Morgunblaðið - 05.05.2002, Side 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 31
MBA-nám
• Öll kennsla fer fram á ensku.
• 11 mánaða almennt MBA-fjármálanám.
• Nemendur alls staðar að.
• Meðalaldur 32 ár og 7 ára starfsreynsla.
• „Hands-on“ ráðgjafarverkefni.
Inntökuskilyrði
• Háskólagráða eða tilsvarandi starfsreynsla.
• A.m.k. þriggja ára starfsreynsla.
• GMAT-próf.
• 3 meðmælabréf.
• Viðtal.
Ertu að spá í alþjóðlegt
MBA-nám í haust?
vinsamlegast hafðu samband við
Norwegian School of Management BI,
Postboks 9386 Grønland,
0135 Oslo, Noregi.
Sími +47 22 57 62 00,
eða mba@bi.no
Ef þú óskar eftir að komast að í
MBA-námið
sem hefst í byrjun ágúst
Netfang: mba@bi.no
http://www.bi.edu
Verð kr. 39.863
M.v. hjón með 2 börn, 2 – 11 ára.
Flug, gisting, skattar, 22. maí, viku-
ferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860.
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í íbúð, 22. maí, vikuferð.
Flug og gisting, skattar.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450.
Verð kr. 49.865
M.v. hjón með 2 börn, 2 – 11 ára.
Flug, gisting, skattar, 22. maí, 2 vikur.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til
Benidorm þann 22. maí í 1 eða 2 vikur. Sumarið er komið og yndislegt
veður á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga. Þú bókar núna, og
tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig
og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar
þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Aðeins 18 sæti í boði
Stökktu til
Benidorm
22. maí
frá 39.863
4X4 sendibíll
Skrd: 3/1999. Ekinn 48.000 km.
Vél: 2500 cc dísel.
Einn eigandi.
Búnaður m.a.:
Samlæsing.
Rafdrifnir speglar.
Útvarp og segulband.
Vökvastýri.
„Topp bíll á frábæru verði”
Opnunartíminn er 9-18 virka daga
og 13-17 laugardaga
Bíldshöfða 6, sími 515 7025 www.brimborg.is
.
Tilboð 1.290.000 kr.
Ford Transit 4X4
Verð 1.750.000 kr.
. . .
Einstakt stemmningsverk. Húmor og innlifun.
Áhugasamir geta farið inn á slóðina: www.simnet.is/ding
og skoðað ljósmyndir af verkinu.
Málverk til sölu
VORTÓNLEIKAR söngfélagsins
Sálubótar verða haldnir í kvöld kl.
21 í Dalvíkurkirkju. Þetta eru
fimmtu tónleikar Sálubótar nú á
vordögum en þegar hafa verið
haldnir tvennir tónleikar í Þor-
geirskirkju við Ljósavatn og fyrir
nokkru var sungið á Húnavöku í
boði Karlakórs Bólstaðarhlíð-
arhrepps og einnig hafa Sálubót-
arfélagar sungið í Miðgarði nýlega.
Á efnisskránni er að finna íslensk
þjóðlög og lög eftir m.a. Emil Thor-
oddsen, Oliver Guðmundsson, Ás-
kel Jónsson og Sigfús Halldórsson.
Þá syngur söngfélagið negrasálm,
írskt þjóðlag og mörg önnur kóra-
lög frá ýmsum löndum.
Einsöngvarar kórsins á þessum
tónleikum eru Dagný Pétursdóttir
sem syngur Haust eftir stjórnand-
ann Jan Alavere, Hildur Tryggva-
dóttir sem syngur m.a. Aldrei einn
á ferð úr Carousel og Spiel mir das
lied úr Ungverska brúðkaupinu.
Karl Ingólfsson syngur Mona Lisa
við lag og texta Jay Livingstone og
Ray Evans. Þá syngur Steinþór
Þráinsson einsöng í m.a. Di Prov-
enza il mar, il suol úr La Traviata
og hann og Hildur syngja tvísöng í
lögunum Hríslan og lækurinn og
Þegar til mín blítt þú brosir við
texta Friðriks Steingrímssonar og
lag Jaan Alavere.
Hljómsveit Sálubótar skipa Jaan
Alavere, píanó, Sigurður Birgisson,
trommur, og Tarvo Nomm, bassi.
Fiðluleik annast Marika Alavere.
Sálubót er nú að ljúka sínu ní-
unda starfsári og hafa félagar
ferðast víða um land og einnig til
Eistlands á heimaslóðir stjórnand-
ans, Jaans Alaveres. Hann er orð-
inn Þingeyingum að góðu kunnur,
en hann er tónlistarkennari við
Stórutjarnarskóla og hefur einnig
leikið með Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands. Hann lærði kórstjórn
í heimalandinu, lék mikið á fiðlu og
var trommuleikari í rússneska
hernum í tvö ár.
Þá starfaði hann við tónlistar-
stjórn í Tartu við eitt af elstu leik-
húsum landsins.
Þetta er fjórða starfsár hans með
söngfélaginu.
Í Sálubót eru nær fjörutíu karlar
og konur, aðallega úr Bárðardal,
Fnjóskadal, Ljósavatnshreppi og
Reykjadal og fara æfingar fram í
Stórutjarnarskóla einu sinni í viku
alla vetrarmánuðina.
Söngfélagið
Sálubót
á Dalvík
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Frá vortónleikum söngfélagsins Sálubótar í Þorgeirskirkju 1. maí síð-
astliðinn. Hildur Tryggvadóttir söng einsöng með kórnum.
Laxamýri. Morgunblaðið.
BEETHOVEN
og Ravel eru við-
fangsefni á tón-
leikum í Salnum
kl. 20 annað
kvöld. Flytjendur
eru Laufey Sig-
urðardóttir fiðlu-
leikari, Richard
Talkowsky selló-
leikari, Krystyna
Cortes píanóleik-
ari og Garðar Thór Cortes tenór.
Tónleikarnir eru í Tíbrá, tónleikaröð
Kópavogsbæjar.
Eftir Ludwig van Beethoven verð-
ur flutt Tríó II í G dúr op. 1 nr. 2 og
Sex skosk ljóð op. 108. Eftir Maurice
Ravel verður flutt Tríó frá árinu
1914.
Þrjú hljóðfæri og
tenór í Salnum
Garðar Thór
Cortes
♦ ♦ ♦
BILLY Strayhorn var eitt helsta
tónskáld djasssögunnar og dálítið
merkilegt að Duke Ellington hafi ráð-
ið hann fyrst til sín sem textahöfund.
Þá þegar hafði hann samið Lush Life,
eina lífseigustu ballöðu síðustu aldar.
Hún er um margt ólík þeim ballöðum
sem hann samdi síðar og Johnny
Hodges blés jafnan, enda hafði Stray-
horn þá ekki komist í návígi við
undraveröld Ellingtons.
Lush Life var að sjálfsögðu á dag-
skrá Villilúðurs og túlkun þeirra fé-
laga frábær. Upphófst sem dúett Jó-
els og Agnars og lauk á píanótrói. Það
hefði verið gaman ef Jóel og Agnar
hefðu leikið einhverja ballöðu Stray-
horns sem dúett, ekki síst Lotus
Blossom, sem Ellington lék gjarnan í
lok tónleika eftir dauða Strayhorns
eða einn í frakkanum meðan hljóm-
sveitarfélagar voru að pakka saman
eftir tónleika. Þá var vinur hans og
samstarfsmaður til áratuga honum
efst í huga.
Kvartettinn hóf tónleikana á Isfah-
an úr The Far East Suite er Ellington
og Strayhorn sömdu og hljóðrituðu
1967. Þessa ballöðu hefur Sigurður
Flosason oft blásið fallega á nótum
Johnny Hodges, en túlkun Jóels var í
anda nýboppsins. Það var U.M.M.G.
einnig en hrynsveitin heldur líflaus, í
það minnsta kveikti hún ekki glóð í
hugum þeirra sem aldir eru upp við
Betlehemútgáfuna frá 1956. Sama má
segja um útgáfu kvartettsins á Rainc-
heck, en það er erfitt að hlusta á það
verk án þess að Webstersólóinn ótrú-
legi trufli. Aftur á móti var túlkun
þeirra félaga á Johnny Come Lately
vel heppnað nýbopp og slegið var í
sveiflufákinn í ópus Ellingtons og
Strayhorns: Just A-Sittiń And A
Rockin, sem gekk undir vinnuheitinu
Sweé Pea, er var gælunafn Stray-
horns. Jóel getur verið hreint maka-
laus þegar hann hleypir öllum tilfinn-
ingum lausum í svíngskotnum
blæstri. Það sama var uppá teningn-
um í einföldum blús, Sweet And Pun-
get af Blues In Orbit frá 1958. Þar
blés Jóel langar líðandi línur í anda
Paul Gonsalves og ekki var Agnar
síðri í hljómum hlöðnum spennusóló.
Valdimar Kolbeinn lék laglínuna í
upphafi The Flower Is A Lonesome
Thing, sem Ella söng svo fallega með
Ellington-bandinu. Það var snyrti-
lega gert en ljóðið kviknaði ekki fyrr
en Jóel upphóf tenórsóló sinn, tær
lýrík studd markvissum hljómum
Agnars Más.
Jóel blés Chelsea Bridge fallega í
minningu vinar síns Kristjáns Eld-
járn, en Kristjáni, sem sá gjarnan
hinar skoplegri hliðar lífsins, kom
ávallt í hug tannréttingarbasl dóttur
Clintons Bandaríkjaforseta er nafn
þessarar ballöðu var nefnt.
Svo var aukalag og þeim sem eitt-
hvað þekkja til Billy Strayhorns kem-
ur ekki á óvart hvaða ópus það var:
Take The A Train; kynningarlag Ell-
ingtons frá því hann hljóðritaði það
1941. Ásamt Lush Life er þetta það
lag Strayhorns sem oftast hljómar og
þeim félögum tókst að finna nýjan flöt
á því.
Þetta voru úrvalstónleikar þótt
hrynsveitin hefði mátt vera sterkari í
sveiflunni á köflum, en sólóar Jóels og
Agnars voru hverjum öðrum betri.
Með slíka úrvalslistamenn innan-
borðs er Íslandsdjassinn ekki í hættu.
Strayhorn í
ýmsum myndum
DJASS
Múlinn í Kaffileikhúsinu
Jóel Pálsson tenórsaxófón, Agnar Már
Magnússon píanó, Valdimar Kolbeinn
Sigurjónsson bassa og Erik Qvick tromm-
ur. Fimmtudagskvöldið 2.5. 2002.
VILLILÚÐUR
Vernharður Linnet
Í LISTASAFNI Íslands stendur yfir
sýning á rússneskri myndlist (1880-
1930). Í tengslum við sýninguna
verða ýmsar uppákomur. Í kvöld kl.
20 verða tónleikar með rússnesku
tvíburabræðrunum og harmoniku-
leikarana Juri og Vadim Fyodorov.
Harmonikur í
Listasafni
Íslands