Morgunblaðið - 19.04.2002, Qupperneq 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 49
✝ Óli Halldórssonfæddist í Reykja-
vík 14. mars 1950.
Hann lést á Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húsi í Fossvogi 3.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar Óla voru
hjónin Halldór Þor-
valdur Ólafsson mat-
sveinn, fæddur á Ísa-
firði 17. maí 1923, og
Ingibjörg Aðalheiður
Gestsdóttir húsmóð-
ir, fædd í Reykjavík
29. júlí 1925. Halldór
Þorvaldur er sonur
Ólafs Ólafssonar, sjómanns og
bræðslumanns frá Berjadalsá á
Snæfjallaströnd, f. 18. ágúst 1888,
d. 3. mars 1957, og Jóneyjar Sig-
ríðar Óladóttur, húsmóður frá
Drangsnesi í Steingrímsfirði, f. 4.
júlí 1893, d. 2. mars 1973. Ingi-
björg Aðalheiður er dóttir Gests
Magnússonar trésmiðs frá Teiga-
koti á Akranesi í Mýra- og Borg-
arfjarðarsýslu, f. 7. september
1889, d. 25. maí 1958, og Sigríðar
Guðmundínu Ingvadóttur, hús-
móður frá Snæfoksstöðum í
Grímsnesi, f. 6. maí
1895, d. 17. nóvem-
ber 1977.
Systkini Óla eru
Sigríður Gestrún, f.
10. mars 1949 í
Reykjavík, maki
Halldór Veigar Guð-
mundsson; Gestur, f.
29. maí 1952 í
Reykjavík, maki
Marta Lunddal Frið-
riksdóttir; og Magn-
ús, f. 13. júní 1958 í
Reykjavík.
Óli var ókvæntur
og barnlaus og bjó
síðustu æviár sín í Hátúni 10 í
Reykjavík.
Óli ólst upp og bjó hjá foreldr-
um sínum á Hverfisgötu 121 í
Reykjavík. Hann vann ýmis störf,
var iðnverkamaður í húsasmíði og
handlangi ásamt jarðvegsvinnu
við götulagnir. Nokkur ár starfaði
Óli í Volvo-verksmiðjunum í Sví-
þjóð en lengst af starfaði hann við
sjómennsku frá Reykjavík.
Útför Óla fer fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku bróðir minn.
Það er sárt að hugsa til þess að ég
fái ekki að njóta samvista við þig
lengur og þeirra stunda sem við átt-
um saman í gegnum árin í blíðu og
stríðu. Strengurinn er svo sterkur
sem tengir okkur saman, kannski
vegna þess hve stutt var á milli okk-
ar, eitt ár og fjórir dagar, og líka
hversu lík við vorum að mörgu leyti.
Á þessum tímamótum hrannast
minningarnar upp hver af annarri en
ein er kannski sterkust. Við vorum
átta og níu ára. Ég hafði veikst af
rósahnútum og mátti ekki stíga í fæt-
urna. Við vorum að hafa áhyggjur af
framtíðinni. Ég átti kannski ekki eft-
ir að geta gengið aftur að við héldum
en þú varst ekki lengi að leysa það
vandamál og hughreystir mig með
því að annaðhvort smíðaðir þú hækj-
ur handa mér eða bara bærir mig.
Þetta var trúnaður í barnsins ein-
lægni. En til þess kom aldrei.
Unglingsárin komu, alvara lífsins
hófst, ég stofnaði heimili en þú fórst
út á vinnumarkaðinn. En lífið fer
ekki alltaf eins og maður ætlar. Í jan-
úar 1998 fékkstu heilablóðfall og á
tímabili var þér ekki hugað líf. Þinn
tími var ekki kominn þá. Heilablóð-
fallið varð þess valdandi að þú lam-
aðist vinstra megin og þurftir hjóla-
stól eftir það. Örlögin höguðu því
þannig að það var ég sem ýtti þér en
ekki þú mér.
Vegna einstakrar umönnunar á
deild 32A á Landspítala og baráttu
góðra manna eignaðistu yndislegt
heimili í Hátúni 10. Þó að þú vildir
hafa allt í bláa litnum varðstu að
sætta þig við að hafa grænar sessur á
eldhússtólunum og grænan borðdúk.
Þú fékkst að njóta þessa yndislega
heimilis í þrjú ár og áttir þar góða að
sem báru hag þinn fyrir brjósti.
Þú kvartaðir aldrei og það var al-
veg sama á hverju gekk, þú hafðir
það alltaf „allt gott“.
Við fjölskyldan áttum saman nota-
legar stundir um jól og áramót.
Á sunnudegi eins og oft áður fór-
um við síðasta helgarrúntinn okkar
með mömmu og pabba. Við skrupp-
um aðeins í Kolaportið, skoðuðum
skipin í höfninni og komum við í
Smáralindinni. Þú varst hálfslappur
og ekki eins og þú áttir að þér að
vera. En að það væri orðið svona al-
varlegt óraði mig ekki fyrir.
Þú naust góðrar aðhlynningar
þann stutta tíma sem leið þar til yfir
lauk.
Þú Guð sem vakir öllu lífi yfir
og öllum mönnum léttir hverja þraut.
Þú sem verndar hvert það líf sem lifir
og langa eða stutta markar braut.
Taktu í faðminn þennan þreytta bróður
til þín sem hverfur núna burt frá oss.
Hann sem öllum vildi vera góður
en varð að bera lífsins þunga kross.
Af bróður svefnsins hvíld svo þreyttur
þáði.
Er þungu oki lífs var burtu svipt.
Nú er hann laus við allt sem honum háði
og hlekkjum öllum burtu verið lyft.
Hann sem hafði alltaf gott að gefa
þó gæfan væri minni en hjartarúm.
Það mun líka söknuð okkar sefa.
Hann svífur nú með englum vorsins húm.
Víst er, bæði tekur Guð og gefur
góður drengur þræddi stranga braut.
Sá sem góða hjartalagið hefur
hann mun engill bera um ljóssins braut.
Lyftu Guð minn harmi þessum þungum
þeirra er syrgja og vona nú til þín.
Því foreldrunum öldruðum sem ungum
Finnst alltaf sárt að jarða börnin sín.
Þú leiðir hann í birtu betri heima
og bætir það sem lífið ekki gaf.
Með von í huga bjartra geislageima
við greinum ljómað morgun roðans haf.
Þegar dauðinn grein af hlyni heggur
og hjartkær bróðir, sonur burtu fer.
Þá engill Guðs þér hönd á herðar leggur
og hann mun bera sorgina með þér.
(Guðný Jónsdóttir.)
Með vissu um að við hittumst aftur
í nýrri vídd.
Þín systir,
Sigríður Gestrún og fjölskylda.
Í dag verður borinn til grafar
bróðir minn, Óli Halldórsson, sem
lést 3. apríl síðastliðinn eftir erfið
veikindi. Mig og fjölskyldu mína
langar að minnast Óla í örfáum orð-
um. Óli átti við veikindi að etja í fjöl-
mörg ár en fyrir fjórum árum tóku
veikindi hans óvænta stefnu er hann
varð fyrir því áfalli að lamast vegna
heilablæðingar er dró hann til setu í
hjólastól og síðar til búferlaflutnings
úr foreldrahúsum í íbúð í Hátúni 10
hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Enn
eitt áfallið varð um miðjan mars síð-
astliðinn er hann greindist með
krabbamein í lungnaberki sem á
stuttum tíma hreif hann á brott inn í
hvíldina eilífu og sálu til æðra lífs.
Það er huggun harmi gegn að
hann er laus við allar þrautir þessa
lífs þótt ávallt er Óli var spurður
hvernig líðan hans væri hefði svar
hans verið: „Allt gott.“ Í öllum veik-
indum sínum naut Óli ómældrar ást-
úðar og umhyggju foreldra okkar og
stuðnings fjölskyldu sinnar og vil ég
sérstaklega þakka Siggu systur og
Dúdda fyrir sína ósérhlífni og hjálp-
semi við Óla.
Óli átti erfitt með að sjá vamm
annarra og var ávallt mikil barna-
gæla. Til vitnis um það eru sögur
systkinabarna af alúð og umhyggju
hans í þeirra garð.
Þegar ég var yngri áttum við Óli
margt sameiginlegt og eru mér
barna- og unglingsárin minnisstæð,
en eins og með bræður, þar sem sá
yngri sækist í að fylgja þeim eldri í
leiðangra og á vit ævintýra unglings-
áranna, þá var það ekki alltaf vinsælt
og tekið með þegjandi þögninni, en
Óli var ávallt til staðar og kom til
hjálpar ef eitthvað bjátaði á hjá litla
bróður og varði hann með kjafti og
klóm ef þess þurfti með.
Elsku bróðir, mágur og frændi,
takk fyrir allt og líði þér vel í himna-
ríki.
Þó kveðji vinur einn og einn
og aðrir týnist mér,
ég á þann vin, sem ekki bregst
og aldrei burtu fer.
Þó styttist dagur, daprist ljós
og dimmi meir og meir,
ég þekki ljós, sem logar skært,
það ljós, sem aldrei deyr.
Í gegnum líf, í gegnum hel
er Guð mitt skjól og hlíf,
þótt bregðist, glatist annað allt,
hann er mitt sanna líf.
(Margrét Jónsdóttir.)
Við sem eftir stöndum geymum
minningarnar um þig í hjartanu og
við vitum að handan við hafið færðu
góðar móttökur ættingja og vina
með útbreiddan faðm og bros á vör.
Blessuð sé minning þín.
Gestur Halldórsson
og fjölskylda.
ÓLI
HALLDÓRSSON
:
&
.
)
) ! +
+ !
!
1@41
1.44 + # ! "#
( + AB,
"-) ( ) # (* (* #
% ( -) ( #
% 1 ;) #
+% -) ( ) # / %+0 #
/ /0 %/ / /0 ,
;0 +
+
1 144.
.44 4 %% %0'#
#
( + />=''# ! "#
<
*
#%
%$%
*'
0
+
*)
8
() *
5 ) # 8 % 5% #
5 +* 8 % #
( C 8 % #
4!8 %) ,
:
&
.
) (.8
(
) !
+
+ !
!
42 1
D
.44
>/)#
",
*'
0
+
()
(
7
( =
8 %. # ."
%) #
+!* + # "%9 ( (*,#
>* + # E/ %5% ) #
% ;+ ) #
>F)
/ %-) ( #
( + ) # ) !)
>* #
C + # - /!0 %+) ) #
5%
% % + # + 0- % "*) #
/ /0 %/ / /0 ,
:
&
.
) (.8
(
) !
41.313
.
1
/)#
) 9),
% "( ()
%!0 ,
Hún Bogga móður-
systir mín hefur nú
kvatt þennan heim fyrr en nokkurn
gat órað fyrir.
Hún lést á Landspítalanum 21.
janúar sl. eftir aðeins skamma sjúk-
dómslegu.
Sigurborg Helgadóttir fæddist 7.
október árið 1920 á Hvítanesi í Ísa-
fjarðardjúpi, dóttir þeirra Helga Sal-
ómonssonar og Guðmundínu Rann-
veigar Ragúelsdóttur.
Foreldrar Boggu bjuggu í Fola-
fæti í Ísafjarðardjúpi, en þegar hún
var nokkurra ára gömul skildu for-
eldrar hennar og varð hún eftir hjá
föður sínum, sem var sjómaður og
reri frá Folafæti. Einnig dvaldi hún
löngum hjá móðurforeldrum sínum
sem áttu heima á næsta bæ, Grjót-
hlaði.
Seinna flutti faðir hennar til
Hnífsdals, og móðurforeldrarnir
SIGURBORG
HELGADÓTTIR
✝ SigurborgHelgadóttir
fæddist á Hvítanesi í
Ísafjarðardjúpi 7.
október 1920.
Hún lést á Land-
spítalanum 21. jan-
úar síðastliðinn og
var jarðsungin frá
Bústaðakirkju 5.
febrúar, en útförin
fór fram frá Hnífs-
dalskapellu 16. febr-
úar síðastliðinn.
einnig, og auk þess var
móðir hennar búsett
þar.
Hjá föður hennar var
vinnukona sem hét
Margrét sem ég kann
ekki deili á, en hún
reyndist henni mjög vel
á þessum árum.
Þegar Bogga var
sextán ára gömul flutt-
ist hún að heiman til
Reykjavíkur og vann
lengi á Hressingarskál-
anum,bæði áður en hún
eignaðist fjölskyldu, og
eins seinna eftir að syn-
ir hennar flugu úr hreiðrinu, en hún
eignaðist fjóra syni. Elstur þeirra er
Ásgeir Sigurðsson, þá Ragnar, Auð-
unn og Hafþór Guðmundssynir, sem
hún átti með eiginmanni sínum Guð-
mundi Auðunssyni sjómanni. En þau
slitu samvistum.
Þegar ég var smástelpa í Hnífsdal
fannst mér að jólunum væri bjargað
þegar jólapakkarnir til okkar systk-
inanna frá Boggu og fjölskyldu voru
komnir. Þá máttu jólin koma.
Stundum fórum við systkinin með
mömmu til Reykjavíkur og þá vorum
við oftast hjá Boggu og Guðmundi,
og var mjög gott og gaman að vera
hjá þeim, fyrst í Akurgerðinu og svo
í Langagerði þar sem Bogga bjó alla
tíð.
Hún var alltaf vöknuð fyrir allar
aldir og maður vaknaði við söng því
hún var mjög söngvin og söng við
vinnu sína. Hún vann heima við að
sauma fyrir ýmis fyrirtæki, s.s.Hag-
kaup o.fl., á meðan synir hennar
voru að vaxa úr grasi.
Hún söng líka með okkur krökk-
unum. Við Ragnar fórum í Þjóðleik-
húsið á Kardimommubæinn og þá
sungum við uppi í rúmi öll lögin úr
leikritinu um kvöldið.
Bogga hafði gaman af að koma
vestur á æskuslóðirnar, hún dvaldist
hjá okkur sl. sumar og áttum við ekki
von á öðru en hún kæmi til okkar aft-
ur í sumar.
En allt er í heiminum hverfult.
Hún Bogga frænka mín er horfin yf-
ir móðuna miklu.
Ég þakka henni samfylgdina og
votta frændum mínum og fjölskyld-
um þeirra samúð.
Rannveig Pálsdóttir.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minningar-
greina