Morgunblaðið - 19.04.2002, Síða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði á Alþingi í gær að hann teldi
eðlilegt að þingið styrkti flóttamenn í
Palestínu þegar um hægðist í Mið-
Austurlöndum. Það var Össur Skarp-
héðinsson, formaður Samfylkingar-
innar, sem kvaddi sér hljóðs í upphafi
þingfundar í gær og innti forsætisráð-
herra eftir því hvort hann teldi ekki
eðlilegt að íslensk stjórnvöld reiddu
af hendi fjárupphæð til aðstoðar
flóttamönnum í Palestínu.
„Ég tek undir með háttvirtum
þingmanni,“ sagði Davíð, „ég held við
ættum að heita því að þegar hægist
um og hægt er að gera eitthvað [...] þá
finnst mér eðlilegt að við náum saman
um það í þinginu að styrkja þá sem
þarna eru hraktir og hjálparlitlir.“
Var forsætisráðherra þarna að vísa til
flóttamanna í Palestínu.
Flóttamenn
í Palestínu
aðstoðaðir
MEIRIHLUTI efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis leggur til að
frumvarpið um að leggja niður Þjóð-
hagsstofnun verði samþykkt á Al-
þingi en minnihluti nefndarinnar
leggst alfarið gegn frumvarpinu.
Bendir minnihlutinn jafnframt á að í
umfjöllun nefndarinnar um málið hafi
komið fram hörð gagnrýni á þau
áform ríkisstjórnarinnar að leggja
Þjóðhagsstofnun niður.
Frumvarpið um Þjóðhagsstofnun
var tekið til annarrar umræðu á Al-
þingi í gær en þar mælti Sigríður
Anna Þórðardóttir, þingflokksfor-
maður Sjálfstæðisflokksins, fyrir áliti
meirihluta efnahags- og viðskipta-
nefndar. Benti hún m.a. á að í frum-
varpinu væri gert ráð fyrir því að
starfsmönnum stofnunarinnar verði
boðið annað starf hjá þeim stofnunum
sem taka við verkefnum hennar.
„Í greinargerð frumvarpsins segir
um þetta að leitast verði við að bjóða
starfsmönnum að sinna svipuðum
verkefnum og þeir hafa áður sinnt
þar sem jafnframt verði þó höfð hlið-
sjón af óhjákvæmilegum breytingum
sem fylgja breyttri verkefnaskipan,“
sagði Sigríður Anna.
„Meirihlutinn bendir á að með
þessu er í raun átt við að hverjum og
einum starfsmanni verði boðið starf
og látið á það reyna hvort sameig-
inlegur skilningur viðkomandi starfs-
manns og vinnuveitanda hans næst
um það að starfið sé sambærilegt
fyrra starfi hans. Ef slíkur skilningur
næst ekki þá vaknar upp biðlauna-
réttur skv. núgildandi samningum
starsfólks Þjóðhagsstofnunar.“ Sig-
ríður Anna greindi því næst frá því að
meirihlutinn legði til smávægilegar
breytingar á frumvarpinu sem sneri
eingöngu að samræmingu laga sem
hefðu að geyma ákvæði um Þjóðhags-
stofnun en ekki væri þó um efnislegar
breytingar að ræða.
Undir meirihlutaálit efnahags- og
viðskiptanefndar rita Vilhjálmur Eg-
ilsson, formaður nefndarinnar og
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ein-
ar K. Guðfinnsson, Sigríður A. Þórð-
ardóttir og Gunnar I. Birgisson, þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, sem og
Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar
Árnason, þingmenn Framsóknar-
flokksins.
Leggjast gegn frumvarpinu
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, mælti fyrir
minnihlutaáliti efnahags- og við-
skiptanefndar í málinu og greindi hún
m.a. frá því að í umfjöllun nefndarinn-
ar hefði komið fram hörð gagnrýni á
þau áform ríkisstjórnarinnar að
leggja niður Þjóðhagsstofnun. Minni-
hlutinn vitnar m.a. í umsögn Sam-
bands íslenskra bankamanna, en þar
segir m.a. að það séu einkennileg
fræði og samrýmist illa vandaðri
meðferð fjármuna og mannauðs að
rífa niður öflug, virt og hagkvæm rík-
isfyrirtæki „til þess eins að þjóna
duttlungum“, eins og það er orðað, en
starfsmenn Þjóðhagsstofnunar eru
félagsmenn í Sambandi íslenskra
bankamanna.
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja telur það einnig vera misráðið
að leggja Þjóðhagsstofnun niður og í
svipaðan streng tekur Kennarasam-
band Íslands. „Kennarasamband Ís-
lands telur að engin rök hafi komið
fram sem styðja það að Þjóðhags-
stofnun verði lögð niður í núverandi
mynd og starfsemi hennar dreift til
annarra stofnana.“
Fulltrúar Starfsmannafélags Þjóð-
hagsstofnunar eru sömuleiðis mótt-
fallnir þeim áformum að leggja niður
Þjóðhagsstofnun og telja að þau muni
ekki leiða til eflingar faglegrar um-
fjöllunar um íslenskan þjóðarbúskap
né til hagræðingar í rannsóknum á
efnahagsmálum. BHM segist jafn-
framt ekki geta stutt umrætt frum-
varp. BHM bendir einnig á að ASÍ
geti ekki gætt hagsmuna alls launa-
fólks í landinu en í frumvarpinu er
miðað við að hagdeild ASÍ verði efld
eftir að Þjóðhagsstofnun hefur verið
lögð niður.
Í umsögnum sem bárust til nefnd-
arinnar kemur hins vegar fram að
Þjóðhagsstofnun sem slík taki ekki
afstöðu til umrædds frumvarps um að
leggja niður stofnunina. Þá segist
Seðlabanki Íslands ekki gera athuga-
semd við frumvarpið.
Frumvarp um að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður
Margir andvígir
frumvarpinu
Morgunblaðið/Jim Smart
Þingkonurnar Sigríður Anna Þórðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhann-
esdóttir, Svanfríður Jónasdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi sameiginleg fréttatil-
kynning frá Landsvirkjun og VSÓ-
ráðgjöf:
„Á undanförnum misserum hefur
VSÓ-ráðgjöf unnið að mati á um-
hverfisáhrifum Norðlingaölduveitu
fyrir hönd Landsvirkjunar í sam-
ræmi við lög og reglur þar að lútandi.
Gísli Már Gíslason, líffræðiprófessor
og formaður Þjórsárveranefndar,
hefur látið að því liggja í fjölmiðlum
að verið sé að leyna upplýsingum um
neikvæð umhverfisáhrif veitunnar.
Af því tilefni vilja Landsvirkjun og
VSÓ-ráðgjöf taka fram að sérfræði-
skýrslur sem snerta mat á umhverfis-
áhrifum Norðlingaölduveitu eru op-
inber gögn og aðgengileg hverjum
þeim sem vill kynna sér þau, m.a. á
slóðinni nordlingaalda.is. Þetta á
Gísla Má Gíslasyni að vera fullkunn-
ugt. Það er því með ólíkindum að
hann skuli gefa það í skyn við Skipu-
lagsstofnun og í fjölmiðlun að hann
telji að Landsvirkjun hygðist halda
leyndum upplýsingum sem þar koma
fram.
Sem vísindamaður og sérfræðing-
ur á sviði umhverfisrannsókna ætti
Gísli jafnframt að vita að skýrsla um
mat á umhverfisáhrifum er saman-
tekt á helstu niðurstöðum fjölmargra
sérfræðiskýrslna. Sem slík geymir
hún ekki allar upplýsingar úr þeim.
Það er því einkennilegt að hann
kvarti yfir því að upplýsingar úr hans
sérfræðiskýrslu skuli ekki hafa verið
„notaðar að fullu“. Skýrslan er mat
framkvæmdaraðila og ráðgjafa hans
á umhverfisáhrifum framkvæmdar-
innar á grundvelli þeirra rannsókna
sem fram hafa farið. VSÓ-ráðgjöf
hefur leitað til nær allra sérfræðinga
sem komið hafa að rannsóknunum og
fengið frá þeim umsagnir um drög að
matsskýrslunni.
Fullbúin verður skýrslan lögð fram
til umfjöllunar með opnum og lýð-
ræðislegum hætti eins og lög gera ráð
fyrir. Þar gefst öllum færi á að koma
fram með athugasemdir og ábending-
ar. Landsvirkjun og VSÓ-ráðgjöf
telja upphlaup Gísla Más Gíslasonar
ómálefnalegt og spegla andstöðu
hans við Norðlingaölduveitu.“
Yfirlýsing frá Lands-
virkjun og VSÓ-ráðgjöf
BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð-
isflokks gagnrýndu útboð Orkuveitu
Reykjavíkur vegna reksturs líkams-
ræktarstöðvar í nýjum höfuðstöðv-
um fyrirtækisins sem nú er verið að
byggja við Réttarháls, á borgar-
stjórnarfundi í gær. Stöðin á að vera
opin almenningi.
„Auðvitað gagnrýnum við sjálf-
stæðismenn mjög alvarlega að það
skuli verið að ráðstafa 500 fermetra
plássi undir starfsemi sem er í bull-
andi samkeppni við fullt af líkams-
ræktarstöðvum í Reykjavík,“ sagði
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hann
taldi að eðlilegra væri að Orkuveit-
an byggði upp aðstöðu sem væri ein-
göngu ætluð starfsmönnum.
Á fundi borgarráðs 9. apríl ósk-
uðu fulltrúar minnihlutans eftir
upplýsingum um hve stóran hluta
nýrra höfuðstöðva ætti að leigja út
fyrir samkeppnisrekstur og hve hár
stofnkostnaður yrði vegna þess.
Einnig var óskað eftir upplýsingum
um áætlaðan heildarkostnað vegna
byggingar nýrra höfuðstöðva Orku-
veitunnar.
Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður OR, sagði það markmiðið
með útboðinu að koma í veg fyrir að
OR standi í samkeppni við líkams-
ræktarstöðvar í borginni. Aðeins sé
verið að leigja út húsnæði, sem
reyndar væri 220–230 fermetrar en
ekki 500, fyrir aðila sem hefðu
áhuga á að reka slíka stöð sjálfir og
þyrftu þeir sjálfir að búa salinn
tækjum og tólum. Hann sagði að
hefði fyrirtækið útvegað starfs-
mönnum útbúinn líkamsræktarsal
væri Orkuveitan fyrst komin í sam-
keppni við aðra aðila. Hann sagði
einnig að starfsmenn yrðu ekki
skyldaðir til að nota þjónustu þess
aðila sem sjái um reksturinn, áfram
muni þeir verða styrktir til að
stunda líkamsrækt þar sem þeir
vilji.
Vín, kaffi og gallerí
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti
Sjálfstæðisflokks, sagði að auk lík-
amsræktarstöðvar stæði til að hafa
netkaffihús, vínveitingastað og lista-
gallerí í höfuðstöðvum OR og spurði
um nákvæman kostnað sem muni
falla á fyrirtækið vegna þessarar
starfsemi. Hún sagðist telja Orku-
veituna vera farna að gera ýmislegt
annað en tryggja Reykvíkingum
lægsta og besta orkuverðið. Alfreð
sagðist myndu svara spurningum
Sjálfstæðisflokksins um kostnað á
næsta borgarráðsfundi.
Útboð OR á rekstri
líkamsræktar-
stöðvar gagnrýnt