Morgunblaðið - 21.03.2002, Page 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 51
Mágur minn, Gunnar Þ. Guð-
mundsson, fæddist 2. september 1909
á Breiðabólstað á Skógarströnd.
Hann ólst þar upp hjá foreldrum
sínum, Guðmundi Halldórssyni og
Margréti Björnsdóttur. Margrét og
Guðmundur eignuðust 9 börn. Guð-
mundur var tvígiftur og átti hann
dótturina Aðalheiði með fyrri konu
sinni, Sólveigu, sem lést ung að aldri.
Guðmundur og Margrét kona hans
bjuggu á ýmsum bæjum í sveitinni,
m.a. í Ólafsey á Breiðafirði. Til
Reykjavíkur fluttust þau 1935 og
bjuggu að Þormóðsstöðum fyrstu ár-
in. Ég kynntist Gunnari og fjölskyldu
hans um svipað leyti.
Eftir lát föður síns hélt hann heim-
ili með móður sinni og Sólveigu syst-
ur sinni alla tíð. Árið 1960 byggðum
við saman húsið Hvassaleiti 46 og bar
aldrei skugga á.
Starfaði hann lengst af sem verk-
stjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu All-
iance en síðar sem bifreiðarstjóri hjá
timburverslun Árna Jónssonar.
Aðaláhugamál hans var bú-
mennska og hélt hann kindur hér í
Reykjavík og síðar í Hvassahrauni á
Reykjanesi allt fram til þess að hann
fór á elliheimili.
Var hann fjárglöggur maður með
afbrigðum. Ég minnist þess ávallt er
ég fór með honum eitt sinn í réttir.
Þar varð ég vitni að því að menn
komu til Gunnars og báðu hann að
hjálpa sér, því þeir þekktu ekki sínar
eigin kindur. Hann gat alltaf sagt
þeim hvaða rollu lambið tilheyrði sem
spurt var um, hann sagðist sjá það á
svipnum á kindinni.
Hann var afar hæglátur og skap-
góður, minnist ég þessi ekki að hann
hafi hallmælt nokkrum manni. Hann
var einstaklega hjálpsamur við alla
sem honum kynntust og leituðu til
hans.
Að lokum vil ég kveðja mág minn
og góðan vin með versinu sem pabbi
hans lauk oft húslestri sínum á:
Hver dagur, vika, ár og öld
sér á að lokum síðast kvöld.
Að settri tölu á sömu lund
vor svo mun koma dauðastund.
Oss unn þá, Jesú, – ég þess bið –
með öruggt geð að skiljumst við.
Guðmundur R. Guðmundsson.
Látinn er sómamaðurinn Gunnar
Guðmundsson í hárri elli, 92 ára að
aldri. Gunnar ólst upp á Breiðaból-
stað á Skógarströnd í Breiðafirði.
Það fór ekki mikið fyrir skólastarfi
á þeim tíma er Gunnar óx úr grasi.
Hann fékk eins og flestir af hans kyn-
slóð einungis barnaskólamenntun og
varla það, því lífsbaráttan var hörð,
fátækt mikil, barnahópurinn stór og
margir munnar að metta hjá foreldr-
um hans. Gunnars hóf ungur störf við
fjárbúskap og tengdist honum fljótt
órjúfanlegum böndum sem fáir skilja,
nema þeir sem aldir eru upp við svip-
GUNNAR Þ.
GUÐMUNDSSON
✝ Gunnar Þ. Guð-mundsson fædd-
ist á Breiðabólstað á
Skógarströnd 2. sept-
ember 1909. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Grund 14. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Guð-
mundur Halldórsson,
bóndi á Breiðaból-
stað, á Kljá og í Ólafs-
ey og síðar verka-
maður í Reykjavík, f.
26. febrúar 1871, d.
23. apríl 1945, og
Margrét Björnsdóttir húsmóðir, f.
3. ágúst 1888, d. 7. nóvember 1962.
Systkini Gunnars eru: Sólveig, f.
1911, d. 1998, Halldór, f. 1913, d.
1994, Björn Valdimar, f. 1914, d.
1948, Sigríður, f. 1917, Lárus, f.
1919, d. 1992, Elín, f. 1923, Unnur,
f. 1925 og Þóra, f. 1928. Gunnar
átti einnig hálfsystur, Aðalheiði
Guðmundsdóttur, f. 1899, d. 1984.
Gunnar var ógiftur og varð ekki
barna auðið.
Útför Gunnars fer fram frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
að atlæti. Þegar fjöl-
skyldan flutti til
Reykjavíkur á fjórða
áratugnum hélt Gunnar
áfram með búskapinn á
Þormóðsstöðum við
Skerjafjörð. Hann varð
síðar einn af síðustu
þéttbýlisbændum með
fjárrekstur í Hvassa-
hrauni, suður af Hafn-
arfirði.
Hann var einn af
þessum rammíslensku
bændum sem lifðu tím-
ana tvenna í búskapar-
háttum, var ætíð mjög jarðbundinn
og varkár og lagði alltaf vel fyrir sig
hlutina áður en hann tók ákvörðun
um breytingar. Þar kom einnig til
nýtni og aðhaldssemi sem var svo rík
hjá bændafólki, sem lifði af því sem
jörðin gaf hverju sinni.
Gunnar var einn af þessum harð-
duglegu mönnum sem aldrei féll verk
úr hendi. Hann þekkti ekki annað en
það að vinna og vinna mikið til að hafa
ofan í sig og á fyrir sína nánustu.
Gunnar var hæglætismaður sem
ekki fór mikið fyrir. Hinsvegar var
hann umræðugóður og fylgdist vel
með í þjóðmálum og hafði fastmót-
aðar skoðanir á því hvað færi okkur
Íslendingum best í stjórnmálum.
Gunnar hélt heimili með móður
sinni, Margréti, og Sólveigu systur
sinni í mörg ár í Drápuhlíð 8 í Reykja-
vík. Þar var ávallt gott að koma í
heimsókn. Þarna var miðstöð fjöl-
skyldunnar og ávallt glatt á hjalla
þegar allir voru saman komnir í af-
mælum eða jólaboðum, eða þegar
annað markvert skeði í fjölskyldunni.
Það má segja að Gunnar hafi verið
höfuð fjölskyldunnar um langt árabil
og naut hann virðingar meðal allra
fyrir hógværð, kurteisi og prúðmann-
lega framkomu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Unnur, Gunnar og fjölskyldur.
Það var þrennt sem kom upp í
huga minn þegar ég ákvað að rita
nokkur minningarorð um móður-
bróður minn Gunnar Guðmundsson.
Það voru kindur, Landrover og dill-
andi hlátur. Á mínum fyrstu æviárum
bjó ég ásamt fjölskyldu minni í sama
húsi og Gunnar sem þá var í mínum
augum orðinn aldraður maður. Mér
fannst Gunnar aldrei eldast neitt eftir
það, aðeins við hin. Í þá daga átti
hann þó nokkrar kindur sem hann
hafði fyrir utan bæinn og sinnti af
einstakri alúð og reglusemi eins og
öllu öðru sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Hann ók Landrover jeppa sem
var hans aðalsmerki og okkur krökk-
unum þótti ótrúlega flottur. Gunnar
var afar hæglátur maður og ók í sam-
ræmi við það, það var ekki stressinu
eða flýtinum fyrir að fara hjá honum.
Hann var einstaklega traustur og
ljúfur maður sem bjó yfir mikilli
greind og einstöku minni og frásagn-
arhæfileikum. Það var oft sem maður
óskaði þess að geta gefið sér meiri
tíma til að spjalla við gamla manninn
því hann var hafsjór af fróðleik og
minningum um gamla tíma. Gunnar
var einn af þeim góðu mönnum sem
báru hag annarra fyrir brjósti fremur
en sinn eigin. Hann studdi við og að-
stoðaði foreldra sína á margan hátt
en ekki síst á þeirra efri árum og þeg-
ar veikindi steðjuðu að. Hann bjó með
móður sinni og systur á meðan þær
lifðu og var þeim stoð og stytta.
Yngstu systur Gunnars voru ungar
þegar faðir þeirra dó og reyndist
Gunnar þeim afar vel alla sína tíð og
gekk þeim nánast í föðurstað. Það var
einnig dæmigert fyrir Gunnar og
sýndi traust hans og trygglyndi að
hann starfaði nánast alla sína tíð hjá
sama fyrirtæki. Gunnar var fórnfús
og góður drengur sem mun alltaf eiga
stað í hjarta okkar sem eftir lifum.
Blessuð sé minning hans.
Ástfríður Margrét
Sigurðardóttir.
Síðasti bóndinn í bænum, Gunnar
Guðmundsson móðurbróðir okkar, er
látinn. Hann lést á Elli- og hjúkrun-
arheimilinu Grund þar sem hann bjó
síðustu árin. Hann fæddist að Breiða-
bólstað á Skógarströnd 2. september
1909. Þessi hái aldur var farinn að
segja til sín eins og við er að búast,
líkaminn orðinn lélegur til gangs eftir
margra áratuga strit, en handtakið
var þétt og hlýtt fram til hins síðasta
og höfuðið hafði fáu gleymt. Með
Gunnari frænda hverfur mikil þekk-
ing á mönnum, málefnum og fróðleik
um fólk og búskaparhætti á Snæfells-
nesi og Breiðafjarðareyjum, þekking
sem ekki finnst í bókum, þekking sem
fékkst ekki með því að stoppa stutt.
Gunnar hafði sérstaka frásagnar-
gáfu sem þurfti góðan tíma til að
hlýða á. Hann var einstaklega róleg-
ur maður sem fátt haggaði nema þá
helst ef einhverjar „ótuktir“ stríddu
rollunum hans á Þormóðsstaðartúni í
Reykjavík. Þær voru ekki margar
„ótuktirnar“ því Gunnar hafði ótrú-
legt lag á börnum og unglingum.
Hann fékk þeim ýmis ábyrgðarstörf
eins og að gefa skepnunum eða ná í
vatn í fötu. Við systkinin vorum ekki
há í loftinu þegar við fengum að sjá
nýfædd lömbin, án þess að verða bíl-
veik við að keyra langar leiðir. Við
fengum líka að halda á hrífu þegar
leið á sumar og þurrk gaf í hey, þótt
ekki væri mikil hjálp í okkur og hin-
um systkinabörnum hans sem komu í
fjörið. Hann leyfði okkur að þvælast í
kringum sig þegar hann var að heyja,
til að við fengjum smjörþef af sveita-
sælunni.
Gunnar var sjálfur aðeins barn að
aldri þegar hann varð hjálparhella
foreldra sinna. Hann stundaði róðra á
Breiðafirði með föður sínum, sinnti
búverkum og aðstoðaði systkini sín af
ósérplægni. Honum þótti afskaplega
vænt um þau og það var gagnkvæmt.
Gunnar giftist aldrei og eignaðist
ekki afkomendur. Hann helgaði líf
sitt kindunum sínum. Hann var af-
burðaglöggur á fé og hafði sínar skoð-
anir á því hvernig bæri að rækta það.
Hann vann alla tíð önnur störf með
búskapnum. Hann fór sínar eigin
leiðir og hélt í gömul gildi þrátt fyrir
hraðar breytingar á hans löngu ævi.
Hann keyrði Land Roverinn á sínum
hraða, og fannst þá hinir fara heldur
hratt.
Við systkinin kveðjum nú kæran
frænda, með þakklæti fyrir að hafa
átt hann að. Móðir okkar kveður
elskulegan bróður. Við sjáum hann
fyrir okkur að heyja grænar grundir
handan móðunnar miklu með lömbin
skoppandi kringum sig.
Kristjana, Margrét, Árni
Kristinn, Guðrún og Anna.
!
4 %0 I +'2 ! J
I +
"
.
=
.
( >
.
()
//
3 31
&7$ %) $'' $ " !"2) $'(
1+ %) $'( &7$ 3+#''' $
0 $ %) $'' $ . (' 7,'(
$ %) $'' $ $ #!'(
. (' %) $'( &7$ @,!$('' $
"
#
.
(
/
/11/ (
0 11?= 31 .
(
@%A;B<<C%A%6#69DDCA $
(
>.) .
.
( & 11?E 31
1'!+@'$ $ $'
4
*
$
* .
$()
K> %L/B 1" + GJ
',$$!,
#"
((
(
F
,
!"! !",!$('(
3'+ -"'' $ + !"$(
% $ (! -"'(
# -"'' $ 3'!+ ; '(
2 $2) $ + 2 $2 $2) $
!
(
(
(
(
= ;
146/6
$$$ #''
%)$(! " G
(
0
.
( G
(
. ()
//
- 11
$$ ;+$#'(
1$ !$$ '' $ !" #$ +! " (
=$$! ;M C% $' $ (, % $' $
''$+ ( ''$+
+ 1( !$$ '' $ 1( ( % +'(
. !$$ $+ &'(
2 $2) $ + 2 $2 $2) $
@
, 3K N>= 4B3/ & 7 1,,
" .
$ F@*
.
( #
(
/3
0 11
$ + "! $'( !",!$(! 4 '' $
&7$ *& '' $
. 7$(! *& '' $ $ (:$
!! *& '' $
1+ &7$'( 2 + &7$'(
4
*
$
* .
$()
()
()
(
(
=>;= /B6 & 7 6((
% , 2 !
',$$!,
#"
((
(
F
,
!" #$ +! $'(
17, !",!$('' $ $$$ % (
/&! !",!$('' $ #!'(
+! $ !",!$('' $
!"$ !",!$('' $ . (' " (
+ #$ !",!$('(
2 $2) $ + 2 $2 $2 $
! !"#"$"# "