Morgunblaðið - 19.04.2002, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 19.04.2002, Qupperneq 62
1. Finnst þér stundum eins og þú ættir að vera farin(n) að gera eitt- hvað merkilegra við líf þitt? 2. Ertu með ofnæmi fyrir salsa-tónlist? 3. Finnst þér unga fólkið nýja íhaldið? 4. Trúirðu enn að róttækar breytingar geti átt sér stað? 5. Færðu þér stundum göngutúr í sveitinni allsgáður? 6. Óskarðu þess stundum að hægt væri að rýma til í minnisbankanum þínum fyrir nýrri og notadrýgri vitneskju? 7. Finnst þér erfitt að vera innan um fólk sem notar eiturlyf en átt um leið erfitt með að treysta nokkrum sem aldrei hefur prófað neitt? 8. Veistu um næsta lystigarð? 9. Grunar þig að andi ársins 1988 svífi einn einhvers staðar yfir vötnum? 10. Ertu á því að barneignir þurfi ekkert endilega að eyðileggja skemmtanalífið þitt? 11. Trúirðu að einn góðan veð- urdag falli alvöru regn úr lofti? 12. Áttu æfingahjól? Ert þú örvæntingarfull/ur? Svarir þú spurningunum játandi ertu nógu örvæntingarfull/ur til þess að kunna að meta The Desperate Sound System. FÓLK Í FRÉTTUM 62 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG LÍT alls ekki á mig semplötusnúð. Það byrjaðifyrir 5–6 árum að vinir ogvandamenn fóru að biðja mig um að troða upp í partíum hjá sér, sjá um fjörið með því að spila vel valin lög af plötum úr mínu stór- skringilega safni. Ég var hundlélegur þá og hefur reyndar lítið farið fram. En Steve (MacKay bassaleikari Pulp) hefur staðið með mér í þessu og er skrambi góður, kann orðið helstu handtökin í búrinu,“ segir Jarvis Cocker, best þekktur sem söngvari og aðallagasmiður bresku hljómsveit- arinnar Pulp, sem fór mikinn á tímum „brit-pop“ sveitanna og sótti landann heim og lék fyrir troðfullri Laug- ardalshöll árið 1996. Undanfarið hafa þeir MacKay eytt helgunum í að halda heljarinnar dansiböll, ekki með Pulp, heldur sem plötusnúðar! Þeir kalla fyrirbærið The Desperate Sound System og eftir að kvisaðist að þeir hafi einstakt lag á að laða örg- ustu þursa út á dansgólfið þá hefur eftirspurnin eftir partíhaldi Pulp- aranna aukist með hverri helginni sem líður. Enginn MC Cocker Cocker segir The Desperate Sound System ganga út á að bjóða fólki upp á góða tónlist svona til tilbreytingar: „Við erum ekkert að reyna að vera eitthvað, leika okkur með takt eða blanda saman lögum heldur spilum við upp á gamla mátan, klárum næst- um alveg lögin og allt.“ SG: „Gengurðu undir einhverju sérstöku nafni þegar þú ert í búrinu?“ JC: „Nei, ég kalla mig ekki MC Cocker og bý ekki til fíflaleg tákn með höndunum á meðan ég spila heldur. En ég á mín eigin heyrn- artól.“ SG: „Hvernig varð þetta Desper- ate Sound System-dæmi til?“ JC: „Fyrir ári eða svo var okkur Steve boðið að sjá um fjörið í ónefnd- um klúbbi í Lundúnum. Það gekk svona glimrandi vel að við vildum meira og greinilega ekki bara við. Það rann fljótt upp fyrir okkur að það sem fólk vildi var að dansa við góða tónlist, því var drullusama þótt við værum ekki með neina stæla og dælandi út einhverjum leysisýningum og viðlíka prjáli.“ Íslensk áramót eru hættuleg Og nú er komið að Íslandi. „Ég var síðast á Íslandi yfir ára- mótin, langaði að upplifa íslensk ára- mót eftir að hafa heyrt mýmargar og næsta lygilegar sögur af fjörinu sem þá ríkir hér,“ segir hinn kurteisi Cocker þegar blaðamaður spyr hann út í áhuga hans á Íslandi og hvenær hann kom síðast. Og hvernig var svo upplifunin? JC: „Mjög hættuleg.“ SG: „Nú vegna flugeldanna eða hvernig Íslendingar skemmta sér?“ JC: „Flugeldanna. Ég var logandi hræddur við allar þessar spreng- ingar. Í Englandi eru mjög strangar reglur um notkun flugelda og svo til allt sem þið eruð að fikta með um ára- mótin er kolólöglegt.“ SG: „Íslendingar eru náttúrlega svo varfærnir.“ JC: „Greinilega, ég sá marga vel við skál handleika flugelda og þeir fóru mjög fagmannlega að því og var- lega.“ SG: „Eflaust áralangri reynslu að þakka.“ JC: „Ísland er fyrsta landið þar sem við sláum upp partíi utan Bret- landseyja, svo er það París, Vín og okkur hefur verið boðið til Rússlands líka. Það verður því spennandi að sjá hvernig aðrir en Bretar taka okkur.“ SG: „Þú hefur engar áhyggjur af því að þetta sé að fara úr bönd- unum?“ JC: „Nei, nei, stærsti hópurinn sem við höfum spilað fyrir hingað til er kannski svona 800 manns. Höfum lít- inn áhuga á skemmta þúsundum á Ministry of Sound.“ Ekkert svalt að vera svalur Jarvis segir Desperate Sound System-kvöldin þannig skipulögð að það er boðið upp á tvö dansrými – annað rólegra og afslappaðra og hitt þar sem stuðið verður, þar sem allt mun verða gert til að drífa fólk út á gólfið. Á aðalgólfinu verður boðið upp á danssýningu og svo treður upp ung hljómsveit frá Sheffield sem leikur svala tónlist á milli þess sem Jarvis og Steve spila létt lög af hljómplötum. Svo gerist það jafnan að hinir og þessir troða sér í búrið til þeirra og á Gauknum má m.a. búast við því að á axlir þeirra tylli sér Parrot nokkur úr Sheffield-fyrirbærinu All Seeing-I, sem gerði lögin „Walk Like a Panth- er“ og „Beat Goes On“ allvinsæl hér um árið. Jarvis segir að stundum séu líka í boði samkvæmisleikir, en að- almarkmiðið sé þó að tónlistin sé öll- um að skapi, eitthvað nýtt, eitthvað gamalt, eitthvað þekkt, eitthvað óþekkt: „Þetta á bara að vera gaman, án þess að fólk þurfi að velta sér upp- úr hvernig það lítur út eða dansar. Það má enginn rembast við að vera svalur!“ Leggjalangur dansari SG: „Þú bjóst til nokkurskonar stefnuskrá, spurningalista sem auð- velda á fólki að komast að hvort það sé nægilega örvæntingarfullt til að hafa gaman að ykkur. Hvað er með þessa örvæntingu?“ JC: „Ef þú svarar játandi öllum spurningunum þá ertu klárlega nægi- lega dapur og örvæntingarfullur til að kunna að meta okkur. Við búum þannig til örvæntingarfulla skemmt- un fyrir örvæntingarfullt fólk. En sjáðu til, ef maður nær að hóa saman fullt af örvæntingarfullu fólki á einn stað þá virkar það ekki lengur eins örvæntingarfullt – dapurt kannski – en ekki örvæntingarfullt. Það er dap- urlegra að vera örvæntingarfullur og einn en að vera örvæntingarfullur í góðum félagsskap.“ SG: „Þannig að markmiðið er að reyna að sameina allt örvænting- arfulla fólkið?“ JC: „Akkúrat!“ SG: „Af hverju þessi þörf fyrir að fá það til að dansa?“ JC: „Ég fæ heilmikið út úr því og mér finnst ég ekki eins örvænting- arfullur þegar mér tekst það.“ SG: „En hvað drífur þig út á dans- gólfið?“ JC: „Engin ákveðin tegund tónlist- ar. Bara eitthvað ögrandi. Eitthvað sem hreyfir við manni og flytur á ann- an stað. En ég þoli ekki trans, reif eða tæknó – vil hafa fjölbreytni í dans- tónlistinni og svo vil ég líka geta sungið með.“ SG: „Af lista sem ég hef undir höndum með tónlist sem þið hafið leikið undanfarið er áberandi mikil R&B-tónlist. Er það besta dans- tónlistin í dag?“ JC: „Steve er á kafi í R&B en ég er meira fyrir garage, ekki þetta nýja heldur gamla frumstæða gítardæmið frá sjöunda áratugnum.“ SG: „Hefurðu alltaf reynt að koma fólki til að dansa – líka með Pulp?“ JC: „Já. Það er nú eitt sem ég skil ekki með rokktónleika. Það standa alltaf allir og góna upp á sviðið. Ég vildi miklu fremur að það dansaði. En þetta virðist vera einhver rokkhefð, að standa bara og í mesta lagi hoppa upp og niður.“ SG: „Þannig að þú dansar á rokk- tónleikum.“ JC: „Já, þegar ég er í stuði og það er eitthvað pláss, ég er nefnilega svo leggjalangur.“ Tapaði á tónleikunum SG: „Talandi um Pulp. Þú ert nú örugglega að spæla einhverja aðdá- endur sveitarinnar hér á landi með að mæta á svæðið með plötubunka undir höndunum í stað gítarsins.“ JC: „Ég vona að svo sé ekki. Það er bara svo skrambi dýrt að koma til Ís- lands með hljómsveit. Nú þarf ég bara að koma með nokkra kassa, sem ég get meira að segja borið sjálfur þótt ég hafi nú aldrei talist til sterkari manna. Þegar við spiluðum á Íslandi þurftum við heila flugvél undir allt draslið og töpuðum fullt af peningum á því.“ SG: „En leiðinlegt – fínir tónleikar og ennþá ofarlega í minni margra.“ JC: „Ekki misskilja mig. Þetta var alveg þess virði og mjög gaman. Ég vildi gjarnan halda aðra tónleika en...“ SG: „... það er ekki gaman að tapa peningum.“ JC: „Eiginlega ekki.“ SG: „Þið eruð enn að kynna nýju plötuna We Love Life er það ekki?“ JC: „Jú, ætli við spilum ekki á ein- hverjum hátíðum í sumar.“ SG: „Þannig að plötusnúðurinn er ekkert að kæfa popparann?“ JC: „Nei, það er bara nauðsynlegt að geta prófað eitthvað nýtt – eina leiðin til að halda heilastarfseminni í gangi þegar maður hefur gert sama hlutinn lengi.“ SG: „Hvað á svo að gera annað á Íslandi en að sameina alla örvænting- arfulla landsmenn á Gauknum í kvöld og á morgun?“ JC: „Við ætlum að stoppa í 3–4 daga og skella okkur í sveitina, skoða óspjallaða hluta landsins ykkar. Verður ekki fínt veður?“ SG: „Alltaf fínt veður á Íslandi.“ JC: „Hmm...“ The Desperate Sound System er yfirskrift stuðkvölda sem haldin verða á Gauki á Stöng um helgina. Skarphéðinn Guðmundsson hafði upp á aðalstuðbolt- anum og fann út að þar fer einn allra helsti Íslandsvinurinn, Jarvis Cocker úr Pulp. Jarvis Cocker úr Pulp verður á dansskónum á Gauknum um helgina „Viltu dansa?“ Vill sameina allt ör- væntingarfulla fólkið skarpi@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.