Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 13 HILMAR F. Foss, sem búsettur er í Hafnarstræti 11 í Reykjavík og rek- ur meðal annars verslunina Sterling í sama húsi, segist afar óhress með þá þróun sem einkennt hefur mið- borg Reykjavíkur um árabil. Versl- anir og fyrirtæki séu óðum að hverfa úr bænum og fólk eigi ekki lengur erindi í miðborgina sem sé svo að segja horfin. Hann segir brýnt að fólk móti sér skoðun á því hvernig það sjái fyrir sér framtíð miðborg- arinnar. Húseignin í Hafnarstræti 11 hefur lengi verið í eigu sömu fjölskyldu. Elísabet Foss, dóttir Kristjáns Jónssonar háyfirdómara og Íslands- málaráðherra, lét reisa húsið árið 1929 og rak þar lífstykkjabúð í ára- tugi. Einnig hefur faðir Hilmars, Hilmar Foss skjalaþýðandi og dóm- túlkur, starfrækt skrifstofu í húsinu í áratugi. Þar til fyrir nokkrum árum var verslunarplássið á neðstu hæð leigt út til reksturs á vinsælu kaffi- húsi en síðastliðin 4 ár hefur Hilmar rekið þar verslun. Sjálfur býr hann ásamt fjölskyldu sinni á efstu hæð hússins sem hefur verið til sölu frá því síðla árs 2000. Hilmar segir aðspurður að eftir- spurnin eftir húsnæðinu sé engin og sömuleiðis hafi ekki tekist að leigja húsið út til atvinnureksturs, sem stendur autt að öðru leyti. Sömu sögu sé í raun að segja um fjölmarg- ar fasteignir í miðborginni sem standi auðar. „Það sem mér finnst skipta máli er að Reykjavík er höfuðborg lýðveldis og við erum að horfast í augu við að hún hefur ekki lengur það sem hægt er að kalla miðborg. Hingað inn í verslun til okkar hafa komið ferða- menn sem spyrja hvar miðborgin sé. Þeir höfðu lesið um eitthvað en fundu ekki né sáu það sem verið var að segja þeim að væri hérna. Við er- um með höfuðborg sem á ekki lengur neinn lífkjarna á daginn,“ segir Hilmar F. Foss. Í Hafnarstræti 9 er starfræktur skemmtistaður sem Hilmar segir að af hljótist töluvert ónæði. Hann sé þó almennt á því að skemmti- og veit- ingastaðir eigi að blómstra í mið- borginni en saknar mannlífsins og umferðarinnar á daginn og þeirrar snyrtimennsku sem viðhafa ætti í borgum. Hann segir mjög undarlegt að borgaryfirvöld skuli hrósa sér af því að borgin sé hrein þegar blasi við að svo sé ekki. Fjandsamlegt vinnuumhverfi Hilmar segir hugmyndir um bygg- ingu íbúðabyggðar í Vatnsmýri og fyrirhugaða byggingu tónlistarhúss við Miðbakka ekki til þess fallnar að draga fólk aftur að miðboginni. Hann segir að fjölmargt hafi farið miður í meðförum borgaryfivalda á málefnum miborgarinnar á undan- förnum árum og nefnir sem dæmi þegar verslunin Kea Nettó sóttist eftir því að opna verslun í húsi Jóns Ásbjörnssonar við Geirsgötu en um- sókninni var synjað á þeirri forsendu að ekki væri um nægjanlega hafn- sækið fyrirtæki að ræða. „Verslun í landinu flytur bróður- partinn af sínum varningi inn með skipum. Ég get ekki ímyndað mér að það sé margt meira hafnsækið en verslun eins og KEA Nettó.“ Hilmar bendir á að Samvinnuferð- ir Landsýn, sem hafi dregið að sér þúsundir viðskiptavina, hafi flutt starfsemi sína úr miborginni á sínum tíma og sömuleiðis Heimsferðir. Eimskip sé einnig hægt og bítandi að flytja starfsemi sína inn í Sundahöfn. „Staðreyndin er sú að héðan hefur farið hver vinnustaðurinn á fætur öðrum vegna þess að það hefur ekki verið nein ástæða fyrir þá að vera hér. Þetta hefur í raun verið fjand- samlegt vinnuumhverfi fyrir þá sem hér vinna. Þetta er svæði sem er manni mjög kært og leiðinlegt að sjá hvernig bú- ið er að fara með. Þetta er ekki eitt- hvað sem gerist óvart heldur vegna þess að það eru teknar rangar ákvarðanir,“ segir Hilmar. Hilmar F. Foss, íbúi og verslunarrekandi í Hafnarstræti, um stöðu miðborgar „Ekki eitthvað sem gerist óvart“ Morgunblaðið/Jim Smart Feðgarnir Hilmar F. Foss verslunarrekandi og Hilmar Foss, dómtúlkur og skjalaþýðandi. Hilmar yngri býr ásamt fjölskyldu sinni í Hafnar- stræti 11 og rekur þar verslun. JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra staðfesti í gær samning Landspítala – há- skólasjúkrahúss við heilbrigðis- stofnanir Austurlands, Suðaustur- lands og Ísafjarðarbæjar um sérfræðiþjónustu á sviði barnalækn- inga. Var skrifað undir samninginn á Reyðarfirði. Markmið samnings- ins er að færa sérfræðiþjónustu á sviði barnalækna til þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda á við- komandi svæðum. Þannig mun Landspítalinn veita þjónustu í formi farlækninga sér- fræðinga í barnalækningum á Heil- brigðisstofnun Suðausturlands, Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Veitt verður þjónusta á sviði barna- lækninga samkvæmt ósk yfirlæknis á hverjum stað eins og þjónustan er skilgreind í samningnum og er það sviðsstjóri á barnasviði Landspítala – háskólasjúkrahúss sem sér um læknisfræðilega framkvæmd samn- ingsins af hálfu LSH. Viðkomandi heilbrigðisstofnanir sjá sérfræðingi fyrir fæði, húsnæði og ferðum við hverja komu. Land- spítalinn greiðir hins vegar launa- kostnað vegna samningsins og legg- ur til ýmsa þjónustu fyrir starfsfólk sitt s.s. launavinnslu, skipulagningu þjónustunnar af hendi yfirmanna og fleira sem þarf til að uppfylla samn- inginn. Samkomulagið felur í sér að Landspítalinn sendir sérfræðinga í barnalækningum á viðkomandi heilsugæslustöð á þriggja mánaða fresti samkvæmt fyrirframgerðri áætlun og þjónustan sem íbúum við- komandi svæða verður nú boðið upp á felst meðal annars í eftirfarandi:  Sérfræðiþjónustu á sviði barna- lækninga við skjólstæðinga viðkom- andi heilsugæslustöðvar í samráði við lækna á sérhverjum stað  Nýburaeftirliti og skoðar sér- fræðingurinn alla nýbura í viðkom- andi héraði sem fæðst hafa frá næstliðinni komu  Ungbarnavernd eftir þörfum  Ráðgjöf varðandi heilsuvernd barna og unglinga  Auknu aðgengi að sérfræðingi á Landspítalanum milli ferða, til dæmis í síma eða með öðrum sam- skiptaleiðum. Samið um barnalæknaþjón- ustu á landsbyggðinni ÞYRLA landhelgisgæslunnar sótti í gærmorgun veikan sjómann um borð í línuskipið Valdimar GK sem staddur var 15 sjómílur út af Pat- reksfirði. Maðurinn var með mikinn verk í höfði og missti um tíma með- vitund. Talin var hætta á að hann væri með heilahimnubólgu eða að hann hefði fengið heilablæðingu. Skv. upplýsingum frá slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi var maðurinn ekki í lífs- hættu og við rannsókn fundust engin merki um fyrrnefnd veikindi. Skipverjar hringdu í Neyðarlín- una sem hafði samband við stjórn- stöð Landhelgisgæslu Íslands kl. 6.10. Læknir í þyrluáhöfn Landhelg- isgæslunnar var kallaður út og taldi hann ástæðu til að sækja manninn með þyrlu. Aðrir í áhöfn TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, voru í framhaldi af því kallaðir út og fór þyrlan í loftið um kl. sjö, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þyrlan kom að skipinu um átta- leytið. Vel gekk að ná manninum um borð og lenti þyrlan við slysadeild í Fossvogi um klukkustund síðar. Þyrla sótti veikan sjómann Mikill höfuðverkur og missti meðvitund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.