklingum. Þar má nefna linnulaust áreitið sem varnar mönnum skýra hugsun, þrýstinginn til að laga sig að markaðslögmálum eða fyrirfram skilgreindum ,,tíðaranda“ listspekúl- antanna, þeim plagsið til að gera lítið úr hugsjónum og viðteknum sannind- um í nafni póstmódernískrar afstæð- ishyggju og loks fánýtt orðagjálfur kenningasmiða. Þessi viðleitni hefur leitt til endur- skoðunar á ýmsum afleggjurum eldri myndlistar. Meðal helstu gleðitíðinda af þeim vettvangi er vaxandi áhugi á verkum Harðar Ágústssonar frá ár- unum 1955–1975. Utanaðkomandi sérfræðingar í málaralist hafa ýmist skilgreint þessi verk sem merkileg framlög til norrænnar konkretstefnu eða sem undanfara mínímalismans, naumhyggjunnar, og vísa þá til skipulegrar notkunar listamannsins á iðnaðarframleiðslu, þ.e. lituðum límböndum. Altént hefur þessi áhugi orðið til þess að gera þessi verk virk í nútímanum. Og sérstaklega ánægju- legt að fá að berja þau aftur augum á þessum tímamótum í lífi listamanns- ins.“ Sýningin stendur til 5. maí og er opin þriðjudaga til laugardaga 13-17. Endurskoðun eldri verka Verk eftir Hörð Ágústsson í i8 galleríi. Límbandsverk Harðar Ágústssonar í i8 galleríi LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.diesel.com www.forval.is Libia Mjódd Nana Hólagarði Hagkaup Kringlunni Hagkaup Smáralind Hagkaup Skeifunn Hagkaup Spönginni Laugarnes Apótek Zitas Hafnarfirði Gallery Förðun Keflavík Árnes Apótek Selfossi Baron Selfossi Casa Selfossi Apótek Vestmannaeyja Bjarg Akranesi Stykkishólmsapótek Ísold Sauðárkróki Silfurtorg Ísafirði Hagkaup Akureyri Jara Akureyri Húsavíkurapótek. Siglosport Siglufirði Okkar á milli Egilsstöðum Apótek Seyðisfjarðar Nýr ilmur frá þeirra eigin útsetningar á þekktum lögum úr ýmsum áttum. Alliance Française, Hringbraut 121, JL-húsið Friðrik Rafnsson verður með rabb kl. 20.30 undir yf- irskriftinni „Að gilja heiminn – hug- leiðing um þrjár nýlegar franskar neðanbeltisskáldssögur“. Friðrik veltir fyrir sér þremur nýlegum met- sölubókum: Ríddu mér, eftir Virginie Despentes, Plateform, eftir Michael Houellebecq og Kynlíf Catherine M., eftir Cather- ine Millet en þess- ar bækur hafa verið þýddar á fjölmörg tungu- mál undanfarin misseri. Meg- inspurning kvöldsins verður: hvort var útkoma þessara bóka bókmenntaviðburður eða fjölmiðlafár? Seltjarnarneskirkja Vortónleikar Húnakórsins verða kl. 20. Stjórn- andi er Elín Ósk Óskarsdóttir og pí- anóleikari Hólmfríður Sigurð- ardóttir. Á efnisskránni eru íslensk sönglög, frá þjóðlögum til okkar tíma, m.a. frumflutt lag eftir Björgvin Þ. Valdimarsson við ljóð Dýrmundar Ólafssonar en höfundur ljóðsins færði kórnum lag og ljóð að gjöf. Safnaðarsalur Seljakirkju Menn- ingarkvöld Kvennakórsins Selja verður kl. 20. Kórinn flytur íslensk og erlend lög. Einsöngvari er Ingibjörg Guðjónsdóttir. Undirleikari á píanó er Gróa Hreinsdóttir organisti kirkj- unnar. Þá vera lesin ljóð m.a. eftir Halldór Laxness, Guðmund Kamban og Björn Guðna Guðjónsson. Elín Björk Jónsdóttir, 10 ára, leikur nokk- ur lög á harmonikku. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvals- staðir Myndlistarmaðurinn Hannes Lárusson verður með fyrirlestur kl. 17 þar sem hann fjallar um eigin verk og þá sérstaklega um sýninguna Hús í hús sem nú stendur yfir. Aðgangur er ókeypis. Kaffileikhúsið, Hlaðvarpanum Dú- ettinn Disappearhear leikur á djass- klúbbnum Múlanum kl. 21. Dúettinn er skipaður þeim Sissel Vera Petter- son sem syngur og leikur á slagverk, o.fl. og píanóleikaranum Davíð Þór Jónssyni, sem leikur einnig á hljóð- smala við þetta tækifæri. Á efnis- skránni er frumsamin tónlist og Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Friðrik Rafnsson VIGDÍS Grímsdóttir rit- höfundur og JPV-útgáfa hafa gengið frá samningi um að JPV-útgáfa fari með öll útgáfumál hennar hér á landi og erlendis. Undanfarin ár hefur Ið- unn annast útgáfu á bók- um Vigdísar. Í samningum felst að JPV-útgáfa gefur út nýjar bækur Vigdísar auk endurútgáfu á eldri bókum hennar. Þá annast JPV- útgáfa öll réttindamál Vigdísar gagnvart erlendum útgefendum en bækur hennar hafa vakið athygli erlendis. Vigdís hefur á liðnum árum sent frá sér fjölda verka og hlotið margvís- lega viðurkenningu fyrir verk sín, m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin, DV- verðlaunin í bókmenntum, Davíðspennann og viður- kenningu Ríkisútvarpsins. Hún hefur einnig verið til- nefnd til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Með annarra rithöfunda sem JPV-útgáfa gefur út eru Guð- bergur Bergsson, Ólafur Gunnars- son, Sigurður Pálsson, Fríða Á. Sigurðardóttir og Þórunn Valdi- marsdóttir. Vigdís Gríms- dóttir til JPV Vigdís Grímsdóttir rithöfundur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.