Morgunblaðið - 19.04.2002, Síða 20
LANDIÐ
20 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FERÐAMÁLASAMTÖK Suður-
lands funduðu fyrir stuttu á Veit-
ingastaðnum Kristjáni X. á Hellu
þar sem ferðaþjónustufólk úr fjórð-
ungnum kom saman og hlýddi á fróð-
leg erindi og réð ráðum sínum um
komandi vertíð.
Á fyrri hluta fundarins fóru fram
hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem
ný stjórn tók við taumunum undir
forystu Eyju Þóru Einarsdóttur á
Moldnúpi, en aðrir í stjórn eru Erla
Ívarsdóttir á Geirlandi, Eymundur
Gunnarsson, Hveragerði, Gústaf
Stolzenwald, Stokkalæk, og Áslaug
Rut Áslaugsdóttir í Vestmannaeyj-
um. Á fundinn komu Reynir Sveins-
son, forstöðumaður Fræðasetursins
í Sandgerði, og Sverrir S. Sigurðs-
son, kynningar- og markaðsfulltrúi
Árborgar, en þeir fluttu fróðleg er-
indi um starfsemi og markaðsmál á
heimaslóðum sínum.
Þá kynnti Þórdís Eiríksdóttir,
verkefnisstjóri hjá Leonardo da
Vinci-áætluninni, starfsemi samtak-
anna, en starfsfólk upplýsingamið-
stöðva fór einmitt nýlega til Glasgow
á vegum verkefnisins. Fjörlegar um-
ræður urðu að erindum loknum um
markaðsmál, en til stendur að kynna
Suðurland myndarlega á ferðakynn-
ingunni Ferðatorg 2002 sem haldið
verður í Smáralind 19.–21. apríl nk.
Ferðamálasamtök Suðurlands
Morgunblaðið/Aðalheiður
Frá málþingi Ferðamálasamtaka Suðurlands á Hellu.
Málþing og aðalfundur
Hella
KONURNAR í kvenfélaginu Eining
gáfu fyrir skömmu heilsugæslunni á
Skagaströnd vaxpott og rafmagns-
nuddtæki. Tæki þessi eru einkum
notuð við sjúkraþjálfun og hafa
reynst mjög vel að sögn Angelu
Berthold sjúkraþjálfara, sem getur
nú veitt betri þjónustu en áður.
Það er sjúkrasjóður Einingar sem
fjármagnar gjöfina en sjóðurinn
starfar innan kvenfélagsins og var
stofnaður 1947. Allt frá stofnun hef-
ur sjóðurinn gefið myndarlegar
gjafir til heilsugæslunnar á Skaga-
strönd. Margt af þeim tækjum er í
notkun enn í dag þótt sum þau elstu
séu að sjálfsögðu orðin úrelt. Aðal
tekjulind sjóðsins er sala minning-
arkorta auk þess sem sjóðurinn hef-
ur safnað fé fyrir ýmsum tækjum
með öðrum hætti.
Gjafirnar sem nú voru afhentar
voru vaxpottur, sem að sögn nýtist
vel þeim sem þurfa á handaþjálfun
að halda, eru með liðagigt eða eru
að jafna sig eftir aðgerðir á höndum.
Rafmagnsnuddtækið er með nokkr-
um mismunandi nuddhausum og
kemur að góðu gagni við meðhöndl-
un vöðvabólgu og eymsla, t.d. í baki.
Kvenfélagið
gefur þjálf-
unartæki
Skagaströnd
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Angela Berthold, Soffía Lárusdóttir, sem verið hefur í stjórn sjóðsins
frá upphafi, Fjóla Ævarsdóttir og Jóhanna Sigurjónsdóttir.
SUÐURNES
GERT er ráð fyrir þéttri miðbæjar-
byggð á Samkaupasvæðinu í
Njarðvík, samkvæmt tillögu að
deiliskipulagi sem nú er til umfjöll-
unar í skipulags- og bygging-
arnefnd Reykjanesbæjar og kynnt
var bæjarfulltrúum á síðasta fundi
bæjarstjórnar.
Á núverandi skipulagi er sýnd
blönduð byggð á Samkaupasvæð-
inu. Samkvæmt þeim tillögum að
deiliskipulagi sem nú liggja fyrir
er gert ráð fyrir að svæðið frá
verslunarhúsi Samkaupa og upp að
Reykjaneshöll verði skipulagt sem
hreint íbúðahverfi en neðan Sam-
kaupa og á horni Flugvallarvegar
og Njarðarbrautar verði svigrúm
til að byggja stór hús fyrir versl-
unar- og þjónustustarfsemi í fram-
tíðinni.
Gert er ráð fyrir að í íbúðahverf-
inu verði allt að fjögurra hæða fjöl-
býlishús. Því verður skipt niður í
fimm reiti, með um það bil 30 íbúð-
ir í hverjum. Á svæðinu eiga því að
rúmast um 150 íbúðir fyrir um 400
íbúa.
Hafnargata verði ás milli
menningar og stórhýsa
Viðar Már Aðalsteinsson, for-
stöðumaður umhverfis- og tækni-
sviðs Reykjanesbæjar, segir að
gert sé ráð fyrir því að Hafn-
argatan verði áfram aðalversl-
unargata bæjarins. Hún verði
nokkurs konar ás milli menningar-
og listastarfsemi sem verið er að
byggja upp í kringum Duus-húsin í
Grófinni, annars vegar, og stór-
hýsa- og miðbæjarbyggðar á Sam-
kaupasvæðinu hins vegar. Leggur
hann áherslu á mikilvægi þess að
styðja við þetta hlutverk Hafn-
argötunnar sem eigi undir högg að
sækja. Gert sé ráð fyrir að mögu-
leiki verði á íbúðum á efri hæðum
verslunar- og þjónustuhúsa við
götuna.
Arkitektastofan Batteríið hefur
unnið að skipulagsvinnunni með
starfsmönnum Reykjanesbæjar.
Deiliskipulagið verður afgreitt af
skipulags- og byggingarnefnd á
næstunni. Viðar Már segir að verk-
takar sýni svæðinu áhuga og telur
ekki ólíklegt að hægt verði að út-
hluta þar lóðum fljótlega á næsta
ári.
Þétt miðbæjarbyggð
á Samkaupasvæðinu
Njarðvík
Væntanlegt íbúðasvæði verður á reit sem liggur frá götu sem nefnd hef-
ur verið Frekjan og liggur ofan við hús Samkaupa og upp að Reykjanes-
höllinni sem er lengst til vinstri á loftmyndinni. Stórhýsi fyrir verslanir
og þjónustu verða í nágrenni verslunarhúss Samkaupa.
Íbúðahverfið á Samkaupasvæðinu verður þétt miðbæjarbyggð. Hverf-
inu verður skipt niður í fimm reiti, með um það bil 30 íbúðir í hverjum.
GUÐLAUGUR Einarsson ehf.
átti lægsta tilboð í byggingu stál-
þils við Norðurgarð í Sandgerð-
ishöfn. Tilboð hans var 90% af
kostnaðaráætlun.
Unnið hefur verið að dýpkun
Sandgerðishafnar, meðal annars
við Norðurgarð til að auðvelda
loðnuskipum að athafna sig. Er
því verki að ljúka. Í sumar á að
reka niður stálþil, fylla að því og
gera kantinn viðleguhæfan. Sigl-
ingastofnun áætlaði að þetta verk
myndi kosta 23,6 milljónir kr. en
lægsta tilboðið í útboði, frá Guð-
laugi Einarssyni ehf., var 21,3
milljónir sem er um 90% af áætl-
un. Alls bárust sjö tilboð í vinnuna
og kveðst Björn Arnason hafnar-
stjóri ánægður með niðurstöðu út-
boðsins.
Á næsta ári er áætlað að steypu
þekju og ganga frá lögnum að
Norðurgarði.
Stálþil rekið í sumar
Sandgerði