Morgunblaðið - 05.05.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.05.2002, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 27 PR AG H A U S T I Ð Í S k ó g a r h l í ð 1 8 • 1 0 5 R e y k j a v í k S í m i 5 9 5 1 0 0 0 • F a x 5 9 5 1 0 0 1 • w w w . h e i m s f e r d i r. i s 29.950 kr. Flug og hótel í 3 nætur m.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 7. nóvember, með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. 25.450 kr. Flugsæti til Prag, 14. október, með 8.000 kr. afslætti ef bókað er fyrir 30. júní. Flug og skattar. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Fyrstu 300 sætin. Prag Flug fimmtudaga og mánudaga í október og nóvember frá 25.450 kr. með Heimsferðum Prag er nú orðinn einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga enda ein fegursta borg heimsins sem geymir mörghundruðára sögu á hverju götuhorni og mannlíf og andrúmsloft sem ekki á sinn líka í Evrópu. Gullna borgin, borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, það er ekki að undra að Prag hafi verið gefin öll þessi nöfn. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. 8.000 kr. afsláttur Ef þú bókar í ferð frá mánudegi til fimmtudags fyrir 30. júní, getur þú tryggt þér 8.000 kr. afslátt. N O N N I O G M A N N I IY D D A • N M 0 5 9 5 1 /s ia .is ÞEGAR ég kem fyrir húshornið leynir það sér ekki að ég er á réttri leið. Seyðisangan yfir- gnæfir veikan vorilminn og á tröppunum bíða flösk- ur í snyrtilegum röðum eftir því að verða sóttar. Ég ætla að heilsa upp á Ævar Jóhannesson, fyrrver- andi tækjamann hjá Raunvísindastofnun Háskól- ans, sem, þrátt fyrir mikið starf þar og merkar upp- götvanir, er ekki síður þekktur sem maðurinn, sem býr til lúpínuseyðið og gefur það þurfandi. Kannski er ekkert lengra í milli vélagrúsksins og heilsumálanna en sýnist í þessu húsi. Líkami okkar er svo sem líkur vél, sem við þurfum að smyrja og setja á olíu svo allt gangi nú liðugt fyrir sig. Og ef við misbjóðum honum, fer heilsan úr skorðum. Sú saga hefur verið sögð af Ævari, að hann hafi þrettán ára komið inn á bílaverkstæði á Akureyri, þar sem menn voru að gera við mjólkurbíl. Strákur fylgdist með og þegar menn gáfust upp, spurði hann, hvort hann mætti reyna að koma bílnum í lag. Það var leyft og eftir skamma stund var bíllinn kominn í lag. Ekki var það þó heilbrigð forvitni æsk- unnar, sem vakti Ævar til umhugsunar um heilsufar, heldur dýrkeypt lífsreynsla. Átján ára veiktist hann af berklum og dvaldi á hæli í þrjú ár. Þá viku vélarnar og Ævar tók að velta mekanisma mannslík- amans fyrir sér. Samt var það nú vélagrúskið, sem varð hans lifibrauð. Á sjöunda áratug síðustu aldar starfaði hann við ljósmyndun og fann þá m.a. upp aðferð til að framkalla lit- filmur á endurbættan hátt. Ævar varð sér úti um einkaleyfi á þessari aðferð. En eigi var sopið kálið, þó að í ausuna væri komið. Það þurfti að koma einkaleyfinu í pening. Ævar var í sambandi við Agfa, en því lauk með tilboði upp á 8.000 mörk, sem Ævari fannst svo lítið, að hann móðgaðist og svaraði engu. Hann skorti hins vegar fé til að halda einkaleyfinu við og stuttu eftir að það rann út, tók Kodak tæknina í sína þjónustu fyrir ekki neitt og hefur notað hana síðan. Ævar segist nú ekki vera neitt óhress með að hafa misst af heimsfrægðinni og ríkidæminu. „Ef ég hefði orðið ríkur, þá er ekki að vita, hvað orðið hefði um mig. Þá hefði ég líkast til ekki byrjað hjá Há- skólanum, en því hefði ég ekki viljað missa af fyrir nokkurn pening!“ Þjóðhátíðarárið ’74 réðst Ævar til Raunvísinda- stofnunar Háskólans, þar sem hann vann sinn starfsaldur. Þegar ég bið hann að líta um öxl, segir hann tvennt standa upp úr starfi sínu þar fyrir utan mikil kynni af góðum mönnum. Það fyrra er íssjáin, en Ævar smíðaði sendi hennar á móti Marteini Sverrissyni, sem smíðaði móttakarann. Hitt er sí- ritandi hallamælir, sem Ævar átti hugmyndina að, þegar Kröflueldar stóðu sem hæst. Ævar segist telja sig eina núlifandi Íslendinginn, sem hafi séð gos byrja og náð af því ljósmyndum. Atvik skipuðust þannig, að hann var eini farþeginn í flugvél frá Aðaldal, þegar hann sá smáreykjar- bólstra yfir Gjástykki. Hann biður flugmanninn að renna þangað. Og þá gerðist það; fyrst steig smá- reykur upp úr jörðunni, svo kom glóð og kveikti í lyngi og öðrum gróðri og síðan rifnaði jörðin og hraun vall upp. Það gaus í Gjástykki. En það var hvorki íssjá né hallamælir, sem leiddi Ævar til lúpínunnar, heldur Heilsuhringurinn og skilaboð að handan. Áhugi hans á heilbrigðismálum varð til þess að hann gekk til liðs við félagið Heilsu- hringinn, þar sem hann komst fljótlega í ritnefnd samnefnds tímarits og varð ritstjóri. „Þá fór ég að skrifa þátt í Heilsuhringinn; Nýjar leiðir í krabba- meinslækningum. Ég kynnti mér skrif erlendis og keypti blöð og tímarit. Bandaríska tímaritið Townsend Letters for doctors and patients hefur reynzt mér drjúg efnislind, ekki bara um krabba- mein, heldur líka margt annað. Með tímanum fór ég svo að gera tilraunir með jurtaseyði af lúpínu og nokkrum jurtum öðrum, sem ég hafði grun um að byggju yfir lækninga- mætti.“ Það kemur hik á Ævar, þegar ég spyr hann, hvernig sá grunur hafi vaknað. „Það er það sem ég get ekki sagt,“ segir hann. En svo snýst honum hugur: „Ég var eitt sinn staddur í húsi hér í Kópavogi. Þar var líka stödd kona, sem er dulræn. Og allt í einu segir hún: Hér er staddur Eggert Briem lækn- ir. Vill einhver tala við hann? Eggert hafði verið læknir á Dalvík. Hann dó úr krabbameini. Ég sagði þá si svona: Hann getur kannski sagt núna, hvað hefði getað læknað í honum krabbameinið. Og Egg- ert hélt það nú. Ertu með blað og blýant? Svo taldi hann upp nokkrar jurtir og ég skrifaði nöfn þeirra niður á miða. Ekkert sagði hann um, hvernig ætti að blanda þeim saman eða nokkuð fleira en nöfnin. Ég fór svo heim með þennan miða, en gerði ekkert með hann. Geymdi hann bara. Svo gerist það, að ég er staddur á heimili Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka. Hann var maður með dulræna hæfileika og allt í einu segir hann og beinir orðum sínum til mín: Hér er kominn indíáni, sem vill láta þig vita af lækningajurtum. Þessi indíáni, sem nefndi sig Svarta-Hauk, hafði lifað á þeim slóðum, sem Íslendingar komu til vestra við vötnin miklu. Hann sagðist hafa kynnzt Íslendingum og kunnað vel við þá. Þess vegna vildi hann nú koma upplýsingum sínum á framfæri á Ís- landi. Hann lét mig svo fá nöfn á nokkrum jurtum, sem ég skrifaði niður. Ég ætlaði svo sem ekki neitt með þessar upplýs- ingar frekar en þær fyrri. En svo datt það í mig einn daginn að bera miðana saman og þá kom í ljós að uppistaðan í þeim báðum var sömu jurtirnar. Þá fór ég að taka málið alvarlega! Þetta var nú það sem kom mér á sporið, en í seyðinu eru lúpínurætur, ætihvönn, geithvönn, njóli og litunarmosi.“ Síðan hefur Ævar soðið og soðið og nú þegar op- inberum starfsferli hans er lokið, hefur hann ein- beitt sér að seyðisframleiðslunni. Fyrst öfluðu Ævar og kona hans, Kristbjörg Þórarinsdóttir, jurtanna sjálf, en það er fyrir löngu orðið margra manna verk. Fólk á Blönduósi útveg- ar litunarmosa norðan af Skaga, konur á Selfossi eru hjálplegar við að safna jurtum, en að öllum sín- um aðstoðarmönnum ólöstuðum, nefnir Ævar sér- staklega Svein Runólfsson landgræðslustjóra. Þeg- ar lúpínunni var úthýst úr frystihúsi í Þorlákshöfn, er reglugerðir sögðu þar ekkert mega koma inn annað en sjávarfang, tók Sveinn málin í sínar hend- ur og hefur síðan séð um að safna lúpínurótunum, hreinsa þær og pakka í 6 kílóa öskjur, sem eru dag- skammtur Ævars til framleiðslunnar. Sjálfur hefur Ævar smíðað tæki til að vélþurrka jurtir heima hjá sér, en fyrir tilkomu þess þurfti hann mikið hús- rými til þurrkunar og átti með það innhlaup hjá Baldri Þórissyni í Rydenskaffi. Ævar tók þá ákvörðun í upphafi að selja ekki lúp- ínuseyðið heldur gefa það. „Sem betur fer gerði ég það. Ég vissi að ef ég færi öðru vísi að, yrði ég fljótlega kærður og þá hefði þetta allt bara staðið í mánuð eða svo. Ég get ekki sagt annað en að ég hafi fengið að vera í friði með þetta. Og ég hef átt sérstaklega gott samstarf við lækna. Reyndar var ég einu sinni kærður til landlæknis, en hann sá ekki ástæðu til neinna aðgerða.“ Nú hafa vísindi þessa heims staðfest þau skila- boð að handan, sem Ævar lagði upp með. „Prófessor Sigmundur Guðbjarnason og hans menn hafa framkvæmt ýmsar rannsóknir, sem sýna að í jurtunum eru mörg heilsubótarefni. Sum eru góð gegn maga- og meltingarkvillum, en í lúp- ínu og litunarmosa hafa fundizt ýms ónæmishvetj- andi efni og í báðum hvönnunum virk efni gegn krabbameini.“ Heilsujurtir hf. / Saga Medica, sem Ævar á smá- hlut í, hefur markaðssett heilsuvöru úr ætihvönn. Á ekki Ævar von á, að þessar niðurstöður ýti undir það, að framleiðslan á lúpínuseyðinu færist úr eld- húsi þeirra hjóna yfir á annað og peningalegra stig? „Ég geri mér grein fyrir því að sá dagur mun koma að eitthvað leysi lúpínuseyði mitt af hólmi. Þá verður sjálfhætt. En á meðan það gerist ekki, held ég mínu striki.“ Kristbjörg tekur af skarið. „Við verðum hér, þar til kirkjugarðurinn tekur við. Og ég vil hafa þessa stemningu í eldhúsinu og á útitröppunum.“ Þar sem lúpínan leggur heilsunni lið Eftir Freystein Jóhannsson Í ELDHÚSINU; Ævar athugar, hvað lúpínuseyðinu líður. Morgunblaðið/Árni Sæberg freysteinn@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.