Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 51
Áfangasigur virðist í höfn og nú er mikilvægt að halda áfram á sömu braut. Landsfundur Verkstjórasam- bands Íslands vill beina þeirri hvatningu til verkstjóra og annarra stjórnenda í landinu, að huga nú að því sem aldrei fyrr, að skera niður óarðbæran kostnað í fyrirtækjum. Þannig má styrkja fyrirtækin örlít- ið og gera þau hæfari til að standa gegn verðhækkunum. Vegna stöðu sinnar er verkstjór- um og stjórnendum mjög vel ljós sá vandi sem íslensk fyrirtæki eru mörg í um þessar mundir. Vaxta- kostnaður er gífurlega mikill. Ís- lensk fyrirtæki munu seint standa jafnfætis erlendum fyrirtækjum í samkeppninni meðan fjármagns- kostnaður er svo langtum þyngri hér en í öðrum löndum. Í mörgum tilfellum er þessi kostnaður að sliga fyrirtækin. Heimilin glíma við sama vanda. Næsta markmið hlýtur því að vera, auk þess að viðhalda stöð- ugleikanum, að lækka útlánsvexti og minnka vaxtamuninn. Þannig, að innan tíðar verði fjármagns- kostnaður fyrirtækja og einstak- linga á Íslandi í samræmi við það sem tíðkast í nágrannalöndum okk- ar. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld að ganga fyrir og gera málið að forgangsverkefni og síðan þurfa allir aðrir að leggjast á ár- arnar svo að þessi árangur náist. Við skorum á stjórnvöld að móta sér þessa stefnu hið fyrsta. Trú okkar er sú, að þá muni aðrir að- ilar ekki draga af sér til að þessi árangur náist.“ Þrátt fyrir að okkur sé fullljóst hið viðkvæma samband sem er á milli vaxta og verðlagsmála og síð- an hins hverslags stöðugleiki verð- ur niðurstaðan, þá teljum við að allt sanngjarnt fólk skilji án frekari útskýringa hvað við eigum við með þessum óskum okkar. Við höfum nú sem þjóð einstakt tækifæri til að halda áfram á réttri braut og bæta hag okkar verulega. Það væri hrapallegt ef við glutruðum niður þessu tækifæri. Sagt hefur verið að vilji sé allt sem þarf. Það er einlæg von okkar, að það sé almennur vilji til að taka á þessum vandamálum og stýra fram hjá þeim skerjum sem fram- undan eru. Höfundur er framkvæmdastjóri Verkstjórasambands Íslands. Verðlagsmál Við höfum nú sem þjóð einstakt tækifæri til, segir Kristín Sigurð- ardóttir, að halda áfram á réttri braut og bæta hag okkar verulega. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 51 kaupaukinn m inn Kringlan, s. 533 4533 Við fögnum sumrinu með glæsilegum Lancôme kaupaukum*. Þegar þú kaupir Lancôme vörur fyrir 6.000 krónur eða meira getur þú valið um að fá úr eða tösku sem kaupauka*. *G ild ir m eð an b irg ði r e nd as t. Ei n gj öf á h ve rn v ið sk ip ta vi n. G ild ir ek ki m eð ö ðr um ti lb oð um . Lan cô m e tím inn minn Lancôme kaupaukinn* þinn Þú getur valið úr eða tösku Laugavegur, s. 511 4533Smáralind, s. 554 3960 HINN 15. maí sl. birtist grein í Morgun- blaðinu um þátttöku ungrar stúlku á barna- þingi Sameinuðu þjóð- anna sem haldið var í New York í byrjun maí. Svo mikils misskilnings gætir í greininni að nauðsynlegt er að bregðast við henni og upplýsa lesendur Morgunblaðsins um staðreyndir málsins. Sameinuðu þjóðirnar héldu aukaallsherjar- þing um réttindi barna dagana 8. til 10. maí sl. Á undan aukaallsherja- þinginu var haldið sérstakt barna- þing sem var eingöngu ætlað börn- um. Þarna fengu krakkarnir m.a. tækifæri til að fjalla um lokaskjal aukaallsherjarþingsins sem þá var enn í vinnslu. Tvö íslensk ungmenni sóttu barnaþingið og í framhaldi af því tóku þau þátt í aukaallsherjar- þinginu. Félagsmálaráðherra ávarpaði aukaallsherjarþingið fyrir Íslands hönd og fjallaði um alvarlegar að- stæður barna í heiminum og um börn á Íslandi. Ræðu ráðherra er að finna á heimasíðu félagsmálaráðuneytis og ýmsar aðrar upplýsingar þessu tengdar. Íslensku ungmennin tvö sem fóru á barnaþingið voru okkur til sóma. Stúlkan var valin til þátttöku af því við treystum henni til að greina frá baráttu við alvarlegan áfengisvanda og hvernig henni tókst sigrast á fíkn- inni með eigin styrk að vopni og með góðri hjálp aðstandenda og opinberra aðila. Áfengis- og fíkniefnaneysla barna og ungmenna er alvarlegt vandamál sem ekki má gera lítið úr. Skyldur samfélagsins við þessi börn eru óumdeildar. Pilturinn sem var með í för hafði reynslu af uppbygg- ingu félagsmiðstöðvar fyrir ungt fólk í sínu sveitarfélagi. Þetta unga fólk þótti verðugir fulltrúar íslenskrar æsku á alþjóðlegum vettvangi og voru prýðilega fær um að koma því skýrt til skila að börn og ungmenni geta vel tekist á við vandasöm verk- efni ef samfélagið veitir þeim viðeig- andi aðstoð og liðsinni. Þau sýndu einnig fram á með þátttöku sinni að ungmenni geta og eiga að vera virkir þátttakendur í upp- byggingu samfélagsins, en það var einmitt meg- inmarkmið barnaþings Sameinuðu þjóðanna sem haldið var á undan aukaallsherjarþinginu um réttindi barna. Í alþjóðlegu sam- hengi byggjast réttindi barna að miklu leyti á Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna. Yfir 70 þjóðarleiðtogar ávörp- uðu aukaallsherjar- þingið og greindu nokkrir þeirra frá því að þjóðir þeirra hefðu samþykkt báða viðauka Barnasáttmálans. Annar viðaukinn fjallar um að stöðva þátttöku barna í stríði en hinn um sölu barna, barna- vændi og barnaklám. Forseti Sómal- íu tilkynnti á þinginu að hans þjóð hefði staðfest Barnasáttmálann og eru þá Bandaríkin eina aðildarþjóðin sem ekki hefur staðfest Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Meginverkefni aukaallsherjar- þingsins var tvíþætt. Farið var yfir hvað áunnist hefur í málefnum barna frá því Barnaráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin fyrir tólf árum og línur lagðar um aðgerðir og skuld- bindingar þjóðanna næsta áratug. Börn víða um heim búa við ákaflega kröpp kjör og alvarlegar aðstæður og bilið milli fátækra og ríkra breikkar stöðugt. Reyndar er fátækt megin- ástæða þess að ekki tekst að koma til móts við lágmarksþarfir barna í heiminum og láta þau njóta mann- réttinda. Á sama tíma og velmegun eykst örar en nokkru sinni hjá hluta íbúa jarðarinnar lifir helmingur mannkyns við sára fátækt og þrír milljarðar manna lifa í örbirgð á tveimur dollurum eða minna á dag. Á aukaallsherjarþinginu var sam- þykkt áætlun undir heitinu Heimur fyrir börn (A World fit for Children). Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum lagði töluvert af mörkum við undirbúning áætlunarinnar og einnig komu starfsmenn félagsmála- ráðuneytis að þeirri vinnu. Þessi áætlun felur í sér skuldbindingar að- ildarþjóðanna og snýst í megindrátt- um um aukna heilsuvernd, aukin tækifæri til menntunar, vernd gegn ofbeldi og misnotkun og sérstakar aðgerðir til að koma í veg fyrir út- breiðslu alnæmis. Þar er enn fremur fjallað um skyldur stjórnvalda til að veita börnum og ungmennum aðstoð við að takast á við fíkn í áfengi og eit- urlyf. Viðfangsefnum Sameinuðu þjóð- anna um málefni barna má skipta í fimm svið, auk aðgerða til að sporna við fátækt, en þau eru: a) heilsu- vernd, þar með talin fæða, vatn og umhverfi, b) menntun og læsi, c) sér- stakar aðstæður barna, svo sem kyn- ferðislegt ofbeldi, og d) mannréttindi og frelsi. Hér er um að ræða fjölmörg atriði sem ekki er svigrúm til að fjalla nánar um í þessari stuttu grein, en nefna má útbreiðslu alnæmis og ann- arra alvarlegra sjúkdóma, menntun- armöguleika stúlkubarna, börn og stríðsátök, margþætt ofbeldi gegn börnum og barnaþrælkun. Lífsskilyrði barna hafa batnað, en víða um heim búa þau óviðunandi að- stæður. Á síðastliðnum áratug hefur þó dregið úr dánartíðni barna, van- nærðum börnum hefur fækkað og fleiri börn fá tækifæri til náms. En það er hægt að gera miklu, miklu bet- ur. Sameinuðu þjóðirnar og réttindi barna Ingibjörg Broddadóttir Börn Lífsskilyrði barna hafa batnað, segir Ingibjörg Broddadóttir, en víða um heim búa þau við óviðunandi aðstæður. Höfundur er deildarstjóri í félags- málaráðuneyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.