Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 39 Fermingartilbo› Tilbo› flessi gilda í öllum verslunum Símans um land allt dagana 15. mars til 30. apríl. Me› öllum seldum GSM-símum getur flú vali› á milli eftirfarandi: Far›u á vit.is og fá›u ókeypis áskrift af tónum og táknum í einn mánu› No ki a 33 10 Ver›: 16.980 KR. Léttkaupsútborgun1.980 kr. 1.250 kr. næstu 12 mánu›i færist á símreikning Ver› á›ur 18.001 kr. Símafrelsisstartpakki og 1500 kr. inneign Aukahlutapakki (ver›mæti 1980 kr.) 2000 kr. inneign í Símafrelsi N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 5 3 1 5 • sia .is Í NÝLEGRI skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd bú- vörusamnings 1995- 2000 er komist að þeirri niðurstöðu að markmið samningsins hafi náðst að hluta. Samningurinn kostaði ríkissjóð 10,5 milljarða og þar af fóru 7,4 milljarðar í bein- greiðslur til bænda. Í lok samningstímans var staðan sú að sauð- fjárbúum með greiðslu- marki hafði fækkað um 208 en greiðslumarkið hafði færst til. Öllum keyptum ærgildum var endurúthlutað með það að markmiði að færa framleiðsluna á færri hendur og búin hafa því stækkað en fram- leiðslan í landinu ekki minnkað. Engu að síður er það niðurstaða Rík- isendurskoðunar að afkoma sauðfjár- bænda sé afleit og afrakstur búanna dugi engan veginn til að greiða eig- endum þeirra mannsæmandi laun. Því miður er það svo að síðan árið 2000 hefur dregið úr neyslu á kinda- kjöti og nú á þessu ári hafa birgðir hrannast upp. Ekki hjálpaði Goða- ævintýrið upp á stöðuna en þeir klykktu út með því að dengja öllu út- flutningsskylda kjötinu sem var á þeirra vegum út á innanlandsmarkað og selja það þar á fullu verði þó að ekki virðist það nú hafa dregið þá að landi í þeirri makalausu stöðu sem þeir voru búnir að koma sér og stórum hluta bænda í landinu í í nafni hagræðingar í greininni. Næsta haust er útlit fyrir að þurfi að auka útflutningsskylduna hjá sauðfjárbændum og er talað um að hún hækki upp í 25%, ekki síst vegna fyrrnefndrar sölu á útflutningskjöti og ekki lagast afkoma bænda við það. Nú er fyrirhugað að tekin verði upp gæðastýring í sauðfjárrækt og hafa verið gerðar tilraunir í þá átt í Þingeyjarsýslu. Þær þykja hafa gef- ist vel en því er ekki að leyna að margir bændur eru uggandi vegna krafna sem þar eru gerðar til bók- færslu hvers konar og einkum þó landnýtingar. Það þarf að stíga var- lega til jarðar í þessum málum og gefa góðan tíma til aðlögunar ef unnt á að vera að koma þess- um tillögum til fram- kvæmda. Þær munu leiða til mikillar til- færslu í greininni sem vonandi verður til góðs er fram líða stundir en það þarf að gefa tíma til aðlögunar og kynna betur fyrir landsmönn- um hvaða jarðir það verða sem ekki standist kröfur um beitiland og verða því fyrir fjórð- ungs skerðingu bein- greiðslna. Það liggur fyrir að bændur treysta sér ekki til að halda áfram búskap upp á þau býti og stjórnvöld hljóta að þurfa að styðja þá sérstaklega sem af þess- um sökum verða að bregða búi. Verð á kindakjöti til bænda er of lágt, það held ég að allir sem lagt hafa þessi mál niður fyrir sér séu sammála um. Það er því illt til þess að vita að slík gæðavara sem bændur fá tiltölulega mjög lágt fyrir sé orðin svo sliguð af milliliðakostnaði þegar hún nær á markað að verð hafi nánast þrefald- ast þegar miðað er við kjöt sem selt er í heilum skrokkum þar sem ekkert fer til spillis og kaupandinn er að greiða sama verð fyrir slögin og banakringlurnar og lærin og lundirn- ar. Ef varan er frekar unnin þá fer verðið upp úr öllu valdi eins og allir þekkja. Það hlýtur nú að vera markmiðið að lækka milliliðakostnaðinn svo neytendur fái tækifæri til að kaupa lambakjöt á verði sem er nær því sem þarf að borga bændum til að hlutur þeirra verði réttlátari. Þá myndi að mínum dómi ekki standa á fólki að velja sér lambakjöt á sinn disk. Lambakjöt á hvern disk Sigríður Jóhannesdóttir Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna í Reykjaneskjördæmi. Afkoma Það hlýtur nú að vera markmiðið, segir Sigríður Jóhannes- dóttir, að lækka milliliðakostnaðinn. VÉLAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Plöstunar Vefsíða: www.oba.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.