Morgunblaðið - 19.04.2002, Page 51

Morgunblaðið - 19.04.2002, Page 51
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 51 Vörurnar sem virka FREMSTIR FYRIR GÆÐI mjög margir nota aðstöðuna án þess að ganga í félagið. „Þegar þessi stjórn tók við ákváðum við að fara í gegnum fé- lagalistann og fella alla út sem ekki greiddu árgjöld. Í ljós kom að virkir félagsmenn eru aðeins um 700 talsins,“ segir Snorri. „Okkur reiknast til að á svæðinu séu um 3.500 hross á veturna. Það ætti að vera sameiginlegt átak fé- lagsmanna að hvetja þá sem hafa hesta á svæðinu og nota þá að- stöðu sem búið er að byggja upp hérna að ganga í félaginu og leggja þannig sitt af mörkum. Fé- lagsgjöldin eru mjög sanngjörn þannig að þau ættu ekki að fæla menn frá því að gerast félagar.“ Mótahald fram á sumar og Ársþing LH í haust Hestamannafélagið Fákur hefur verið ötult við mótahald af ýmsu tagi. Í tilefni afmælisins verður sérstakt afmælismót nú um helgina. Meðal annars verður gæð- ingakeppni og töltkeppni. Ekkert skráningargjald er fyrir Fáks- félaga og ætlar Orkuveitan og Ís- pan að gefa verðlaun á mótinu. Á laugardaginn verður einnig boðið upp á kaffihlaðborð í Félags- heimili Fáks. Daginn eftir afmælið, á sumar- daginn fyrsta, verður Firmakeppni og á afmæliskaffi á eftir. Þá stendur Fákur fyrir sýningu í Reiðhöllinni í Víðidal 3. og 4. maí næstkomandi. Að sögn Huldu Gústafsdóttur sem skipuleggur sýninguna verður sýningin á hefðbundnum nótum. Benedikt Erlingsson, leikari og hestamaður, ætlar að fjalla um hestamenn á sinn hátt. Þá verða sýndir ungir og minna þekktir stóðhestar með af- kvæmum og boðið er upp á Rækt- unarbússýningu Fáksmanna, en þónokkrir Fáksfélagar eru stór- tækir á sviði hrossaræktar. Auk þessa kemur fram hópur ungra knapa undir stjórn Ragnars Pet- ersen og Marjoline Tiepen stjórn- ar atriði með börnum. Nánar verð- ur getið um atriði sýninganna síðar. Seinna í vor verður Reykjavík- urmótið haldið og úrtaka vegna gæðingakeppninnar á Landsmóti 2002 í Skagafirði í sumar. Síðustu helgina í júlí heldur Fákur síðan Íslandsmótið í hestaíþróttum, bæði í fullorðins- og barnaflokkum. Árshátíð Fáks verður að þessu sinni ekki fyrr en í haust. Snorri sagði ástæðu þess vera að Fákur tekur að sér að halda ársþing Landssambands hestamanna- félaga. Árshátíðin verður því jafn- framt lokahóf þingsins. FYRIR 80 árum, hinn 24. apríl 1922, mættu 40 félagar í kjallara Nýja bíós til að stofna Hesta- mannafélagið Fák. Þótti hesta- mönnum þá að sér þrengt í Reykjavík og beitiland orðið svo lítið að sýnt þótti að þeir mundu hrekjast með hestana upp í Mos- fellssveit. Auk þess fylgdi mikil slysahætta bílaumferð, en talið er að í borginni hafi þá verið um 100 bílar. Vegir þóttu orðnir harðir af umferð bílanna og óhollir fótum hestanna. Réttum megin við strikið Eitt af aðalmarkmiðum Fáks í upphafi var að koma upp skeiðvelli og efna til kappreiða, enda var mikill áhugi á þeim meðal fé- lagsmanna. Einnig að tryggja fé- lagsmönnum góða sumarhaga fyrir hrossin. Snorri B. Ingason, formaður Fáks, segir stærstu málefni félags- ins núna séu að koma fjárhagnum á réttan kjöl eftir langt erfiðleika- tímabil. Hann segist sjá fram á að á þessu ári takist að snúa dæminu við. Mikil umræða hefur verið að undanförnu um að att hafi verið saman umferð hestamanna og gangandi og hjólandi fólks. Þetta hefur þótt auka slysahættu á svæðinu. Snorri segir að þessa dagana sé einmitt verið að vinna með gatnamálastjóra og skipulags- deild Reykjavíkur við að breyta þessu aftur til betri vegar. Til dæmis er verið að undirbúa að gera önnur göng undir Reykjanes- braut sem verða eingöngu ætluð umferð hesta. Auk þess er verið að gera reiðleið í gegn hjá Laxalóni og í Mosfellsbæ og tengja þannig félagssvæði Fáks og Harðar í Mosfellsbæ. Þá er unnið að lag- færingum á reiðvegum á Hóls- heiði. Fleiri þurfa að ganga í Fák Spurður um svæði fyrir ný hest- hús sagði Snorri að búið væri að ákveða framtíðarbyggingarsvæði í svokölluðum Tryppadal sem er á milli Rauðavatns og Fjárborgar, þar sem margir hestamenn hafa aðstöðu. Hann sagðist gera ráð fyrir að áfram yrðu hesthús í Fjár- borg einnig. Sífellt fjölgar þeim sem njóta þeirrar góðu aðstöðu sem félagið hefur byggt upp í samvinnu við Reykjavíkurborg á Víðidalssvæð- inu. Það hafa því orðið forsvars- mönnum Fáks mikil vonbrigði að Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík 80 ára Fjölbreytt sýninga- og mótahald í tilefni afmælisins Morgunblaðið/Valdimar Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík er 80 ára hinn 24. apríl. Mikið hefur áunnist frá því félagið var stofnað í því að gera Reyk- víkingum kleift að stunda hestamennsku innan borgarmarkanna og hesthúsabyggðin og aðstaðan í Víðidal talin með því besta sem gerist. Ásdís Haraldsdóttir ræddi við Snorra B. Ingason, formann Fáks, um fé- lagið og hvernig afmælisins verður minnst. HESTAMIÐSTÖÐ Íslands hefur ákveðið að kosta sjónvarpsþætti sem gerðir verða um hesta- mennsku á Íslandi og sýndir verða á vordögum í Ríkisútvarp- inu – Sjónvarpi. Um er að ræða fjóra þætti sem verða 25 mínútur á lengd hver. Hver þáttur verður sýndur tvisvar sinnum áður en Landsmót hestamanna hefst á Vindheimamelum í Skagafirði þann 2. júlí næstkomandi. Þáttargerð og ritstjórn verður í höndum Samúels Arnar Erlings- sonar og er gert ráð fyrir að þættirnir fjórir verði sendir út eftir 10-fréttir í Sjónvarpinu. Verður fjallað um hestamennsku og keppni á breiðum grundvelli. Fylgst verður með úrtökum fyrir landsmótið og fleira og sýnd við- töl við fólk um hestamennskuna. Að sögn Lárusar Dags Páls- sonar framkvæmdastjóra Lands- móts 2002 hefur stjórn Landsmóts ehf. og Ríkisútvarp – Sjónvarp einnig gert samkomulag um bein- ar sjónvarpsútsendingar frá Landsmóti 2002. Hann sagði að útsendingin yrði á lokadegi móts- ins, sunnudaginn 7. júlí nk. Auk þess verður gerður þáttur um mótið sem sýndur verður í haust. Bein útsending frá Landsmóti 2002 í Sjónvarpinu SIGURBJÖRN Bárðarson gerir það gott þessa dagana á stóðhest- inum Markúsi frá Langholtsparti. Fyrir skömmu sigruðu þeir í Ístölti Töltheima í Skautahöllinni í Laug- ardal og á þriðjudagskvöld báru þeir sigur úr býtum í gæðingafimi meist- aradeildar sem fram fór í Ölfushöll- inni. Samt sem áður heldur Sigurður Sigurðarson forystu í meistaradeild- inni, en mjótt er á mununum með þeim félögum og spennan eykst. Úrslit í gæðingafiminni urðu þessi: 1. Sigurbjörn Bárðarson á Markúsi frá Langholtsparti, eink.: 7,91, 10 stig. 2. Sigurður Sigurðarson á Fróða frá Mið- sitju, eink.: 7,50, 8 stig. 3. Reynir Aðalsteinsson á Leik frá Sigmund- arstöðum, eink.: 7,39, 6 stig. 4. Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Þór frá Prestsbakka, eink.: 6,96, 4 stig. 5. Guðmar Þór Pétursson á Háfeta frá Þing- nesi, eink.: 6,31, 3 stig. 6. Bergur Jónsson á Höfga frá Ketilsstöð- um, eink.: 6,22, 2 stig. 7. Sigríður Pjetursdóttir á Þyti frá Kálfhóli, eink.: 5,59, 1 stig. 8. Sveinn Jónsson á Djákna frá Búðarhóli, eink.: 5,22. 9. Þórarinn Eymundsson á Glanna frá Ytra- Skörðugili, eink.: 4,79. 10. Erlingur Erlingsson á Surtsey frá Feti, eink.: 4,61. Staðan í meistaradeild eftir 6 greinar af níu er þá þannig: 1. Sigurður Sigurðarson, 44 stig. 2. Sigurbjörn Bárðarson, 37 stig. 3. Erlingur Erlingsson, 16 stig. 4. Guðmar Þór Pétursson, 15 stig. 5. Berglind Ragnarsdóttir, 12 stig. 6. Páll Bragi Hólmarsson, 9,5 stig. 7. Reynir Aðalsteinsson, 9 stig. 8.–9. Logi Laxdal, 8 stig. 8.–9. Þorvaldur Árni Þorvaldsson, 8 stig 10.–12. Þórarinn Eymundsson, 7 stig. 10.–12. Hjörtur Bergstað, 7 stig. 10.–12. Sigríður Pjetursdóttir, 7 stig. 13. Þórður Þorgeirsson, 6 stig. 14. Sigurður Matthíasson, 4,5 stig. 15.–16. Haukur Tryggvason, 4 stig. 15.–16. Bergur Jónsson, 4 stig. 17.–18. Sveinn Jónsson, 3 stig. 17.–18. Sigurður Sæmundsson, 3 stig. 19. Brynjar Jón Stefánsson, 0 stig. Sú regla er höfð á í meistaradeild að aðeins 8 mót af níu telja til stiga- söfnunar. Sigurður Sigurðarson mun þá eins og aðrir missa stig úr þeirri grein sem gefur honum fæst stig. Því má líta svo á að aðeins 5 stig skilji þá Sigurð og Sigurbjörn Bárðarson að þegar aðeins þrjú mót eru eftir. Þá er erfitt að spá því á þessu stigi hvaða 12 knapar verða efstir í deildinni og vinna sér þar með rétt til þátttöku í henni að ári. Þeir sem falla úr deildinni eiga þó möguleika á að vinna sæti sitt aftur með góðum árangri á Íslandsmótinu í sumar eða í sérstakri úrtöku fyrir næsta keppnistímabil. Meistara- deildar. Næsta mót í meistaradeild fer fram í Skautahöllinni á Akureyri 24. apríl og verður keppt í tölti á ís. Fimm stig skilja Sigurð og Sigur- björn að eftir gæð- ingafimi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.