Morgunblaðið - 05.05.2002, Page 39

Morgunblaðið - 05.05.2002, Page 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 39 Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Krossar á leiði Ryðfrítt stál - varanlegt efni Krossarnir eru framleiddir úr hvíthúðuðu, ryðfríu stáli. Minnisvarði sem endist um ókomna tíð. Sólkross (táknar eilíft líf). Hæð 100 sm frá jörðu. Hefðbundinn kross m/munstruðum endum. Hæð 100 sm frá jörðu. Hringið í síma 431 1075 og fáið litabækling. Dalbraut 2, 300 Akranesi. Sími 431 1075, fax 431 1076 BLIKKVERKSF. ✝ Guðríður Guð-mundsdóttir var fædd í Kolsholtshelli í Villingaholtshreppi í Árnessýslu 8. apríl 1921. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 26. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Kristinn Sigurjónsson, f. 23. maí 1896, d. 28. nóv. 1966, bóndi í Kols- holtshelli, og Marta Brynjólfsdóttir, f. 27. júlí 1889, d. 11. mars 1969, húsfreyja. Guðríður var næstelst sex systkina en hin voru: Jóhann bóndi í Kolsholtshelli, Kristín húsfreyja og bréfberi á Selfossi, Sigurjón pípulagningameistari í Reykjavík, Brynjólfur bóndi á Galtastöðum, Gaulverjabæjar- hreppi, síðar á Selfossi og Sigríð- ur, húsfreyja og skrifstofumaður á Bakkafirði. Eftirlifandi af systkinunum eru nú þeir Sigur- jón og Brynjólfur. Guðríður giftist 1. ágúst 1943 Sigmari Inga Torfasyni frá Hrafnabjörgum í Hjaltastaða- þinghá, f. 15. ágúst 1918, d. 4. febr. 1997, prófasti á Skeggja- stöðum í Skeggjastaðahreppi í N- Múl. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Ingibjörg, f. 25. apríl 1944, sókn- arprestur á Eiðum. Börn hennar og Kristmundar Skarphéðinsson- ar eru María Ósk og Sigmar Ingi. 2) Stefanía, f. 21. nóv.1945, skrif- stofumaður í Kópavogi, gift Helga Sigurðssyni, málarameist- ara og verslunarmanni, eignuð- ust þau þrjú börn: Guðríði, Helgu, sem er látin, og Sigurð. 3) Valgerður, f. 12. sept. 1947, handavinnukennari í Reykjavík. Börn hennar og Steingríms Sig- urjónssonar eru Ólafur, Guðríð- ur og Kristín. 4) Marta Kristín, f. 10. febr. 1949, sérkennari í Reykjavík, gift Ásgrími Þór Ás- grímssyni, húsgagnabólstrara, börn þeirra eru þrjú: Guðrún Marta, Sigmar Torfi og Jó- hanna Þórunn. 5) Aðalbjörg, f. 16. maí 1952, héraðsskjala- vörður á Akureyri, maður hennar er Björn Sverrisson, kennari, þau eiga einn son, Sverri Sig- mar, en börn henn- ar og Jóhanns G. Ásgrímssonar eru Margrét Ása og Þórarinn. 6) Guð- mundur, f. 8. des. 1957, verkefnisstjóri hjá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík, kvæntur Hörpu Ásdísi Sigfús- dóttur, félagsráðgjafa, sonur þeirra er Ásvaldur Sigmar. Barnabörn Guðríðar og Sigmars voru fimmtán og barnabarna- börnin fimm. Hjá þeim hjónum ólst einnig upp að miklu leyti Hrefna Þórey Eiríksdóttir, f. 5. okt. 1960, búsett í Reykjavík. Guðríður ólst upp hjá foreldr- um í Kolsholtshelli en fór ung að árum í vist til prestshjónanna í Hraungerði, sr. Sigurðar Páls- sonar og Stefaníu Gissurardóttur og var síðan einnig tvo vetur í vist í Reykjavík. Hjá sr. Sigurði fékk hún undirbúningsmenntun til að setjast í Kennaraskóla Ís- lands þar sem hún stundaði nám árin 1941–1943. Sumarið 1944 fluttust þau hjón Guðríður og sr. Sigmar að prestssetrinu Skeggjastöðum við Bakkafjörð. Þar var sr. Sigmar prestur í 44 ár og jafnframt því stunduðu þau búskap á jörðinni. Guðríður var kennari og skóla- stjóri barnaskóla hreppsins 1950–1985 og oddviti Skeggja- staðahrepps 1978–1990. Um 1989 fluttust þau til Akureyrar og bjuggu þar til æviloka. Útför Guðríðar fer fram frá Glerárkirkju á morgun, mánu- daginn 6. maí, og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar í fáeinum orðum að minnast Guðríðar Guðmundsdótt- ur. Ég kynntist henni fyrir rúmum þrjátíu árum, en tengdamóðir mín Sigríður og hún voru systur. Guðríður var kvenskörungur okkar tíma. Hún var skólastjóri, bóndi, prestkona, oddviti og hús- móðir með sex börn auk annars heimilisfólks. Það var ekki nóg að hún væri skólastjóri heldur var hún með öll börnin á heimilinu bæði í kennslu, fæði og húsnæði. Svo oft hefur sjálfsagt verið þröngt setinn bekkurinn. Sem prestkona voru mörg störf sem hún sinnti, sá um kirkjuna, þreif og hafði til reiðu. Ekki var svo messað á Skeggjastöð- um að öllum væri ekki boðið í kaffi- veislu eftir messu. Við fermingar hélt hún kaffi bæði fyrir ferming- arbörnin og annað messufólk og var mér sagt að ekki hefði sá siður lagst af fyrr en 1964. Þegar maðurinn minn, Árni, fermdist var hún þá bú- in að vera prestkona í tuttugu ár. Ekki fór heldur svo fram jarðarför frá Skeggjastaðakirkju að hún lán- aði ekki sínar stofur ásamt borð- búnaði og öllu tilheyrandi til erfis- drykkjunnar. Ekki væri ég heldur hissa þótt stundum hafi kaka læðst með. Ég man hvað ég var hissa á þessu þegar ég kom fyrst austur og kynntist þessu, en mér fannst sveit- ungarnir líta á þetta sem sjálfsagð- an hlut. Seinni árin á Skeggjastöð- um bætti hún svo á sig oddvitastöðunni og hefur hún oft þurft að halda sínu fyrir ráðríkum sjómönnum og stífum stjórnmála- mönnum. Eftir að Guðríður og Sigmar fluttu til Akureyrar gátu þau farið að sinna sínum áhugamálum, hann fræðimennskunni en hún handa- vinnu og fleiru. Ekki kom ég svo í kaffi að hún sýndi mér ekki eitthvað nýtt sem hún hafði verið að gera, peysur eða vettlinga á barnabörnin, silkibindi á tengdasyni eða jafnvel harðangursdúka handa dætrunum, enda var til hennar leitað þegar harðangurs altarisdúkur skemmd- ist á Eiðum og var hún ekki lengi að sauma nýjan dúk sem þar prýðir nú altarið. Ekki get ég hætt þessum skrifum nema minnast aðeins á flatbrauðið hennar Guðríðar. Betra flatbrauð hef ég ekki smakkað en hjá henni og Siggu systur hennar Hún tók mig í læri ein tvö ár í desember, þegar flatbrauðsgerðin stóð sem hæst, sagði að einhver þyrfti að taka við af sér. En þótt Guðríður væri góður kennari held ég að ég komist aldrei með tærnar þar sem hún hafði hæl- ana. Kveð ég svo þessa sómakonu með söknuði. Oddný. Þegar ég frétti að amma væri dá- in runnu ótal margar minningar upp í hugann. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu. Fyrstu minning- arnar tengjast heimsóknum í Skeggjastaði. Þegar við keyrðum yfir Sandvíkurheiði beið ég alltaf spennt eftir að sjá kirkjuna á Skeggjastöðum og mér fannst eng- in önnur kirkja jafnast á við kirkj- una þeirra afa og ömmu. Þegar við komum í hlaðið komu hundarnir hlaupandi á móti okkur og inni biðu okkar nýbakaðar pönnukökur. Heimalingarnir, gullabúið og fjaran eru líka ógleymanleg. Það var spennandi að fá að gefa heimaling- unum, í gullabúinu var meira og betra dót en nokkurs staðar annars staðar og í fjöruferðunum var alltaf hægt að finna eitthvað skemmtilegt til að hafa með sér heim. Eftir að amma og afi fluttu frá Skeggjastöð- um heimsótti ég þau oft í Hrafna- björg á sumrin. Ég man hvað það var alltaf gott að koma í kvöldkaffi þangað og þar voru líka oft til pönnukökur. Ég var stundum leið á því að ganga Urðina báðar leiðir og þegar ég fór að vorkenna mér það og varð úrill stóð amma með mér og bað afa um að fara með mig á bátn- um. Hún sagði þá stundum „hún er þreytt elskuleg“ og þannig afsakaði hún okkur barnabörnin sín oft þeg- ar illa lá á okkur. Í seinni tíð, eftir að amma flutti til Akureyrar, var hún mjög dugleg að gera handavinnu. Bestu jólagjaf- irnar frá henni voru útprjónaðir vettlingar. Það jafnast engir vett- lingar á við þá. Útsaumuðu dúkarn- ir hennar eru líka frábærir. Amma hafði gaman af að ferðast og á síðastliðnu hausti fór hún í bændaferð til Ítalíu og Þýskalands þrátt fyrir veikindi, en hún var allt- af svo hress og dugleg miðað við aldur. Það er e.t.v. þess vegna svo erfitt er að trúa því að amma sé dá- in. Ég er samt fegin að hún þarf ekki lengur að berjast við erfiðan sjúkdóm. Minningarnar um hana, heilræðin hennar og hlýju orðin mun ég geyma. Ég er þakklát fyrir þær góðu stundir sem við amma átt- um saman. Guð blessi minningu hennar. Jóhanna Þórunn. Fallin er frá frænka og mikill fjölskylduvinur. Það er margs að minnast fyrir okkur bræðurna, þegar við látum hugann reika til baka til Guðríðar frænku á Skeggjastöðum þar sem hún og maður hennar, séra Sigmar, og frændsystkinin sex bjuggu. Móðir okkar, Sigríður, kom fyrst til prestssetursins á Skeggjastöðum við Bakkafjörð 1949 til að dveljast hjá systur sinni til aðstoðar við stórt heimili. Dvölin, sem átti að vera til skamms tíma, varð ævilöng þar sem hún giftist föður okkar, Pétri Árnasyni frá Bakkafirði, ári síðar og settist að á Bakkafirði. Heimsóknirnar til Skeggjastaða voru margar. Sigríður móðir okkar og Guðríður voru mjög nánar syst- ur og einnig starfaði faðir okkar sem organisti í Skeggjastaðakirkju í tæp 40 ár með séra Sigmari. Til- efnin voru því mörg, hvort heldur sem um var að ræða vinnu eða leik. Um jól og áramót var það órjúfan- legur hluti hátíðanna að fara í messu til séra Sigmars og þiggja veitingar að lokinni messu á Skeggjastöðum og leika við frænd- systkinin. Skólagöngu okkar til 12 ára ald- urs sóttum við til Skeggjastaða þar sem þau hjónin sáu um skólann á heimili sínu til margra ára. Fyrst var skólinn rekinn þannig að nem- endur voru til skiptis í skóla og heima, tvær vikur í senn, og því um heimavistarskóla að ræða. Síðar var nemendum ekið til skóla á hverjum degi og kennslan fluttist svo til þorpsins árið 1985 í nýtt skólahús- næði. Það eru því ófáir íbúar Bakkafjarðar sem gengu sín fyrstu skref á skólabekk til þeirra hjóna Guðríðar og Sigmars á Skeggja- stöðum og búa enn að þeim gildum sem þar voru numin – ekki síst þeim er snúa að trú og kærleika. Guðríður var mikilvirk og dugleg í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur og veitti gestum sínum af rausn og myndarskap. Þau hjón voru afar samhent um alla hluti, vinmörg og gestrisin svo af bar. Það var því oft mannmargt á Skeggja- stöðum, hvort sem var vegna skóla- mála, prestsembættisins eða vegna annarra starfa. Guðríður var skarpgreind, rökvís og fylgin sér um marga hluti þegar á reyndi, en þó var alltaf stutt í létt- leikann þar sem varpað var upp mörgum hliðum mála. Hún sagði oft þegar fjallað var um flókin mál að það væru „sex hliðar á teningnum“ og oft væri hollt að skoða málin frá mörgum hliðum, ef takast ætti að finna lausn. Sá eiginleiki hennar að skoða málin frá ólíkum sjónarhorn- um skilaði mörgum flóknum og oft á tíðum erfiðum málum í farsæla höfn – ekki síst fyrir íbúa á Bakkafirði. Það var m.a. fyrir hennar dugnað og áræði – sem og séra Sigmars – að Bakkafjörður nýtur margra þeirra stóru verka s.s. þeirra hafnarmann- virkja sem til staðar eru, en sú höfn er bæði lífhöfn útgerðar sem og undirstaða efnahagsstarfsemi á staðnum – sem skilað hefur sér margfaldlega. Við bræðurnir eigum margar góðar minningar frá Skeggjastöð- um, hvort heldur um er að ræða úr skólanum eða frá heimilinu, sem var nánast eins og okkar annað heimili. Í þau skipti sem foreldrar okkar þurftu að fara að heiman fengum við að vera á Skeggjastöðum hjá Guðríði frænku og séra Sigmari. Minningarnar úr leik í sandfjör- unni, snjóbrekkunum, berjamónum og heyskapnum standa fyrir hug- skotssjónum. Á síðari árum bjuggu þau hjón á Akureyri, þar sem ávallt var bæði notalegt og gaman að koma í heimsókn. Við þökkum allar liðnar samveru- stundir, þær eru ómetanlegar og gildi þeirra eykst. Við vottum börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um innilegustu samúð okkar og biðjum góðan Guð að blessa minn- ingu Guðríðar frænku okkar. Hér þótt lífið endi, rís það upp í Drottins dýrðarhendi. Árni, Kristinn, Bjartmar, Baldur, Brynjar, Ómar Péturssynir og fjölskyldur. Vort líf er lán frá þér, þú ljóssins faðir hár, hver geisli á braut, hver ganga í þraut, hver gleði og sorgartár. Vort líf er lán frá þér, það líður harla skjótt, og lát oss eygja ljósið þitt, er lykur dauðans nótt. (Sr. Sigurjón Guðjónsson.) Á kveðjustundu er okkur efst í huga þakklæti fyrir áratuga vináttu við Guðríði frá Skeggjastöðum. Það eru nær 60 ár síðan við kynntumst. Það var á Nýja stúd- entagarðinum á haustdögum. Sig- mar Torfason, skólabróðir og góður vinur, og Guðríður Guðmundsdóttir fluttu á Garð þá nýgift. Fljótt kynntumst við Guðríði. Samgangur varð mikill milli okkar og strax myndaðist vinátta er aldrei bar skugga á. Um vorið tókum við níu kand- idatar prestvígslu og hópurinn dreifðist. Sigmar og Guðríður fóru að Skeggjastöðum, en við hjónin fórum að Grenjaðarstað. Samgöng- ur voru þá erfiðar, en samband okk- ar hélst, símleiðis og með bréfum. Næstu ár hittumst við sjaldan. Börn og bú bundu okkur við heimili og störf. Þannig liðu árin. Alltaf var gott að fá þau í heimsókn er þau voru á leið suður eða að sunnan. Gott var að koma í Skeggjastaði. Fyrst er bílvegur var ekki kominn alla leið, en Sigmar kom á móti og leiðbeindi okkur svo allt gekk vel. Síðar fórum við í fimmtugsafmæli Sigmars og ekki var það lakara. Margt var spjallað og við öll nutum samver- unnar. Vináttan varð sterkari er á leið og oftar var skipst á heimsóknum. Við gleymum ekki samverustund- unum sumarið 1987 er við fjögur heimsóttum allar sóknir Múlapró- fastsdæmis. Það var góður tími og bjart er yfir í minningunni. Ári seinna fluttu þau hjón til Ak- ureyrar og nokkrum árum síðar einnig við hjónin. Sambandið varð meira og traust- ara. En svo var sr. Sigmar kallaður burt héðan úr heimi. Þá var mikill söknuður í huga svo margra. Við söknuðum sannarlega góðs vinar. En Guðríður var hetja sem æðrað- ist ekki. Sambandið varð enn meira og vináttan sterkari. Þegar við lítum yfir farinn veg við burtför Guðríðar kemur margt í hugann. Alla tíð stóð hún traust við hlið Sigmars, í blíðu og stríðu. Hún var kennari og skólastjóri í sveitinni í áratugi. Hún var oddviti hreppsnefndar um árabil. Auk þess sem hún stóð fyrir stóru heimili. Allt var gert með reisn og aldrei brást hún í neinu. Segja má að þau hjón, Guðríður og Sigmar, hafi verið sívakandi yfir heill og framför sveitar sinnar alla tíð. Sigmar var prófastur lengi og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað allt. Margt fleira mætti segja, en hér verður það ekki gert. Guðríður var greind kona og fróð. Jafnaðargeð og traustleiki ein- kenndu líf hennar allt. Gott var að deila geði við hana. Falslaus hlýja lék um persónu hennar. Öll erum við slungin margskonar þáttum. Vandi er að vinna úr þeim. Gæfan veltur á því hvað það er í okkur sjálfum sem við leggjum mesta rækt við um ævina. Fáa veit ég sem betur hafa kunnað þá list en Guðríður að leggja rækt við það besta í sjálfum sér. Slíkt er mikill sigur. „Þeir skynja fyrstir lífsins mál, sem læra að skilja sína eigin sál,“ segir skáldið frá Fagraskógi. Og Páll postuli segir í einu bréfa sinna: „Ég hefi barist góðu barátt- unni og endað skeiðið og varðveitt trúna.“ Þannig er trúin á lífið og gæði þess og trúin á Guð sem veitir mest- an styrk í lífinu. Þannig lifði og dó Guðríður Guð- mundsdóttir. Trúin á frelsarann Jesúm Krist var hennar styrkur. Við þökkum henni trygga vináttu og alla hlýju er hún sýndi okkur alla tíð. Við sendum börnum hennar og öðrum ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Og biðjum Guð að blessa minningu Guðríðar. Aðalbjörg Halldórsdóttir, Sigurður Guðmundsson. GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.