Morgunblaðið - 19.04.2002, Page 59

Morgunblaðið - 19.04.2002, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 59 DAGBÓK Bankastræti 14, sími 552 1555 Stretsbuxur og -skyrtur Gott verð Framtíð grunnskólans Opinn fundur með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Birni Bjarnasyni á Grand Hóteli Reykjavík miðvikudaginn 24. apríl frá kl. 20-22. Foreldrar í Reykjavík Allir velkomnir Stjórn SAMFOKS BESTA spilmennskan í sex spöðum suðurs er ekki augljós í upphafi, en eitt leiðir af öðru og fyrr en varir er sviðið sett fyrir glæsilega endastöðu. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ KG3 ♥ ÁG92 ♦ Á5 ♣Á954 Vestur Austur ♠ 4 ♠ 976 ♥ – ♥ K10874 ♦ KDG107632 ♦ 94 ♣D1072 ♣G83 Suður ♠ ÁD10852 ♥ D653 ♦ 8 ♣K6 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 spaði 5 tíglar 6 spaðar Pass Pass Pass Vestur spilar út tígul- kóng. Ásinn í borði á þann slag og síðan er trompi spilað þrisvar. Hvernig er best að halda áfram? Ekkert kostar að trompa tígul og kanna betur leg- una í þeim lit. Síðan er hjarta spilað að blindum og vestur hendir tígli. Nú er tími til að staldra við. Vest- ur á tólf spil í láglitunum og ekki fleiri en átta tígla. Hann á því a.m.k. fjórlit í laufi, sem þýðir að það verður ekki hægt að þvinga austur í hjarta og laufi. Nei, það þarf einhvers kon- ar innkast á austur og það er ekki tímabært að gefa honum slag á hjartakóng. Því er tekið á hjartaás og laufi spilað þrisvar með trompun. Staðan er þá þessi: Norður ♠ – ♥ G92 ♦ – ♣9 Vestur Austur ♠ – ♠ – ♥ – ♥ K1087 ♦ DG10 ♦ -- ♣D ♣ -- Suður ♠ 8 ♥ D65 ♦ – ♣– Það er vitað að austur á ekkert nema hjörtu eftir. Suður spilar hjarta á gos- ann og leggur upp. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Agi þinn og sjálfstjórn er með ólíkindum og sá kostur gerir þér kleift að áorka miklu. Þú munt fullgera margt verkið á árinu og fá tækifæri til að takast á við ný ævintýr. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Upplagt að bjóða vinum heim í dag og halda þeim teiti. Umhyggja þín gerir að verkum að fólk er þakklátt fyrir vináttu þína. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í dag viltu vera meðal ást- vina og munt njóta návistar við þá. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú áorkar miklu í dag vegna krafts þíns og harðfylgis; ekkert viðfangsefni vefst fyrir þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ástartilfinningar og vinátta mun vaxa á öllum sviðum lífs þíns í dag. Þér finnst lífið ríkara og gjöfulla vegna þessa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er sama hvað þú gerir, þú hefur á þér ímynd árang- urs og hamingju. Þó þú áttir þig ekki á því öfunda margir þig af því. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú kemst að því að fólk tek- ur á vináttu og sambandi með ólíkum hætti og sættir þig því betur við þínar eigin aðferðir í þeim efnum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Auður annarra verður þér til framdráttar í dag. Náinn vinur vill hjálpa og þú ættir að taka því þar sem enginn böggull fylgir skammrifi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú smitar alla í kringum þig með léttlyndi og glaðværð. Að blanda skapi við aðra í dag mun veita þér mikla ánægju. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér mun hætta til þess í dag að sökkva þér um of í sæl- gæti og sætindi hvers konar; heldur enda að súkkulaði örvi ástarstöðvar heilans? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Lappaðu upp á ástarsam- bandið, tjáskipti á tilfinning- arlegum nótum geta orðið til þess að koma málum á hreint. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Bjóddu vinum og vanda- mönnum heim til þín í dag, það mun veita þér mikla ánægju. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú sækist eftir því að vera með vinum í dag, og ekkert er meira gefandi en þægi- legar samræður við aðra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT BOÐUN MARÍU Var leikið á sítar? Nei, vindurinn var það, sem rótt í viðinum söng og næturró minni sleit. Ég gat ekki sofið. Sál mín var dimm og heit. Sál mín var dimm og heit eins og austurlenzk nótt. Og ég reikaði þangað sem döggin úr dökkvanum hló og á drifhvítum runnum hið gljúpa mánaskin las. Og ég lagðist nakin í garðsins svalandi gras. Sem gimsteina á festi nóttin stundirnar dró. Svo nálgaðist sítarsöngurinn handan að, og senn var hann biðjandi rödd, sem við eyru mér kvað. Var það svefninn, sem vafði mig draumi sínum? Og var það blærinn, sem brjóst mín og arma strauk, og blærinn, sem mig í titrandi faðmi sér lauk, með sæluna, er lokaði lémagna augum mínum? Tómas Guðmundsson. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4 Be4 7. f3 Bg6 8. Db3 Dc7 9. Bd2 Rbd7 10. g3 Be7 11. cxd5 exd5 12. O-O-O O-O 13. Rxg6 hxg6 14. Kb1 a5 15. Dc2 c5 16. g4 cxd4 17. exd4 Rb6 18. h4 Hac8 19. h5 g5 20. Bxg5 Rxg4 21. Bc1 Rf6 22. Bd3 Kh8 23. Hdg1 Rc4 24. Dg2 Hg8 25. Bg6 Bf8 26. h6 gxh6 27. Bxh6 Hxg6 28. Bf4+ Rh7 29. Bxc7 Hxg2 30. Hxg2 Hxc7 31. Hhg1 Rf6 Staðan kom upp á Amber mótinu sem lauk fyrir skömmu í Monakó. Landarnir Jeroen Piket (2659) SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. og Loek Van Wely (2697) öttu hér kappi saman og hafði sá fyrrnefndi hvítt. 32. Rxd5! Hc6 32...Rxd5 gekk ekki upp vegna 33. Hh2+ og hvítur mátar. Framhaldið varð: 33. Hh1+ Rh7 34. Hgh2 Kg8 35. Hxh7 Rd2+ 36. Ka1 Rxf3 37. a3 Rg5 38. H7h5 Hg6 39. Rf4 og svart- ur gafst upp.         Með morgunkaffinu Nei, við fáum ekki að sjá amerískar sápuóperur hér. En þeir í neðra sýna þær vist allan sólarhringinn. Þorirðu að koma hing- að upp og endurtaka það sem þú sagðir ... ? MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík GRACE, sem er 30 ára, óskar eftir íslenskum pennavini. Áhugamál m.a. eldamennska, ferðalög og bréfaskriftir. Grace Ennis, # 1 Eden Ave. Kingston 13, Jamaica W.I. DOREEN, sem er 32 ára, óskar eftir íslenskum pennavini. Áhugamál m.a.: Ferðalög, náttúran og ferðalög. Doreen Bird, Boone Hall Rd. Lawrence Tacern P.O. St. Andrew, Jamaica W.I. CORALINE, sem býr í París og er stúdent á lista- braut í háskóla, óskar eftir pennavini. Hún hefur áhuga á að læra íslensku. Coraline Janvier, 31 rue du repos 75020 Paris, hafdis2@aof.com LEIF, sem er 60 ára kvæntur Dani, óskar eftir íslenskum pennavini. Leif Christiansen, Blytækkerporten 10, 2650 Hvidovre, Danmark. Pennavinir FRÉTTIR SAMNINGATÆKNI og Árang- ursrík liðsheild verður kennd hjá Endurmenntun HÍ, dagana 22. og 23. apríl kl. 16 – 20. Kenndar verða aðferðir til að efla liðsheild og auka samstarfs- vilja starfsfólks í fyrirtækjum og stofnunum. Hvað einkennir sam- stillt lið? Hvað einkennir hugarfar liðsmanna í árangursríkri liðs- heild? Helstu atriði í samskipta- og leiðtogaþjálfun. Aðferðir til að efla sjálfstraust og vinna með eigin sjálfsmynd. Hugmyndaheimur af- reksíþróttamanna yfirfærður á ýmis svið í atvinnurekstri. Kennari verður Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur. Verð: kr. 17.400. Nánari upplýs- ingar og skráning: http:// www.endurmenntun.hi.is, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um árangursríka liðsheild GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 20. apríl kl. 11 og verð- ur gengið frá húsakynnum félagsins í Ármúla 5. Gert er ráð fyrir klukku- tíma göngu sem ætti að henta flest- um. Einn af kennurum hópþjálfunar gengur með hópnum og sér um létta upphitun í byrjun og teygjur í lokin. Öllum er frjáls þátttaka, bæði fé- lagsmönnum GÍ og öðrum. GÍ með göngu í Laugardalnum Í TILEFNI af alþjóðlegum kynn- ingardögum ITC-þjálfunarsamtak- anna 19. og 20. apríl hafa Landsam- tök ITC á Íslandi valið Vigdísi Finnbogadóttir, fyrrverandi forseta Íslands, sem: samskiptajöfur ársins 2002. Hún mun veita útnefningunni viðtöku við hátíðarkvöldverð á þingi ITC sem haldið verður í Hásölum í Hafnarfirði 11. maí nk. Samskiptajöfur ársins hjá ITC

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.