Morgunblaðið - 05.05.2002, Page 29

Morgunblaðið - 05.05.2002, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 29 Harmonikutónleikar í kvöld kl. 20 Rússnesku snillingarnir Juri og Vadim Fyodorov flytja útsetningar á vinsælum rússneskum þjóðlögum. Miðasala við innganginn. Listasafn Íslands Fríkirkjuvegi 7, Reykjavík. Hin nýja sýn Stórsýning frá Tretjakov-safninu í Moskvu. Viðamikil dagskrá með tónleikum, fyrirlestrum og leiðsögn. Sjá vef safnsins http://www.listasafn.is. Safnið er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. - Smáréttir í kaffistofu. - Ný safnbúð með fjölbreyttu úrvali bóka, gjafavöru og listaverkakorta. - Góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. KRISTINN Pálmason hefur verið ötull við sýning- arhald undanfarin misseri og verk hans í stöðugri þró- un. Það sem er mest spennandi við verkin er sú sífellda endurskoðun sem hann stundar á málverkinu, bæði í efnislegu tilliti sem og hugmyndafræðilegu – ekki til að brjóta það niður heldur til að færa það á annað stig. Í Gallerí Skugga stillir listamaðurinn í öndvegi tveim- ur áþekkum stórum dökkum málverkum sem við fyrstu sýn virðast vera nokkurs konar áferðarmálverk. Lista- maðurinn bætir lagi ofan á lag og skapar einskonar vitnisburð um athöfnina að mála og tímann sem leið við gerð þess. Hnúðar hér og þykkildi þar með rákum og rispum og nægri málningu og útkoman er málverk sem líkja má við persónulega landkönnun. Verkin eru unnin með olíu á ál sem er ekki hefð- bundið en sýnir að Kristinn er ekki einungis að velta fyrir sér yfirborðinu heldur málverkinu öllu sem heild- stæðum hlut. Skammt undan er svo andstæða dökku verkanna, verk sem ber heitið Án titils eins og hin málverkin gera reyndar einnig, en þar vinnur Kristinn með krómúða og hár á spegil sem festur er á MDF plötu. Hér eru til- raunir með efni einnig á ferðinni auk þess sem má ímynda sér að Kristinn fáist við hið karllæga, skegghár, spegill og raksápa (krómúðinn); morgunraksturinn! Inni í klefa er samvinnuverk Kristins og Gulleiks Án titils. Gulleik hefur smíðað umgjörð og Kristinn málað verk inn í þá umgjörð. Hér fer saman húsgagnahönnun, málverk og hugsanleg gjörningalist, þ.e. verkið krefst þess að einhver setjist á áfastan stól og góni á mál- verkið, líkt og um einhvers konar meðferð væri að ræða, eða þá að viðkomandi setjist og snúi baki í málverkið og leyfi öðrum að horfa á sig í umgjörðinni sem þeir lista- mennirnir hafa skapað. Í kjallaranum eru verk Gulleiks Lövskar. Í fremri sal er afar þægilegur en smekklega hannaður steinsteyptur stóll sem er ætlaður til notkunar utan húss. Inni í her- bergi eru svo verkin Stóll sem snýst og Ruggi, en það eru stólar úr forpressuðum spóni með eikaryfirborði. Þarna nýtur hugmyndaauðgi Gulleiks sér einkar vel. Þó að Gulleik sé menntaður húsgagnasmiður og hönnuður hefur hann átt við myndlist og gjörninga og finnst mér tilfinning hans fyrir manneskjunni og líkamanum end- urspeglast í hönnuninni. Það að setjast í stólana verður að gjörningi, stóllinn lætur manni líða eins og maður sé dálítið „spes“ en á sama tíma hvílist maður. Tengingar við myndlistarverk greindi ég einnig í hönnuninni og varð mér þá einkum hugsað til ávalra forma í verkum listamannanna Richards Deacon og Tony Cragg. Sýning þeirra Kristins og Gulleiks er áhugaverð. Heildaryfirbragðið ber fagmennsku vitni og ástæða er til að hvetja fólk til að líta við í galleríinu. Málverk og ruggu- stólar Þóroddur Bjarnason MYNDLIST OG HÖNNUN Gallerí Skuggi Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13–17. Til 5. maí. Kristinn Pálmason og Gulleik Lövskar Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá sýningunni í Galleríi Skugga. LEIKSTJÓRINN John McTiern- an man eflaust sinn fífil fegurri, en á ferli sínum hefur hann sérhæft sig í gerð þéttra og oft mjög vandaðra en fyrst og fremst söluvænlegra spennu- mynda (Die Hard og The Hunt for Red October eru þar góð dæmi). Nýj- asta kvikmynd leikstjórans, Roller- ball, ber þess skýrt vitni að blóma- skeið leikstjórans sé löngu búið, þó svo að hann sjálfur sé hvergi af baki dottinn í hasarmennskunni. Roller- ball er nefnilega hvort tveggja í senn, B-mynd gerð eftir handriti sem hefur talsvert litla sjálfsvirðingu, og nokkuð þétt hasarmynd. Í myndinni er sagt frá blönkum adrenalínfíkli sem lætur til leiðast að taka þátt í mjög svo vafasamri og villi- mannslegri íþrótt sem ástunduð er á hinum ýmsu stöðum í fyrrverandi Sovétríkjunum. Þar hendast tvö lið um áttu-laga braut á línuskautum og mótorhjólum, og reyna að ryðja and- stæðingum frá með fantabrögðum og yfirkeyrslum til að koma bolta í mark. Nánari leikreglur eru á rússnesku. Með þátttökunni vonast Jonathan til að græða nógu mikið af peningum til að koma sér í háskóla, en kemst síðar að því að ekkert er til sem heitir skjót- fenginn gróði. Hin framtíðarkennda sviðsetning myndarinnar er dálítið skemmtileg í ómerkilegheitum sín- um, enda er þar leikið á öfgafullan hátt með þrá fólks eftir villimanns- legri skemmtun sem nær allt frá ljónagryfjum Rómverja til Survivor- þátta nútímans. Og þótt handritið sé á köflum vandræðalega einfeldnislegt tekst gamla hasarleikstjóranum vel að halda áhorfandanum við efnið. Villimannsleg skemmtun KVIKMYNDIR Smárabíó Leikstjóri: John McTiernan. Handrit: Larry Ferguson, John Pogue. Byggt á smásögu og handriti William Harrison. Aðalhlutverk: Chris Klein, Jean Reno, LL Cool J og Rebecca Romijn-Stamos. Sýn- ingartími: 95 mín. Bandaríkin. MGM, 2002. ROLLERBALL (LÍNUBOLTI) Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.