Morgunblaðið - 19.04.2002, Qupperneq 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Halldór Pálssonfæddist á Siglu-
firði 9. maí 1929.
Hann lést á sjúkra-
húsinu í Keflavík 10.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigríður Kristín
Gunnarsdóttir og
Páll Pétursson. Hall-
dór átti fimm bræð-
ur, Gísla, Pál, Pétur,
Gunnar og Jóhannes.
Auk þess átti hann
sjö hálfsystkini.
Halldór kvæntist
18. ágúst 1956 Helgu
Árnadóttur, f. 1932, frá Þverá í
Eyjafirði. Foreldrar hennar voru
Árni Jóhannesson og Þóra Jóns-
dóttir. Börn Halldórs og Helgu
eru: 1) Jón, f. 17. júní 1956, kvænt-
ur Þórunni Þorbergsdóttur og
eiga þau fjögur börn: Sigurbjörg
(f. 1978), sambýlismaður Jón H.
Eðvaldsson (f. 1975) og eiga þau
Arnór Daða (f. 2001); Helga (f.
1988); Þorbergur (f. 1999); og
Þóra (f. 1999). 2) Árni Páll, f. 23.
nóvember 1959, sambýliskona
Helga M. Sigurðardóttir og eiga
þau Halldóru (f. 1995). Fyrir átti
Helga þrjú börn.
Halldór vann í
bernsku á Siglufirði
og í Eyjafirði við hin
ýmsu störf sem
tengdust landbúnaði
en snemma árs 1953
lá leið Halldórs til
Keflavíkur og hóf
hann nám í skipa-
smíði hjá Dráttar-
braut Keflavíkur í
febrúar 1954. Eftir
að Halldór lauk námi
árið 1957 í skipa-
smíði starfaði hann
nánast óslitið við iðn
sína til ársins 1980, fyrst hjá
Dráttarbrautinni í Keflavík en
lengst af hjá Skipasmíðastöð
Njarðvíkur. Halldór gerðist síðan
framkvæmdastjóri Iðnsveina-
félags Suðurnesja 1980 og starf-
aði þar uns hann lét af störfum
vegna aldurs vorið 1999. Halldór
tók virkan þátt í félagsmálum, sat
í stjórnum fyrirtækja og stofnana
og var m.a. félagi í Lionsklúbbi
Keflavíkur.
Útför Halldórs fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Tengdafaðir minn Halldór Pálsson
er látinn eftir ströng og erfið veik-
indi.
Halldór var einn af þessum sterku
mönnum sem unna sér aldrei hvíldar
og sólarhringurinn aldrei nógu lang-
ur. Það var Slippurinn, Iðnsveina-
félagið, Lífeyrissjóðurinn, Lions og
nú undir það síðasta Púttklúbburinn.
Þetta var lífið hans og sinnti hann
þessum fyrirtækjum af mikilli festu.
Síðustu daga höfum við heyrt mik-
ið af sögum af Dóra, eins og hann var
iðulega kallaður, sögur frá fólki sem
hann hjálpaði á einn eða annan hátt
án þess að það færi hátt. Dóri var vin-
margur og var heimili hans og Helgu
ætíð öllum opið, enda margir sem
komið hafa þangað í kaffi og með því.
Dóri missti móður sína sex ára
gamall og var heimilið þá leyst upp
og hann og fimm bræðrum hans
komið fyrir hjá vandalausum. Þeir
bræður endurnýjuðu kynni sín aftur
á fullorðinsárum. Bernska Dóra
markaði hann og herti og var fjöl-
skylda hans ætíð í fyrirrúmi.
Dóri sagði oft eftir að hann veiktist
að honum væri „nokk sama“ um sig,
það skipti öllu máli að fjölskyldan
hefði það gott. Ég hefði ekki getað
hugsað mér betri tengdapabba né
börnin mín betri afa. Helga og Hall-
dór hafa ætíð verið reiðubúin fyrir
okkur, hvenær sem er og hvar sem
er. Það er ekki hægt að gera betur.
Það er margs að minnast á svona
stundum og sorgin tekur öll völd en
minningarnar eigum við og þannig
lifir þú með okkur alla tíð.
Elsku Helga mín, missir okkar er
mikill en þinn er allra mestur.
Í lokin vil ég f.h. fjölskyldunnar
þakka starfsfólki á Sjúkrahúsi Suð-
urnesja fyrir frábæra umönnun og
ástúð í garð Halldórs og okkar allra.
Þórunn.
Elsku Dóri afi. Takk fyrir allt sem
þú gerðir fyrir okkur, alla snún-
ingana, nammið, knúsið, ástina og
umhyggjuna.
Helga, Þóra og Þorbergur.
Elsku afi, nú ertu farinn eftir
harða baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Allan þann tíma sem þú varst veikur
man ég ekki eftir að þú kvartaðir. Þó
þetta sé erfiður tími fyrir okkur sem
erum eftir þá get ég sætt mig við það
að ég á ofsalega margar góðar minn-
ingar um þig sem ég mun geyma í
hjarta mínu að eilífu.
Ef mig vantaði eitthvað þá gat ég
alltaf hringt í þig. Það var nú ósjald-
an sem ég hringdi ef ég þurfti að láta
keyra mig á sundæfingu. Einu sinni
hringdi ég og bað þig um að keyra
mig á æfingu seinna um daginn. Það
var auðsótt mál, ég átti bara að
hringja í eitthvert símanúmer þegar
þú ættir að koma. Svo gerði ég það og
þú komst. Á leiðinni á æfingu spurði
ég þig hvar þú hefðir verið því það
var kona sem svaraði í símann. Þá
sagðir þú mér að þú hefðir verið á
fundi en þessir menn gátu alveg beð-
ið á meðan þú keyrðir mig á æfingu.
Þetta lýsir þér alveg, afi, aldrei neitt
mál.
Fjölskyldan okkar er nú ekki mjög
stór og þú áttir ekki mörg barnabörn
en þú varst svo stoltur fyrir þremur
árum þegar hópurinn stækkaði um
40% á einum degi, eins og þú orðaðir
það. Það voru nú ekki allir sem gátu
þetta, en þá fæddust tvíburarnir,
Þóra og Þorbergur. Þú varst svo
ánægður með þau og þér fannst svo
gaman að fá fleiri barnabörn. Þér
fannst nú ekki leiðinlegra að fyrir
rétt rúmlega ári varðstu langafi þeg-
ar ég átti Arnór Daða. Nú áttirðu
orðin stóran barnahóp, en eins og all-
ir vita sem þekktu þig þá þótti þér
sérlega vænt um fjölskylduna þína.
En elsku afi, ég vona að þér líði vel
núna. Ég mun varðveita minninguna
um þig alla ævi og þannig halda þér
lifandi á minn hátt.
Takk fyrir allt, elsku afi, fyrir mér
verður þú alltaf besti afi sem hægt er
að hugsa sér.
Þín
Sigurbjörg.
Genginn er góður drengur, vinátta
okkar hefur varað í tæpa hálfa öld og
aldrei borið þar skugga á svo kynni
okkar og fjölskyldna okkar eru orðin
ærið löng.
Halldór Pálsson var ekki lang-
skólagenginn, en hann átti til heil-
brigða skynsemi. Einurð hans og
hreinskiptni og að koma til dyranna
eins og hann var klæddur laðaði fólk
að honum. Halldór var félagslyndur
með afbrigðum og mörg ábyrgðar-
störf voru honum falin á lífsleiðinni.
Halldór stundaði og æfði hlaup á
sínum yngri árum og keppti fyrir
Ungmennafélag Keflavíkur með góð-
um árangri enda mikill skap- og
keppnismaður. Einnig var hann góð-
ur stangveiðimaður og við þá íþrótt
undi hann sér best með fjölskyldu og
vinum. Samband þeirra hjóna Helgu
og Halldórs var sérstaklega náið og
djúpt og sinntu þau áhugamálum sín-
um í sameiningu.
Þrautseigja Halldórs síðasta ár
vakti aðdáun mína. Þegar ég heim-
sótti hann þremur dögum áður en
hann lést, þar sem hann háði sitt
dauðastríð, varð mér ljósara en
nokkru sinni hugrekki hans og æðru-
leysi. Að kynnast slíkum manni er
mikil gæfa. Mikill mannkostamaður,
sem gekk hreint til verks og sagði
sínar meiningar skýrt og ákveðið, er
horfinn. Skarðið verður óhjákvæmi-
lega stórt þegar góður vinur hverfur
á braut en á þessari stundu dvelur
hugur okkar hjá Helgu og sonum
þeirra, tengdadætrum, barnabörn-
um, barnabarnabörnum og öllum
öðrum ættingjum og vinum.
Ég minnist Halldórs með hlýhug
og þakklæti. Við hjónin og börn okk-
ar þökkum Halldóri og hans fjöl-
skyldu innilega allar ljúfu samveru-
stundirnar og tryggð við okkur um
áratugaskeið.
Við blessum minningu Halldórs
Pálssonar.
Högni Gunnlaugsson.
Kveðja frá Iðnsveinafélagi
Suðurnesja
Fallinn er frá Halldór Pálsson
fyrrverandi formaður og fram-
kvæmdastjóri Iðnsveinafélags Suð-
urnesja. Halldór gaf Iðnsveinafélagi
Suðurnesja stóran hluta af sinni
starfsævi, varð gjaldkeri sjúkrasjóðs
félagins 1959 og veitti Halldór
sjúkrasjóðnum forstöðu allt þar til
hann lét af störfum hjá félaginu 1999,
eða í 40 ár. Halldór var formaður
ISFS frá 1964–1971 og síðan aftur
frá 1988–1994. Halldór var ráðinn
fyrsti framkvæmdastjóri félagsins
1980 og gegndi því starfi til 1999 er
hann lét af störfum vegna aldurs.
Þegar Halldór hóf störf sem fram-
kvæmdastjóri ISFS 1980 var fjár-
hagsstaða félagsins ekki burðugri en
svo að með naumindum var hægt að
greiða Halldóri laun. En með fá-
dæma dugnaði, elju og ósérhlífni
byggði Halldór upp sterkt og öflugt
félag, bæði fjárhagslega og fé-
lagslega.
Með Halldóri er fallinn frá einstak-
ur maður í jákvæðustu merkingu
þess orðs. Ég tala af reynslu því ég
starfaði með Halldóri á skrifstofu
ISFS í tíu ár, frá 1989–1999. Skrif-
stofa ISFS er lítill vinnustaður og því
náið samstarf óhjákvæmilegt. Hall-
dór var fádæma þægilegur og góður
samstarfsfélagi, traustur og bóngóð-
ur. Hann gat verið hrjúfur í viðmóti
ef honum mislíkaði hlutirnir en þar
kom einmitt fram einn aðalkostur
Halldórs; hann var hreinn og beinn
og sagði skoðanir sínar umbúðalaust.
Hvass og snöggur upp gat hann verið
þannig að hvein í en var fljótur niður
aftur og ekki langrækinn. Undir
hrjúfu yfirborði var viðkvæmur mað-
ur sem reyndist þeim fjölmörgu sem
til hans leituðu ávallt vel.
Undanfarin misseri átti Halldór í
mikilli baráttu við illvígan sjúkdóm
sem hafði að lokum betur. Nóttina
fyrir andlátið dreymdi mig Halldór.
Þar sem ég sat við glugga á kaffistofu
félagsins og horfði út sá ég Halldór
koma gangandi í áttina til mín, léttur
í spori, brosandi og veifaði til mín. Ég
tel að þarna hafi verið merki þess að
komið var að kveðjustund og Halldór
að kveðja sinn gamla vinnustað,
vinnustað sem hann gat verið svo
stoltur af að hafa byggt upp.
Við sem eftir sitjum við stjórnvöl-
inn hjá félaginu munum reyna af
fremsta megni að viðhalda og byggja
ofan á farsælt starf Halldórs.
Halldór var mikill gæfumaður í
einkalífi. Yndisleg eiginkona og synir
tveir ásamt tengdabörnum, barna-
börnum og barnabarnabarni syrgja
nú eiginmann, föður, afa og langafa.
Fyrir hönd Iðnsveinafélags Suður-
nesja vil ég færa eiginkonu Halldórs,
Helgu Árnadóttur, sonum þeirra
Jóni og Árna Páli og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Kæri félagi, hafðu þökk fyrir allt.
Sigfús R. Eysteinsson,
formaður ISFS.
Halldór Pálsson, yfirleitt kallaður
Dóri Páls, er nú látinn eftir löng og
erfið veikindi. Horfinn er á braut
maður sem setti mark sitt á sam-
félagið svo að eftir var tekið, hann
var vinur vina sinna og sóttist ekki
eftir vegtyllum eða verðlaunum. Það
eru bara tíu ár liðin síðan ég hitti
hann Halldór fyrst en einhvern veg-
inn finnst mér þó að árin séu miklu,
miklu fleiri. Í fáum orðum langar mig
að minnast hans.
Halldór var Siglfirðingur að upp-
runa og hefði orðið sjötíu og þriggja
ára hinn 9. maí nk. ef örlögin hefðu
ekki tekið í taumana. Strax á unga
aldri var Halldór settur í fóstur eftir
að móðir hans hafði látist af barns-
förum. Fyrstu árin var Halldór í
fóstri hjá vitaverðinum á Siglunesi og
þar lærði hann fljótlega að lesa þrátt
fyrir stopula skólagöngu. Hann byrj-
aði snemma að vinna og fermingarár-
ið hóf hann að vinna á kúabúinu Hóli
við Siglufjörð. Þar vann Halldór í
nokkur ár en síðar starfaði hann m.a.
sem vinnumaður á Hvassafelli í
Eyjafirði og við síld á Siglufirði. Það
er óhætt að segja að alvaran hafi tek-
ið snemma við á lífsleið Halldórs. Á
fermingarárinu var hann farinn að
sjá um sig sjálfur, orðinn fullorðinn.
Lífsbaráttan hófst þannig snemma
hjá Dóra Páls, en aldrei kvartaði
hann. Hann kom til Keflavíkur í byrj-
un árs 1953 og starfaði fyrst við sjó-
mennsku en síðar hóf hann nám í
skipasmíði og lauk prófi vorið 1957.
Halldór vann síðan til ársins 1980
sem verkstjóri hjá Skipasmíðastöð
Njarðvíkur, en á því herrans ári tók
hann við sem framkvæmdstjóri Iðn-
sveinafélags Suðurnesja. Í nítján ár
var hann farsæll framkvæmdastjóri
félagsins og lét þar af störfum vegna
aldurs vorið 1999.
Hann Halldór kom víða við og
mörg voru trúnaðarstörfin. Hann var
einn af stofnendum Lífeyrissjóðs
Suðurnesja, sat þar í stjórn í um tutt-
ugu ár, þar af stjórnarformaður oftar
en flestir. Var lengi í stjórn Skipa-
smíðastöðvar Njarðvíkur, í stjórn
Eignarhaldfélags Suðurnesja og
varamaður í stjórn Sparisjóðsins í
Keflavík til margra ára.
Á yngri árum stundaði Halldór
frjálsar íþróttir af kappi og þótti
mjög góður millivegahlaupari og
keppti víða um land. Hann sigraði
m.a. í starfshlaupi á Landsmótinu á
Eiðum 1952. Hann átti það til að sýna
strákunum í Skipasmíðastöð Njarð-
víkur hvernig taka ætti sprettinn í
fótbolta í matartímanum. Þá setti
hann undir sig höfuðið og hljóp af
stað og þá var best að vera ekki að
flækjast fyrir. Halldór var kappsam-
ur og fylginn sér, gafst ekki auðveld-
lega upp og fylgdi fast eftir sinni
sannfæringu.
Það voru allir jafnir í huga Hall-
dórs, engar stjörnur eða kóngar, allir
fengu að heyra það sem honum bjó í
brjósti ef honum fannst á sig eða sína
hallað. Þannig studdi hann sitt fólk
og eru það margir sem hafa notið
hjálpar hans í gegnum tíðina. Á viss-
an hátt var Halldór óheflaður og
stundum of hreinskilinn. Ég hefði
ekki viljað hafa hann neitt öðruvísi.
Í tvö og hálft ár störfuðum við
saman hjá Lífeyrissjóði Suðurnesja.
Lífeyrissjóðurinn var hans hjartans
mál, þar var hann með frá byrjun og
lagði grunninn að góðu verki. Dag-
legur gestur á skrifstofunni, fylgdist
með öllu og töfraði stelpurnar upp úr
skónum. Átti sinn bolla og krafðist
þess að nú fengju menn sér kaffisopa
og ræddu málin. Ekkert múður.
Þannig var hann yfirleitt, hreinn og
beinn.
Núna er Halldór farinn, hvíldinni
feginn eftir erfið veikindi og við öll
sitjum eftir og minnumst hans með
söknuði. Fjölskyldan hans, strák-
arnir Jónsi og Palli, barnabörnin og
Helga, missir ykkar er mestur. Þið
voruð honum allt, fyrir ykkur lifði
hann lífinu lifandi. Lífið heldur áfram
og fjölskyldan mun dafna og stækka
eins og til er ætlast og hann mun
fylgjast glaður með í fjarska.
Elsku Helga, Jónsi, Palli og aðrir
aðstandendur. Mikill er missir ykkar
en minningin um góðan dreng lifir
endalaust. Halldór er kominn á sinn
stað, í hásætið á himnum og þar fylg-
ist hann með ykkur í gleði og sorg.
Genginn er merkur maður og góður
drengur. Ég og Sólveig biðjum Guð
að blessa ykkur öll.
Friðjón Einarsson.
Halldór Pálsson skipasmiður hef-
ur kvatt og haldið á aðrar slóðir.
Halldór var um langt árabil einn
helsti forystumaður í Iðnsveinafélagi
Suðurnesja og virkur félagi í samtök-
um málmiðnaðarmanna og síðar í
Samiðn. Halldór sat mörg þing MSÍ
og hefur verið kjörinn fulltrúi á flest
þing Samiðnar til þessa og var meðal
þeirra sem stóðu að stofnun Samiðn-
ar. Hann hefur setið í ýmsum nefnd-
um fyrir sín samtök og var til margra
ára skoðunarmaður reikninga Sam-
iðnar. Í öllu sínu starfi var hann fyrst
og fremst Suðurnesjamaður sem bar
hag þess svæðis fyrir brjósti og allur
hans metnaður stóð til þess. Hann
lagði áherslu á að byggja Iðnsveina-
félagið þannig upp að það yrði sem
sterkast bæði fjárhagslega og fé-
lagslega. Halldór lá ekki á skoðunum
sínum og fylgdi þeim fast eftir í öllu
sínu félagsstarfi og sagði sína mein-
ingu á þeim málefnum sem til um-
fjöllunar voru hverju sinni. Þegar
Halldór lét af störfum fyrir nokkrum
árum, fullur orku og bjartsýni, var
gengið út frá því sem gefnu að hann
ætti mörg góð ár eftir og nú hefði
hann tíma til að sinna áhugamálum.
Þannig reyndist það ekki, hann þurfti
að berjast við erfiðan sjúkdóm síð-
ustu árin og gat ekki notið þeirra eins
og hugurinn stóð til. Hann bar sig vel
þrátt fyrir að sjúkdómurinn sækti
hart að honum og var tilbúinn að
berjast.
Veiðiskapur var hluti af hans lífs-
stíl og að fara norður á Akureyri og
skreppa í veiði með syninum, sem þar
bjó, var verkefni sem hann ræddi oft
um. Það var greinilegt að þessar
ferðir út í náttúruna skiptu hann
miklu máli. Nú er komið að því að
kveðja góðan samferðamann. Við
viljum nota þetta tækifæri til að
þakka samfylgdina og senda fjöl-
skyldu Halldórs okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Miðstjórn Samiðnar.
HALLDÓR
PÁLSSON
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
MIKIL áhersla er lögð á, að hand-
rit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er
æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur unnt
að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðugrein
af hæfilegri lengd, en aðrar greinar
um sama einstakling takmarkast
við eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd, –
eða 2.200 slög (um 25 dálksenti-
metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma
eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina