Morgunblaðið - 05.05.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 05.05.2002, Qupperneq 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 57 Auðveldaðu þér leikinn – með hagstæðu bílaláni Veittur er 1% afsláttur af lán- tökugjaldi ef lántakandi greiðir í lífeyris- sparnað hjá Kaupþingi www.fr jals i . is Bílalán er án efa þægilegasta leiðin til að eignast nýjan bíl. Hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum býðst þér 100% bílalán, án útborgunar. Lánið borgar þú til baka á 96 mánuðum eða skemmri tíma. 1) Þú getur reiknað dæmið og sótt um bílalán á www.frjalsi.is eða hjá bílaumboðunum. Þú getur einnig komið í Sóltún 26, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is og fengið allar nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar. 1) Lánuð eru 100% af bílverði til allt að 96 mánaða ef bílalánið er með veði í bifreið og bakveði í fasteign. Heildarveðhlutfall fasteignar með bílaláni má mest vera 90% af verðmæti fasteignar. Bílalán með veði í bifreið getur numið allt að 75% af kaupverði til allt að 84 mánaða. Sjá nánari skilyrði fyrir lántöku á www.frjalsi.is. Dæmi um mánaðarlega meðalafborgun af 1.000.000 kr. m.v. jafnar afborganir án verðbóta Lánsupphæð 60 mánuðir 72 mánuðir 84 mánuðir 96 mánuðir 1.000.000 kr. 20.401 kr. 17.612 kr. 15.620 kr. 14.126 kr. Ef þú kaupir t.d. nýjan Toyota RAV 4WD, 2,0, 16v* og færð 75% til 84 mánaða er lánsupphæðin 1.694.250 kr. Meðalafborgun á mánuði er þá 26.464 kr. (1.694.250/1.000.000x15.620 = 26.464) *Verð: 2.259.000 kr. skv. verðskrá P. Sam. hf. í apríl 2002 Ef þú kaupir t.d. nýjan Toyota Corolla 1,4, 16v* og færð 100% lánuð til 96 mánaða er lánsupphæðin 1.599.000. Meðalafborgun á mánuði er þá 22.587 kr. (1.599.000/1.000.000x14.126 = 22.587) *Verð: 1.599.000 kr. skv. verðskrá P. Sam. hf. í apríl 2002 A B X / S ÍA HVAÐA mannsbarn þekkir ekki söguna um Frankenstein? Þetta klassíska verk Mary Shelley, þessa ódrepandi vís- indaskáldsögu með undirliggjandi got- neskum hryllingi? Söguna af doktor Frankenstein sem tókst að skapa lifandi mannveru úr líkamspörtum og oftsinnis hefur verið kvikmyndagerðarmönnum efniviður. Allir þekkja þessa sögu, en færri vita að doktor Frankenstein átti sér lifandi fyrirmynd. Eða svo segja menn nú. Hann hét James Lind og var sérvitur skoskur læknir. Málið er að Mary Shell- ey var gift rómantíska ljóðskáldinu og uppreisnarseggnum Percy Shelley. Hann var á sínum tíma skóladrengur í Eton, þar sem dr. Lind kenndi víst kauða og hafði mikil áhrif á hann. Talið er að þegar hin 18 ára gamla Mary hafi sest niður sumarið 1816 til að skrifa þessa skemmtilegu sögu, hafi frásagnir eiginmannsins af læriföðurnum verið stór hluti af því sem komst á blað. Vissulega hafði Mary mikla rithöf- undahæfileika, en sérfræðingar eru sammála um að hún vissi lítið sem ekk- ert um vísindi. Chris Goulding, sem stendur fyrir þessari bráðnauðsynlegu rannsókn, heldur því fram að bókin hefði orðið allt öðruvísi, og alls ekki jafn áhrifarík, hefði hún ekki notið þessa raunverulega inn- blásturs. „Kjarni bókarinnar er að raf- magn er krafturinn sem getur lífgað við líkama. Þessar vísindalegu upplýsingar fékk hún frá Percy Shelley sem fékk þær frá James Lind. Um- hyggja henn- ar var að- allega á samfélags- og siðferð- islegum nót- um,“ sagði Chris Goulding ný- lega við BBC fréttastofuna. Það er hins vegar spurning hvort hún hefði yfirhöfuð fengið hugmyndina að bókinni ef hún hefði ekki heyrt söguna af lækninum, sem sannanlega fékk froskalappir til að hreyfast með raflosti. Frankenstein fundinn? Málverk R. Rothwell af Mary Shelley hangir uppi í National Por- trait Gallery í London. Veggspjaldið fyrir Frankenstein-myndina frá árinu 1931. Samherjar (Partners) Gamanmynd Bandaríkin, 1999. Skífan VHS. (92 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Joey Travolta. Aðalhlutverk: Casper Van Dien, Vanessa Angel og David Paymer. ÞEGAR tölvublókin Bob er snið- gengin við stöðuhækkanir í stór- fyrirtækinu sem hann vinnur fyrir ákveður hann að snúast til hefnda. Stelur hann verðmætu forriti og stingur af til Kaliforníu þar sem hann ætlar að selja góssið. Á leið- inni hittir hann flækinginn Axel sem samstundis eygir gróðavon í uppátæki Bobs og slæst óbeðinn í för með honum. Mikið er gert úr ólíkum persónuleikum mannanna tveggja, annars vegar er það ósjálfbjarga tölvunördinn en hins vegar lífsreyndur smákrimmi og flestir brandarar myndarinnar ganga út á brösótt samskipti þess- ara „samherja“. Myndin líður ósköp áreynslulaust hjá garði, án nokkurra tilþrifa í jákvæðar eða neikvæðar áttir. Það er ekki bein- línis hægt að mæla með þessari mynd en á hinn bóginn er engin ástæða til að vara sérstaklega við henni. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Óblíðir félagar Sporhundurinn (The Finder) Spennumynd Ástralía 2001. Myndform VHS. (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Frank Shields. Aðalhlutverk Simon Westaway, Paul Mercurio. ÞETTA er ein af þessum myndum þar sem aðalsöguhetjan er harður nagli sem er fyrrverandi-lögga-með- vafasama-fortíð. Þessi er manna færastur í að hafa uppi á týndu og tröllum gefnu fólki. En meira að segja hann klórar sér í hausnum er hann fær hið kaf- loðna verk að finna dóttur moldríks byggingarverktaka sem, fyrir ein- hverra hluta sakir, vill alls ekki blanda hinum lögbundnu vörðum laganna í málið. Og málið verður loðnara eft- ir því sem sporhundurinn kemst nær lausninni og ekki auðveldar leitina að fyrrverandi yfirmaður hans, lög- reglustjórinn, grunar hann um græsku og hótar að loka hann inni ef … Ekki ýkja frumlegur söguþráður er það? Og það er einmitt stærsti gallinn við þessa áströlsku sjón- varpsmynd. Maður hefur séð þessa fléttu hundrað sinnum áður og á örugglega eftir að sjá hundrað sinn- um í viðbót í einhverjum af hinum óteljandi bandarísku lögguþáttum sem keppast við að lýsa háskalífinu í myrkvuðum öngstrætum stórborg- anna eins og það er í alvörunni – já einmitt. En það sem hífir þessa mynd ögn hærra en aðrar beint-á-myndband- spennumyndir er dæmigerð fag- mennska Ástralanna og hinn þokka- legasti leikur. Skarphéðinn Guðmundsson Fundvís fantur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.