Morgunblaðið - 19.04.2002, Side 11

Morgunblaðið - 19.04.2002, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 11 MIKIL óánægja er nú meðal heilsu- gæslulækna, jafnt á höfuðborgar- svæðinu sem víða á landsbyggðinni, með kjör sín og starfsumhverfi og hafa uppsagnir þeirra streymt til stjórna heilsugæslustöðva. Nú síðast ákváðu níu læknar á heilsugæslu- stöðinni Sólvangi í Hafnarfirði, sem eru sérfræðingar í heimilislækning- um, að segja upp starfi frá næstu mánaðamótum en í síðustu viku gerðu starfsbræður þeirra á Heilsu- gæslustöð Suðurnesja hið sama. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru uppsagnir heilsugæslu- lækna yfirvofandi víða á lands- byggðinni, t.d. í Kópavogi og Vestmannaeyjum, og í Reykjavík og Garðabæ hafa fjórir læknar nýlega hætt störfum eða farið í langt leyfi. Þá hefur einn heilsugæslulæknir á hvorum stað, Selfossi og Húsavík, sagt upp störfum. Oft er um yfir- lækna að ræða en einnig almenna heilsugæslulækna. Í Gúlag-fjötrum innan girðingar Sólvangur sinnir svæði sem um 22 þúsund manns búa á, þ.e. Hafnar- firði og Bessastaðahreppi. Aðspurð- ur um ástæður fyrir uppsögnunum segir Emil L. Sigurðsson, yfirlæknir á Sólvangi, að um uppsafnaða óánægju sé að ræða með „aðfarir“ heilbrigðisyfirvalda gagnvart þeim. Heilsugæslulæknar séu ósáttir við að vera haldið „innan girðingar“ á lægstu laununum, þ.e. að þeir hafi ekkert val um starfsvettvang, ann- aðhvort starfi þeir hjá hinu opinbera eða ekki og hafi þá ekki heimild til að starfrækja læknastofur samfara vinnu á heilsugæslustöð. „Okkur eru úrskurðuð laun sem eru sambærileg við laun sjúkrahús- lækna á stofnunum. Þeir hafa hins vegar möguleika á að fara út í bæ og reka sínar stofur. Við fáum ekki að gera það og höfum því ekki mögu- leika á að auka okkar tekjur. Við líkjum þessu við að vera í Gúlag- fjötrum innan girðingar. Það eru vissulega stór orð en við erum þó lif- andi og okkur er ekki misþyrmt lík- amlega. Miðstýringin á kerfinu er þó sambærileg. Vottorðamálið, sem kom upp um áramótin, var bara kornið sem fyllti mælinn. Þetta er ekki bara spurning um launakjör okkar heldur um grundvöll starfs okkar. Við lítum í raun á þetta eins og sjálfstæðisbaráttu,“ segir Emil. Hann segir að stjórn Sólvangs hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar sl. miðvikudagskvöld. Stjórnin hafi í raun verið vængbrotin í málinu og ítrekað óskað leiðbeininga frá heil- brigðisráðuneytinu, en ekki fengið nein svör enn. „Menn eru einfald- lega orðnir fullsaddir á þessari fram- komu. Girðingin verður að rofna,“ segir Emil og bætir við að það sé forsenda þess að heimilislækningar fái að lifa áfram hér á landi. Emil segir að ef engin breyting verði á starfskjörum heilsugæslu- lækna sé beinlínis verið að hrekja þá út í einkarekstur, þar sem sjúkling- ar munu þurfa að greiða fullt þjón- ustugjald ef ekki takist að ná samn- ingum við ráðuneytið og Trygginga- stofnun. Það geti varla talist þjóð- hagslega hagkvæmt. Hann segist vita til þess að menn séu farnir að líta í kringum sig með aðstöðu undir einkarekstur. Á hann ekki von á því, að óbreyttu, að læknarnir á Sólvangi haldi áfram störfum að loknum þriggja mánaða uppsagnarfresti. Stjórn stöðvarinnar hafi þó heimild til að framlengja uppsagnarfrestinn um aðra þrjá mánuði. Þórir B. Kol- beinsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir að félagsmenn séu að grípa til aðgerða hver á sínum stað. Þrátt fyrir baráttu frá síðustu launadeilu heimilislækna árið 1996 hafi lítið gerst í viðræðum við stjórn- völd um að fá að starfa sjálfstætt með samningi við ríkið. Nauðsynlegt sé fyrir fagið að bjóða upp á aðra kosti. Flótti úr stéttinni Þórir segir unga lækna ekki fara í framhaldsnám í faginu að óbreyttu. Að hans sögn eru um tuttugu læknar í framhaldsnámi erlendis í heimilis- lækningum og eru þeir mislangt á veg komnir. Þórir minnir á að árlega sé þörf fyrir tólf heimilislækna til viðbótar hér á landi en sú endurnýj- un eigi sér ekki stað. Þá veit hann dæmi þess að heim- ilislæknar hafi hætt sem slíkir og farið í framhaldsnám í öðrum grein- um læknisfræðinnar. Um sé að ræða um tuttugu lækna síðastliðinn ára- tug. Í því sambandi minnir hann á að fyrir nokkrum árum hefðu fjórir sér- fræðingar í heimilislækningum reynt að fá samning við Trygginga- stofnun, en verið hafnað að undirlagi heilbrigðisráðuneytisins. Þórir segir að þrír af þessum fjórum læknum séu komnir í aðrar sérgreinar í dag, m.a. geðlækningar. „Þar var fimm ára framhaldsnám lagt á hilluna og menn bara breyttu um fag. Þetta eru ekki hótanir held- ur einfaldlega staðreyndir sem við höfum verið að benda ráðherra og ráðuneytinu á. Þeir verða að bregð- ast við ef það á að halda mönnum áfram í stétt heimilislækna. Ef fram heldur sem horfir verða engir læknar á heilsugæslustöðvum held- ur eingöngu hjúkrunarfræðingar,“ segir Þórir. Staðan kynnt fyrir norrænum starfsbræðrum Hann er staddur þessa dagana í Kaupmannahöfn á vorfundi nor- rænna heimilislækna. Þórir segir að staða íslenskra lækna verði kynnt þar og ráða leitað hjá norrænum starfsbræðrum, sem flestir séu í betri málum, einkum í Danmörku og Noregi. Þórir segir að í Svíþjóð sé ófremd- arástand að skapast í heilsugæslu- stöðvum en af öðrum ástæðum en hér. Þar séu læknar leigðir út frá fyrirtækjum á vegum þeirra og kannanir sýna að ánægjan sé mest meðal þeirra sem starfi utan heilsu- gæslunnar. Óánægja meðal heimilislækna á heilsugæslustöðvum í garð heilbrigðisyfirvalda Þolinmæðin brost- in og uppsagnir streyma inn OLÍUFLUTNINGASKIPIÐ Kyndill strandaði í innsiglingunni í Hornafjarðarhöfn um kl. 13.30 í gær og losnaði af strandstað um þremur klukkustundum síðar. Útfall var þegar skipið strandaði og mikill straumur og kann það að hafa valdið því að skipið tók ranga stefnu. Að sögn Sigfúsar Harðarsonar hafnsögu- manns hélt straumurinn Kyndli utan í sand- bakka við Mikley. Var stefni skipsins 5 til 7 metra frá landi. Skipið losnaði síðan af strand- stað um kl. 16.30. Þá hafði fallið út og straum- urinn hélt skipinu ekki lengur uppi í bakk- anum. Hafnsögumenn Hornafjarðarhafnar á Birni lóðs aðstoðuðu skipverja á Kyndli við að losa skipið. Að sögn lögreglunnar á Höfn var ekki vitað til þess að skipið hefði skemmst né heldur að olía hefði farið í sjóinn við óhappið. Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Ekki var talið að olía hefði farið í sjóinn vegna strands Kyndils sem hér sést við Mikley. Olíuflutningaskip strandaði í Hornafirði TVEIR menn um tvítugt voru staðnir að skemmdarverkum á rauðljósamyndavél á mótum Sæbrautar og Holtavegar í Reykjavík á fjórða tímanum í fyrrinótt. Starfsmaður Öryggis- miðstöðvarinnar sá til mann- anna og gerði lögreglu viðvart. Hann veitti öðrum mannanna eftirför uns lögreglu bar að. Eft- irförinni lauk með því að lög- reglumenn hlupu manninn uppi í Breiðholti. Lögregla hefur vitneskju um hver hinn maðurinn, sem stóð að skemmdarverkunum, er. Tjónið er umtalsvert því að sögn lög- reglu hleypur kostnaður rauð- ljósamyndavélar á milljónum. Staðnir að skemmd- um á rauð- ljósa- myndavél

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.