Morgunblaðið - 05.05.2002, Side 16

Morgunblaðið - 05.05.2002, Side 16
16 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Acidophilus og Bifidus FRÍHÖFNIN H á g æ ð a fra m le ið sla4 o g 8 b il lj ó n ir Fyrir meltingu og maga með gæðaöryggi FRÁ ÓLAFUR hóf störf hjáAlmennum trygging-um hf. árið 1963 eftir aðhafa lokið lögfræði-námi frá Háskóla Ís- lands. „Ég réð mig sem deildarstjóra í bifreiðadeild og mitt aðalhlutverk þar var að gera upp líkamstjón,“ sagði hann. „Síðan hefur eitt leitt af öðru og nú eru árin orðin 39, sem ég hef unnið við vátryggingastörf.“ Eins og nærri má geta hefur rekst- ur vátryggingafélaga tekið breyting- um á þessum árum og sagði Ólafur að á áttunda áratugnum hefði rekstur- inn verið mjög erfiður. Vandinn, eins og svo oft áður, var mikið tap á bíla- tryggingum. Iðgjöld af bílatrygging- um eru reiknuð inni í vísitölu fram- færslukostnaðar en vógu þá mun meira og félögin urðu að sækja um breytingar á þeim til ráðherra. „Þau fengu aldrei samþykki nema fyrir hluta af þeirri upphæð, sem sótt var um,“ sagði hann. „Þar af leiðandi voru iðgjöldin alltaf miklu lægri heldur en bæturnar sem þau áttu að standa undir og þá var eftir að greiða kostn- aðinn við reksturinn. Ég held að upp úr 1970 hafi fæst ís- lensku félögin í raun staðist gjald- þrotsútreikninga eins og þeim var síð- ar gert að gera. Þetta bauð hættunni heim og hættan í þessu tilviki var sú að félögin fóru að leita leiða til þess að afla sér tekna með öðrum hætti. Mörg tóku að sér erlendar áhættur sem reyndust afar vond viðskipti og í raun stórhættuleg. Enginn vissi gjörla hver áhættan var og þegar upp var staðið varð gríðarlega mikið tap á þessum viðskiptum.“ Eitt íslensku fé- laganna varð gjaldþrota en hin lifðu áfram. Sagði Ólafur að þetta hefði m.a. leitt til þess að stjórnendur fyr- irtækjanna áttuðu sig á, að tími var kominn til að sameina fyrirtæki og mynda stærri einingar eins og síðar varð raunin. „Hitt er svo annað mál og það er að þarna ætluðu Íslending- ar að láta erlenda aðila greiða niður tjón á Íslandi en það tókst auðvitað ekki,“ sagði hann. „Þetta var reynt aftur löngu seinna og þá með öðrum hætti, það er með því að fá erlend tryggingafélög til að taka þátt í ís- lenskum bifreiðatryggingum en það gekk ekki heldur. Erlendu félögin eru nú öll horfin af vettvangi.“ Kynntist flestum þáttum lífsins „Starf að vátryggingarekstri er mjög áhugavert. Þar kynnist maður flestum þáttum mannlífsins en menn þurfa að hafa varann á. Eins og með annan rekstur verða menn að hafa báða fætur á jörðinni,“ sagði hann. „Frumskylda vátryggingafélags er að hagnast, byggja sig upp og styrkjast því hver vill trúa veikburða vátrygg- ingafélagi fyrir aleigu sinni? Á þetta finnst mér stundum hafa skort að menn skilji í umræðunni um íslensk vátryggingafélög.“ Í lok níunda ára- tugarins var farið að ræða af alvöru um sameiningu og haustið 1988 hitt- ust forráðamenn Almennra trygginga hf. og Sjóvátryggingafélags Íslands hf. Niðurstaðan varð sú að sameig- inlegt félag var stofnað í desember sama ár undir nafninu Sjóvá-Almenn- ar tryggingar hf. og það hóf síðan rekstur í ársbyrjun 1989. „Þetta gekk mjög vel frá byrjun og í raun alveg ótrúlega vel,“ sagði Ólafur. „Má þar þakka jákvæðu hugarfari allra sem að komu. Menn nálguðust verkefnið af hreinskilni og einlægni. Við ákváðum strax að þetta yrði eitt sameinað fé- lag, allir hluthafar í félögunum urðu hluthafar í nýju félagi og frá upphafi lögðu forustumennirnir áherslu á að það yrðu ekki „við og þeir“ heldur, „við saman“ og það tókst.“ Ákveðið var að gera tilraun með tvo jafnsetta framkvæmdastjóra yfir félaginu og sagði Ólafur að þrátt fyrir að ýmsir hefðu ekki haft trú á að það væri mögulegt hafi það gengið með miklum ágætum. „Ég hef átt einstak- lega gott og farsælt samstarf við Ein- ar Sveinsson, sem er nú eftir að ég hætti, einn í forustunni. Það bar aldr- ei skugga á það samstarf.“ Breytt rekstrarumhverfi Þegar leið á níunda áratuginn var ekki lengur nauðsynlegt að sækja um breytingar á iðgjaldaskrá bifreiða til ráðherra en félögunum var þess í stað skylt að kynna allar breytingar á gjaldskrá til Vátryggingaeftirlitsins, sem nú heitir Fjármálaeftirlitið. Því ber lögum samkvæmt að fylgjast með að iðgjöld séu í samræmi við áhættu, öllum skilyrðum sé fullnægt og að þau séu sanngjörn gagnvart neytendum. „Eins og eðlilegt er á samkeppnin að sjá til þess að iðgjöldin séu raunhæf á hverjum tíma,“ sagði Ólafur. „Vissulega er mikil samkeppni hér á íslenskum tryggingamarkaði og mikið hefur gengið á til dæmis í bif- reiðatryggingum á undanförnum ár- um. Löggjöf um uppgjör vegna lík- amstjóna hefur verið margbreytt, sem leitt hefur til stóraukins kostn- aðar fyrir vátryggingafélögin. Auðvit- að má segja að það sé ekki mál þeirra hvað sé greitt í bætur en þau hafa þó talið það skyldu sína gagnvart þeim sem iðgjöldin greiða að hafa skoðun á því hvað séu réttlátar bætur enda hafa ekki aðrir orðið til þess að skoða málin raunhæft frá sjónarhóli greið- endanna. Innan félaganna er saman komin mikil reynsla og þekking á þessu sviði og því má heldur ekki gleyma að ýmsir aðilar sem koma að uppgjöri líkamstjóna eiga beinna hagsmuna að gæta við ákvörðun um fjárhæð bóta og beita sér því mjög fyrir að bætur séu rausnarlega ákvarðaðar. Samkvæmt núgildandi lögum er í mörgum tilvikum sjálfsagt verið að ofbæta tjón þó að aðrir tjón- þolar fái raunhæfari bætur nú heldur en áður. En aukinn tjónakostnaður hafði óhjákvæmilega í för með sér hækkun á iðgjöldum. Margir hverjir vildu ekki trúa því að þessi væri raunin og enn á ný var gerð tilraun til þess að fá erlenda vá- tryggjendur inn á markaðinn. Þeir komu og tóku þátt í þessu í nokkur ár en hurfu síðan af vettvangi. Það hlýt- ur að segja okkur að þeir hafi litið svo á að hér væri ekki svigrúm til þess að reka þessa grein trygginga á lægri ið- gjöldum heldur en íslensku trygg- ingafélögin buðu. Einhverjir hafa vilj- að meina að íslensku félögin hafi eins og það er orðað, „bolað þeim út af markaði“ í krafti stærðar sinnar. Þess ber þá að geta að ekki minni aðilar en Lloyd’s of London var í þessum hópi. Sú samsteypa er alger risi í saman- burði við íslensku félögin. Hafi ís- lensku félögin náð að bola Lloyd’s út af markaðinum þá hefur Davíð einu sinni enn sigrað Golíat, en auðvitað er skýringin sú að þeir sáu að þetta voru ekki ábatasöm viðskipti.“ Réttlát samkeppni Ólafur sagði að á þessum tíma hefðu mörg óvægin orð fallið í garð ís- lensku tryggingafélaganna. „Það er fróðlegt svona eftir á að rifja upp margt sem þá var sagt og er nú reyndar ekki til sóma fyrir ýmsa þá sem þau ummæli létu frá sér fara,“ sagði hann. „Kjarni málsins er að Íslendingar verða að eiga öflug íslensk vátrygg- ingafélög. Í því felst svo mikið öryggi fyrir íslenskt athafnalíf og einstak- linga. Samkeppni er rétt og eðlileg ef hún er réttlát. Ef erlend fyrirtæki vilja taka þátt í samkeppni á íslenska markaðinum þá er það eingöngu af hinu góða en ég álít að það sé mikið öryggisatriði að hér séu starfandi öfl- ug vátryggingafélög, sem geti sinnt þörfum Íslendinga og líti á það sem hlutverk sitt að gera það en hlaupa ekki í burtu þegar á móti blæs.“ Óvinur þjóðarinnar Ólafur sagði að fyrir utan samein- ingu tryggingafélaga hafi setning heildstæðrar löggjafar um rekstur fé- laganna markað tímamót í rekstri þeirra. „Þá færðust öll mál sem félög- in varða í öruggara og betra horf,“ sagði hann. „Samtímis hafa miklar breytingar átt sér stað í þjóðfélaginu sem kalla á nýjar áður óþekktar vá- tryggingar, svo sem lögbundnar starfsábyrgðatryggingar og trygg- ingar á tólum og tækjum í þessari raf- væddu veröld sem við lifum í. Vá- tryggingafélögin verða að vera tilbúin að mæta slíkum þörfum. Inn í rekstur vátryggingafélaga er nú komið mikið af mjög menntuðu og hæfu fólki til að takast á við þessi sérhæfðu verkefni. Ég fullyrði að það sé mjög vel séð fyr- ir þörfum Íslendinga á þessu sviði og ég er mjög ánægður með þessa þró- un. Umferðarslysin eru hins vegar ennþá alltof mörg og þau eru þjóðinni dýr. Kostnaðinn greiða bifreiðaeig- endur en það er hlutverk vátrygg- ingafélaganna að sækja til þeirra fé og það er aldrei vinsælt. Það situr svolítið í mér að hafa í hvert skipti, sem hækkana var þörf á undanförn- um áratugum, verið stimplaður óvin- ur þjóðarinnar. Mér hefur fundist það ósanngjarnt. En svona er þetta.“ Stúdentapólitík og sveitarstjórn Á námsárum Ólafs í Háskóla Ís- lands tók hann virkan þátt í stúdenta- pólitíkinni en hætti í nokkur ár af- skiptum af stjórnmálum eða þar til hann varð formaður Heimdallar árið Íslendingar verða að eiga öflug vátryggingafélög Ólafur B. Thors hefur látið af störfum sem annar af framkvæmdastjórum Sjóvár-Almennra trygg- inga eftir 39 ára farsælt starf. Hann er þeirrar skoðunar að yfirmenn fyrirtækja í mikilli sam- keppni eigi ekki að sitja of lengi heldur víkja fyrir yngri mönnum. Kristín Gunnarsdóttir ræddi við hann um árin að baki, setu í borgarstjórn, áhugamálin og hvað taki við, en Ólafur hefur meðal annars verið formaður nefndar um tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð. Hann er því hreint ekki sestur í helgan stein. Morgunblaðið/Ásdís Ólafur B. Thors, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf., hefur dregið sig í hlé eftir tæp fjörutíu ár við vátryggingastörf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.