Morgunblaðið - 19.04.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.04.2002, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opinn fyrirlestur Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands Odda við Sturlugötu Sími 525 4500 www.vidskipti.hi.is Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands Marketing the Nation State John A. Quelch, prófessor við Harvard háskóla, flytur erindi um mikilvægi markaðssetningar þjóðríkis nú á tímum þegar mörg fyrirtæki eru alþjóðaleg en ekki bundin tilteknu þjóðríki. Hann veltir meðal annars fyrir sér hvernig markaðssetning þjóðríkis getur haft áhrif á útflutning, ferðaiðnað og erlendar fjárfestingar. Þurfum við að markaðssetja Ísland með tilliti til ofangreindra þriggja þátta sem skipta okkur svo miklu máli? John A. Quelch, prófessor við Harvard háskóla, er víðfrægur fræðimaður á sínu sviði. Hann er m.a. sérfræðingur í alþjóðaviðskiptum, alþjóða markaðssetningu og mannauðsstjórnun og hlutverkum alþjóðafyrirtækja og þjóðríkja. Quelch er höfundur og meðhöfundur fjölmargra bóka um ýmis málefni sem lúta að viðskiptum auk þess sem hann hefur setið í stjórnum ýmissa stórfyrirtækja og í fjölmörgum ráðgjafanefndum á vegum ríkisstjórna margra þjóða. Fundarstjóri er Ágúst Einarsson, forseti Viðskipta- og hagfræðideildar. Fyrirlesturinn verður í stofu 101, Odda, föstudaginn 19. apríl, kl. 12 – 13.30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 6 0 1 6 / si a. is LYFJAVERSLUN Íslands hf. hélt aðalfund sinn í gær og var þar meðal annars samþykkt tillaga um að breyta nafni félagsins í Líf hf. þar sem Lyfjaverslun Íslands væri ekki nægilega lýsandi fyrir víðtæka starf- semi þess. Annars bar helst til tíðinda á fund- inum að miklar deilur voru á milli meirihluta og minnihluta stjórnar, og eru þær framhald af þeim deilum sem urðu í fyrrasumar þegar áform voru uppi hjá þáverandi meirihluta stjórnar um að Lyfjaverslun keypti fyrirtækið Frumafl og samning sem það fyrirtæki hafði gert við ríkið um rekstur öldrunarheimilisins Sóltúns. Á fundinum í gær var öll stjórn fé- lagsins ásamt varastjórn endurkjörin án þess að til atkvæðagreiðslu kæmi, en stjórnina skipa Margeir Péturs- son, formaður, Grímur Sæmundsen, Lárus Blöndal, Stefán Bjarnason og Örn Andrésson, en í varastjórn eru Ólafur Njáll Sigurðsson og Yngvi Óttarsson. Í skýrslu sinni til fundarins sagði Margeir Pétursson formaður stjórn- ar að liðið starfsár hefði verið bæði sögulegt og viðburðaríkt. „Umsvif fé- lagsins þrefölduðust, fjöldi starfs- manna nærri fjórfaldaðist og það flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði. Haldinn var sögulegur hluthafafund- ur í júlí og miklar sviptingar urðu í rekstrarumhverfi félagsins, sérstak- lega því sem veit að gengismálum,“ sagði Margeir. Hann sagði einnig að eftir samrunann við Thorarensen Lyf og A. Karlsson væri fyrirtækið lang- stærsti þjónustuaðilinn við íslenska heilbrigðiskerfið, með 6,3 milljarða króna í veltu. Þetta er mikil aukning frá fyrra ári þegar fyrirtækið velti 2,2 milljörðum króna. Eignir þess hafa einnig vaxið mikið, úr 1,9 í 4,8 millj- arða króna. Hagnaður var 516 millj- ónir króna í fyrra, en hafði verið 42 milljónir króna árið 2000. Margeir sagði þessa afkomu slaka en ástæðan hafi fyrst og fremst verið óhagstæð gengisþróun íslensku krónunnar, sem komi annars vegar fram í geng- istapi af erlendum lánum og hins veg- ar í því að félagið geti ekki ýtt kostn- aðarhækkun út í verð lyfjanna. Annaðhvort verið að hlunnfara skattborgara eða aðra hluthafa Margeir ræddi einnig kaup félags- ins á A. Karlssyni og Thorarensen Lyfjum og sagði mikla vinnu hafa far- ið í að sameina Thorarensen Lyf og Lyfjaverslun, en ávinningur samrun- ans kæmi ekki að fullu fram fyrr en á næsta ári. Þá vék hann að Frumafli, sem fyrri stjórn hefði í júní í fyrra ætlað að láta félagið kaupa af hluthafa í félaginu, Jóhanni Óla Guðmundssyni, sem ráð- ið hafi meirihluta stjórnar á fyrri að- alfundi þess. „Frumafl átti 85% í Öld- ungi hf. sem var með samning við ríkið um rekstur hjúkrunarheimilis- ins Sóltúns. Engar aðrar eignir voru í félaginu,“ sagði Margeir og bætti við að kaupverðið hafi jafngilt 850 millj- ónum króna í hlutabréfum í Lyfja- verslun Íslands miðað við gengi bréfa félagsins. „Í þessu verði fólst augljóslega að annaðhvort væri verið að hlunnfara íslenska skattborgara stórkostlega með samningnum við ríkið, eða þá aðra hluthafa í Lyfjaverslun Ís- lands,“ sagði Margeir, og rifjaði upp að haldinn hefði verið hluthafafundur í fyrra sumar þar sem samþykkt hafi verið að leita eftir riftun eða ógild- ingu á kaupunum á Frumafli, en nú er rekið mál fyrir dómstólum vegna þessa. Margeir segir það sitt mat og þriggja annarra stjórnarmanna fé- lagsins að útilokað sé að Frumafls- samningurinn gangi eftir. Ákvörðun- in um kaupin hafi verið ólögmæt og og hluthafafundur hafi fellt þau með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Deilt um Delta-bréfin Þá vék Margeir að sölu félagsins á eignarhlut í Delta síðastliðið haust. Hann sagði að ljóst hefði verið eftir kaupin á A. Karlssyni og Thoraren- sen Lyfjum að félagið hefði þurft að styrkja eiginfjárhlutfall sitt, sem hafi verið 12,3% um mitt ár. Jafnframt hafi Lyfjaþróun verið áhugaverður fjárfestingarkostur, sem og rekstur lyfjaverslana í Eystrasaltslöndunum. Margeir sagði að vegna markaðsað- stæðna og málaferla eins hluthafans gegn félaginu hafi ekki verið mögu- legt að fara í hlutafjárútboð og því hafi bréfin í Delta verið seld til að full- nægja fjárþörf félagsins og að fyrir þau hafi fengist 35,5 krónur á hlut, sem hafi verið yfirverð á þeim tíma. Margeir sagði að enginn hafi gagn- rýnt þessa sölu fyrr en eftir áramót þegar gengi bréfa Delta hafi tekið að stíga. Einnig fram hjá Margeiri að fjármagnskostnaður Lyfjaverslunar- innar við að eiga þessi bréf hafi verið 20 milljónir króna á mánuði. Sala á bréfum Lyfjaverslunar í Delta, en Lyfjaverslun átti um fimmtungs hlut í Delta, varð tilefni mikilla umræðna á fundinum og var hún tekin fyrir sérstaklega undir liðnum önnur mál. Grímur Sæmund- sen, fulltrúi minnihluta í stjórn, taldi að með sölunni hefði verið um að ræða meiri eignaupptöku og rýrnun verðmæta en dæmi séu um í félagi á Verðbréfaþingi. Hann rakti gengis- þróun Delta og taldi ekki að Lyfja- verslun hefði fengið yfirverð, enda hefði mátt sjá fyrir að gengið myndi halda áfram að hækka og sagðist hann enn telja að bréfin muni fara hækkandi. Lárus Blöndal, sem er einn af fulltrúum meirihluta í stjórn, mót- mælti orðum Gríms og sagði að stærstu hluthafarnir hafi viljað selja bréfin og að það sýni að ákvörðunin hafi verið gerð með hagsmuni hlut- hafa í huga, enda hafi stærstu hlut- hafarnir mestu hagsmunina, og að þeir hafi ekki átt neina aðra hags- muni að verja, ólíkt því sem verið hafi í Frumaflsmálinu. Almennir hluthafar blekktir til stuðnings við valdatafl Grímur Sæmundsen sagði í ræðu sem hann flutti í umræðum um skýrslu stjórnar að liðið starfsár hafi verið ár mikilla hörmunga í félaginu. Hæst hafi borið valdatöku nokkurra hluthafa á hluthafafundi 10. júlí síðast liðinn, en þessir aðilar hafi blekkt al- menna hluthafa til stuðnings við sig með rógi og óhróðri um stjórn félags- ins sem hefði verið kosin einróma á aðalfundi aðeins þremur mánuðum áður. Í nafni hluthafalýðræðis hafi fjöldinn verið blekktur til stuðnings við valdatafl, en notað hafi verið sem yfirskin að þáverandi meirihluti stjórnar hafi með því að ganga frá áð- ur samþykktum kaupum félagsins á Frumafli ekki verið að gæta að hags- munum almennra hluthafa. Grímur lýsti þeirri skoðun sinni að hagur hluthafa sé nú mun verri en ef fyrri stjórn hefði fengið að sinna starfi sínu áfram og nefndi hann nokkur atriði máli sínu til stuðnings. Félagið logi í illvígum málaferlum sem ekki sjái fyrir endann á og þau séu á ábyrgð þeirra sem nú stýri fé- laginu. Hluthafar hafi tapað á þeirri ákvörðun stjórnar að selja hlutabréf- in í Delta og ef ekki hefðu orðið stjórnarskipti ætti félagið nú Frum- afl og þar með Sóltún og þá mögu- leika sem það feli í sér vegna vaxandi eftirspurnar eftir öldrunarþjónustu. Loks nefndi Grímur að gengi hluta- bréfanna hefði fallið um fjórðung, að reksturinn væri í molum og stefnu- mótun skorti. Á fundinum var samþykkt sam- hljóða fyrirliggjandi tillaga um greiðslu 12% arðs af nafnverði hluta- fjár til hluthafa og einnig um rétt stjórnar til kaupa á allt að 10% af bréfum í félaginu. Deilur á aðalfundi Lyfjaverslunar Morgunblaðið/Golli Félagið skipti um nafn og heitir nú Líf hf. Sala á bréfum í Delta var gagnrýnd harðlega, en Margeir Pétursson svaraði því til að fengist hefði yfirverð, gagnrýnin hefði komið fram eft- ir hækkun bréfanna og að þau hefðu kostað félagið 20 m.kr. á mánuði. OMEGA Farma, dótturfyrirtæki Delta hf., fékk í gær markaðsleyfi fyrir geðlyfinu cítalópram í Þýska- landi. Þýsku fyrirtækin Merck, Rat- iopharm, Biochemie, Temmler Pharma, STADA og Azupharma hafa hafið markaðssetningu á lyfinu. Segir í fréttatilkynningu að þessi fyrirtæki hafi yfir 80% markaðshlut- deild á samheitalyfjum í Þýskalandi. Áætlanir gera ráð fyrir að velta af sölu cítalópram í Evrópu verði um 2 milljarðar króna. Lyfið er einnig markaðssett í Hollandi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Cítalópram fékkst skráð hér á landi í ársbyrjun 2001. Omega Farma er fyrsta fyrirtæk- ið til að setja samheitalyf af þessari tegund á markað en lyfið er með söluhæstu geðlyfjum í Evrópu að því er segir í fréttatilkynningunni. Omega Farma fær mark- aðsleyfi í Þýskalandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.