Morgunblaðið - 05.05.2002, Side 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 41
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Kransar - krossar
Kistuskeytingar • Samúðarvendir
Heimsendingarþjónusta
Eldriborgara afsláttur
Opið sun.-mið. til kl. 21
fim.-lau. til kl. 22
!
" #
$ %
!"
"
&'(
)
*'+,
!"# $#%&'&(( $ %(%''%
)* !"# $#%&'&(( #%% ! +%''%
,% ,! # $#%&''% +% #%%'&((
# & # $#%&'&(( # % # #''%
# $#%&# !"# $#%&''% , % -
%.'"/!"# $#%&''%
0(" '(%'&((!
!
"
!"" # $""%&'( !() *%+&%%,"
*%+& # $"" !() %%,"
!
!!" #$ % &"
' !!" " (& )
**&+ ! **&'
Lára Gunnarsdóttir
Larum fæddist 29.
október árið 1932 á
Butru í Fljótshlíð,
dóttir hjónanna Jóhönnu Ólafsdótt-
ur og Gunnars Salómonssonar.
Foreldrar Láru slitu samvistum
snemma á uppvaxtarárum hennar
og eftir það ólst hún upp hjá móð-
ur sinni fyrst í Útgörðum og síðan
á Vesturgötu 68 í Reykjavík. Hún
hélt engu að síður alltaf góðu sam-
bandi við Gunnar föður sinn og
minntist hans með hlýhug að hon-
um látnum. Systkinahópur Láru
var stór en Jóhönnu auðnaðist að
eignast tólf börn; Halldór var
þeirra elstur, því næst komu tví-
burabræðurnir Ólafur og Tryggvi,
þá Lára sjálf, Júlía og Selma, sem
var yngst af börnum þeirra Gunn-
ars, en með Benedikt síðari sam-
býlismanni sínum átti Jóhanna þau
Viðar, Óskar, Kolbrúnu, Sesselju,
Aðalheiði og Margréti.
Það má gera sér í hugarlund að
oft hafi verið þröngt í búi á Vest-
urgötunni en í minningu Láru voru
bernskuárin eitt allsherjar ævin-
týri við leik og störf. Fjaran í vest-
urbænum og Seltjarnarnesið, Sels-
vörin og landið allt voru í huga
hennar einn stór leikvöllur og æv-
intýrin rétt handan við næsta götu-
horn. Ég hef sjaldan kynnst jafn-
gæfusamri manneskju og Láru, en
gæfa hennar fólst í einstakri lífs-
gleði sem smitaði út frá sér. Hún
skapaði gott andrúmsloft hvert
sem hún fór og hló sig í gegnum
erfiðleikana, en á bakvið fallega
brosið leyndist mikill heimspeking-
ur. Lára vildi gera gott úr öllu því
hún taldi lífið einfaldlega of
skemmtilegt og viðburðaríkt til að
sóa því í sorg og sút.
Lára hóf störf á Keflavíkurflug-
velli þar sem hún kynntist eig-
inmanni sínum til margra ára,
Kenneth Larum, norsk-ensk ætt-
uðum Bandaríkjamanni, og bjuggu
þau á Suðurnesjum fyrstu hjúskap-
arár sín þar sem tveir eldri synir
þeirra fæddust, þeir Roald og
Tryggvi. Þau brugðu þó flótlega
betri fæti undir sig og fluttu til
Bandaríkjanna þar sem þau settust
að í Kaliforníu. Þar fæddist þeim
sonurinn Ólafur og síðan dóttirin
Jóhanna. Þar sem Lára var mjög
listræn kona bjó hún fjölskyldu
sinni fagurt og menningarlegt
heimili. Hún var vel að sér í listum,
las heimsbókmenntir og hafði mik-
LÁRA GUNNARS-
DÓTTIR LARUM
✝ Lára Gunnars-dóttir Larum
fæddist í Butru í
Fljótshlíðarhreppi
29. október 1932.
Hún lést í San Franc-
isco í Bandaríkjun-
um 23. mars síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð í San
Francisco í Banda-
ríkjunum.
inn áhuga á myndlist
og tónlist. Þau hjón
urðu síðan fyrir þeim
harmi að missa Roald
elsta son sinn af slys-
förum á unglingsaldri
en fráfall hans mark-
aði djúp spor í ævi
þeirra beggja.
Margar góðar minn-
ingar tengdar Láru
koma upp í huga minn
þegar ég horfi yfir
farinn veg. Ég minnist
þess dags sem ég leit
hana fyrst augum. Ég
var nýbúin að eignast
mitt fyrsta barn, dótturina Dag-
björtu, og frekar þreytt og upp-
burðarlítil eftir fæðinguna þegar
Lára, sem þá var í heimsókn á Ís-
landi, birtist skyndilega í dyrum
fæðingarheimilisins klædd falleg-
um pels. Ég hafði aldrei litið aðra
eins heimskonu augum, henni
fylgdi hressandi blær og smitandi
hlátur sem gaf mér aukinn lífs-
þrótt. Þótt nú séu liðin hjartnær
þrjátíu og átta ár síðan þetta atvik-
aðist þá gat Lára alltaf komið mér
til að brosa.
Lára reyndist mér og fjölskyldu
minni ætíð vel. Dóttir mín, sem lá í
vöggunni daginn sem ég kynntist
Láru, varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að Lára gætti sonar hennar á með-
an hún var stödd hér á landi, enda
alltaf boðin og búin að leggja hönd
á plóginn. Eldri sonur minn, Guð-
mundur, var svo lánsamur að fá að
dveljast hjá Láru og börnum henn-
ar um nokkurra mánaða skeið í
Bandaríkjunum. Ég veit að börn
mín minnast þess tíma með hlýhug
og varðveita hann sem fjársjóð í
minningunni. Þá tengist yngri son-
ur minn, Roald, Láru og fjölskyldu
hennar sérstökum böndum því
hann ber nafn sonarins sem hvarf
alltof ungur á vit feðra sinna.
Lára hélt alla tíð góðu sambandi
við fjölskylduna hér heima. Átthag-
arnir toguðu hana alltaf sterkar til
sín með aldrinum, enda dvaldist
hún oftar hér á landi eftir því sem
árin liðu, stundum mánuðum sam-
an, og fyrir nokkrum árum síðan
festi hún kaup á lítilli íbúð í
Reykjavík. Lára var einmitt að
leggja af stað í eina slíka ferð heim
til Íslands með dótturson sinn
Kenny, svo hann fengi nú að sjá
ævintýraeyjuna sem henni þótti
svo vænt um og varð tíðrætt um
við fjölskyldu sína. Allt var frá-
gengið fyrir brottförina í byrjun
aprílmánaðar síðastliðins, búið að
kaupa flugmiðana og pakka niður í
ferðatöskurnar. Láru hefur þó lík-
lega ekki rennt í grun að hún væri
að leggja af stað í sína hinstu ferð,
en hún andaðist skyndilega á heim-
ili dóttur sinnar, Jóhönnu, 23. mars
síðastliðinn. Lára hafði nefnilega
átt við veikindi að stríða undanfar-
in ár, sem hún reyndi að taka með
æðruleysi og gerði sem minnst úr
við vini sína og vandamenn.
Það er margs góðs að minnast úr
samskiptum okkar Láru en hér
gefst ekki ráðrúm til að rifja það
allt saman upp. Stundir mínar með
Láru voru góðar stundir og ég vildi
nú óska þess að þær hefðu verið
fleiri en heilt úthaf skildi okkur
oftast að. Ég og fjölskylda mín vilj-
um því að lokum votta börnum og
barnabörnum Láru okkar dýpstu
samúð. Kjörorð Láru Gunnarsdótt-
ur Larum í lífinu voru „aðgát skal
höfð í nærveru sálar“. Þannig
reyndi Lára að haga lífi sínu og
þannig skal hennar vera minnst.
Anna Leósdóttir og fjölskylda.
!
"#$% & '(
)&&
&*
"#$% & +", #$ & $-
& &. "#$ + % &
/
!
" # !
" $
%
" &
' &
$
" (
&)(
* +
%*
# " ! " &)(
* ,
( - " (
*
+ .
" ,
("
" / "
" .
'
"
0
" 1 ,
,
( /22 2-/ /3+
'&'
+
! ,(
4
(
0
'
*)
0
*)
" ( *
5 !
/"
6
6
6
1
!"
#$
%&
'
#(
)$* #(
+ # ,
! "#!
! "# $ %
&
' #(
#') *%
#+(
#&& &% ,-%..
,*%..%
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minningar-
greina