Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 37 NÚ duga engar vífi- lengjur: Hvað er það sem skiptir Hafnfirð- inga mestu máli? Er það steypa? Eða þjón- usta? Fyrir fjórum ár- um var Sjálfstæðis- flokknum í Hafnarfirði treyst fyrir því að stýra Hafnarfirði til móts við nýja tíma. Gríðarleg verkefni blöstu við á sama tíma og staða fjár- mála var afar þröng. Hvernig átti að leysa þau með sómasamleg- um hætti? Og hvað hef- ur gerst síðan þá? Viðfangsefnið var meðal annars: Að reisa grunn- og leikskóla, auka öryggismálin með nýrri slökkvistöð, leysa vanda bóka- safnsins, tengja leiðakerfi strætis- vagna um höfuðborgarsvæðið, efla miðbæinn, úthluta nýjum lóðum fyrir íbúðir og fyrirtæki, stuðla að fjöl- skylduvænu samfélagi. Til þess að leysa verkefnin urðum við m.a. að leita nýrra leiða og fyrir valinu varð svokölluð einkafram- kvæmd sem andstæðingar okkar hafa atað auri og notað nánast eins og blótsyrði. En hvað er einkafram- kvæmd? Jú, það er leið sem gerir okkur kleift að veita þá þjónustu sem fólkið kallar eftir! Það er staðreyndin. Og það er einnig staðreynd að marg- ar framkvæmdir á vegum Hafnar- fjarðarbæjar á undanförnum árum eru ekki í einkaframkvæmd: Við- byggingar í Öldutúnsskóla, Setbergs- skóla og Engidalsskóla, nýtt bóka- safn, ný þjónustumiðstöð (áður áhaldahús) og ný íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum. Að mínu mati snýst starfsemi sveitarfélagsins fyrst og fremst um fólkið í bænum og framtíð þess. Þar af leiðandi var aug- ljóst að við myndum velja leið, sem opnaði okkur möguleikana á því að byggja til viðbót- ar hinu: þrjá nýja leik- skóla og tvo grunnskóla og íþróttamiðstöð fyrir Bjarkirnar, svo dæmi séu tekin. Einkaframkvæmd er góð fyrir sveitarfélagið: Það eignast vissulega ekki steypuna en getur veitt þjónustuna. Um það snýst málið. Um það snýst stefna Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Um það snýst val kjós- enda: Að velja áframhaldandi upp- byggingu sjálfstæðismanna sem hafa framfarir, þjónustu og uppbyggingu að leiðarljósi. Ég vek athygli á því að Samfylk- ingin ætlar að borga upp einkafram- kvæmdarsamningana. Með hvaða peningum? Með lánsfé. Og hún ætlar að borga niður skuldir. Með hverju? Með lánsfé! Eftir minni bestu vitund hækka skuldir þegar lán eru tekin. Og Samfylkingin ætlar að segja upp samningi um rekstur Áslandsskóla – alveg sama hvort skólastarf er þar gott eða slæmt. Skólastarfið er reyndar mjög gott í Áslandi eins og öðrum grunnskólum bæjarins og börnunum líður vel í skólanum sínum. Norðurbakkinn er annað mál sem andstæðingar okkar hafa þyrlað upp í moldviðri: Þar er öll skipulagsvinna eftir og lög gera ráð fyrir að þar sé bæjarbúum gefinn kostur á að tjá sig. Niðurstöður samkeppninnar eru ekki teikningar til að byggja eftir. Niður- stöður samkeppni eru hugmyndir. Vissulega athyglisverðar, en ekki lokaniðurstaða. Fjármálastjórnin er traust. Áætl- anir okkar standast. Þrátt fyrir um- fangsmiklar framkvæmdir munum við greiða niður skuldir um 1,5 millj- arða króna á kjörtímabilinu. Þannig heldur uppbyggingin áfram í traust- um höndum okkar sjálfstæðismanna sem förum nýjar leiðir til þess að ná árangri. En framkvæmdir, framþróun og frumkvæði krefst þess að stjórnend- ur sveitarfélaga hafi kjark til þess að taka ákvarðanir. Það höfum við sjálf- stæðismenn sýnt. Við höfum þann kjark sem kemur Hafnarfirði aftur í fremstu röð. Ég treysti Hafnfirðing- um til þess að vega og meta störf okk- ar sjálfstæðismanna og uppgötva að í kristalskúlunni er enn frekari upp- bygging, þjónusta og búsetugæði í Hafnarfirði. Veldu bjarta framtíð Hafnarfjarð- ar með því að setja X við D-lista sjálf- stæðismanna. Við veljum ódýrustu leiðina að bestu þjónustunni Magnús Gunnarsson Hafnarfjörður Framkvæmdir, framþróun og frum- kvæði, segir Magnús Gunnarsson, krefst þess að stjórnendur sveitar- félaga hafi kjark til þess að taka ákvarðanir. Höfundur er bæjarstjóri og leiðtogi sjálfstæðismanna. EFTIR mikið karp okkar frambjóðenda í kosningabaráttunni í Kópavogi er komið að bæjarbúum að tjá sig. Þeir eiga síðasta orðið í kosningaslagnum og munu í senn kveða upp dóm yfir verkum okkar á undanförnum árum og ákveða hverj- um verður treyst fyrir stjórnun bæjarfélags- ins í náinni framtíð. Það fylgir mikil ábyrgð hverju atkvæði og það er að mínu viti mikill misskilningur að í sveitarstjórna- kosningum skipti það ekki höfuð- máli hverjir veljist til forystu því í raun séu flokkarnir að miklu leyti samstiga. Kjósendur í Kópavogi ráða öllu um það hvort áfram verði haldið á sömu braut sóknar og framfara eða hvort vinstri öflin í bænum veljist á nýjan leik til þeirr- ar forystu sem hélt Kópavogi í viðj- um svefnbæjar um langt skeið. Árangur sjálfstæðismanna í Kópavogi á síðustu tólf árum við stjórnvölinn í bænum blasir við á öllum vígstöðvum. Sterk staða okk- ar hefur tryggt það að sjálfstæðis- menn hafa verið í af- dráttarlausu forystu- hlutverki í öllum helstu málalflokkum bæjarins. Sem dæmi má nefna að á síðasta kjörtímabili gegndu sjálfstæðismenn m.a. formennsku í bæjar- ráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, leikskóla- nefnd, umhverfisráði, lista- og menningar- ráði og húsnæðis- nefnd. Stefnuskrá sjálf- stæðismanna er í senn framsækin og raunsæ. Við sýnum ábyrgð sem leiðandi flokkur í meirihluta bæjarstjórnar og lofum hvorki upp í ermina á okkur né bæjarbúum. Við höfum ekki sett upp leiktjöld á síðustu metrum kosningahlaupsins og ekki skreytt okkur með fyrir- heitum um verkefni sem ekki rúm- ast innan traustrar fjármálastjórn- ar í bland við áframhaldandi upp- byggingu til bættrar þjónustu í bænum. Sókndirfska og metnaður sjálf- stæðismanna í störfum sínum fyrir bæjarfélagið er meginástæða þess að íbúum Kópavogs hefur fjölgað um níu þúsund manns á síðasta kjörtímabili. Ungt fjölskyldufólk hefur flykkst til okkar og við höfum boðið börn og aldraða, öryrkja og þá sem minna mega sín velkomna í bæinn. Við munum halda áfram á sömu braut. Kópavogur á að vera heilsteypt bæjarfélag sem gerir vel við allt sitt fólk og og nálgast þjón- ustu sína við bæjarbúa á forsend- um fjölbreyttrar menningar og mannúðar. Kjósendur í Kópavogi taka til máls í dag. Með því að tryggja fimmta manni á lista Sjálfstæðis- flokksins, Höllu Halldórsdóttur hjúkrunarfræðingi og ljósmóður, sæti í bæjarstjórn auka þeir veru- lega líkurnar á því að áfram verði haldið á sömu braut í bæjarfélag- inu. Ég skora á Kópavogsbúa að fjölmenna á kjörstað og ég bið þá að taka vel ígrundaða afstöðu í kjörklefanum til þeirra skýru val- kosta sem þeir standa frammi fyrir. Kópavogsbú- ar eiga síð- asta orðið Gunnar I. Birgisson Kópavogur Kjósendur í Kópavogi taka til máls í dag, segir Gunnar I. Birgisson. Með því að tryggja fimmta manni á lista Sjálfstæðisflokksins sæti í bæjarstjórn auka þeir verulega líkurnar á því að áfram verði hald- ið á sömu braut. Höfundur er oddviti sjálfstæð- ismanna í Kópavogi. Í UPPHAFI þess- arar kosningabaráttu settust frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins niður og veltu fyrir sér hver ætti að vera yfirskrift baráttunnar. Eftir miklar umræður komumst við að þeirri niðurstöðu að kosn- ingastefið ætti bara að vera eitt orð, þ.e. orð- ið góður. Ástæðan var sú að við vorum öll sammála um að Garðabær væri góður bær, en við vor- um líka öll sammála um að bærinn gæti orðið enn betri. Orðið góður vísar því ekki einungis til nútíðar heldur einnig til framtíðar. Sýn okkar er sú að Garðabær verði fyrirmyndarsveitarfélag á öll- um sviðum og veiti framúrskarandi þjónustu með sem hagkvæmustum hætti. Við trúum því að sýnin sé raunhæf vegna þess að traustur grunnur hefur verið lagður á und- anförnum árum. Á þeim grunni ætlum við að byggja. Í ítarlegri kosningastefnu okkar kynnum við 77 fyrirheit sem unnin voru í nánu samstarfi við hundruð bæjarbúa. Við viljum bæta þjón- ustuna við fólk á öllum aldri, en jafnframt er stærsta kosningalof- orðið það að áfram verði traust fjármálastjórn og hóflegar álögur aðalsmerki fjármálastjórnar Garðabæjar. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins hafa nú heimsótt öll heimili í bænum og víðast hafa hús- ráðendur verið heima og tekið vel á móti okkur. Heim- sóknirnar hafa verið mjög lærdómsríkar og ekki síst fyrir þau okkar sem erum ný á framboðslista. Oft fáum við hrós fyrir það sem vel er gert í bænum og þá verðum við vissulega stolt af því að tilheyra þeim hópi sem farsællega hefur þjónað bæjarbú- um á liðnum árum. Gaman var að heyra í ungum hjónum sem fluttu í Garðabæinn vegna góðra leikskóla og ekki var síðra að hitta foreldra einhverfs barns sem fengu það ráð að hvergi væri betra að vera með einhverf börn í skólum en í Garðabæ. Stórkostlegt var að ganga um Ásahverfið og sjá kraft- inn í fólkinu sem þar er að byggja, sumir sína fyrstu íbúð en aðrir eru að koma sér fyrir í íbúðum sem þeir ætla að búa í það sem eftir lifir ævinnar. Ekki var síður gefandi að svara fyrirspurnum frá eldri borg- urum sem hlakka til að flytja í nýja Strandhverfið, þar sem fram- kvæmdir hefjast vonandi síðar á þessu ári. Auðvitað hittum við einnig fólk sem var ósátt, en kom þá jafnframt með góðar og gagn- legar ábendingar um hvað betur má fara. Eftir nokkurra vikna kosninga- baráttu og samtöl við fjölda bæj- arbúa erum við á D-listanum viss um að við höfum valið rétt kosn- ingastef. Garðabær er góður bær en okkur langar að fá að vinna að því í góðri samvinnu við bæjarbúa, að gera hann enn betri næstu fjög- ur árin. Ég vil að lokum hvetja alla kjósendur í Garðabæ til að mæta á kjörstað því hvert atkvæði skiptir máli. Þeir geta treyst þeim fyrirheitum sem sjálfstæðismenn setja fram því það þekkja þeir af reynslunni. Atkvæði greitt D- lista tryggir að í Garðabæ muni áfram ríkja ábyrg fjármálastjórn, kraftmikil uppbygging og góð þjónusta. Góður bær sem getur orðið enn betri Ásdís Halla Bragadóttir Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ og skipar 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Garðabær Atkvæði greitt D-lista tryggir, segir Ásdís Halla Bragadóttir, að í Garðabæ muni áfram ríkja ábyrg fjármála- stjórn, kraftmikil uppbygging og góð þjónusta. Alltaf á þriðjudögum Frábærir fótskemlar Verð kr. 34.000 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.