Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÁM í verkfræði gefur fjöl-breytta möguleika ístarfi ekki aðeins hér álandi heldur einnig er- lendis vegna þess hversu alþjóðlegt starfsumhverfi verkfræðinga er. Fjölbreytnin hefur aukist bæði í námsmöguleikum og starfi og hefur aðsókn að verkfræðideild Háskóla Íslands aukist síðustu árin. Þetta segir Hákon Ólafsson, for- maður Verkfræðingafélags Íslands, VFÍ, meðal annars í viðtali við Morg- unblaðið en í dag eru 90 ár liðin frá stofnun félagsins. Félagið minnist þessara tímamóta með ýmsum hætti og veitir í dag við- urkenningar fyrir athyglisverðustu verkfræðiafrek hvers áratugar síð- ustu aldar. Sjö manna nefnd hefur síðasta hálfa árið unnið að því að velja þrjú athyglisverðustu verk- fræðiafrek hvers áratugar, alls 30 verk. Eitt verður síðan valið fyrir hvern áratug sem athyglisverðasta verkfræðiafrek þess áratugar og verðlaunað sem slíkt. Segir Hákon þessi verkefni geta verið mannvirki á sviði samgangna, húsa, virkjana, þróun á fjarskiptum eða efnafram- leiðslu svo dæmi séu nefnd. Þá verður næstu 10 árin gefin út ein bók á ári um verkfræðileg efni. Fyrsta bókin, sem kemur út næsta haust, mun fjalla um frumherja í verkfræðistétt, fyrstu 30 íslensku verkfræðingana og störf þeirra. Seinasta ritið verður 100 ára saga VFÍ sem koma mun út árið 2012. Á afmælisárshátíð í febrúar voru nokkrir félagar heiðraðir og í tilefni af afmælinu verður verkfræðideild Háskóla Íslands færð gjöf í afmæl- ishófinu í dag. Þrettán stofnendur „Forgöngumenn að stofnun fé- lagsins voru Jón Þorláksson, lands- verkfræðingur á sviði vegamála, og Thorvald Krabbe, landsverkfræð- ingur á sviði hafnamála, en fyrsti ís- lenski verkfræðingurinn var Sigurð- ur Thoroddsen sem útskrifaðist árið 1891,“ segir Hákon Ólafsson er hann rekur upphaf félagsins. Hann bætir við að 60 árum áður hafi annar Íslend- ingur, Fjölnismaðurinn Baldvin Ein- arsson, verið í verkfræðinámi í tækniháskólanum í Kaupmannahöfn en hann lést áður en hann lauk nám- inu. „Stofnendur félagsins voru 13, níu útskrifaðir verkfræðingar, bygginga- meistarar og erlendur verkfræðingur sem hér var starfandi enda var þetta félag verkfróðra manna. Tilgangur- inn var að fá vettvang til að hittast og ræða tæknileg og verkfræðileg efni og um það snýst tilgangur félagsins enn í dag. Á þessum fyrstu árum fé- lagsins var ekki búið að stofna stærð- fræðideild við Menntaskólann í Reykjavík og því voru menn kannski nokkuð vanbúnir að hefja verkfræði- nám án þess undirbúnings. En það átti eftir að breytast þegar stærð- fræðideildir menntaskólanna komu til skjalanna.“ Félagsmönnum fjölgaði því hægt og sígandi en 1940 voru þeir þó enn undir 100, árið 1970 voru þeir orðnir 400 og nú eru félagsmenn 1.060. Eins og áður segir er tilgangur Verkfræð- ingafélags Íslands meðal annars að efla umræðu og efla verkfræðilega og vísindalega þekkingu félagsmanna, stuðla að tækniþróun og auka þekk- ingu og skilning á starfi verkfræð- inga. Félagið er því einkum fagfélag en árið 1954 var stofnað Stéttarfélag verkfræðinga innan VFÍ. Í dag er stéttarfélagið sjálfstætt kjarafélag. Hákon segir mikinn hluta verkfræð- inga vera í félaginu og þeim fjölgar stöðugt. Margir eru félagar bæði í VFÍ og SV eða yfir 400 en félgar í SV eru um 850. Hröð þróun á starfs- sviði verkfræðinga „Það þótti áður sjálfsagt að nýút- skrifaðir verkfræðingar gengju í Verkfræðingafélagið en segja má að nú spyrji menn sig hvað þeir fái fyrir aðild sína að Verkfræðingafélaginu úr því að kjarabaráttunni er nú sinnt af öðru félagi. Við höldum uppi öflugri starfsemi á öllum sviðum verkfræð- innar og þar tel ég okkur hafa fylgst vel með tímanum og náð að halda úti faglegu og öflugu starfi,“ og gerir formaðurinn að umtalsefni þá miklu þróun sem verið hefur innan verk- fræðisviðsins síðustu tvo áratugina eða svo. „Lengi vel menntuðust verkfræð- ingar í hefðbundnum greinum, svo sem byggingaverkfræði, rafmagns- verkfræði, vélaverkfræði og efna- verkfræði. Störf verkfræðinga hafa hins vegar aldrei verið alveg bundin við þessi svið og síðar hafa komið til brautir á sviði upplýsingatækni, hugbúnaðar- og tölvusviði, rekstrar- og fjármálasviði og þannig mætti áfram telja. Þetta hefur líka breikk- að mjög starfssvið verkfræðinga og nú starfa innan félagsins faghópar á öllum þessum sviðum auk fjöl- margra nefnda sem sinna ýmsum þáttum, svo sem menntamálum, end- urmenntun, orðasmíð og fleiru. Þá var stofnuð kvennanefnd fyrir rúm- um tveimur árum til að styrkja stöðu kvenna innan stéttarinnar og taka fyrir þau mál sem snúa sérstaklega að þeim.“ Reynsla frá mörgum löndum Hægt er nú orðið að stunda mest allt verkfræðinám við Háskóla Ís- lands til meistaraprófs. Hákon segir nokkuð um að menn taki BS-próf í verkfræði við Háskólann en haldi síðan utan til meistaranáms. „Það er alltaf gott að taka einhvern hluta námsins erlendis ekki síst vegna tungumála en segja má að það ráðist líka að nokkru af því á hvaða sviði menn velja sér meistaraverkefni því möguleikarnir geta verið misjafnir eftir háskólum. Íslenskir verkfræð- ingar urðu fyrr á árum að taka seinni hluta námsins erlendis og þá var Kaupmannahöfn vinsælasti staður- inn en margir hafa einnig stundað nám í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Íslenskir verkfræðing- ar halda því enn í dag til náms er- lendis og er það verðmætt fyrir okk- ur að afla reynslu og þekkingar úr sem flestum áttum.“ Hákon segir verkfræðinga sjaldn- ast hafa þurft að hafa áhyggjur af at- vinnuleysi. Nokkur samdráttur hafi verið kringum 1990 í verklegum framkvæmdum en síðan verið mikill uppgangur auk þeirrar þróunar sem hann nefndi fyrr að verkfræðingar hasli sér völl á sífellt fleiri sviðum. Aðsetur í eigin húsi Aðsetur Verkfræðingafélags Ís- lands er í eigin húsi við Engjateig 9 í Reykjavík. Stór hluti þess er leigður út og meðal leigjenda er Lífeyris- sjóður verkfræðinga, Stéttarfélag verkfræðinga og Arkitektafélag Ís- lands er um þessar mundir að flytja þar inn. Hákon segir að leigutekjur leggi góðan grunn að rekstri félags- ins auk félagsgjalda sem þýði að hægt sé að halda úti svo öflugu fé- lagsstarfi sem raun beri vitni án óhóflegra félagsgjalda. Meðal fastra liða í starfi Verk- fræðingafélagsins eru m.a. svonefnd- ir samlokufundir. Eru þeir haldnir fyrsta fimmtudag í mánuði og þá tek- in til umfjöllunar ýmis málefni sem eru ofarlega á baugi. Tekin hefur verið upp sú nýbreytni að senda fundina út á fjarfundaþjónustu Sím- ans, Byggðabrúna, og segir Hákon verkfræðinga út um land, sem eru sí- stækkandi hópur, geta fylgst með þeim á þann hátt. Allt að 140 manns hafa tekið þátt í samlokufundum, kringum 80 í Engjateignum og um 60 á allt að 7 öðrum stöðum á landinu. Þá segir Hákon félagið jafnan standa fyrir allt að sex ráðstefnum á hverju ári og iðulega í samstarfi við aðra að- ila svo og ýmsa fundi um fagleg mál. Margs konar útgáfa Veigamikill þáttur í starfi félags- ins er útgáfa á blaði félagsins, Verk- tækni, sem kemur út mánaðarlega og er gefið út í samvinnu við Tækni- fræðingafélag Íslands og Stéttar- félag verkfræðinga, svo og árbókin sem einnig er gefin út í samvinnu við TFÍ. Hákon segir að lokum að veru- leg hagræðing í rekstri hafi náðst með samvinnu við TFÍ en félögin reka saman skrifstofu og standa saman að fundum og ráðstefnum. Verkfræðingafélag Íslands fagnar 90 ára afmæli sínu á hátíðarfundi í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá ráðstefnu um orkumál en Verkfræðingafélagið stendur árlega fyrir nokkrum ráðstefnum í samvinnu um margvísleg fagleg málefni. Tæknidagar eru árlega og sýning í tengslum við þá. Hér er svipmynd frá Perlunni. Síaukin fjöl- breytni í náms- og starfs- möguleikum Hákon Ólafsson er formaður Verkfræðingafélags Íslands. Verkfræðingafélag Íslands veitir í dag við- urkenningar fyrir athyglisverðustu verk- fræðiafrek hvers áratugar síðustu aldar. Jóhannes Tómasson ræddi við Hákon Ólafs- son, formann félagsins, í tilefni afmælisins. joto@mbl.is RÁÐSTEFNA um lýðheilsu hófst í gær á vegum Félags um lýðheilsu á Íslandi og verður henni framhaldið í dag. Á mælendaskrá á ráð- stefnunni er heimsþekktur fyrirlesari í greininni, dr. Alexander MacDonald, sem hingað er kominn frá Skotlandi. Hann telur að með tiltölu- lega litlum til- kostnaði megi gera Ísland að „tilraunastofu þar sem þróa megi nýjar aðferðir og hugmyndir í lýðheilsu“, eins og hann kemst að orði. MacDonald sagði ennfrem- ur í samtali við Morgunblað- ið, að hugtakið lýðheilsa hefði þróast mjög og breyst í ár- anna rás, frá því að snúast um einangruð atriði eins og uppruna og dreifingu sjúk- dóma og einföldum læknis- fræðilegum skilgreiningum á sjúkdómum yfir í að ná yfir áhrif umhverfis- og þjóð- félagsþátta á borð við at- vinnu, hýbýli, nám og sam- göngur. Þannig væri grundvöllur þeirra sem störf- uðu að lýðheilsu sterkari nú en fyrrum. Lýðheilsa sé skoðuð sem tekjur fyrir þjóðfélagið „Það er nauðsynlegt að góð lýðheilsa sé skoðuð sem tekjur sem þjóðfélagið fær greitt í aðra hönd en ekki dýrkeyptur kostnaður sem þjóðfélagið þarf að greiða. Lýðheilsa þarf að fá sömu viðurkenningu og heilbrigðis- málin, þess vegna er brýnt fyrir Íslendinga að tillögur sem uppi eru um að reisa lýð- heilsustöð á Íslandi nái fram að ganga. Ég hef kynnt mér aðeins hvernig lýðheilsumálin standa á Íslandi og margt er gott og annað má bæta. Lýðheilsu- stöð myndi gera Íslendingum kleift að forgangsraða í lýð- heilsumálum. Betur og skjót- ar myndi ganga með alla stefnumótun svo og að grípa til viðeigandi ráðstafana eftir því sem þurfa þykir,“ sagði dr. Alexander MacDonald. Sérfræðingur í mál- efnum lýðheilsu Ísland gæti verið tilrauna- stofa Dr. Gord- on Mac- Donald MINNINGARATHÖFN um Jón Múla Árnason, útvarpsþul og tón- skáld, sem lést 1. apríl síðastliðinn, fer fram í Salnum í Kópavogi á morgun, laugardag. Þar sem dæmi eru um að fólk hafi haft samband við Salinn og ætlað að panta miða á minningartónleika vilja aðstandendur og vinir Jóns Múla koma því á framfæri að um hefð- bundna útför er að ræða, að öðru leyti en því að þjóðkirkjan kemur þar ekki nálægt. Salurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. Athöfnin hefst kl. 17.30. Minningar- athöfn um Jón Múla – ekki tónleikar Salurinn í Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.