Morgunblaðið - 05.05.2002, Page 43

Morgunblaðið - 05.05.2002, Page 43
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 43 TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra opnaði á dögunum form- lega Sjóminjasafn Byggðarsafns Suður-Þingeyinga á Húsavík að viðstöddum fjölmörgum boðsgest- um. Setningarathöfnin hófst með því að Halldór Kristinsson sýslu- maður, formaður stjórnar Safna- hússins, bauð gesti velkomna. Guðni Halldórsson, forstöðumaður safnsins, rakti aðdraganda og byggingarsöguna. Ávörp fluttu Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður, Jón Ásberg Salóm- onsson, formaður Héraðsnefndar Þingeyinga, og Bjarni Aðalgeirs- son, fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi útgerðarmaður. Loks tók Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra til máls og sagði m.a. í ræðu sinni að hér hefði verið unnið þrekvirki. Í ræðulok lýsti hann Sjóminjasafnið formlega opnað. Sjóminjasafnið er í nýbyggingu sem tengd er við Safnahúsið með tengibyggingu, undir nýbyggingu er geymslukjallari, samtals eru þetta 1.100 fermetrar auk 500 fer- metra útisvæðis sem er steypt og hellulagt. Jón Þór Þorvaldsson hjá Teiknistofunni Úti og inni sf. er aðalarkitekt byggingarinnar sem er eins og píramídi í laginu. Við hönnun var það haft að leiðarljósi að hægt yrði að geyma Åfjord- skipið Hrafninn, sem Norðmenn gáfu Íslendingum 1974 í tilefni 1100 ára byggðar á Íslandi, þar inni með rá og reiða. Fram- kvæmdaáfangar voru þrír og fyrstu skóflustungu vegna upp- hafsáfanga við bygginguna tók Finnur Kristjánsson 26. júlí 1990 og lauk þeim áfanga 1. júlí 1991. Annar áfangi var unnin á árunum 1996–1997, vinna við þriðja áfanga hófst svo í ársbyrjun 1999 og lauk um mitt ár 2001. Í október sl. tók svo vinna við innréttingar og upp- setningu sýningarinnar við sem stóð fram á opnunardag að ís- lenskum sið. Tóku aldrei bankalán Guðni Halldórsson sagði við opnunina að þessi langi bygging- artími sjóminjasafnsins væri til- kominn vegna þess að meginregl- an sem hafi verið viðhöfð allt frá upphafi hafi verið að taka ekki bankalán heldur eiga fyrir hverj- um áfanga fyrirfram. Guðni sagði fréttaritara að upp- hafið að safninu væri munir sem færðir voru Byggðarsafni Suður- Þingeyinga upp úr 1950. Skipuleg söfnun hafi hinsvegar staðið yfir sl. 20 ár og henni muni aldrei ljúka. Breytingar í öllu sem við- kæmi tækjavæðingu í sjávarútvegi væru svo örar að það sem væri nýtt í dag væri úrelt á morgun. Jóhann Skaptason sýslumaður Þingeyinga vakti máls á því 1962 að safna þyfti munum tengdum sjósókn í héraðinu og varðveita þá. Hélt hann þeirri umræðu vak- andi næstu tvo áratugina og Finn- ur Kristjánsson, fyrsti forstöðu- maður Safnahússins tók síðan við og fylgdi þessu máli eftir ásamt Helga Bjarnasyni sem var óþreyt- andi við að safna munum allt fram á síðasta dag en hann lést sumarið 1999. Segja má með sanni að þess- ir þrír menn eigi stóran þátt í því að safnið komst á legg og í þetta glæsilega hús. Guðni var ráðinn forstöðumaður Safnahússins á Húsavík 1. ágúst 1992 og hefur unnið að málefnum sjóminjasafns- ins allar götur síðan. Hefur hann sjálfur séð um alla sagnfræðivinnu og textaskrif á íslensku og ensku svo og hönnunarvinnuna við sýn- inguna sjálfa. Þetta hefur hann unnið í sjálfboðavinnu og er ekki greidd króna sérstaklega fyrir þessa þætti sem eru þó þekktari fyrir að vera hvað dýrastir við uppsetningu safnasýninga. „Þegar ekki eru til peningar er þetta eina leiðin til að koma hlut- unum áfram. Ég hef ekki skap- lyndi til að bíða hér vælandi yfir því að ekki séu nægir peningar til að koma þessu í höfn. Ef bíða ætti eftir því að veitt yrði til þessara verka nægilega hárri upphæð til að hægt væri að ráða fokdýra hönnuði og aðra aðkeypta starfs- krafta þá yrði að bíða í mörg ár. Ég réð reyndar launaðan starfs- kraft með mér frá því í október sl., Gunnar Jóhannesson, til að sjá um tölvumálin, prentvinnslu og myndvinnslusamskipti við Pétur Jónasson ljósmyndara. En bæði Gunnar og Pétur eru afar viðráð- anlegir menn og á þeim prísum sem við þekkjum hérna á Tjörnes- inu.“ Margir hafa lagt málinu lið Sjóminjasafnið hefur notið sjálf- boðavinnu Halldórs Bjarnasonar í mörg ár. „Hann spurði hvort hann gæti ekki létt eitthvað undir með mér, svona 1–2 tíma á dag þegar hann komst á eftirlaun. En þegar upp var staðið samsvaraði það fullri vinnu í meira en tvö ár, hann hefur svo sem hjálpað upp á mig áður varðandi framkvæmdir við lóðina hér fyrir átta árum. Gerir þetta sér til ánægju karlinn og af áhuga, gamall vélstjóri sjálfur, og líklega hefur hann haft einhverjar áhyggjur af því að sonurinn gengi fram af sér.“ Margir hafa lagt þessu máli lið í gegnum tíðina með vinnuframlagi, peningagjöfum og með því að færa safninu muni, myndir og fleira. Þar sem þetta væri héraðssafn lægju markmiðin ljós fyrir og hefði megináhersla verið lögð á það sem væri sérstætt fyrir sjósókn við Skjálfanda. Þetta er deild í Byggðasafni Suður- Þingeyinga, þetta tekur til okkar svæðis – við vorum ekki að opna Sjóminjasafn Íslands heldur er þetta einn kafli í þeirri stórmerku sögu sem of lítill gaumur hefur verið gefinn,“ sagði Guðni Hall- dórsson að lokum. Daginn eftir opnunina var svo þeim sem áhuga höfðu boðið að koma og skoða safnið og nýttu um 500 gestir sér boðið. Sjóminjasafnið formlega opnað Hús sjóminjasafnsins á Húsavík er eins og pýramídi í laginu svo Hrafninn komist þar fyrir með rá og reiða. Safnahúsið er til hægri á myndinni. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Bræðurnir Hörður, t.v., og Óskar Þórhallssynir, fyrrv. skipstjórar og útgerðarmenn, voru meðal boðsgesta við opnunina. Hér standa þeir við mynd af föður sínum, Þórhalli Karlssyni skipstjóra, en þeir gáfu safn- inu á sínum tíma líkan af Smára TH 59 sem faðir þeirra o.fl. gerðu út. Húsavík RÖRAVERKSMIÐJAN SET og Fræðslunet Suðurlands stóðu að plastiðnaðarskóla þar sem starfs- fólki í plastiðnaði er gefinn kostur á að auka þekkingu sína. Námskeið skólans hófst í byrjun febrúar og lauk 27. mars með útskrift þeirra 16 sem þátt tóku í námskeiðinu. Til- gangurinn með plastiðnaðarskól- anum er að skapa starfsfólki í plast- iðnaði æskilegan þekkingargrund- völl um sem flest sem viðkemur plasti og hlutverk plasts í nútíma- samfélagi. Meðal þess sem kennt var í skól- anum var efnafræði plasts og plast- röra, framleiðslutækni, vélbúnaður og framleiðsluferli, hlutverk plasts í nútímasamfélagi og umhverfis- áhrif. Auk þessa var kennd vinnu- sálfræði, vinnuvistfræði, bruna- varnir og skyndihjálp. Það var röraverksmiðjan SET á Selfossi sem hafði frumkvæði að þessum skóla. Bergsteinn Einarsson, fram- kvæmdastjóri SET, og Jón Hjart- arson, forstöðumaður Fræðslunets Suðurlands, höfðu umsjón með framkvæmd þessa skóla. Næsta námskeið er áætlað í upphafi næsta árs. Morgunblaðið/Sig. Jóns Nemendur plastiðn- aðarskóla SET sem útskrif- uðust 27. mars sl. Jón Hjartarson, forstöðumaður Fræðslunets Suðurlands, og Bergsteinn Einarsson, fram- kvæmdastjóri SET. Sextán sóttu fyrsta námskeið plastiðnað- arskóla Selfoss BARNASTARF er á sunnudags- morgnum kl. 11 í Borgarneskirkju fyrir yngstu börnin. Þær Jónína Erna Arnardóttir og Steinunn Pálsdóttir sem öllu jöfnu sjá um starfið fengu liðsinni á dögunum þegar biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kom og talaði við börnin. Hann blessaði þau og af- henti þeim kross til minja um skírn þeirra og lífhjálpina í Jesú Kristi. Morgunblaðið/Guðrún Vala Barnamessur í Borgarnesi Borgarnes

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.