Morgunblaðið - 19.04.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 19.04.2002, Síða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ DANSKI kvikmyndaleikstjórinn Thomas Vinterberg sló í gegn svo um munaði með Festen, Veislunni, árið 1998. Hann hlaut sama ár sérstök dómnefndarverðlaun í Cannes fyrir myndina. Myndin var fyrsta „dogma“-kvikmyndin. Er hún var sýnd hér sem opnunarmynd Kvik- myndahátíðar í Reykjavík í janúar 1999 sagði Arnaldur Indriðason í um- sögn um hana (Mbl. 16. janúar) að hugtakið „dogma“ snúist um „að fara ekki eftir hefðbundnum vinnureglum hvað varðar lýsingu, myndatöku og stúdíóvinnu, heldur brjóta upp form- ið, kannski í tilraun til þess að afmá það, gera það ósýnilegt; þurrka út skilin á milli áhorfandans og verksins og mynda eðlilegt flæði ...“ Myndin er tímamótaverk þar sem aðferðin hæfir efninu vel. Litlu er breytt í leikgerðinni, fleiri atriði gerast innanhúss og í stað þess að klippa oft á milli eins og í kvik- myndinni er fjölmörgum stuttum at- riðum slegið saman í færri og lengri. Framvindan, persónur og orðalagið er allt hið sama. Þótt hér sé ekki gerð tilraun til að setja á svið leiksýningu eftir „dogma“-reglunum þá eru tvennt sem færir sýninguna nær kvikmyndinni en erlendar sýningar á sömu leikgerð. Annars vegar er það sú ákvörðun leikstjórans að setja áhorfendur niður við veisluborðið og hins vegar að láta einn leikaranna taka mynd af veisluhöldunum á litla myndbandsvél og varpa myndunum á endavegg leikrýmisins. Þarna er greinilega reynt að „þurrka út skilin milli áhorfandans og verksins“, svo aftur sé vitnað í Arnald. Þetta kallast á við söguna um að við tökur á kvik- myndinni hafi aukapersónurnar setið gersamlega óviðbúnar við veisluborð- ið og ekki vitað hvaðan á sig stóð veðr- ið, sennilega í því augnamiði að fá fram sem eðlilegust viðbrögð. Það sama verður uppi á teningnum í leik- sýningunni og það er mjög athyglis- vert að fylgjast með veisluborðsgest- um. Það er svo ríkt í mannseðlinu að laga sig að aðstæðum að sumir áhorf- endur reyna að leiða hjá sér þau átök sem eiga sér stað við hliðina á þeim og einbeita sér að matnum sem er borinn fyrir þá. Þannig spegla þeir viðhorf samfélagsins til óþægilegra stað- reynda eins og kynferðislegs ofbeldis gegn börnum en þögnin sem umvefur þessi mál og þjáning fórnarlambanna eru einmitt umfjöllunarefni leiksins. Hér er valinn maður í hverju rúmi enda ákveðinn gæðastimpill að vera valinn af Stefáni Baldurssyni í sýn- ingu sem hann leikstýrir. Fyrstan ber að telja Hilmi Snæ sem enn einu sinni sannar að ekkert er honum ókleift á leiksviði, hann getur brugðið sér í hvaða gervi sem er og gleymt sér ger- samlega í hlutverkinu. Hann átti hlut- tekningu áhorfenda alla enda á hann auðvelt með að hrífa þá með sér inn í óbærilega þjáningu þess sem níðst hefur verið á. Arnar átti einstakan leik sem maðurinn sem berst fyrir röngum málstað og sér veldi sitt hrynja til grunna. Leikur hans var umfram allt hófstilltur, nálægðin við áhorfendur kallaði fram hans bestu kosti sem leikara. Rúnar Freyr Gísla- son þarf að taka á öllu sínu í erfiðu hlutverki svarta sauðarins í fjölskyld- unni, hins árásargjarna og ofbeldis- fulla yngsta sonar, en hann skilar því fullkomlega. Inga María Valdimars- dóttir lék konu hans af mikilli snilld enda gervið og búningarnir fullkomn- ir. Leikur Tinnu Gunnlaugsdóttur sem móðirin var blæbrigðarík túlkun á konu sem berst af hörku uns allt er glatað en hleypur þá undan merkjum til bjargar sjálfri sér. Elva Ósk lifði sig vel inn í hlutverk dótturinnar, skvettu sem er í uppreisn gegn borg- aralegum gildum fjölskyldunnar. Ný- liðinn Yapi Donatien Achou lét ekki sitt eftir liggja – greinilega fæddur leikari. Erlingur Gíslason var stór- kostlega skemmtilegur sem gleymni afinn og Þóra Friðriksdóttir sómdi sér vel sem hægláta amman. Þessir níu leikarar bregða upp trúverðugri mynd af fjölskyldu sem er slétt og felld á yfirborðinu en reynist á helj- arþröm þegar þögnin er rofin. Brynhildur Guðjónsdóttir og María Pálsdóttir eiga góðan leik sem þjón- ustustúlkur sem hafa augastað á bræðrunum. Stefán Jónsson er bráð- fyndinn sem veislustjórinn, fígúra sem talar með erlendum hreim og heldur ásamt afanum uppi stemmn- ingunni þegar syrtir í álinn. Kjartan Guðjónsson skapar mjög heilsteypta og sannfærandi persónu sem frænd- inn auk þess sem hann hefur það erf- iða hlutverk með höndum að stjórna myndavélinni. Friðrik Friðriksson lék vel hlutverk yfirþjónsins, sem reynist eldri syninum stoð og stytta þegar á þarf að halda. Þetta er afar áhrifamikil og fjöl- breytt sýning og verður án efa í minn- um höfð. Til að ná fram þessum áhrif- um hefur Stefán Baldursson lagt áherslu á hófstillingu, jafnt í leik, þýð- ingu, búningum, leikmynd sem hljóð- mynd. Tilfinningagosin verða mun til- þrifameiri ef alla jafna er leikið á lágu nótunum. Það er nostrað við hvert smáatriði til þess að það stingi ekki í stúf við heildina og áhorfendur geti ekki bara lifað sig inn í sýninguna heldur fundist þeir verða hluti af henni þegar þögnin er rofin og sann- leikurinn fær loks að komast upp á yf- irborðið. Yfirborðið er slétt og fellt: Hilmir Snær Guðnason og Tinna Gunnlaugs- dóttir í hlutverkum sínum í upphafi sýningarinnar. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundar upphaflegs kvikmynda- handrits: Mogens Rukov og Thomas Vint- erberg. Leikgerð: Bo hr. Hansen. Þýð- andi: Einar Kárason. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikmynd: Þórunn S. Þor- grímsdóttir. Búningar: Filippía I. Elísdótt- ir og Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Umsjón tónlistar og hljóðfærasláttur: Jóhann G. Jóhannsson. Leikarar: Arnar Jónsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Elva Ósk Ólafs- dóttir, Erlingur Gíslason, Friðrik Frið- riksson, Hilmir Snær Guðnason, Inga María Valdimarsdóttir, Kjartan Guð- jónsson, María Pálsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Stefán Jónsson, Tinna Gunn- laugsdóttir, Yapi Donatien Achou og Þóra Friðriksdóttir. Fimmtudagur 18. apríl. VEISLAN Þögnin rofin Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Árni Sæberg LAXNESSÞING verður sett í Há- skólabíói í dag kl. 16.30 en það er haldið í tilefni af aldarafmæli Hall- dórs Laxness. Magnús Magnússon, rithöfundur og sjónvarpsmaður í Skotlandi, flytur setningarræðu þingsins. Magnús kallar erindi sitt The Fish can sing: Laxness in English Translation. Ingibjörg Har- aldsdóttir, skáld og þýðandi, og Ólafur Ragnarsson útgefandi flytja einnig erindi við setningu þingsins sem fram fer í sal 2 í Háskólabíói eins og þingið allt. Setningin og þingið eru öllum opin. Dagskrá þingsins Laugardagur 20. apríl 2002 9.30-10.30 Kvika í hrosshófi – Skáld og samfélag Úlfar Bragason: Sveitaómenn- ingin í skugga skáldsins frá Lax- nesi. Jón Karl Helgason: Hver á Hall- dór Laxness? Pétur Már Ólafsson: Platsaungv- ari hólfélagsins – Garðar Hólm verður til. Kaffihlé 11.00-12.15 Yfirdímensjóneruð örlög – Samtöl við skáldsögur Halldór Guðmundsson: „Einsog þráin sem ég bar“ – Um ástina í verkum Halldórs Laxness. Bergljót S. Kristjánsdóttir: Tunga, samfélag, menning. Um málið á Gerplu. Torfi Tulinius: Búkolla, Bjartur og blómin. Um þjóðtrú, myndmál og list skáldsögunnar í Sjálfstæðu fólki. Friðrik Rafnsson: Jarmomil og Ljósvíkingurinn: Ímynd ljóðskálds- ins hjá Laxness og Kundera. Hádegishlé 13.30-14.30 Völvan með töfra- sprotann – Leikrit og leikhús Hávar Sigurjónsson: Frá Strompleiknum til Kristnihaldsins. Kristín Jóhannesdóttir: Um Strompleikinn. Bjarni Jónsson: Gengið yfir lík. Um ástríðufullar og dramatískar persónur í skáldsögunni Barn nátt- úrunnar og tilraun til þess að breyta henni í leikgerð fyrir útvarp. Kaffihlé 15.00-16.00 „Að gánga á mála hjá lyginni“ – Laxness á nýrri öld Sigurbjörg Þrastardóttir: Chapl- in í krosshliðinu. Andri Snær Magnason: Lengstur skuggi í kvöldsól. Auður Jónsdóttir: Fáðu þér fjall- gönguskó! – Ranghugmyndin um að íslenskir höfundar skrifi í skugga „fjallsins“ Halldórs Laxness. Sunnudagur 21. apríl 2002 9.30-10.30 „Samvirk framníng þjóðreisnar“ – Pólitískar skoðanir Jón Ólafsson: Laxness í Sovét- ríkjunum. Hin pólitíska ferðabók, nokkur samtímaverk. Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Myrkur heimsins. Morten Thing: Laxness og danskir kommúnistar: Nexø, Gel- sted, Kirk og Heinesen. Kaffihlé 11.00-12.15 „Hvor í annars draumi“ – Samband bóka og bóka – höfundar og höfundar Helga Kress: „Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar.“ Hall- dór Laxness og Torfhildur Hólm. Hjörtur Pálsson: Eru Vikivaki Gunnars Gunnarssonar og Kristni- hald undir Jökli eftir Halldór Lax- ness hliðstæðar táknsögur? Soffía Auður Birgisdóttir: Skáld- uð ungsjálf. Sjálfsmyndir Laxness og Þórbergs í skáldævisögulegum verkum þeirra. Lars Lönnroth: Laxness revolt- erade mot sagatraditionen. Hádegishlé 13.30-14.30 Glæpur og dygð – Siðferði Vésteinn Ólason: „Undur mikið hversu mart þú kant ljúga“ – Lygi og sannleikur í verkum Halldórs Laxness. Dagný Kristjánsdóttir: Að missa og finna aftur sína Paradís. Ármann Jakobsson: Nietzsche í Grjótaþorpinu: Siðferði manns og heims í Atómstöðinni. Kaffihlé 15.00-16.00 „Ekkert orð er skrípi“ – Mál og stíll Guðrún Kvaran: Orðaforðinn í skáldverkum Halldórs Laxness. Þorleifur Hauksson: Að hugsa í öðrum myndum. Helena Kadeckova: Að þýða Laxness. Laxnessþing sett í dag RISAHYGGJA eða „gígantismi“ er orð sem stundum hefur sést notað í tengslum við sum stærstu verk síð- rómantíska skeiðsins, er skrifuð voru fyrir áður óþekktar hljómsveitar- stærðir. Hvað legið hefur að baki slíkri ofurrausn – hvort sem það var útblásin listamanna-egó, almenn framfaratrú darwinismans, eða bara skortur á rafuppmögnunartækni seinni tíma – skal ósagt. En hinu má ekki gleyma, að tónleikagestum alda- mótaáratuganna kringum 1900 bauðst vart magnaðra listrænt áreiti á ímyndunaraflið en hljómkviður og tónaljóð fyrir risahljómsveitir, og býðst í rauninni ekki enn, þó að sam- keppni frá sjónrænni afþreyingu nú- tímans hafi að nokkru leyti ýtt sinfón- ískri tónlist til hliðar. Þar við bætist, að uppfærsla slíkra risaverka verður æ kostnaðarsamari, eins og allt núorðið sem krefst þátt- töku margra sérhæfðra einstaklinga. Er því ekki seinna vænna að hilli loks undir þriðjungi stærri hljómflutn- ingssal en Háskólabíó – svo fremi auðvitað sem takist að fylla hann – ef áfram skal leggja í álíka „risaeðlur“ fortíðar og Alpasinfóníu Richards Strauss, sem ef að líkum lætur hlaut íslenzkan frumflutning sinn í gær- kvöld fyrir þéttskipuðu húsi. Eins má ætla að meginástæða þess að Hyr eft- ir Áskel Másson hafi þurft að bíða áratug eftir frumflutningi felist í hversu sjaldan gefast tækifæri til að spyrða saman á sömu tónleikum ís- lenzku og erlendu verki fyrir þetta mikinn mannskap. Til fróðleiks má nefna, að þegar flestar Beethovens- infóníur gera aðeins ráð fyrir 12 blás- arapörtum, pákuleikara og strengja- sveit, útheimtir Alpasinfónían, auk strengja og pákna, um 35 blásara- raddir á sviði – 16 baksviðs, 5 í slag- verki (þ. á m. vindvél og þrumuvél), tvær hörpur og orgel. Verk Áskels er varla síður heimtufrekt – skrifað fyrir 34 blásara, 6 slagverksleikara (um 54 hljóðfæri eða samstæður), 4 + 6 pák- ur, 2 hörpur og 62 manna strengja- sveit, enda þótt hér lékju aðeins 50. Tónleikarnir hófust á hápunktsatriðinu úr óp- eru Strauss Salóme, þegar dóttir Heródíasar dansar sjöslæðudans sinn og fær höfuð Jó- hannesar skírara á silf- urfati að launum. Strauss tókst með óper- unni að ganga rækilega fram af góðborgurum samtíðar (1905), enda tónlistin ósiðug í máta rétt eins og kristallaðist í kenjótt ástríðufullum danshrynjunum. Hljómsveitin var eldsnörp þegar frá upphafi og laðaði auk hinna vafasömu ísmeygilegheita einnig fram nokkur seiðandi panóramísk augnablik sem hefðu fallið skínandi vel að kvikmynd- inni Arabíu-Lárenzíusi. Hyr mun fyrsti þáttur úr þríþættu klukkustundar löngu verki Áskels Mássonar, Sinfónía trilogia, frá 1990– 92, og jafnframt sá lengsti eða um 28 mín. Hyr er fornt eldsheiti, og eld- urinn hefur frá örófi alda táknað hreinsun, skírslu. Hann hefur áður komið við sögu í verkum Áskels, a.m.k. í ballettnum Höfuðskepnunum frá upphafsárum ferilsins, en hefur í hérumræddu verki trúlega meir mót- azt frá ljóðrænu og heimspekilegu sjónarhorni en var í fyrra dæminu. Eldskírslu fylgir oft líkamleg pín og síðan andlegur trans, og hvort tveggja virtist búa undir tónsmíðinni í ríkum mæli. Allt frá tilkomu harm- ónísks rytma á síðmiðöldum hefur kvöl öðru fremur verið táknuð með ómstríðni, og jafnvel þótt módern- isminn hafi tekið þann fylgifisk úr sambandi að mestu, þá var engu að síður eins og eimdi eftir hinni fornu hugsun hér, enda man undirritaður ekki í svip eftir jafnómstríðu verki út í gegn af hendi Áskels í mörg ár. Verk- ið einkenndist í meginatriðum af mis- stórum klasahljómaflekum, og þrátt fyrir oft bullandi krossarytmík úr m.a. einhverju stærsta slagverksapp- arati sem sézt hefur í sinfónísku ís- lenzku verki, þá bar merkilega lítið á sveiganlegri rytmík í lagferlinu, enda augljóslega lítið lagt upp úr melód- íska þættinum sem slíkum. Engu að síður brá fyrir mörgum litríkum sprettum í þessu kraftmikla verki, og virtist stundum sem „léki hár hiti / við himin sjálfan“. M.a.s. vottaði fyrir púlsrytma, t.d. við ostinato-staði harpnanna eða í dyn- mögnuðum „galeiðu- trommu“-sláttarkafla, sem kveikti ýmis rammheiðin hug- myndatengsl aftan úr frumsteinöld. Frá heyrnarhóli almenns hlustanda hefðu slíkir staðir gjarna mátt vera fleiri. Annars myndi Hyrjarþátturinn vafa- lítið njóta sín enn betur sem liður í heildarflutn- ingi allra þriggja þátta, og gefst vonandi kostur þess í betra tónlistarhúsi á komandi árum. Alpasinfónía Strauss var samin 1911–15. Líkt og undangengin 3. sin- fónía hans (Domestica) frá 1904 er hún prógrammsinfónía og „fjallar“ um fjallgönguferð í 22 nafngefnum köflum, eða, kannski réttara, smæð mannsins gagnvart undrum náttúr- unnar. Hún hefur stundum verið nefnd „Pastoralsinfónía 20. aldar“. Þar getur snemma að heyra tónmál- aða eina af nafntoguðustu sólarupp- rásum tónbókmennta (að ógleymdri þeirri úr tónaljóði sama höfundar, Also sprach Zarathustra), og kaflinn „Á tindinum“ þykir ekki síður til- komumikill. Strauss þótti ekki alltaf heillandi persónuleiki í umgengni og honum hefur oft verið legið á hálsi fyrir of- hlaðinn hljómsveitarrithátt. Það hlýt- ur samt öðru fremur að vera háð túlk- un, því að í þessu tilviki var býsna erfitt að láta ekki hrífast af göldróttri orkestrunarsnilld tónskáldsins. Ma- estro Petri Sakari hafði í feikimörg horn að líta, eitt hið viðsjárverðasta kannski í „auf Irrwegen“ (á villigöt- um), en sá undantekningarlítið við háskanum og reiddi fram hreint makalaust tæra heildarsýn úr marg- slungnum tónvefnaðinum með krist- alsskýrri mótun og sannfærandi tempóvali. Fílefld lúðradeildin (þ. á m. 10 horn!) glampaði og skein efst uppi á hátindi og víðar svo sveið í aug- un, og hressileg veiðiköllin neðan úr anddyri á uppstigningu voru aðeins eitt af ótal bráðskemmtilegra augna- blika í þessari stórbrotnu hálendis- hljómkviðu. Eldskírn aftan úr frumsteinöld TÓNLIST Háskólabíó Richard Strauss: Blæjudans Salómear. Áskell Másson: Hyr (frumfl.). R. Strauss: Alpasinfónían Op. 64. Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Petris Sakaris. Fimmtudaginn 18. apríl kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Áskell Másson Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.