Morgunblaðið - 05.05.2002, Page 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Átak landlæknis gegn fordómum
Lærum að
virða allt fólk
Landlæknisembættiðgengst nú fyrir vit-undarvakningu
gegn fordómum. Jónína
Margrét Guðnadóttir, upp-
lýsinga- og útgáfustjóri
Landlæknisembættisins,
svaraði nokkrum spurning-
um.
– Hvert er tilefnið?
„Beint tilefni vitundar-
vakningarinnar „Sleppum
fordómum“ var frumkvæði
Héðins Unnsteinssonar,
verkefnisstjóra Geðrækt-
ar. Landlæknisembættið
stendur að Geðrækt ásamt
öðrum aðilum og það þótti
sjáldsagt að embættið
stæði að verkefninu með
Geðrækt, enda eru for-
varnir og heilsuefling með-
al hlutverka embættisins.
Fordómar hafa skaðleg áhrif á
heilsu og líðan, það er margsannað
mál, og það er því full þörf á að
vekja fólk til umhugsunar um þá
og reyna að vinna á þeim.
Það var leitað til annarra sam-
taka og stofnanna um samstarf og
það reyndist mikill áhugi á verk-
efninu. Samstarfsaðilarnir eru: Al-
þjóðahúsið, Félag eldri borgara,
Félagsþjónustan í Reykjavík,
Heilsuefling í skólum, Hitt húsið,
jafnréttisnefnd og Stúdentaráð
Háskóla Íslands, Miðborgarstarf
KFUM og K og þjóðkirkjunnar,
Rauði kross Íslands, Samtökin ’78
og Öryrkjabandalag Íslands. Það
gefur átakinu mikið gildi að fá svo
fjölmenn og öflug samtök til sam-
starfs.“
– Hver eru markmiðin?
„Vakningunni er fyrst og fremst
ætlað að fá fólk til að staldra við og
líta í eigin barm. Ígrunda hvort
fordómar leynist í eigin brjósti.
Með því að kannast við fordómana
og viðurkenna þá er um leið verið
að stíga fyrsta skrefið til að losa sig
við þá, sleppa þeim. Takist okkur
að vekja einhverja landsmenn til
að gera þetta er von til þess að
skaðleg áhrif fordóma á líf og líðan
dvíni. Við viljum ekki beina átak-
inu gegn fordómum heldur vekja
til umhugsunar um fordóma.“
– Hvenær hófst átakið?
„Því var formlega hleypt af
stokkunum 1. maí sl. með glæsi-
legum tónleikum í Listasafni
Reykjavíkur. Þar komu fram
nokkrir af okkar fremstu tónlist-
armönnum á sviði dægurtónlistar,
þau Andrea Gylfadóttir, Ragnhild-
ur Gísladóttir, Fabúla, Egill Ólafs-
son, Karl Olgeirsson, Ragnar
Bjarnason, Magnús Kjartansson,
Stefán Karl Stefánsson, Jakob
Frímann Magnússon, Pálmi Sig-
urhjartarson, Gunnar Þórðarson
og Jón Ólafsson. Þau sungu og
léku undir á slaghörpu og komu
fram endurgjaldslaust og var það
ómetanlegur stuðningur. Tón-
leikanna sóttu um 900 manns og
vöktu feiknahrifningu tónleika-
gesta.“
– Helstu áherslur?
„Við ákváðum að leggja höfuð-
áherslu á sjálfskoðunina sem ég
nefndi. Samstarfshóp-
urinn gerði með sér
sáttmála. Kjarni hans
snýst um að við lærum
að virða allt fólk og gef
hverjum og einum
tækifæri til að kynna sig á eigin
forsendum án þess að dæma hann
eða hana fyrirfram á grundvelli al-
hæfinga og staðalmynda því að
engin manneskja er aðeins tals-
maður ákveðins hóps.“
– Hvernig verður átakið kynnt?
„Á tónleikunum 1. maí hófst
dreifing á blöðrum og póstkortum
með boðskap sem ætlað er að
vekja til umhugsunar, fá fólk til að
skoða hug sinn og svara spurning-
um um eigin fordóma. Blöðrurnar
eru tákn fordómanna og þegar við-
takendur hafa hugleitt boðskap
kortanna og vilja losa sig við for-
dómana á táknrænan hátt verður
sleppt fordómablöðrunum, óupp-
blásnum, á afgreiðslustöðvum
Skeljungs þar sem þeir fá að laun-
um smáglaðning frá Skeljungi.
Ætlunin er að dreifa 35.000 blöðr-
um og kortum á níu stöðum á land-
inu næstu vikurnar. Auk höfuð-
borgarsvæðis fer fram dreifing á
Akranesi, Ísafirði, Sauðárkróki,
Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, í
Vestmannaeyjum og Reykja-
nesbæ. Á höfuðborgarsvæðinu
njótum við góðvildar Strætó bs.,
sem hefur lánað okkur gamlan
strætisvagn. Verður honum ekið í
öll hverfi og nágrannabæi og fylgja
honum sjálfboðaliðar sem dreifa
blöðrum og kortum, maður á
mann.
Dreifingin stendur til 18. maí en
þann dag verður blöðrunum safn-
að saman, þær blásnar upp og
sendar upp í himinhvolfið samtím-
is á öllum ofangreindum stöðum
klukkan 17.30. Í Reykjavík verður
blöðrunum sleppt á Ingólfstorgi í
lok tónleika og fjölskylduskemmt-
unar sem hefst klukkan 15. Þetta
verður hinn táknræni hluti vitund-
arvakningarinnar.“
– Hvernig verður átakinu fylgt
eftir?
„Við sem að þessu stöndum ger-
um okkur auðvitað ljóst
að það er ekki vinnandi
vegur að útrýma for-
dómum, allra síst með
átaki sem stendur í fá-
einar vikur. Landlækn-
isembættið hóf umræðuna um
miðjan apríl sem hluta heilsuefl-
isátaksins „Heilsan í brennidepli“
og sú umræða heldur áfram fram í
miðjan júní, m.a. á síðum Morg-
unblaðsins, í Ríkisútvarpinu, á
Doktor.is og fleiri fjölmiðlum. Það
er hins vegar ljóst að umræðu um
fordóma þarf að halda sívakandi ef
árangur á að nást.“
Jónína Margrét Guðnadóttir
Jónína Margrét Guðnadóttir
er fædd 17. mars 1946 í Reykja-
vík. Cand. mag. í ensku frá HÍ og
lögg. skjalaþýðandi og dómtúlk-
ur. Ritstjóri Flugorðasafnsins
1993 og Hagfræðiorðasafnsins
(ásamt öðrum) 2000. Ritstýrði 19.
júní 1978–88, ritstjóri Konur,
hvað nú, yfirlitsrits um kvenna-
áratuginn 1985, þýðandi á Hag-
stofunni 1992–2000, ritstjóri
Lækjarbotnaættar 2001 og nú
upplýsinga- og útgáfustjóri
Landlæknisembættisins frá 2001.
Maki er Sveinn Snæland, fram-
kvæmdastjóri hjá Norðuráli.
Börn eiga þau þrjú.
Það reyndist
mikill áhugi á
verkefninu
Sestu aftur, Stefán minn, það er ekkert að óttast. Klukkan hjá þessu stuttbuxnaliði er bandvitlaus.
STOKKANDARPAR hefur tekið sér búsetu við
innganginn í höfuðstöðvar Íslenskrar erfða-
greiningar í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Ósagt
skal látið hvort endurnar hafi sérstakan áhuga á
líftækni og erfðamengi mannsins og þeirri starf-
semi sem fram fer í húsinu en þeim virðist líka
vistin þar vel enda er ábyggilega ágætt skjól að
fá þar fyrir norðanvindinum. Hart hefur verið
deilt um 20 milljarða króna ríkisábyrgð til
handa fyrirtækinu á Alþingi og í fjölmiðlum að
undanförnu, en gera má ráð fyrir að endurnar
kæri sig kollóttar um þær fyrirætlanir. Efst í
huga parsins þessa dagana er eflaust hreið-
urgerð, enda fer nú í hönd varptími stokkand-
arinnar. Morgunblaðið/Golli
Stokkönd í skjóli
í Vatnsmýrinni
FJÁRHAGSLEG samskipti fram-
kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs við
sjóðinn sæta nú skoðun ríkisendur-
skoðunar að beiðni menntamálaráðu-
neytisins.
Þorfinnur Ómarsson, fram-
kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, seg-
ist fagna úttekt ríkisendurskoðunar,
en hann hefur verið framkvæmda-
stjóri sjóðsins síðan 1996 og er þetta í
þriðja skiptið sem ríkisendurskoðun
gerir úttekt á umsýslu sjóðsins.
„Þetta er bæði mjög sjálfsagt eft-
irlit og leiðbeinandi fyrir mig og
starfsmenn sjóðsins,“ segir Þorfinn-
ur. „Ég tel enga ástæðu til að óttast
úttektina og tek henni fagnandi.“
Aðspurður segir hann að formaður
stjórnar sjóðsins hafi lagt til að
stjórnin færi fram á það við mennta-
málaráðuneytið að framkvæmda-
stjórinn yrði áminntur og tilsjónar-
maður settur þangað til uppgjöri fyrir
árið 2001 yrði lokið, en ekki tókst að
ljúka því á tilsettum tíma nú í febrúar.
Tillagan var ekki samþykkt í í stjórn
sjóðsins og var því bréf formannsins
sent í hans nafni en hafnað í ráðuneyt-
inu og málið sent ríkisendurskoðun.
Framkvæmdastjóri
Kvikmyndasjóðs
Óttast ekki
úttekt rík-
isendur-
skoðunar